Morgunblaðið - 08.04.2021, Page 61
MENNING 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2021
„Lifi ég í alvörunni í heimi þar sem
Ta-Nehisi Coates hefur skrifað
Captain America-teiknimyndaseríu
þar sem hugmyndir mínar eru
skrumskældar og gerðar að lífs-
speki illmennisins Red Skull?“ Svona
tístir kanadíski sálfræðingurinn Jor-
dan Peterson á Twitter.
Í nýjustu teiknimyndabókinni um
Captain America, sem verðlaunahöf-
undurinn Ta-Nehisi Coates samdi,
má sjá Red Skull hvetja unga karl-
menn til að berjast gegn „femínista-
gildrunni“ og öðrum málum og mál-
efnum sem orðið hafa skotspónn
Peterson á síðustu árum. Í frétt um
málið í The Guardian er rifjað upp
að Peterson hafi löngum verið í
miklum metum hjá ungum, hvítum
karlmönnum sem finnst þeir hlið-
arsettir í samfélaginu og kenna fem-
ínistum um ófarir sínar. Í teikni-
myndabókinni hæðist Red Skull að
Captain America fyrir að reyna að
höfða til fólks með því að tala um
drauma. „Hann skilur ekki að það
eru ekki draumar sem fá menn til
aðgerða heldur martraðir,“ er Red
Skull látinn segja í bókinni.
Breska dagblaðið rifjar upp að í
valdatíð Donalds Trump hafi ónafn-
greindur Twitter-notandi birt
myndir þar sem eftirfarandi orð
Trumps voru lögð í munn Red Skull:
„Við munum algjörlega tortíma og
afmá efnahag Tyrklands (ég hef get
það áður!)“ og „Ég vil aftur taka upp
vatnspyntingar og pyntingar sem
eru ennþá verri en þær.“
Illmenni Red Skull hefur árum saman verið
erkióvinur hetjunnar Captain America.
Peterson ekki
sáttur við Marvel
Fyrirkomulag afhendingar Eyrar-
rósarinnar, viðurkenningarinnar
sem veitt er framúrskarandi menn-
ingarverkefni utan höfuðborgar-
svæðisins, verður með breyttu sniði
næst þegar hún verður afhent.
Allt frá árinu 2005 hafa Listahátíð
í Reykjavík, Byggðastofnun og Ice-
landair (áður Flugfélag Íslands)
staðið saman að Eyrarrósinni.
Fyrirkomulag viðurkenningarinnar
hefur verið með svipuðu sniði allt frá
upphafi, en við endurnýjun sam-
starfssamnings í ár var ákveðið að
endurskoða skipulagið með það í
huga að styrkja Eyrarrósina enn
frekar sem raunverulegan bakhjarl
lista- og menningarlífs utan höfuð-
borgarsvæðisins. Samráð var haft
við menningarfulltrúa á landsbyggð-
inni í því ferli.
Gert hærra undir höfði
Helstu breytingar á fyrirkomulagi
verðlaunanna, að sögn Vigdísar Jak-
obsdóttur, listræns stjórnanda
Listahátíðar í Reykjavík, eru að
Eyrarrósin verður hér eftir veitt
annað hvert ár í stað hvers árs eins
og verið hefur. Með því að veita við-
urkenninguna annað hvert ár telja
aðstandendur hennar skapast svig-
rúm til þess að gera hverjum verð-
launahafa mun hærra undir höfði en
verið hefur. Viðurkenningin verður
sem fyrr veitt verkefni sem hefur
fest sig ríkulega í sessi, er vel rekið,
með skýra framtíðarsýn og hefur
sannarlega listrænt gildi og slag-
kraft út í samfélagið.
Eyrarrósarhafa verður boðið að
standa að veglegum viðburði á
Listahátíð 2022. Boðinu fylgir fjár-
hagslegur stuðningur til framleiðslu
viðburðarins og framkvæmdar. Við-
burðurinn verður hluti af aðal-
dagskrá Listahátíðar í Reykjavík og
kynntur sem slíkur. Þá verður vand-
að, stutt heimildamyndband fram-
leitt um Eyrarrósarhafann.
Verðlaunafé til Eyrarrósarhafa
verður aukið úr 2 milljónum kr í 2,5
milljónir kr. Einnig verða veitt
þrenn 750 þúsund króna hvatningar-
verðlaun til nýrri verkefna.Hvatn-
ingarverðlaunin eru veitt verkefnum
sem eru yngri en þriggja ára en
þykja sannarlega vera nýbreytni og/
eða viðbót við lista- og menningarlíf
svæðisins. Fyrir utan verðlaunaféð
fá verkefnin 100 þúsund króna gjafa-
bréf frá Icelandair.
Fjölbreyttir verðlaunahafar
Opnað hefur verið fyrir umsóknir
um Eyrarrósina 2021 og rennur um-
sóknarfrestur út 26. apríl. Nánari
upplýsingar má finna á vef Listahá-
tíðar í Reykjavík.
Hefð er fyrir því að veita verð-
launin í heimabyggð síðasta Eyrar-
rósarhafa og þannig verður það
áfram. Verðlaunaafhending mun nú
fara fram í maí í stað febrúar áður.
Þar sem heimildamyndahátíðin
Skjaldborg hlaut viðurkenninguna
síðast fer afhendingin fram á Pat-
reksfirði í ár. Frú Eliza Reid, vernd-
ari Eyrarrósarinnar, afhendir verð-
launin.
Þjóðlagahátíð á Siglufirði hlaut
Eyrarrósina í fyrsta skipti sem hún
var afhent. Aðrir viðburðir, stofn-
anir og hátíðir sem hafa hlotið hana
eru LungA-hátíðin, Strandagaldur á
Hólmavík, Rokkhátíð alþýðunnar á
Ísafirði – Aldrei fór ég suður, Land-
námssetrið í Borgarnesi, Ferskir
vindar í Garði, List í ljósi á Seyðis-
firði, Eistnaflug í Neskaupstað,
Verksmiðjan á Hjalteyri, Frystiklef-
inn á Rifi, Áhöfnin á Húna, Skaftfell
– Miðstöð myndlistar á Austurlandi,
Safnasafnið á Svalbarðsströnd,
Sumartónleikar í Skálholti og Tón-
listarhátíðin Bræðslan.
Ljósmynd/Patrik Ontkovic
Nýjasti handhafinn Frá heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreks-
firði sem hlaut Eyrarrósina síðast. Næsta viðurkenning verður afhent þar.
Eyrarrósin afhent
annað hvert ár
- Verðlaunahafi tekur þátt í Listahátíð
Konunglegu óperunni í Stokkhólmi
hefur verið lokað eftir að a.m.k. 15
starfsmenn greindust með virk Co-
vid-19-smit. Frá þessu greinir
Dagens Nyheter. Aðeins eru nokkr-
ar vikur síðan sænska vinnueftir-
litið yfirfór viðbragðsáætlun
óperunnar í smitvörnum.
Stjórnendur óperunnar hafa
ákveðið að loka húsinu og hætta
allri starfsemi í að minnsta kosti
viku. „Smitin eru dreifð milli nokk-
urra deilda. Ekki er talið að um
hópsmit sé að ræða þar sem starfs-
fólkið sem veikst hefur hafði ekki
verið í samskiptum hvert við annað.
Við ákváðum að loka óperunni til
að freista þess að koma í veg fyrir
frekari útbreiðslu,“ segir Birgitta
Svenden, framkvæmdastjóri
óperunnar, og tekur fram að enn sé
enginn í hópi starfsmanna það al-
varlega veikur að komið hafi til
innlagnar viðkomandi á spítala.
Óperan Konunglega óperan í Stokkhólmi. Mynd fengin af vef óperunnar.
15 starfsmenn
Covid-19-smitaðir
Fagfólk STOÐAR veitir
nánari upplýsingar
og ráðgjöf.
Tímapantanir
í síma 565 2885
Slitgigtarspelkur
fyrir hné
Trönuhrauni 8, Hafnarfirði, stod.is
Aðalfundur
Geðhjálpar 2o21
Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn
í Valsheimilinu Hlíðarenda (salur á 2. hæð)
Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning
nýrra fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning
samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Virðingarfyllst,
stjórn Geðhjálpar
fimmtudagurinn 8. maí kl. 14