Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 42

Morgunblaðið - 08.04.2021, Síða 42
42 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 ✝ Sigrún Stein- grímsdóttir fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1938. Hún lést á Hjúkr- unarheimilinu Hrafnistu við Sléttuveg 26. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingunn María Friðriks- dóttir, f. 13. janúar 1915, og Steingrímur Sigurðs- son, f. 21. maí 1915. Þau skildu. Systir Sigrúnar sammæðra er Erla Steingrímsdóttir, f. 29. nóvember 1936. Systkini samfeðra eru: Magn- ea, Ingibjörn (látinn), Sveinn Vernharð, Mónika Björg, Magn- ús Hannes og Edvin. Sigrún giftist Grétari Hann- essyni 11. apríl 1958, f. 9. apríl 1937, d. 22. júlí 2012. Börn þeirra: 1. Jónína Björg, f. 11.08. 1957, maki Þóroddur Sveinsson, f. 01.08. 1956, synir þeirra: a) Gunnar, maki María Sigríð- ur Kjartansdóttir, börn þeirra sinni, á Ránargötunni og Grett- isgötu 20C. Skólagangan var stutt, hún lauk unglingaprófi og fór svo að vinna fyrir sér. Var í vist og fór svo að vinna á saumastofunni Föt hf., þar vann hún við karl- mannsfatasaum og kom það sér vel seinna. 16 ára kynnist hún Grétari og byrja þau búskap á Grettisgötunni, en lengst af bjuggu þau í Skriðustekk 3 í Breiðholti. Móðir Sigrúnar bjó alla tíð hjá þeim. Sigrún saum- aði alls konar flíkur fyrir frænk- ur o.fl. og drýgði þannig tekj- urnar, einnig skúraði hún í versluninni Straumnesi, þar sem Grétar vann, fyrst á Nesveg- inum, en seinna í Efra-Breið- holti þegar verslunin flutti. En 1987 fer hún að vinna á leikskól- anum Bakkaborg, þar til hún fór á eftirlaun 2005. Hún var mikil hannyrðakona og einstaklega handlagin og fátt sem hún gat ekki gert, allt frá því að þræða nál og gera við bíla. Útförin fer fram frá Selja- kirkju í dagklukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir en út- förinni verður streymt: https://www.streyma.is Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Kjartan Breki, Al- var Brandur, Grét- ar Ingi og Kara Rún. b) Snorri Sveinn, maki Þórey Alda Pálsdóttir, synir þeirra, Þóroddur Páll og Víkingur Jens. 2. Hannes Svan- ur, f. 29.09. 1959, maki Helga Marta Helgadóttir, f. 07.12. 1961, synir þeirra: a) Grétar, maki Edda Ósk Ólafsdóttir. b) Hermann, sambýliskona Henný Lindquist, dóttir þeirra Freyja Nikki. c) Anton Helgi, sambýliskona Ingunn Lára. 3. Ingvar, f. 12.11. 1963, maki Vigdís Þórisdóttir, f. 28.10. 1963, sonur þeirra Þórir, maki Júlía Bjarney Björnsdóttir. 4. Margrét, f. 01.11. 1971, maki Guðjón Guðjónsson, f. 09.06. 1966. Sigrún ólst upp hjá móður sinni, ömmu og Erlu systur Elsku mamma mús, mikið er það skrýtið að kletturinn og hlýi faðmurinn sé farinn. Ég á eftir sakna svo margs en fyrst og fremst hlýjunnar, vænt- umþykjunnar og samverunnar. Þú varst með stórt hjarta og máttir ekkert aumt sjá, þú lað- aðir að þér börn og dýr sem þótti afskaplega gott að fá að kúra hjá þér. Við ferðuðumst mikið um landið þegar ég var lítil og þú og pabbi vissuð fátt skemmtilegra en að bruna um vegi landsins með toppgrindina hlaðna og all- an útilegubúnaðinn í hentugum skjóðum sem að sjálfsögðu voru heimasaumaðar af natni og út- sjónarsemi, það lék allt í hönd- unum á þér hvort sem það var eitthvað sem sneri að sauma- skap eða bílasprautun, þú saum- aðir kjóla, gardínur, tjaldhimna eða hvað sem var fyrir fjöl- skyldu og vini og stundum fannst mér nóg um og skreið þá undir borð og kippti saumavél- inni úr sambandi og tilkynnti að það yrði ekki saumað meir í dag. Ég rak hálfgerða félagsmið- stöð heima í Skriðó á unglings- árum og allir voru velkomnir og þið pabbi kipptuð ykkur ekkert upp við þó að einhver fengi að gista til lengri eða skemmri tíma, þið voruð vinir vina minna og yfirleitt gengu þau beint inn í stofu skelltu sér í sófann til að ræða heimsmálin við ykkur og oft sótti ég þau til að athuga hvort þau hefðu ætlað að hitta mig eða ykkur. Við vorum alla tíð miklar vin- konur og heyrðumst á hverjum degi stundum oft á dag, ég á ótal minningar um samverustundir sem ylja nú. Ég veit að nú stígur þú dans með pabba sem þú saknaðir alla tíð eftir andlát hans enda voruð þið sérlega samrýnd og sam- stíga og ást ykkur hvort til ann- ars svo falleg. Elsku mamma mín, ég elska þig og bið þess að nú sértu sam- einuð þeim sem á undan hafa farið, ég veit að ég fæ ekki hlýju faðmlögin þín eða fallegu orðin þín aftur en ég á þau í hjarta mér. Takk elsku mamma fyrir að vera svona ljúf og kærleiksrík, sakna þín og sendi þér stórt knús. Þín dóttir og örverpi, Margrét Grétarsdóttir. Elsku besta mamma mín, ég vona að pabbi hafi tekið vel á móti þér í Sumarlandinu og þið búin að fá ykkur snúning. Það var alltaf gaman að sjá ykkur tjútta. Margar minningar koma í gegnum hugann, þú alltaf að sauma fyrir frænkurnar alls konar kjóla, kápur o.fl. en við nutum líka góðs af saumum þín- um, allar fallegu flíkurnar sem þú saumaðir á okkur og vinkon- ur mínar trúðu stundum ekki að ég væri í heimasaumuðu. Stundum þegar ég vaknaði á morgnana var stóra dúkkan eða Barbie búin að fá ný föt. Þú saumaðir líka jakkaföt og smóking á pabba, yfirdekktir sófasett og breyttir, gerðir við fyrsta bílinn sem þið pabbi eignuðust og sprautaðir hann líka. Það lék allt í höndunum á þér og ófá eru útsaumsstykkin og prjónuðu flíkurnar sem þú gerðir. Þú varst líka góð amma og langamma og prjónaðir fallegar flíkur handa þeim. Þú varst allt- af til í að spila eða leika við ömmustrákana. Oft var fjör í kotinu, þegar þeir gistu hjá þér, stundum allir í einu, þá var flat- sæng í stofunni svo hægt væri að horfa á Stellu í orlofi, sem var alltaf horft á í ömmu- og afahúsi. Þú og pabbi komuð í orlof til okkar á sumrin, þegar ég bjó á Möðruvöllum í Hörg- árdal og voruð í 2-3 vikur. Þá var farið að veiða í Hörgá, heimsóknir til frændfólksins fyrir norðan og í bíltúra um all- ar sveitir. Þú studdir líka pabba í félagsstarfi hans, sem var Kiwanis-klúbburinn Elliði, en hann var einn af stofnfélögun- um, þið fóruð að ég held á nán- ast allar samkomur hjá klúbbn- um og höfðuð gaman af. Björg vinkona þín var dugleg að koma til þín eftir að pabbi lést. Hún var gift Einari (d. 1997) vini pabba og voru ófáar útilegur, ferðalög og heimsókn- ir þeirra, þegar ég ólst upp. En Björg lést 16. mars sl. Þær höfðu ekki hist mikið sl. ár, en talað saman í síma. Alltaf spurði mamma eftir Björgu vinkonu sinni og saknaði hennar mikið síðastliðið ár. Þú varst rétt flutt á Hrafnistu við Sléttuveg, í mars 2020, þegar öllu var skellt í lás og við hitt- umst ekki aftur fyrr en í maí, það var mjög erfiður tími. Alz- heimers-sjúkdómurinn var bú- inn að stríða þér í nokkur ár en versnaði mikið síðastliðið ár, en þú þekktir okkur alltaf og spurðir alltaf um allt sem við- kom hverju okkar. En þú varst orðin ansi týnd og okkur þótti það erfitt þín vegna. Takk fyrir allt, elsku besta mamma mín. Þín Jónína (Ninna). Með andláti Rúnu, eins og hún var alltaf kölluð, má segja að farinn sé síðasti hlekkurinn sem tengdi mig við föðurfjöl- skyldu barnæsku minnar. Rúna var gift Grétari Hannessyni, sem var einn af þremur bræðr- um föður míns, Guðjóns H. Hannessonar, en allir eru þeir bræður látnir. Samgangur fjölskyldna var annar hér á árum áður, þegar ekkert sjónvarp var og fólk droppaði inn í kvöldkaffi eða heimsóknir á virkum dögum eða um helgar. Það var alltaf spenn- andi þegar Rúna og Grétar komu í heimsókn, því þá ómaði húsið af skemmtilegu sögunum hans Grétars og dillandi hlátr- inum hennar Rúnu. Fyrir utan reglulegar heim- sóknir og afmælis- og jólaboð skiptust bræðurnir, eða kannski öllu heldur eiginkonur þeirra, á um að passa hvor fyrir aðra. Ell- efu ára gömul var ég í pössun hjá Grétari og Rúnu, ásamt rúmlega ársgömlum bróður mínum, í tvær vikur meðan for- eldrar okkar fóru í ferðalag til Danmerkur með vinahjónum sínum. Og meðan Rúna lá á sæng eftir að hafa átt Hannes Svan var Jónína Björg (Ninna) í pössun heima hjá foreldrum mínum. Dvöl mín inni á heimili Rúnu og Grétars styrkti böndin við þau enn frekar, en nokkrum ár- um síðar skildu foreldrar mínir og þá var eins og við skildum líka við föðurfjölskylduna, svo samgangurinn datt nánast alveg niður. Gamlir þræðir milli fólks slitna þó seint, svo tengingin hélt áfram að vera til staðar, þótt við hittumst sjaldnar. Eftir að Grétar lést rakst ég oft á Rúnu í matvöruversluninni sem við báðar versluðum í og alltaf var hún jafn brosmild og elsku- leg. Í smá glufu í Covid-ástandinu á síðasta ári náði ég að heim- sækja Rúnu á Sléttuveginn, en þá var hún komin á hjúkrunar- heimili Hrafnistu. Minnistapið hafði ekki alveg yfirtekið huga hennar, svo við gátum rifjað upp gamlar og góð- ar minningar frá fyrri árum. Þrátt fyrir veikindin var dillandi hláturinn enn til staðar og glettnin í augunum. Fyrir nokkrum vikum heim- sótti hún mig svo í draumi, full- komlega heilbrigð og hress, brosandi út að eyrum og faðm- aði mig svo innilega að sér. Ég hafði samband við Ninnu daginn eftir, til að kanna hvort hún væri nokkuð búin að kveðja þetta til- verustig. Svo var ekki þá, en nú hefur hún gert það. Hvar sem hún er veit ég að hún er bros- andi og glöð, líkt og hún var í draumnum. Þegar móðir manns kveður myndast alltaf mikið tómarúm, því hún hefur verið staðfasti hlutinn í tilveru okkar frá fæð- ingu. Ég votta ykkur systkinun- um Jónínu Björgu, Hannesi Svani, Ingvari og Margréti sam- úð mína, svo og mökum ykkar, börnum og barnabörnum. Guðrún Bergmann. Sigrún Steingrímsdóttir Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, VALGERÐUR HANNESDÓTTIR, Vallý, leikskólakennari, Höfðahlíð 9, Akureyri, lést laugardaginn 3. apríl á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útförin fer fram frá Glerárkirkju á Akureyri mánudaginn 19. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir. Athöfnin verður send út í gegnum Facebook-síðu, jarðarfarir í Glerárkirkju - beinar útsendingar. Haraldur Helgason Halldóra Kristjánsd. Larsen Theódór S. Haraldsson María Sigurlaug Jónsdóttir Hulda Haraldsdóttir Karl Ingi Björnsson og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, STEFANÍA SVEINBJÖRNSDÓTTIR, Miðvangi 4, Hafnarfirði, lést miðvikudaginn 31. mars á hjúkrunar- heimilinu Grund. Útförin verður auglýst síðar. Anna María Flygenring Tryggvi Steinarsson Súsanna S. Flygenring Sigurður Flygenring barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, dóttir og systir, SÓLEY ÓMARSDÓTTIR barnalæknir, lést 1. apríl á sjúkrahúsi í Stokkhólmi eftir áralanga baráttu við krabbamein. Guðjón G. Kárason Ómar Kári Guðjónsson Sara Tanner Íris María Guðjónsdóttir Sara Kristín Guðjónsdóttir Ragnheiður Blöndal Ómar Kjartansson Róbert Ómarsson Anna Thorsell Saga Ómarsdóttir Matthías H. Johannessen Sturla Ómarsson Anna Hulda Sigurðardóttir Kjartan Már Ómarsson Inga Maren Rúnarsdóttir Ástkær eiginmaður minn, ævintýralegi faðir okkar, tengdafaðir og afi, HANS JÓN BJÖRNSSON, Enghavevej 4, Jordløse, Danmörku, lést af slysförum á heimili sínu 25. mars. Hans og hans einstöku frásagnargáfu er sárt saknað. Útförin hefur farið fram í kyrrþey sökum heimsfaraldursins. Þegar aðstæður leyfa verður haldin erfidrykkja á Íslandi. Lykke, börn, tengdabörn og barnabörn Okkar kærleiksríka móðir og tengdamóðir, MARGRÉT JÓNA ÍSLEIFSDÓTTIR, Hvolsvegi 19, Hvolsvelli, sem lést 30. mars, verður jarðsungin frá Stórólfshvolskirkju föstudaginn 9. apríl klukkan 14 að viðstaddri nánustu fjölskyldu. Streymt verður frá útförinni, https://www.facebook.com/groups /jardarformargretarisleifsdottur Guðríður Björk Pálmadóttir Ingibjörg Pálmadóttir Haraldur Sturlaugsson Ísólfur Gylfi Pálmason Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir og fjölskyldur Ástkær faðir minn, sonur, bróðir, frændi og mágur, PÉTUR ÁSKELL SVAVARSSON, lést 1. apríl. Útför hans fer fram í Digraneskirkju mánudaginn 12. apríl klukkan 15. Í ljósi aðstæðna verða því miður einungis hans nánustu aðstandendur viðstaddir. Streymt verður beint frá athöfninni á slóðinni https://www.digraneskirkja.is/ Hrefna Sóley Pétursdóttir Aðalheiður Steinarsdóttir Jóhanna K. Svavarsdóttir Eva Valdís Jóhönnudóttir Svavar Kári Svavarsson Ester Rán Ómarsdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÍSAK MÖLLER, Rauðási 1, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans miðvikudaginn 31. mars. Steinunn Bárðardóttir Bárður Eyjólfsson Ragnar Örn Möller Ebba Sif Möller Haraldur G. Guðmundsson Aníta Björk, Kristófer Ísak og Guðmundur Gunnar Elskuleg mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, ÓLÖF HANNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brákarhlíð, Borgarnesi, lést í Brákarhlíð aðfaranótt 6. apríl. Gunnhildur J. Halldórsdóttir Sigurður Ö. Jónsson Þ. Birna Halldórsdóttir G. Oddgeir Indriðason Magnús P. Halldórsson Sigurlín S. Sæmundsdóttir Halldór S. Halldórsson Þórunn G. Guðmundsdóttir barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.