Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 32
32 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Um síðustu áramót lauk aðlögunartíma eft- ir að Bretland gekk formlega úr Evrópu- sambandinu. Frá 1. janúar 2021 gilda evr- ópskar reglur um frjálsa vöruflutninga, fólksflutninga, þjón- ustustarfsemi og fjár- magnsflutninga því ekki lengur milli Bret- lands og ESB – og þar með ekki heldur EES eða Íslands. Óhjákvæmilega fylgja þessu breyt- ingar á viðskiptum gagnvart Bret- landi. En breytingum fylgja jafnan ný tækifæri. Aldalöng saga sam- skipta og viðskipta Íslendinga og Breta og sérstaða þjóðanna innan Evrópu vekur vonir um að þau kafla- skil sem mörkuð voru með útgöngu Breta úr ESB geti eflt viðskipti og samskipti þjóðanna enn frekar. Heimsborgin London London hefur um aldir verið mið- stöð alþjóðlegra viðskipta og er á eft- ir New York langstærsta miðstöð fjármála- og viðskiptalífs í heiminum og tengir saman markaði í Asíu, Evr- ópu og Ameríku. Þá er London samkeppnishæfari en þessar borgir, bæði þar sem hún er aðgengilegri og vegna aldalangrar sögu og rótgróinn- ar menningar um frjáls viðskipti. Tungumál í viðskiptum er enska og helstu bankastofnanir, trygginga- félög og alþjóðlegir fjárfestingasjóðir hafa útibú og starfsemi í London, sem og alþjóðlegar lögmannsstofur og endurskoðunarfyrirtæki. Alþjóðlegir viðskiptasamningar eru gjarnan gerðir að enskri fyrirmynd og undir enskum lögum og heyra undir lögsögu enskra dómstóla. Þeir byggja á langri sögu og mikilli reynslu við að leysa úr viðskiptalegum ágreiningsmálum, auk þess sem í London er að finna eina helstu al- þjóðlegu gerðardóms- stofnunina í heiminum. Einfalt og fljótlegt er að stofna félög í Bretlandi og regluverk er bæði skjótvirkt og gagnsætt. Mikið fram- boð er á sérhæfðu starfsfólki og kostnaður við starfsmannahald er al- mennt hagstæður samanborið við önnur lönd í Vestur-Evrópu. Sam- kvæmt Alþjóðabankanum er breskur vinnumarkaður með þeim sveigjan- legustu í heimi. Í Bretlandi er mikil gróska í frum- kvöðlastarfsemi, svo sem í tækni og listum og er hvergi að finna fleiri sprotafyrirtæki í fjártækni (fintech), kvikmyndaiðnaði og tölvuleikjageir- anum. Margvíslegir styrkir, skatta- hagræði og endurgreiðsla rann- sóknar- og þróunarkostnaðar standa nýsköpunarfyrirtækjum til boða og eftir Brexit hefur Bretland lagt enn meiri áherslu á að laða slík fyrirtæki til landsins. Meðal annars geta ís- lensk nýsköpunarfyrirtæki nýtt sér slíkar ívilnanir með því að stofna dótturfélög í Bretlandi. Þá er end- urreisn í kjölfar Covid-19-faraldurs- ins þegar hafin í Bretlandi en vegna góðs árangurs við bólusetningar er vonast eftir skjótum viðsnúningi efnahagslífsins. Breskt regluverk í tengslum við fjárhagslega end- urskipulagningu fyrirtækja er afar sveigjanlegt og býður upp á marg- vísleg tækifæri fyrir fjárfesta. London áfram miðstöð viðskiptalífsins í Evrópu Þrátt fyrir útgöngu Breta úr ESB er búist við að London verði áfram miðstöð alþjóðlegra viðskipta og fjár- festinga. Eftir margvíslega byrjunar- örðugleika, einkum í tengslum við inn- og útflutning, er á þessari stundu erf- itt að meta hver raunveruleg áhrif Brexit verða til lengri tíma. Svo stór- um breytingum fylgja þó óneitanlega mikil tækifæri í tengslum við viðskipti beggja vegna Ermarsundsins. Stjórn- völd í Bretlandi hafa til að mynda til- kynnt að aukin áhersla verði lögð á nýsköpun og tengingar við fleiri markaði en bara meginland Evrópu og er búist við því að á næstunni verði kynntir enn frekari hvatar fyrir aðila til að fjárfesta og setja upp starfsemi í Bretlandi. Bretland og London munu áfram laða að hæfileika, fjölbreytni og fjár- magn sem skapa munu tækifæri í þessum suðupotti viðskipta og menn- ingar. Enginn býst við því að Brexit breyti neinu af þessu. Ísland og Bretland Fjöldi Íslendinga sem búsettir eru í London vegna starfa sinna og náms er á milli 2-3 þúsund og hefur London lengi verið einn vinsælasti áfanga- staður Íslendinga, sem leita þangað til skemmtunar og afþreyingar. Bret- land er helsta viðskiptaland Íslands á eftir Bandaríkjunum og hefur London lengi verið stökkbretti Íslendinga út í hinn stóra heim. Mörg íslensk fyrir- tæki reka starfsemi í Bretlandi, t.d. í tæknigeiranum, sjávarútvegi og fjár- málum, og enn aðrir hafa þar fyrir- svar enda þótt viðskiptin sjálf fari oft fram annars staðar. Fullyrða má að í kjölfar útrásar ís- lensku bankanna og síðar fjármála- hrunsins er meiri þekking hjá fjár- málastofnunum og sjóðum um Ísland og íslensk málefni sem skapað hefur tækifæri fyrir fjölbreyttari fjárfest- ingu alþjóðlegra aðila á Íslandi heldur en áður þar sem áherslan var nær ein- göngu á vaxtamunarviðskipti. Orð- spor Íslendinga og íslenskra fyrir- tækja í viðskiptum í Bretlandi er almennt jákvætt og auðveldara er fyr- ir íslenska aðila að nálgast erlenda fjárfesta með hugmyndir að tækifær- um og á undanförnum árum hafa sér- hæfðir fjárfestingasjóðir komið að ýmsum verkefnum á Íslandi, m.a. á sviði endurnýjanlegra orkugjafa. Með breyttri heimsmynd og auk- inni áherslu á umhverfismál og sjálf- bærni hefur áhugi Breta á Íslandi orð- ið enn meiri. Auk farsællar sölu á norðurljósunum í formi ferðalaga tug- þúsunda breskra ferðamanna til Ís- lands á hverju ári er fyrirsjáanlegt að samstarf ríkjanna á sviði orku-, um- hverfis- og öryggismála muni bara aukast. Hver eru áhrif Brexit fyrir Ísland? Enda þótt áhrif Brexit séu aðeins að takmörkuðu leyti komin fram er nauð- synlegt að skoða hvaða reglur gilda í kjölfar Brexit. Sem dæmi má nefna: - Tollakjör í vöruviðskiptum hald- ast óbreytt samkvæmt bráða- birgðafríverslunarsamningi, sem kemur þó ekki í stað EES en er ætlað að brúa bilið þangað til samið hefur verið um nýjan fríverslunarsamning. - Íslendingar sem hyggjast sækja vinnu í Bretlandi þurfa nú vegabréfs- áritun og að uppfylla ákveðin skilyrði til að fá atvinnuleyfi, til að mynda gilda reglur um gagnkvæma við- urkenningu á faglegri menntun og hæfi ekki lengur. Áfram er þó hægt að koma í viðskiptaferðir til Bretlands og sem ferðamaður án vegabréfsárit- unar. - Skoða þarf samningsákvæði um lögsögu úrlausnar ágreiningsmála. Val um lögsögu samkvæmt tilskip- ununum sem fjalla um lagaskil innan og utan samninga hefur verið innleitt í bresk lög og mun því gilda áfram. Meiri óvissa ríkir í augnablikinu um gagnkvæma viðurkenningu og fulln- ustu dóma þar sem Bretland er enn ekki formlega aðili að Lúganó- samningnum um dómsvald og um fullnustu dóma í einkamálum. Ef Bretlandi verður ekki veitt aðild að Lúganó samningnum, ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að Bretland og Ísland geri með sér í staðinn tvíhliða samning um slíka gagnkvæma við- urkenningu og fullnustu dóma. - Enn er ósamið um framtíðar- skipan fjármálaþjónustu. Þó er ljóst að fjármálafyrirtæki geta ekki lengur sjálfkrafa fengið leyfi til stofnunar útibúa eða þjónustu yfir landamæri á grundvelli tilkynningar (passporting). Sumar reglur gilda áfram, svo sem um fjárfestingastarfsemi á grundvelli tilskipunar um markaði fyrir fjár- málagerninga (MiFID 2) og um fjár- festingasjóði (AIFMD), en aðrar ekki, eins og um greiðsluþjónustu (PSD2) og rafeyri (EMD2). - Evrópskar reglur um persónu- vernd (GDPR) hafa verið innleiddar í bresk lög og gilda óbreyttar reglur um flutning persónuupplýsinga milli Ný tækifæri í Bretlandi eftir Brexit Eftir Gunnar Þór Þórarinsson »Enda þótt áhrif Brexit séu aðeins að takmörkuðu leyti komin fram er nauðsynlegt að skoða hvaða reglur gilda í kjölfar Brexit. Gunnar Þór Þórarinsson Úrval aukahluta: Hulstur, Hleðslutæki, Snúrur, Minniskort, USB lyklar og fleira Körfur frá 25.000 kr. Startpakkar frá 5.500 kr. og margt fleira Bolholt 4, Reykjavík | www.frisbigolfbudin.is Allt fyrir frisbígolf Töskur frá 3.990 kr. Diskar frá 2.500 kr. Fjarlægðarmælir 24.990 kr. Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a SNJALLTÆKJA VIÐGERÐIR Við gerum við alla síma, spjaldtölvur, tölvur og dróna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.