Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 52
52 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Vinir fá sérkjör Skráning á icewear.is FUNI dúnúlpa Kr. 33.990.- GRÍMSEY kar Kr. 2.99 Þín útivist - þín ánægja SALEWA Ultra Train 18 BP Kr. 12.990.- YNISFJARA göngustafir Kr. 9.990.- REDRANGSNES merino peysa Kr. 10.990.- LYNG u Kr. 1.59 llarsokkar 0.- ELÍ flíspeysa Kr. 11.990.- hans 0.- KLETTUR húfa Kr. 2.490.- HVÍTAN Merínó lambhúshetta Kr. 4.990.- ES SALKA göngubuxur Kr. 9.990.- SALEWA WS MTN TRAINER SHOES Kr. 28.990.- ASOLO Angle GV Kr. 25.990.- 60 ára Þórey er Kópavogsbúi og hef- ur ávallt búið þar. Hún er viður- kenndur bókari að mennt og er þjón- ustufulltrúi hjá Ís- landsstofu. Maki: Hjálmar Bjarnason, f. 1958, kjötiðnaðarmaður. Synir: Þórarinn, f. 1983, Þráinn, f. 1987, og Þröstur, f. 1996. Barna- börnin eru orðin fimm. Foreldrar: Þórarinn Þórarinsson, f. 1930, d. 2004, húsasmíðameistari og Ólöf Bjarnadóttir, f. 1934, fyrrver- andi skrifstofumaður, búsett í Kópa- vogi. Þórey Þóranna Þórarinsdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Þú gerir bara illt verra með því að stinga hausnum í sandinn og láta sem þú sjáir ekki það sem gera þarf á heimilinu. 20. apríl - 20. maí + Naut Þér finnst athygli annarra beinast að þér í of ríkum mæli. Gættu þess að hugsa um þína nánustu eins og þeir gera um þig. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Það er alltaf gaman að skiptast á skoðunum við fólk sem sér hlutina öðru- vísi en þú. Gerðu það að markmiði þínu að sýna öðrum þínar bestu hliðar. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Í dag væri upplagt að fara í versl- unarleiðangur. Daður mun setja svip á daginn og gera ykkur brosmild og létt í spori. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Mundu að allt sem þú gerir hefur sínar afleiðingar bæði fyrir sjálfa/n þig og aðra líka. Það er gott að gera góðverk. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú átt margan greiðan inni og þeir eru margir sem eru boðnir og búnir til að rétta þér hjálparhönd, ef þú bara lætur þá vita. Forðastu öll óþarfa útgjöld. 23. sept. - 22. okt. k Vog Að öllu jöfnu ferð þú skynsamlega með fé. Frá og með deginum í dag máttu eiga von á launahækkun. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú hefur lagt þig fram í starfi og árangur þinn vakið athygli yfirmanna þinna. Vertu óhrædd/ur við að segja þeim sem þú hittir daglega að þeir skipti þig máli. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér finnast skyldur sem tengj- ast börnum yfirþyrmandi í dag. Þú hefur allt sem til þarf til að sækja um drauma- stöðuna. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þú hefur báða fæturna á jörð- inni og vilt framkvæma hlutina að vel hugsuðu máli. Vertu ekki of fastur/föst í fortíðinni. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Nú er komið að því að vinur þinn verður að endurgjalda þér greiða. Búðu þig undir að þurfa að endurskoða afstöðu þína í vissu máli. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Láttu þér ekki til hugar koma að leggja öll spilin á borðið fyrir hvern sem er. Reyndu að koma fasteigna- og trygg- ingamálunum á hreint. Við heimkomuna 2001 hóf Stefán Hrafn markaðsstörf hjá Teymi – Oracle á Íslandi og var ári síðar ráð- inn markaðsstjóri Skýrr sem seinna varð Advania. Þar fann hann fjölina og starfaði um 11 ára skeið. „Eftir tíð vistaskipti kringum aldamótin varð ég ígildi vel heppnaðs húsgagns hjá Advania og forverum þess. Stórkost- legt tímabil. Eigendur Odda fengu mig næst til liðs við sig sem stjórn- anda mannauðs- og markaðsmála og atvinnulífinu eftir að blaðamennsk- unni lauk, yfirgaf Opin kerfi til dæm- is eftir ársdvöl og tók þá að mér starf framkvæmdastjóra Íslenska net- félagsins. Var þar við þróun mis- heppnaðrar netverslunarkringlu um skamma hríð. Því næst vann ég ráð- gjafarstörf og viðskiptaþróun fyrir alþjóðlega fjárfesta í tvö ár, lengst af á Indlandi en einnig í Tékklandi. Mikil lífsreynsla atarna, en upp- skeran takmörkuð.“ S tefán Hrafn Hagalín fædd- ist 8. apríl 1971 í Reykja- vík, en ólst upp á Akur- eyri. Hann gekk í Oddeyrarskóla og Gagn- fræðaskóla Akureyrar og spilaði fót- bolta og handbolta með KA. Stefán Hrafn flutti 15 ára aftur suður yfir heiðar og hóf nám við Mennta- skólann í Kópavogi. „Ég kláraði bara ár í MK og spriklaði með gullárgangi ÍK. Tók svo örstutt frí frá formlegu námi. Hafði nefnilega sem pjakkur verið færður upp um bekk og taldi mig í inneign. Það námsleyfi stendur hins vegar enn yfir, að undanskilinni frá- bærri frammistöðu í bóklega öku- náminu 1988 þar sem ég var með 90 spurningar af 90 réttar og hæstur í útskriftarárganginum,“ segir afmæl- isbarn dagsins glottandi. Hann hóf ungur að árum að vinna fyrir sér með skrifum. „Fyrstu greinarnar birtust í Alþýðublaðinu kringum 1990, sem var minn fyrsti alvöru vinnustaður eftir viðburðalitla spretti sem dælutæknir hjá olíu- félögum og matreiðslumaður á dularfullu veitingahúsi í Garðabæ. Samhliða blaðamennskunni fyrstu árin var ég framkvæmdastjóri Sam- bands ungra jafnaðarmanna. Það lifði pólitískur þátttökuþráður í mér í áratug og ég þróaðist hratt frá villta vinstrinu yfir í frjálslyndan hægri- krata og öfgafemínista. Hætti aftur móti öllum pólitískum afskiptum kringum hálfþrítugt. Það var ugg- laust gæfuskref fyrir land og þjóð og engar spurnir borist af því að stjórn- málaheimurinn sakni mín.“ Hjá Alþýðublaðinu starfaði Stefán Hrafn í nokkur ár, síðast sem frétta- stjóri. Hann var 24 ára ráðinn rit- stjórnarfulltrúi Helgarpóstsins og tók sama ár við sem ritstjóri blaðs- ins. Hann gegndi því starfi um tveggja ára skeið og var þá fenginn til að ritstýra tímaritinu Tölvuheimi þar sem hann var 1996-1999 og stjórnaði jafnframt sjónvarpsþátt- unum Punktur.is á Stöð 2 og Sýn. „Ég kvaddi blaðamennskuna eftir áratug árið 1999 og tók brattur við starfi markaðsstjóra Opinna kerfa. Var smástund að finna taktinn í þar var ég í þrjú ár. Þessi sérstaka blanda átti ágætlega við mig þótt eitt sinn hafi verðandi fyrrverandi starfsmaður Odda reyndar hreytt í mig að ég hafi augljóslega komist langt áfram í lífinu á útlitinu einu saman!“ rifjar Stefán Hrafn upp hlæjandi. Árið 2016 var hann tiltölulega ný- byrjaður sem verkefnastjóri hjá Auðkenni þegar síminn hringdi. „Hinumegin á línunni voru stjórn- endur Landspítala, sem dobluðu mig til að skipta um lið. Þar stýri ég sam- skiptadeild með mögnuðu starfsfólki. Á okkar könnu er öll upplýsinga- miðlun spítalans; almannatengsl, fjölmiðlasamskipti, samfélagsmiðlar, vefsvæði, hlaðvörp og viðburðir. Er- um öðrum þræði fréttastofa Land- spítala og framleiðum þúsundir frétta gegnum árið um starfsemi, mannauð og verkefni spítalans.“ Lífið utan vinnu er litað af elda- mennsku, hlaupum og barnabörnum. „Ég róa hjartað með eldamennsku, en til að tæma hugann hleyp ég dag- lega. Annaðhvort í fótbolta með oldboys Þróttar eða á útihlaupum með eiginkonunni. Frú Valgerður er ekki bara flinkur hönnuður og há- skólamenntuð hestakona, heldur líka óvenju frá á fæti. Þessu til viðbótar geri ég talsvert af því að dæma fót- boltaleiki ungmenna og flauta yfir- leitt nokkra leiki í viku í Laugar- dalnum. Félagið og knattspyrnu- hreyfingin hafa þakkað fallega með góðmálmum fyrir þá vinnu og ég er í góðu glensi titlaður Þróttari ársins 2015 í símaskránni. Skemmtilegast af allri dægradvöl minni eru árlegar keppnisferðir oldboys Þróttar til Bretlands. Tímafrekustu verkefnin utan vinnu og leikja eru þó barna- börnin. Við erum svo lánsöm að fá að taka ríkan þátt í uppeldi tveggja gullmola, sem eru okkar hjartans yndi.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns Hrafns er Val- gerður Gunnarsdóttir, f. 25.4. 1967, grafískur hönnuður hjá markaðs- stofunni Brandr. Hjónin hafa undan- farna tvo áratugi búið í Laugardal. Foreldrar Valgerðar eru hjónin Guð- Stefán Hrafn Hagalín, deildarstjóri samskiptadeildar Landspítala – 50 ára Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Börnin Frá vinstri: Þorbjörg, Þorgeir, Starri, Bjartur og Andri. „Komist langt áfram á útlitinu“ Ljósmynd/Sigurjón Ragnar Með barnabörnin Valgerður, Valgeir Hrafn, Aþena Sif og Stefán Hrafn. 40 ára Berglind er Ak- ureyringur en býr í Reykjavík. Hún er fé- lagsfræðingur frá HÍ og er í fæðingarorlofi. Maki: Arnar Gauti Sverrisson, f. 1971, sjónvarpsmaður og hönnuður. Börn: Nökkvi Blær Hafþórsson, f. 2006, Lúkas Breki Berglindarson, f. 2011, og Viktoría Ivy Arnarsdóttir, f. 2020. Stjúp- börn eru Natalía París, f. 2004, og Kiljan Gauti, f, 2007. Foreldrar: Sveinbirna Helgadóttir, f. 1953, húsmóðir, og Valdemar Friðgeirsson, f. 1955, leiðsögumaður. Þau eru búsett á Akureyri. Berglind Sif Valdemarsdóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Viktoría Ivy Arnars- dóttir fæddist 13. ágúst 2020 kl. 14.26. Hún vó 3.600 g og var 53 cm löng. Foreldrar hennar eru Berglind Sif Valdemars- dóttir og Arnar Gauti Sverris- son. Nýr borgari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.