Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
ríður Þorbjörg Valgeirsdóttir, f. 24.8.
1946, og Gunnar Birgir Gunnarsson,
f. 9.11. 1943, bændur á Arnarstöðum
í Flóa.
Stefán Hrafn á fimm börn. 1) Son-
ur Stefáns og Hrannar Ingólfs-
dóttur, f. 21.4. 1968, markaðsstjóra í
Reykjavík, er Andri Már Hagalín, f.
3.9. 1989, ráðgjafi í Reykjavík. Maki
hans er Ásdís Kristín Eiðsdóttir,
ráðgjafi, f. 24.9. 1990. Dóttir þeirra
er Aþena Sif, f. 6.10. 2017. 2) Sonur
Stefáns og Hildar Bjarkar Sig-
björnsdóttur, f. 7.11. 1972, verkefna-
stjóra í Reykjavík, er Jökull Starri
Hagalín, f. 10.8. 1995, sálfræðinemi í
Reykjavík. 3) Sonur Stefáns og Arn-
dísar Kristjánsdóttur, f. 14.4. 1969,
lögfræðings í Reykjavík, er Bjartur
Steinn Hagalín, f. 30.10. 1999, há-
skólanemi í Reykjavík. Stjúpbörn
Stefáns og börn Valgerðar eru: 4)
Þorbjörg Ásta Leifsdóttir, f. 18.3.
1991, lögmaður í Reykjavík. Maki
hennar er Grímur Gunnarsson, f.
22.6. 1990, sálfræðingur. Sonur
þeirra er Valgeir Hrafn, f. 1.12. 2018.
5) Þorgeir Bragi Leifsson, f. 23.9.
1999, verslunarmaður í Reykjavík.
Stefán Hrafn á þrjú alsystkini.
Þau eru Friðfinnur Örn Hagalín, f.
3.7. 1973, kerfisstjóri í Reykjavík,
Guðmundur Már Hagalín, f. 19.4.
1977, málmsmiður í Hafnarfirði, og
Halldóra Anna Hagalín, f. 3.11. 1981,
markaðsstjóri í Reykjavík. Stefán á
sömuleiðis einn hálfbróður, Grétar
Guðmundsson Hagalín, f. 6.6. 1990,
framkvæmdastjóra í Reykjavík, sem
faðir hans, Guðmundur, á með seinni
eiginkonu sinni, Jóhönnu Björgu
Jóhannsdóttur, f. 13.10. 1950, fv.
launafulltrúa. Jóhanna Björg átti
fjóra syni fyrir, Jóhann, Egil Rúnar,
Hjört og Helga Pjetur.
Foreldrar Stefáns eru Guð-
mundur Hrafnsson Hagalín, f. 25.10.
1949, fv. fjármálastjóri á Spáni, og
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, f. 3.1.
1950, þjónustufulltrúi í Reykjavík.
Stefán Hrafn
Hagalín
Kristín Jónsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Guðmundur Gíslason
Hagalín
rithöfundur á Ísafirði
Hrafn Guðmundsson Hagalín
málmsmiður á Ísafirði
Ingibjörg Finnsdóttir
verslunarkona á Ísafirði
Guðmundur Hrafnsson Hagalín
fv. fjármálastjóri á Spáni
Finnur Jónsson
ráðherra á Ísafirði
Auður Sigurgeirsdóttir
húsfreyja á Ísafirði
Ólafur Kristján Þórðarson
útvegsbóndi á Strandseljum
í Ögursveit
Guðríður Hafliðadóttir
húsfreyja á Strandseljum
Friðfinnur Ólafsson
forstjóri í Reykjavík
Halldóra Anna Sigurbjörnsdóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurbjörn Sæmundsson
útvegsbóndi í Grímsey
Sigrún Ágústa Indriðadóttir
húsfreyja í Grímsey
Úr frændgarði Stefáns Hrafns Hagalín
Sigrún Bára Friðfinnsdóttir
þjónustufulltrúi í Reykjavík
„ÞETTA ER EKKI RÉTTA VATNSPUMPAN EN
ÉG SKAL LÁTA HANA PASSA.“
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
... að hvíla höfuðið í
kjöltunni á henni.
ÞAÐ ER TÓMATSÓSU-
BLETTUR Á SKYRTUNNI
EN ÁÐUR EN ÉG
FJARLÆGI HANN
PÓSTA ÉG
MYND
VELKOMIN Í
RÚSSÍBANA-
REIÐINA SEM
JÓN ÁRDAL ER
ANNA HEFUR VERIÐ AÐ
LEGGJA MIG Í EINELTI!
FORELDRAR MÍNIR SEGJA
AÐ HÚN HÆTTI EF ÉG HUNSA
HANA!
JÆJA, ÉG
ÆTLA EKKI
AÐ HUNSA
HANA!
ÞETTA ERU GÓÐ RÁÐ! ÞAU HALDA ÞVÍ
FRAM AÐ HÚN SÉ
SKOTIN Í MÉR!
„TAKA SKAL EINA ÁÐUR EN ÞÚ VAKNAR.”
Sigurður Bogi Sævarsson, hinngóðkunni blaðamaður á Morg-
unblaðinu, orti að lokinni kvöld-
göngu í hverfinu sínu, Grafarholti.
Grafarholtsins göngubraut,
gott er um að fara.
Léttir yfir, leysist þraut,
lífsins gátum svara.
Ingólfur Ómar gaukaði að mér
einni vísu svona að gamni sínu:
Ljóðaartin lyftir brá
ljóma skartar hreinum.
Glæður bjartar andans á
innst í hjartans leynum.
Bragi Vagnsson skrifar mér:
„Mér datt í hug að senda þér vísur
eftir Guðmund Inga Kristjánsson,
skáld frá Kirkjubóli. Hann var nem-
andi við héraðsskólann á Laugum í
Reykjadal veturinn 1929-1930.
Þá var faðir minn, Vagn Sig-
tryggsson frá Hallbjarnarstöðum,
síðar bóndi í Hriflu, bryti á Laug-
um. Um vorið kvaddi Guðmundur
hann með þessum vísum“:
Fæðan eykur andans magn
eins og ljós og hiti.
Þetta sá og vissi Vagn,
vitur skólabryti.
Nemendunum gerði gagn
góður sopi og biti.
Þú hefur okkur verið, Vagn,
vinsamlegur bryti.
Ýmsir leggja í orðin magn,
einn þó semji og riti.
Þakkir okkar þiggðu, Vagn.
Þú varst góður bryti.
Helgi R. Einarsson segir að á
páskum sé eðlilega mikið um guðs-
orð í útvarpi, – ekki veiti af að
minna okkur öðru hverju á orðið!
Orðskrúð
Sérann fram er sækinn,
sínkur ei á „lækin“.
Brosum því
er ber hann í
bakkafullan lækinn.
Guðmundur Viborg kvað:
Harmur þjáir muna minn,
mæðan sáir tárum,
friður dáinn, framtíðin
fjölgar gráum hárum.
Gömul vísa í lokin:
Svona vil ég sjá ’ana,
svona horfa á ’ana,
svona fríða fá ’ana
hjá föðurnum sem á ’ana.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ort í Grafarvogi,
á Kirkjubóli og víðar
Húðfegrun ehf | Vegmúli 2 | Sími 533 1320 | www.hudfegrun.is
Hollywood Glow
• Örvar kollagenframleiðslu
• Gefur samstundis aukinn ljóma
Tímapantanir í síma 533 1320
Búumyfir 20 ára reynslu í húðmeðferðum -Þitt útlit.Okkar þekking.
HollywoodGlow (Andlitsljómi) er ein
vinsælastameðferðin hjá stjörnunum
fyrir stóra viðburði.Meðferðin þéttir
húð á andliti og hálsi ásamt því að gefa
henni samstundis aukinn ljóma.
Meðferðin hentar sérlega vel
fyrir sérstök tilefni þar sem
áhrifin koma strax í ljós.