Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
SMÁRALIND – DUKA.IS
Blómapottar úr endurunnu plasti
12 cm – 1.690,-
15 cm – 2.490,-
19 cm – 3.590,-
NÝTT
Páll Guðmundsson
palli@fi.is
Hugmyndin að stofnun Ferða-
félags Íslands (1927) kom frá
Norðurlöndum. Stofnun félagsins
var í takt við tíðarandann í land-
inu, sem einkenndist af þrá eftir
sjálfstæði og framförum, breyttum
lífsháttum og að þjóðin var að að-
laga sig að siðum og venjum ná-
grannaþjóða á sem flestum svið-
um. Um leið voru fleiri landsmenn
áhugasamir um að vinna að and-
legum þrótti og líkamlegri hreysti.
Á árum áður var fátítt að menn
ferðuðust um landið sér til
skemmtunar.
Lífsbaráttan var hörð og lítið
tóm gafst til slíkra ferða. Þekking
almennings á landinu var mjög af
skornum skammti og því varð það
eitt af aðalmarkmiðum félagsins
við stofnun þess að kynna landið
fyrir almenningi og greiða götu
ferðafólks.
Í 2. gr. laga Ferðafélags Íslands
sem voru samþykkt á stofnfund-
inum 1927 segir m.a.: „Tilgangur
fjelagsins er að stuðla að ferðalög-
um á Íslandi og greiða fyrir þeim“.
Í 3. grein sömu laga er nánari
skýring. Þar segir m.a.:
„Vekja skal áhuga landsmanna á
ferðalögum um landið, sérstaklega
þá landshluta, sem lítt eru kunnir
almenningi en eru fagrir og sér-
kennilegir, að gefa út ferðalýs-
ingar um ýmsa staði, gera upp-
drætti og leiðarvísa, að beita sér
fyrir byggingu sæluhúsa í óbyggð-
um, og síðast en ekki síst að gefa
út bækur og ritlinga um náttúru
landsins, atvinnuvegi, sögu og
þjóðarhætti.“
Árbók félagsins hefur nú komið
út í óslitinni röð í 93 ár og er
flaggskipið í útgáfustarfi félagsins.
Árbók FÍ er einstakur bókaflokk-
ur um land og náttúru; ein ná-
kvæmasta Íslandslýsing sem völ
er á, skrifuð af heimamönnum og
fræðimönnum sem gjörþekkja það
svæði sem fjallað er um hverju
sinni. Önnur verkefni í útgáfu-
starfi félagsins eru meðal annars
gönguleiðarit, leiðarlýsingar,
kortagerð og sérútgáfa af ýmsu
tagi.
Þegar í upphafi var lagður
grunnur að kjörsviðum félagsins,
tilgangi og markmiðum. Í dag,
rúmum níutíu árum síðar, er til-
gangur félagsins og markmið enn
þau sömu. Stærstu verkefni fé-
lagsins eru að hvetja fólk til að
fara út og kynnast náttúru lands-
ins, byggja upp gönguleiðir, skála
og aðstöðu fyrir ferðamenn. Í 90
ára sögu félagsins hefur ekki verið
haldinn fundur í stjórn félagsins
án þess að ræða um kamar eða
salernismál, uppbyggingu skála-
svæða og gönguleiða. Uppbygging
innviða er í dag stærsta verkefni
þjóðarinnar þegar kemur að mót-
töku erlendra ferðamanna.
Náttúruvernd hefur ávallt verið
á stefnuskrá félagsins. Með því að
kynna og opna landið fyrir al-
menningi hefur verið tekið mikil-
vægt og stórt skref til að efla nátt-
úruvitund fólks. Því betur sem við
þekkjum náttúru landsins því
vænna þykir okkur um landið og
skiljum þau verðmæti sem felast í
óbyggðum víðernum, landslags-
heildum og öræfakyrrð; og verðum
frekar tilbúin til þess að leyfa
náttúrunni að njóta vafans í sam-
kskiptum manns og náttúru. Þessi
verkefni eru mikilvægari nú en
nokkru sinni og stór verkefni fé-
lagsins á næstu misserum eru að
efla náttúru- og umhverfisvitund
þjóðarinnar og hvetja alla til að
taka vistvæn spor eins og hægt er.
Öryggi, upplifun og gleði eru
þau markmið sem félagið hefur
sett sér fyrir ferðarekstur félags-
ins. Fararstjórahópur félagsins er
glæsilegur þar sem fólk kemur úr
öllum áttum bæði úr röðum fræði-
manna innan háskólasamfélagsins,
heimamenn sem gjörþekkja hvern
stein og úr hópi áhugamanna sem
byggt hafa upp reynslu og þekk-
ingu; en allur þessi hópur á það
sameiginlegt að elska landið og
hafa yndi af ferðum og miðlar af
þekkingu sinni og fróðleik, ýmist
um náttúru, sögu, gróðurfar eða
dýralíf. Í einni árbók félagsins á
upphafsárunum segir á skemmti-
legan hátt um ferðareglur; „ef þú
vilt hafa gaman í ferð reyndu þá
að vera hress sjálfur og sýndu úr
hverju þú ert gerður ef á móti
blæs.“ Um leið er það besta regla
hvers ferðamanns að snúa frá ef
aðstæður eru ótryggar, veðurspá
vond eða óvissa um aðstæður. Við
getum alltaf komið seinna; fjöllin,
dalirnir og árnar fara ekki frá
okkur.
Ferðafélag Íslands er áhuga-
mannafélag. Sjálfboðaliðastarf hef-
ur í áratugi gert starf félagsins
mögulegt. Sjálfboðaliðarnir og for-
ystufólk félagsins hafa verið frum-
kvöðlar og hugsjónafólk. Fólk með
stóra drauma og framtíðarsýn.
Þannig hafa verið byggðir 40
fjallaskálar og skálasvæði, lagðir
tugir gönguleiða, reistar yfir 60
göngubýr og farnar yfir 4.000
ferðir með yfir 250.000 þátttak-
endum. Segja má að þetta starf fé-
lagsins hafi einkennst af sam-
félagslegri ábyrgð í þágu
almennings og þjóðarinnar.
Nú líður að sumri og ekki
seinna vænna að skipuleggja
ferðalög sumarsins.
Frumkvöðlar með hugsjónir og framtíðarsýn
Hugmyndin að stofnun
Ferðafélags Íslands
(1927) kom frá Norður-
löndum. Stofnun félags-
ins var í takt við tíðar-
andann í landinu, sem
einkenndist af þrá eftir
sjálfstæði og fram-
förum, breyttum lífs-
háttum og að þjóðin var
að aðlaga sig að siðum
og venjum nágranna-
þjóða á sem flestum
sviðum. Um leið voru
fleiri landsmenn áhuga-
samir um að vinna að
andlegum þrótti og lík-
amlegri hreysti.
Ljósmynd/FÍ myndabanki
Um miðja öld Við skála FÍ í Landmannalaugum, mynd tekin upp úr 1950.
Langidalur, Þórsmörk Framundan er endurnýjun og uppbygging innviða.
Ferðalög á