Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 57
MENNING 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
GLEÐILEGA PÁSKA - SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST
FRANCESMcDORMAND
MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO
PEOPLE’S CHOICE AWARD
TORONTO FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
GOLDEN LION BEST FILM
VENICE FILM FESTIVAL
SIGURVERARI
EVENING STANDARD
THE GUARDIAN
TOTAL FILM
THE DAILY TELEGRAPH
TIME OUT
EMPIRE
BESTA MYNDIN
BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI
Frances McDormand
BESTI LEIKSTJÓRI
Chloé Zhao
6
ÓSKARS
TILNEFNINGAR
MEÐAL ANNARS
®
VIÐ MÆTUM AFTUR
15. APRÍL
EÐA FYRR EF AÐ COVID LEYFIR.
Risa Páskaknús á ykkur öll og
hlökkum til að hitta alla í bíó aftur.
VÆ
NT
AN
LEG
Í B
ÍÓ
VÆNTANLEG Í BÍÓ
ÓSKARS-
TILNEFNINGA
MYNDIRNAR
MÆTA AFTUR
H
eimildarmyndin Aftur
heim? í leikstjórn Dagg-
ar Mósesdóttur var
frumsýnd síðastliðið
haust á hátíð íslenskra heimildar-
mynda, Skjaldborg, og er nú til leigu
á stafrænni efnisveitu Bíós Para-
dísar, Heimabíó Paradís. Myndin ein-
setur sér að fjalla um heimafæðingar
og sögur kvenna í aldanna rás frá
sjónarhorni kvikmyndagerð-
armannsins.
Á tuttugustu öldinni áttu sér stað
miklar samfélagsbreytingar sem m.a.
gjörbreyttu og „spítalavæddu“ fæð-
ingarferlið. Áður fyrr fæddu allar
konur á heimili sínu en í Norður-
Ameríku samtímans eru keisara-
skurðir t.a.m. algengari. Þó að hlut-
leysi sé aldrei haldið á lofti innan frá-
sagnarinnar er ekki litið svo á að
heimafæðingar séu „betri“ leið en
önnur tilhögun, fremur er leitast við
að veita innsýn í ferlið og varpað er
ljósi á ástæður þær sem liggja að baki
hjá konum sem kjósa að fæða heima.
Myndin hefst á sögumannsrödd
Daggar: „Ég var í fjölskylduferð um
Vestfirðina þegar ég uppgötvaði að
ég væri ólétt,“ og greinir hún í fram-
haldi frá fjölskyldusögu sinni með
nánari útskýringum, notkun á göml-
um ljósmyndum og super-8-myndefni
úr einkasafni og símaviðtali við móð-
ur sína. Þessi inngangur færir tilgang
verksins í orð sem tilraun Daggar til
að tengjast kvenleikanum (en í upp-
vexti sínum upplifði hún sig sem
„strákastelpu“) sem lét hana skoða
hvað fengi konur til þess að fæða
heima.
Fyrst leitar frásögnin til Hafnar í
Hornafirði sem er áhugaverður stað-
ur í landfræðilegu ljósi en nær hvergi
er í þéttbýli lengra í næsta sjúkrahús
á landinu. Söguröddin segir að 98%
fæðinga á Íslandi eigi sér stað á spít-
ala en hins vegar fæði um helmingur
kvenna á Höfn heima hjá sér. Vegna
dreifbýlis þótti þjóðþrifamál í den að
þjálfa ljósmæður um land allt til þess
að taka á móti börnum – og örlítinn
óð til þessarar mætu stéttar má hér
finna. Viðtöl og senur með fyrrver-
andi og núverandi ljósmæðrum á
Höfn, ásamt skjólstæðingum þeirra,
eru athyglisverðar. Miðlun og sam-
band myndar og hljóðs er kvikt og lif-
andi – en uppstilltum viðtölum er
stillt í hóf – og orð kvennanna pöruð
saman við landslags- og hversdags-
myndir. Smekklegar náttúrusýnir
eru gegnumgangandi og tengjast vel
við þematísk hugðarefni um náttúru
og hið náttúrulega. Má segja að
myndin beri á köflum fræðsluvinkil,
sem birtist með tölfræðilegum stað-
reyndum er sögumannsröddin veitir
m.a. í ofangreindri atriðarunu.
Í næsta kafla kynnumst við Rögnu
og manni hennar í hefðbundinni
kynningarrunu. Hjónin kynntust á
salsanámskeiði og eiga þrjú börn, þar
af tvö sem fæddust heima. Mynd-
skeið af fæðingu Rögnu á (þriðja?)
barni þeirra kemur manni þó nokkuð
að óvörum. Andartakið fær að lifa
nokkuð ósnert, sem er í andstöðu við
takt verksins til þessa. Kyrrð er yfir
móðurinni sem athafnar sig í vatns-
laug á stofugólfi heimilis síns, með
ljósmóður og sína nánustu sér við
hlið. Fyrr en varir er stúlkubarn fætt,
allt undir vökulu auga myndavél-
arinnar – og hreint út sagt magnað er
berja slíkan atburð augum. Að atrið-
inu loknu hefur Dögg aftur upp raust
sína og fjallar um hugtakið „heima“ –
og stingur það óneitanlega í stúf.
Styrkur myndarinnar er ótvírætt
fágæt nánd sem fæst með viðföngum
hennar en alls er fylgst með þremur
fæðingum í samfelldri framrás sinni.
Þau undraverðu atriði bera klass-
íska kosti „flugu-á-vegg“ heimildar-
myndagerðar – þar sem raunveru-
leikinn fæst beint í æð – á áþreifan-
legan, yfirþyrmandi og meira
„alvöru“ máta en það sem leiknar
kvikmyndir geta nokkuð tímann
boðið upp á. Fólkið sem við kynn-
umst er alls konar – með frábrugðin
fjölskyldumynstur og bakgrunn –
og fæðingarnar eru einnig mjög
ólíkar innbyrðis. Efnistök mynd-
arinnar einskorðast þó ekki við
þessar sannleikssýnir, eins og nefnt
hefur verið. Persónulegum hugleið-
ingum (við og við með fræðslusjón-
armiði um fæðingar í alþjóðlegu og
innlendu samhengi) er miðlað af
sögumannsröddinni og ganga ekki
upp sem útgangspunktur.
Heimildarmyndagerð sem hefur
ferðalag höfundar hennar sem akk-
eri er ákveðin tegund greinarinnar.
Þátttaka Daggar takmarkast þó við
söguröddina, og hefði þurft meiri
þátttöku af hennar hálfu til að styrkja
efnistökin. Hugleiðingar hennar orka
á mann sem viðauki, og þegar verst
lætur, eins og eitthvað sem komi mál-
inu ekki beinlínis við. Frásagn-
araðferðirnar eru of illsamræm-
anlegar og einfaldlega eins og
nokkrar myndir séu að togast á í
sama verki. Tilgangurinn helgar þó
meðalið og það er til vitnis um gríð-
arlegan kraft fæðingafrásagnanna að
þessi ljóður dregur myndina ekki um
of niður.
Aftur heim? er í samantekt örlítið
gölluð en merkileg mynd sem inni-
heldur svipmyndir af fæðingum og
fólki sem er dýrmætt að fá aðgang að.
Fyrir það eiga þátttakendur og að-
standendur myndarinnar þakkir og
lof skilið.
Fluga á vegg
Dýrmætt „Aftur heim? er í samantekt örlítið gölluð en merkileg mynd sem inniheldur svipmyndir af fæðingum og fólki sem er dýrmætt að fá aðgang að.“
Heimabíó Paradís
Aftur heim? bbbnn
Leikstjórn: Dögg Mósesdóttir.
Handrit og klipping: Dögg Mósesdóttir
og Ragnheiður Gestsdóttir.
Ísland, 2020. 72 mín.
GUNNAR
RAGNARSSON
KVIKMYNDIR