Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 58

Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 58
58 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Mér fannst upplagt að halda upp á 50 ára plötuafmæli mitt með því að gefa út nýja plötu þar sem ein- vörðungu eru baráttutengdir söngvar. Mitt líf sem leiksviðs- listamaður hefur byggst á að fjalla um samfélagið mitt og þróaðist fljótlega þannig að ég varð með- vitaður baráttumaður, án þess að hafa ætlað það í upphafi,“ segir söngvaskáldið og aðgerðalistamað- urinn Hörður Torfason sem á dög- unum sendi frá sér vínylplötu sem heitir Dropar. Hörður hefur oft verið nefndur nestor íslenskra trúbadúra, eða sá sem ruddi brautina fyrir þá sem troða upp einir með gítarinn. Hann ferðaðist fyrstur slíkra um landið sem syngjandi skáld. Á hverju hausti fór hann hringinn um landið og hélt tónleika með sinni sérstöku leikrænu framkomu og fjölbreyttu söngvum og sumir töluðu um hann sem „Þjóðleikhús landsbyggðar- innar“. „Fyrsta platan mín, sem heitir Syngur eigin lög, kom út í apríl 1971, svo núna 21. apríl verður lið- in hálf öld frá útgáfu hennar. Nýja platan, Dropar, er tuttugasta og fimmta platan mín,“ segir Hörður sem gefur alltaf sjálfur út sínar plötur. „Flesta söngvana á nýju plötunni samdi ég þegar ég stóð fyrir úti- fundum á Austurvelli veturinn 2008 til 2009. Þar skóp ég ræðupall fyrir raddir almennings andspænis ræðupöllum valdsins. Ég lenti í því að vera lykilmaður í þeirri baráttu. Ég vinn þannig að ég tala mikið við annað fólk, hlusta vel á það, spyr það álits, hvort sem það er fólk sem ég hitti á götunni, á kaffi- húsum, í sundlaugum eða hvar sem það verður á vegi mínum. Að hlusta á fólk hjálpaði mér alltaf til að taka ákvarðanir um framhald þess sem ég var að gera. Fólk kemur með hugmyndir alls staðar frá í öllu sem ég geri. Allt byggist þetta á samvinnu. Söngvar mínir eru þannig hughrif frá samtölum sem ég hef átt við annað fólk, og auðvitað líka mínum hugsunum. Það má segja að söngvar mínir séu lyklar að starfi mínu sem baráttu- maður og þess vegna vísa ég til þess með nýju plötunni að dropinn holar steininn. Frá barnsaldri hef ég leitað huggunar í að semja söngva, leyfa hugsunum mínum að flæða í söngvum. Þegar maður sit- ur svona á toppnum eins og ég gerði veturinn sem mótmælin voru, þá komu þrýstiöfl alls staðar frá. Ég fann fyrir því að mörgum fannst ég mega eiga mig. Það tók á að halda stillingu sinni, að rjúka ekki fram og rífa kjaft, heldur halda pollrólegur stefnu sinni og virða skoðanir annarra.“ Við urðum fyrir uppljómun Hörður er lærður leikari og margverðlaunaður baráttumaður. Hann lék áður fyrr í ýmsum upp- færslum Þjóðleikhússins, í sjón- varpi og útvarpi, auk þess leik- stýrði hann og vann með leik- félögum víða um land, starfaði með ýmsum sjálfstæðum leik- hópum, hélt tónleika og vann að kvikmynda- og útvarpsgerð hér- lendis og erlendis. „Ég lauk námi við leiklistar- skóla Þjóðleikhússins fyrir fimm- tíu og einu ári, en ég var virkur í ýmiskonar verkefnum áður en ég útskrifaðist sem leikari, ég var mikið í dansi, teikningu, söng og spili. Öll þessi reynsla hefur gagnast mér vel í starfi mínu sem listamaður, þetta vinnur vel sam- an,“ segir Hörður og rifjar upp þegar hann kom inn í leikhús í fyrsta sinn, sjö ára strákur. „Við Kjartan Ragnarsson og fleira samferðafólk mitt í leikhús- inu höfum talað um að við urðum ekki sömu börnin eftir það. Við urðum fyrir uppljómun og leik- húsið kom með tilgang í tilveruna. Ég var svo lánsamur að geta sam- einað hæfileika mína í leikhúsinu,“ segir Hörður og bætir við að hann hafi í gegnum leiklistina tekist á við samfélag sitt til að reyna að betrumbæta það. „Það hefur líka alltaf verið lykillinn í starfi mínu, að vera með stefnubreytandi inngrip. Ég barð- ist til dæmis í nokkur ár fyrir stofnun Samtakanna ’78 fyrir rétt- indum samkynhneigðra. Það gekk erfiðlega uns ég áttaði mig á að veigamikið var líka að ræða við og hlusta á fólk sem ekki tilheyrði þeim hópi. Réttur eins er réttur allra. Auk þess að þegar maður finnur ekki leiðtoga í lífi sínu verður maður að gerast hann sjálfur. Aftur og aftur kemur þetta fram hjá mér sem vilji til að grípa inn í, að reyna að breyta slæmu ástandi í betra. Standa fyrir vit- undarvakningu. Ég stend upp til að breyta en ekki til að taka mér vald, nema þá tímabundið, því ég læt mig hverfa þegar settu mark- miði er náð. Flestöll barátta hefst með einum og stefnir að sam- vinnu, virkja fleiri, það er lykil- atriði,“ segir Hörður og bætir við að ef við skoðum hvað leikhús sé í sinni einföldustu mynd, þá sé það þegar ein manneskja lyftir sér að- eins ofar hinum og talar, teygir sig upp úr og ávarpar fjöldann. Hörður lítur sáttur yfir farinn veg og segist hafa setið við undan- farið ár við að gera upp ævi sína. „Ég á svo mikið af heimildum til að grúska í, ég á dagbækur mínar alveg frá því ég var í leiklistar- skóla og fram á daginn í dag. Þarna eru allskonar skrif og greinar og mikið af heimildum, staðreyndum. Ég dett ofan í þetta og skrifa upp úr þessu, sem er skemmtileg vinna og fræðandi. Ég er að uppfæra bókina mína Tabú sem kom út 2008. Hún var stytt og í hana vantar ýmislegt sem ég þarf að lagfæra og leiðrétta,“ seg- ir hann að lokum. Morgunblaðið/Árni Sæberg Samvinna „Flestöll barátta hefst með einum og stefnir að samvinnu, virkja fleiri, það er lykilatriði,“ segir Hörður. Söngvaskáld og aðgerðalistamaður - Hörður Torfa gefur út baráttusöngva á 50 ára plötuafmæli sínu - Öflugur baráttumaður fyrir bættu samfélagi og mannréttindum - „Frá barnsaldri hef ég leitað huggunar í að semja söngva“ Rússneska sjónvarpsstöðin 5TV, arftaki Leningrad Television, birti fyrirvaralaust á You Tube-rás sinni um helgina sjónvarpsmynd í tveim- ur hlutum sem nefnist Khraniteli og byggist á Hringadróttinssögu eftir J.R.R. Tolkien. Myndin, sem upphaflega var sýnd í Sovétríkj- unum sálugu í kringum 1991 á Len- ingrad Television, ber þess merki að hafa verið gerð fyrir lítið fé. Stuart Heritage, blaðamaður The Guardian, segist þegar hafa tekið ástfóstri við myndina þó hann kunni ekki stakt orð í rússnesku og telur myndina bestu aðlögun bók- arinnar til þessa. Hann er ekki einn um að heillast því tæplega 1,3 millj- ónir manns höfðu um miðjan dag í gær séð fyrri hlutann sem er um 50 mínútur að lengd og tæplega 260 þúsunds manns seinni hlutann sem er rúmur klukkutími að lengd. „Aðdáendur hafa leitað að þess- ari mynd í skjalasöfnum í áratugi án árangurs,“ skrifar rússneskur útgefandi sem skrifað hefur um að- laganir á bókum Tolkien. Annar aðdáandi svarar um hæl: „Mann- eskjan sem fann þetta loks og kom upptökunni yfir á stafrænt form ætti skilið að fá reista af sér styttu.“ Saga Skjáskot úr myndinni af YouTube. Rússnesk aðlögun á Tolkien fundin 06.03.–19.09.2021 Sigurhans Vignir Hið þögla en göfuga mál www.borgarsogusafn.is Netverslun skornir.is SMÁRALIND www.skornir.is Verð 14.995 Stærðir 36-42 Flex&Go Í skóna er notað hágæða leður sem og náttúruleg efni, sem gerir það að verkum að skórnir falla vel að fætinum og eru einstaklega þægilegir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.