Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Í baráttu við COVID-19 býður Donnamaska, grímur og andlitshlífar sem eru gæða vara frá DACH og notuð um allan heim. Vefverslun: www.donna.is Erum nú á Facebook: donna ehf Covid gríma,þægilegri ogþéttir vel Sími 555 3100 www.donna.is dreifingHeildsölu C-gríma Pandemic Respirator andlitsgríma Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. fjölgi óðum þessa dagana. Talsvert sé einnig komið af tjaldi og tildru, sem komi snemma. Hrafnar sem eru ýmsu vanir í veðrum vetrarins eru orpnir og eru þeir venjulega fyrstir hinna hefð- bundnu staðfugla. óvenjusnemma í ár eða á páskadag, rúmum tveimur vikum fyrr en í meðalári. Af öðrum farfuglum sem sést hafi til undanfarna daga megi nefna stelk, jaðrakan, rauðbrysting, sandlóu, skúm og þúfutittling fyrir utan vorboðann heiðlóuna, en henni Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Töluvert hefur komið af farfuglum til landsins undanfarna daga. Vetur- inn hefur tekið á móti þeim, en ekki vorið sem fyrir nokkru var farið að láta á sér kræla. Fuglarnir eru oft aðframkomnir eftir langt og erfitt farflug og hefur því mikið að segja að þeir komist í æti, til að ná aftur kröftum sínum. Sumir nota silungafóður Jóhann Óli Hilmarsson, fugla- fræðingur á Stokkseyri, segir að margir, sérstaklega skógarþrestir, en einnig hrossagaukar og fleiri, leiti í garða eftir æti. „Fjaran er matarkista og þangað sækir fjöldi fugla í hretum. Skógarþrestir þiggja gjarnan bita af borði manna, og má gefa þeim epli, matarafganga og jafnvel silungafóður,“ segir Jóhann Óli. Þær upplýsingar fengust hjá Fóð- urblöndunni í gær að fólk hefði keypt talsvert af silungafóðri undan- farið til að gefa fuglunum. Um væri að ræða litlar kúlur í 30 kílóa pakkn- ingum. Fóðrið þyki næringar- og orkuríkt og virtist gefa góða raun fyrir fuglana. Það er ríkt af fiski- mjöli og lýsi auk ýmissa jurtaafurða. Fjölgar með hverjum deginum Um komu farfuglanna segir Jó- hann Óli að á öðrum í páskum hafi hrossagaukar hellst inn í sunnan- verðum Flóanum. Stór skógar- þrastaganga hafi líka komið á mánu- dag og þriðjudag í hagstæðum faráttum. Talsvert flug hafi verið á gæsum, þar á meðal margæsum, álftum og öndum og nefnir Jóhann Óli að brandandahópar hafi sést við Eyrarbakka. Sanderlur hafi sést Þurfa að komast í æti til að safna kröftum - Farfuglarnir oft aðframkomnir eftir erfitt farflug Morgunblaðið/Jóhann Óli Vetur Sex tegundir vaðfugla í hreti í Eyrarbakkafjöru fyrir nokkrum árum: Tjaldur, heiðlóa, sandlóa, sendlingur, stelkur og tildra. Fjaran er matarkista. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Einstaklingum verður á ný heim- ilað samkvæmt frumvarpi Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efna- hagsráðherra, að taka út allt að 12 milljónir kr. af séreignarsparnaði sínum allt til næstu áramóta. Fyrri heimild til út- tektar séreignar- sparnaðar, sem ákveðin var í fyrra vegna kór- ónuveirufarald- ursins, rann út 1. janúar sl. Frumvarpi fjármálaráð- herra um frekari aðgerðir til að mæta áframhaldandi óvissu um efnahagsleg áhrif faraldursins hef- ur verið dreift á Alþingi. Þar er einnig lagt til að launagreiðendum verði gefinn kostur á frekari fresti til að standa skil á staðgreiðslu af launum og tryggingagjaldi með greiðsludreifingu og geti sótt um að dreifa þeim greiðslum í 48 jafnháar mánaðarlegar greiðslur, að uppfylltum tilteknum skilyrð- um. Í fyrra nýttu margir launagreið- endur sér úrræðið að fresta greiðslu staðgreiðslu og trygginga- gjalds en alls sóttu 785 lögaðilar og 46 einstaklingar í atvinnurekstri um það og var 8,4 milljörðum frestað vegna þessa í fyrra. „Áætlað er að margir muni nýta sér úrræði til frekari frestunar og fjárhæðin í heild muni nema á bilinu 6,5-7,5 milljörðum kr.,“ segir í greinargerð. Í fyrra sóttu 18.386 einstakling- ar um heimild til að taka út sér- eignarsparnað og höfðu 25,5 millj- arðar verið greiddir út í febrúar sl. Fram kemur að eignir séreignar- sjóða námu 842 milljörðum kr. í lok síðasta árs og nema því úttekt- ir vegna úrræðisins 3% af heildar- eignum þeirra. Greiða þarf tekjuskatt og útsvar af úttektunum og kemur fram að gera megi ráð fyrir að skatt- greiðslur á síðasta ári hafi verið liðlega níu milljarðar kr. Þar af runnu 5,6 milljarðar í ríkissjóð. Geta tekið út allt að 12 milljónum - Úttekt séreignarsparnaðar verði heimil á ný út allt árið - Launagreiðendur fái frekari greiðsludreif- ingu samkvæmt frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra vegna faraldursins og áframhaldandi óvissu Bjarni Benediktsson Lagt er til í frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra að sjóð- félögum lífeyrissjóða verði heim- iluð skattfrjáls ráðstöfun til- greindrar séreignar af lífeyris- sparnaði, eða allt að 3,5%, til kaupa á fyrsta íbúðarhúsnæði. Þessi heimild kemur til viðbótar við gildandi úrræði um ráðstöfun séreignarsparnaðar. Frumvarpinu um breytingar á lífeyrissjóða- lögunum hefur verið dreift á Al- þingi en með því á að lögfesta hækkun lágmarksiðgjalds til líf- eyrissjóða í 15,5% í stað 12% og þá breytingu sem ASÍ og SA sömdu um 2016, að sjóðfélögum sé heimilt að ráðstafa hækkun lágmarksiðgjalds til tilgreindrar séreignar. Fram kemur að 77- 100% launagreiðenda, mismun- andi eftir sjóðum, greiða nú þegar 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð á móti 4% iðgjaldi launþega. Tilgreind séreign í íbúðakaup LÖGFESTA Á 15,5% LÁGMARKSIÐGJALD Í LÍFEYRISSJÓÐI Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Sparnaður Almenningi gefst nú kostur á að taka út allt að 12 milljónir króna af séreignarsparnaði sínum til áramóta, samkvæmt nýju frumvarpi. Ekki er útilokað að fleiri gos- sprungur geti myndast á svæðinu við gosstöðvarnar í Geldingadöl- um. Þetta er mat vísindaráðs al- mannavarna sem fundaði í gær. Í fréttatilkynningu almanna- varna segir að nýjar sprungur geti opnast með litlum fyrirvara þar sem allar mælingar sýni að kvika liggi grunnt undir yfirborði alls gossvæðisins. Einnig segir að hraunflæði virðist hafa aukist í takt við opnun tveggja nýrra sprungna á svæðinu. Björgunarsveitir á suðvestur- horninu og úr Árnessýslu voru kallaðar út í gærkvöldi til leitar að tveimur göngumönnum sem voru týndir við gosstöðvarnar á Reykja- nesskaga. Heimildir Morgunblaðs- ins hermdu að mennirnir væru er- lendir ferðamenn. Þeir komust af sjálfsdáðum aftur að upphafi gönguleiðar um svæðið og hittu þar björgunarsveitarmenn sem voru að búa sig undir leit að þeim. Hætta á svæðinu getur skapast hratt Morgunblaðið/Árni Sæberg Eldgos Varað er við því að sprung- ur geti opnast með litlum fyrirvara.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.