Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 08.04.2021, Blaðsíða 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Í dag kveð ég yndislega konu, Guðrúnu Jóhannes- dóttur, sem fylgt hefur mér í gegnum rúmlega þrjátíu ár. Konu sem tók mér opnum örmum þegar ég kom í fjölskylduna sem tengda- dóttir Helgu systur hennar. Hún bauð mig velkomna frá fyrsta degi og tók þátt í lífi mínu og fjölskyldu minnar af einlægum áhuga og væntumþykju alla tíð. Gunna var glettin og Guðrún Jóhannesdóttir ✝ Guðrún Jó- hannesdóttir fæddist 29. maí 1930. Hún andaðist 24. febrúar 2021. Útförin fór fram 19. mars 2021. skemmtileg kona. Hún var miðdepill tengdafjölskyldu minnar og Hamra- hlíðin, þar sem hún bjó lengst af, var nokkurs konar fé- lagsmiðstöð. Þang- að voru allir vel- komnir. Alltaf tók hún okkur fagn- andi, dúkaði borð við eldhúsgluggann, hellti upp á kaffi og galdraði fram eitthvað gott með því. Oft- ar en ekki hitti maður aðra fjöl- skyldumeðlimi á staðnum sem kíkt höfðu til Gunnu í sömu er- indagjörðum og við, að njóta samverunnar, spjalla um heima og geima og fá fréttir af fjöl- skyldunni. Því ef einhver vakti yfir fólkinu sínu var það Gunna. Sömu sögu má segja af heim- sóknum okkar í Seljahlíðina þar sem Gunna dvaldi síðustu árin. Enn var okkur fagnað með góðu kaffi og veitingum, fréttum af fjölskyldunni og heimilislífinu í Seljahlíðinni. Gunna var þar hrókur alls fagnaðar og tók þátt í félagsstarfinu og föndrinu. Í föndrinu fengu listrænir hæfi- leikar hennar að njóta sín þar sem hún bjó til fallega hluti og saumaði út kort sem hún deildi út meðal fjölskyldumeðlima á merkisdögum. Aldrei hallmælti Gunna nokkrum manni og öllum vildi hún vel. Hún hafði þann eigin- leika að laða fólk að sér. Gunna hélt skemmtilegustu boðin hér á árum áður og oftar en ekki var það hún sem tók að sér að hóa vinnufélögunum saman þegar mikið stóð til. Þá var iðulega boðið upp á Hamrahlíðarbolluna sem mörgum þótti allhressileg. Uppskriftin er til og enn er boðið til gleðskapar í Hamrahlíðinni, nú af yngri fjölskyldumeðlimum. Gunna kom úr stórum syst- kinahópi og var gaman að heyra hana rifja upp æskuna þar sem líf og fjör einkenndi fjölskyldu- lífið í Borgarfirðinum. Strákapör bræðranna á Flóðatanga liðu henni seint úr minni og margar skemmtilegar sögur sem hún sagði börnunum mínum af upp- vexti þeirra syskinanna. Greini- legt var að Gunnu þótti afar vænt um systkini sín og þá ekki síst tengdamóður mína Helgu sem hún reyndist alla tíð svo vel. Að leiðarlokum er margs að minnast. Þegar ég minnist Gunnu er þakklæti efst í huga, þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast svo heilsteyptri og sannri konu sem aldrei fór í manngreinarálit. Konu sem lét sér annt um mig og mína og gerði okkur að betri manneskj- um. Minningin um elsku Gunnu mun ætíð fylgja okkur og verða okkur leiðarljós. Hafi hún þökk fyrir samfylgdina. Guðrún Erna Þórhallsdóttir. Horfinn er á braut gamall skóla- félagi og góður vin- ur, Jóhannes Finn- ur Skaftason. Fyrstu kynni okkar af Jóhannesi voru þegar nýnemar mættu til náms í Menntaskólann að Laugarvatni haustið 1957. Í heimavistarskóla myndast traust kynni meðal nemenda sem síðan verða undir- staðan að ævilöngum vináttu- samböndum. Slík voru kynni okkar af Jóhannesi. Hann féll vel í hópinn, hæglátur og prúður, léttur í skapi með sterka kímni- gáfu, en fastur fyrir ef svo bar undir. Hann var frábær náms- maður, hæstur á stúdentsprófi í stærðfræðideild skólans. Þá tók við nám í lyfjafræði í Háskóla Ís- lands og síðar framhaldsnám í DfH í Danmörku þar sem hann Jóhannes Finnur Skaftason ✝ Jóhannes Finn- ur Skaftason fæddist 17. ágúst 1941. Hann lést 19. mars 2021. Hann var jarð- sunginn 26. mars 2021. fékk hina virtu H.C. Örsteds mindeme- dalia fyrir námsár- angur. Samhliða vinnu á síðari hluta sjöunda áratugar- ins stundaði Jó- hannes nám í við- skiptafræði en ævistarf hans tengdist þó alltaf lyfjafræði. Í tóm- stundum sínum afl- aði hann sér þekkingar á skor- dýrum og var hann einn fróðasti á því sviði hér á landi. Við bekkj- arfélagar Jóhannesar höfum hist um árabil á tveggja vikna fresti. Þar voru rædd þjóðfélagsmál en umfram allt rifjuð upp skemmti- leg atvik frá námsárunum, og alltaf glatt á hjalla. Það eru helst þær minningar sem koma í hug á þessum tímamótum, góðar minningar um einstakan mann, og þakklæti fyrir samveruna í gegnum tíðina. Fjölskyldu Jó- hannesar vottum við okkar ein- lægu samúð. Fyrir hönd bekkjarfélaga í ML, Róbert Pétursson. Elsku pabbi. Þakka þér fyrir allt sem þú hefur verið okkur. Við, börnin þín, kveðjum þig með þessu fallega ljóði sem segir allt sem segja þarf. Mér tregt er um orð til að þakka þér, hvað þú hefur alla tíð verið mér. Í munann fram myndir streyma. Hver einasta minning er björt og blíð, og bros þitt mun fylgja mér alla tíð, unz hittumst við aftur heima. Ó, elsku pabbi, ég enn þá er aðeins barn, sem vill fylgja þér. Þú heldur í höndina mína. Til starfanna gekkstu með glaðri lund, Ólafur Blómkvist Jónsson ✝ Ólafur Blómkvist Jónsson fæddist 13. nóvember 1934. Hann andaðist 12. mars 2021. Útför Ólafs fór fram 23. mars 2021. þú gleymdir ei skyldunum eina stund, að annast um ástvini þína. Þú farinn ert þang- að á undan inn. Á eftir komum við, pabbi minn. Það huggar á harmastundum. Þótt hjörtun titri af trega og þrá, við trúum, að þig við hittum þá í alsælu á grónum grundum. Þú þreyttur varst orðinn og þrekið smátt, um þrautir og baráttu ræddir fátt og kveiðst ekki komandi degi. (Hugrún) Minning þín lifir með okkur sem elskum þig. Þín börn, Óskar, Eydís, Stefán og Ragnheiður Rósa. Þegar ég hugsa til þín koma upp minningar frá því að ég var yngri, þegar við sátum við eldhúsborðið og spiluðum á spil. Þú hafðir næga þolinmæði til þess að kenna mér og tíma til þess að sitja við þetta lengi vel. Ég man að eitthvert Guðný Helga Björnsdóttir ✝ Guðný Helga Björnsdóttir fæddist 7. desem- ber 1929. Hún lést 7. mars 2021. Útför Guðnýjar fór fram 20. mars 2021. sumarið vorum við vinkona mín sendar suður til ykkar í tvær vikur og afi kenndi okkur á strætó, svo að við gætum farið á hverjum degi í sund í Árbæjarlaug. Það var sama hvort við vorum heima hjá ykkur í Reykjavík eða í sumarbústaðn- um á Hólmavík, það var alltaf hægt að dunda sér í rólegheitum við spil eða lestur bóka. Hvíl í friði, elsku amma mín. Guðný Guðmundsdóttir. Ég stend í mikilli þakkarskuld við Guðrúnu í Seglbúð- um. Hún var vel- gjörðarmaður minn. Haustið 1966 sótti ég um skólastjórastöðu á Kirkjubæjar- klaustri. Þá var þar enginn kenn- arabústaður. Jón maður Guðrún- ar var í skólanefndinni og þau Guðrún leystu málið. Fyrstu þrjá mánuðina bjó ég hjá þeim í Segl- búðum með lítinn son minn sem Guðrún Þorkelsdóttir ✝ Guðrún Þor- kelsdóttir, Dúna, fæddist 21. apríl 1929. Hún lést 21. mars 2021. Hún var jarð- sungin 27. mars 2021. Guðrún passaði all- an fyrsta veturinn minn þar. Ég hefði ekki getað verið heppnari, borgar- stelpan, að flytja inn á þetta mikla menn- ingarheimili. Guð- rún var einstök manneskja, glaðvær og hlý og hélt vel ut- an um allt sitt fólk. Þar var aldrei orð- inu hallað á náungann. Reyndar finnst mér það vera einkenni fólksins á Klaustri. Þar eigum við lítið hús og þangað er gott að koma. Ég er þakklát fyrir að hafa getað kvatt Jón og Guðrúnu á Klausturhólum síðast þegar ég var á Íslandi. Bryndís Skúladóttir. Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu fjölskyldunni samúð og hlýju vegna andláts elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, FANNEYJAR ÓFEIGSDÓTTUR, áður til heimilis á Nesvegi 68, sem lést á hjúkrunarheimilinu Seltjörn á Seltjarnarnesi 16. mars. Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Seltjarnar. Minning þín er ljós í lífi okkar. Ófeigur Geirmundsson Anna Margrét Ögmundsdóttir Baldur Geirmundsson Anne Biehl Hansen Birna Geirmundsdóttir Ólafur Þór Bjarnason Sigurður Geirmundarson Sverrir Geirmundsson Arndís Jósefsdóttir Geirmundur Geirmundsson Jóna Stefánsdóttir Haukur Geirmundsson Guðrún B. Vilhjálmsdóttir og ömmubörn Hjartans þakkir til allra þeirra sem hafa sýnt okkur umhyggju og hlýju við andlát og útför okkar elskuðu eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BERGLJÓTAR HERMUNDSDÓTTUR. Minning þín lifir og er okkur dýrmæt og dásamleg um ókomna tíð. Kærleikskveðjur, Kristmann Grétar Óskarsson Gyða Kristmannsdóttir Jón Ríkharð Kristjánsson Auður Kristmannsdóttir Þórður Pálmason Kristín M. Kristmannsdóttir Jóhann Ölvir Guðmundsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, ELÍN SIGURJÓNSDÓTTIR, Einilundi 8 F, Akureyri, lést aðfaranótt mánudagsins 29. mars á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 12. apríl klukkan 13. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Hægt verður að nálgast streymi á facebook-síðunni Jarðarfarir í Akureyrar- kirkju - Beinar útsendingar. Aðstandendur afþakka blóm og kransa en þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningarkort Soroptimistaklúbbsins og Akureyrarkirkju. Sérstakar þakkir fær starfsfólk heimahjúkrunar á Akureyri og heimaþjónustu á Akureyri fyrir umhyggju og alúð. Kári Gíslason Bryndís Dagbjartsdóttir Árni Gíslason Sigurborg Ísfeld Edda Stefáns Þórarinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐBJARGAR GUÐRÚNAR GREIPSDÓTTUR, Hlíðarholti 7, Biskupstungum. Guðleif Jóna Kristjánsdóttir Andreas Schultz Lísa Sigríður Greipsson Rafn Hafberg Guðlaugsson Guðrún Ósk Óskarsdóttir og ömmubörn Okkar ástkæri og yndislegi faðir, tengdafaðir, afi og besti vinur okkar, STEFÁN RAGNAR EGILSSON, Berjavöllum 2, Hafnarfirði, andaðist 28. mars. Útförin fer fram frá Ástjarnarkirkju mánudaginn 12. apríl klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður aðeins nánasta fjölskylda viðstödd. Streymt verður frá athöfninni á eftirfarandi slóð: https://www.sonik.is/stefan Hafdís Björk Stefánsdóttir Sigurvin Breiðfjörð Pálsson Ísabella Breiðfjörð Sigurvinsdóttir Ísafold Breiðfjörð Sigurvinsdóttir Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ERLU WIGELUND, kaupmanns í Verðlistanum við Laugalæk. Sigrún Júlía Kristjánsdóttir Jóhann Ásmundsson Erla Sigurðardóttir Elínborg Sigurðardóttir Geir Borgar Geirsson Íris Wigelund Pétursdóttir Ástmar Ingvarsson Kristján Karl Pétursson Lilja Bjarnadóttir Gunnar Wigelund Lisa María Lognberg Auður E. Jóhannsdóttir Johanis Borrero Arcieri Ásmundur Jóhannsson Brynhildur Oddsdóttir Ragnar Pétur Jóhannsson Valgerður Helgadóttir og barnabarnabörn Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minningar- greinunum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.