Morgunblaðið - 08.04.2021, Qupperneq 60
60 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
Lögreglan í Hollandi hefur hand-
tekið 58 ára gamlan karlmann sem
grunaður er um að hafa stolið mál-
verkum eftir Vincent van Gogh og
Frans Hals af söfnum í Hollandi í
skjóli nætur á síðasta ári. Um er að
ræða verkin „Garður prestsseturs-
ins í Nuenen að vori“ eftir van
Gogh, sem metið er á tæplega 900
milljónir ísl. kr., og „Tveir hlæjandi
piltar með könnu af bjór“ eftir
Hals, sem metið er á rúma 2,3 millj-
arða ísl. kr. Maðurinn var handtek-
inn á heimili sínu, en verkin fundust
ekki við húsleit. „Við höldum leit-
inni ótrauðir áfram. Handtakan er
mikilvægt skref í rannsókninni,“ er
haft eftir hollensku lögreglunni í
frétt The Guardian. Hollenski
rannsóknarlögreglumaðurinn
Arthur Brand, sem sérhæft hefur
sig í endurheimt stolinna lista-
verka, fagnar handtökunni á Twitt-
er þar sem hann skrifar: „Annar
stórsigur fyrir hollensku lögregl-
una. Nú flækist málið …“
Stolið Garður prestssetursins í Nuenen að vori eftir van Gogh er eitt stolnu verkanna.
Grunaður listaverkaþjófur handtekinn
Ítalska kvikmyndaeftirlitið hefur
verið lagt niður í núverandi mynd,
ef marka má menningarmálaráð-
herra landsins, Dario Franceschini.
Ráðherrann sendi frá sér yfirlýs-
ingu á mánudag þar sem fram kem-
ur að eftirlitið hafi verið afnumið
en því var komið á árið 1914. Hafa
margar þekktar kvikmyndir verið
bannaðar af því, m.a. Last Tango in
Paris í leikstjórn Ítalans Bernardo
Bertolucci. Segir í frétt á vef dag-
blaðsins The Guardian að öllum
eintökum af henni hafi verið eytt á
Ítalíu á sínum tíma nema þremur
sem hugsuð voru sem sönnunar-
gögn fyrir glæpnum.
Franceschini segir eftirlitið hafa
komið niður á tjáningarfrelsi lista-
manna en nú séu þeir dagar liðnir.
Nú sé ekki lengur hægt að banna
kvikmyndir eða krefjast þess að
ákveðin atriði séu klippt úr þeim.
Kvikmyndagerðarmennirnir verði
sjálfir að meta hvort myndir þeirra
séu bannaðar börnum og setja á
þær aldurstakmörk. Þau mörk
verði yfirfarin og staðfest af nýrri
49 manna nefnd. Hundruð kvik-
mynda hafa fengið falleinkunn hjá
ítalska kvikmyndaeftirlitinu í þá
rúmu öld sem það hefur starfað og
þá einkum vegna atriða er varða
stjórnmál, siðferði og trúmál.
Í frétt The Guardian kemur fram
að frá árinu 1944 hafi 274 ítalskar,
130 bandarískar og 321 kvikmynd
frá öðrum löndum verið ritskoð-
aðar á Ítalíu. Yfir tíu þúsund kvik-
myndum hefur verið breytt með
einhverjum hætti og þeirra á meðal
eru myndir eftir einn af meisturum
kvikmyndalistarinnar, Federico
Fellini.
Ritskoðaður Federico Fellini er meðal
þeirra leikstjóra sem hafa orðið fyrir
barðinu á ítalska kvikmyndaeftirlitinu.
Kvikmyndaeftirliti
gjörbreytt á Ítalíu
Myndlistarsýning Ásgeirs Skúla-
sonar, Athugið, athugið, hefur ver-
ið opnuð í Norr11 að Hverfisgötu
18 í Reykjavík. Á henni sýnir Ás-
geir ofin textílverk þar sem hann
notar krullubönd sem flestir
þekkja og eru notuð utan um
gjafapakka.
„Hann notar þriggja ása aðferð
svo úr verður ísometrískt munstur
sem skapar þrívídd á tvívíðum
fleti. Munstrið endurtekur sig út
allan rammann og skapar sjón-
hverfingu. Hin verkin á sýningunni
eru veggskúlptúrar gerðir úr teipi
sem hann rúllar í óteljandi hringi,“
segir í tilkynningu og að verkin
einkennist af þráhyggjukenndri
endurtekningu þar sem Ásgeir
leitist við að fanga athygli áhorf-
andans. Titill sýningarinnar vísi
einmitt í þessa þörf til að fanga at-
hyglina, hvort sem er í augnablik
eða til lengri tíma.
Ásgeir fæddist árið 1984 og býr
og starfar í Reykjavík. Hann lauk
fornámi við Myndlistarskólann í
Reykjavík áður en hann hóf nám í
Listaháskóla Íslands og útskrif-
aðist þaðan 2013 með BA-gráðu í
myndlist.
Sýningin stendur yfir til 10 maí.
Listamaðurinn Ásgeir við tvö verka sinna á sýningunni í Norr11.
Þörf fyrir að fanga
athygli áhorfandans
Ljósmynd/Anna Kristín Óskarsdóttir
Myndlistarráð hefur í fyrri úthlutun
sjóðsins á þessu ári úthlutað 40
milljónum í styrki til 87 fjölbreyti-
legra verkefna á sviði myndlistar.
Sjóðnum barst 261 umsókn og sótt
var um styrki fyrir alls 274 milljónir.
Umsóknum fjölgaði um 44% milli
ára.
Styrkjunum er skipt í þrjá flokka.
Styrkir til sýningarverkefna eru 58
talsins að heildarupphæð 25 millj-
ónir. Þá eru veittir sjö undirbúnings-
styrkir að upphæð 2,7 milljónir
króna og í flokki útgáfu- og rann-
sóknarstyrkja eru 22 verkefni sem
hljóta styrki að heildarupphæð 12,3
milljónir króna.
Hæstu styrkina hljóta Verk-
smiðjan á Hjalteyri, 1,5 milljónir kr.
fyrir sýningardagskrá 2021 og 1,2
milljónir kr. hlýtur myndlistartvíær-
ingurinn Sequences sem verður
haldinn í tíunda sinn í október 2021.
Tveir hljóta 1 milljón króna í styrk,
annars vegar Gjörningaklúbburinn
fyrir Flökkusinfóníuna, viðamikið
sjón- og tónverk, og Bryndís H.
Snæbjörnsdóttir fyrir útgáfu er
spannar viðamikið samstarf þeirra
Snæbjörnsdóttur/Wilsons síðastliðin
20 ár.
Fjölbreytt verkefni hlutu styrki á
bilinu 400 til 800 þúsund krónur. Þar
á meðal má nefna yfirlitssýningu á
verkum Guðnýjar Rósu Ingimars-
dóttur í Listasafni Reykjavíkur, sýn-
ingu á verkum Hrafnhildar Arnar-
dóttur – Shoplifter í Hrútey og
Hjólið IV, sýningu í afmælissýning-
arröð Myndhöggvarafélagsins sem
mun verða sett upp nærri göngu- og
hjólastígum í Laugardalnum sum-
arið 2021. Haustsýning Hafnar-
borgar er styrkt, líka sýning Önnu
Hallin, Keðjuverkun, einkasýning
Carls Boutards í Ásmundarsafni,
gjörningahátíð í Hafnarhúsi – Lista-
safni Reykjavíkur, sumarsýning í
Sláturhúsinu á Egilsstöðum og röð
þriggja sýninga sem verða settar
upp á Borgarfirði eystri í sumar.
Ólafur Ólafsson og Liba Castro fá
styrk vegna gerð vídeóverks fyrir
sýninguna Töfrafund í Hafnarborg
og Nýlistasafnið fær þrjá styrki
vegna mismunandi sýninga og við-
burða sem verða í Marshall-húsinu á
árinu.
Þá má geta þess að Hallgerður
Hallgrímsdóttir hlýtur styrk fyrir
bókverkið Dauðadjúpar sprungur,
Steinar Örn Erluson fyrir útgáfu
bókarinnar Ritmál ljóssins sem tek-
ur á sögu ljósmyndunar, veittur er
styrkur vegna útgáfu bókar um feril
Gunnars Arnar myndlistarmanns,
Orri Jónsson fær styrk vegna
væntanlegrar ljósmyndabókar og
Elísabet Alma Svendsen fær styrk
vegna Listval – þættir um myndlist.
Hlutverk myndlistarsjóðs er að
efla íslenska myndlist með fjárhags-
legum stuðningi og stuðla þannig að
framgangi listsköpunar, kynningu
og aukinni þekkingu á íslenskri
myndlist. Úthlutunarnefndir voru
tvær og skiptu með sér umsóknum,
þær skipuðu Dagný Heiðdal, Hann-
es Sigurðsson, Jón Bergmann Kjart-
ansson Ransú, Elín Hansdóttir, Íris
Stefánsdóttir og Unndór Egill
Jónsson.
Fjölbreytileg myndlistar-
verkefni hljóta styrki
- 40 milljónum kr. úthlutað til 87 verkefna
Morgunblaðið/Einar Falur
Í Verksmiðjunni Sýningar Verk-
smiðjunnar á Hjalteyri fá styrk.
Morgunblaðið/Einar Falur
Gjörningaklúbburinn Stöllurnar fá
styrk vegna Flökkusinfóníunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Útgáfa Bryndís Snæbjörnsdóttir
hlýtur styrk vegna bókarútgáfu.
Morgunblaðið/Einar Falur
Sýning Guðný Rósa fær styrk
vegna sýningar á Kjarvalsstöðum.