Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Dalvegi 16c | 201 Kópavogur | Sími 568 6411 | rafvorur@rafvorur.is Amerísk heimilistæki rafvorur.isRAFVÖRUR ehf Þvottavélar og þurrkarar sem taka 10-17 kg Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Mér finnst þetta skrýtin forræðis- hyggja. Þarna er verið að ráðskast með það hvernig fólk á að hafa reit- ina sína,“ segir Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó og íbúi í Vogabyggð. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær hefur Reykjavíkur- borg hafnað ósk ÞG íbúða um að felld verði niður kvöð í skipulagi hins nýja hverfis Vogabyggðar um gróðurþekjur og berjarunna innan sérafnotareita/einkagarða íbúða í hverfinu. Guðmundur Heiðar vakti máls á þessum skilmálum borgarinn- ar í Facebook-færslu í byrjun árs og vöktu fréttir af málinu mikla athygli. Morgunblaðið hefur heyrt af fleiri íbúum í hverfinu sem eru ósáttir vegna þessa. Í samtali við Morgunblaðið segir Guðmundur Heiðar að hann sé ósammála því sem borgin hafi lýst yfir að ekki sé um íþyngjandi skil- mála að ræða. Umræddur grasblett- ur verði pínulítill og nýtist sama og ekkert. Rök um heildarútlit haldi að hans mati ekki því enginn muni sjá umræddan blett og runna nema íbú- arnir sjálfir þar eð garðurinn sé girt- ur af. Ekki hefur enn verið lagt gras eða settur niður berjarunni hjá Guð- mundi og fjölskyldu hans og hann kveðst ekki vita hver lending í mál- inu verður. „Við ætlum bara að melta þetta og sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni þegar fram líða stundir.“ Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG verktaka, segir í samtali við Morgunblaðið að beiðni fyrirtækis- ins hafi verið sett fram í samræmi við óskir viðskiptavina þess. Fyrir- tækið vilji mæta óskum kaupenda og skila eins góðri vöru og hægt er til þeirra. „Persónulega finnst mér þetta einkennileg kvöð. Maður getur auð- vitað ekki annað en velt því fyrir sér hvað skipulagsyfirvöldum gengur til. Ef fólk kaupir sér íbúð og má ekki fjarlægja berjarunna eða hafa pall- inn sinn eins og það kýs sjálft, hvað kemur þá næst? Ætla yfirvöld að skipa fyrir um lágmarksfjölda á pottaplöntum inni hjá fólki eða hvað á að vera í matinn á þriðjudögum? Mér finnst þetta frekar einkennilegt inngrip gagnvart íbúum.“ Þorvaldur segir að fyrsti áfangi uppbyggingar fyrirtækisins í Voga- byggð, tæplega 80 íbúðir, sé fullfrá- genginn og búið sé að skila öllum íbúðum. Framkvæmdir standa yfir við annan áfanga með 165 íbúðum og stefnt sé að því að skila fyrstu íbúð- um þar snemma á næsta ári. Fram- kvæmdir eru hafnar við þriðja áfanga og verða íbúðir afhentar í kringum áramótin 2022-2023. „Þetta gengur mjög vel og Voga- byggðin er frábært íbúðasvæði en við höfum haft áhyggjur af frágangi Reykjavíkurborgar. Áhyggjur okkar lúta að skilum og frágangi gatna og veitna, götulýsingu, frágangi á borg- arlandinu, uppbyggingu skóla og fleiru. Við höfum sent Reykjavíkur- borg bréf og lýst áhyggjum af því hversu hægt þetta gengur og óskað eftir úrbótum og samtali en ekki fengið nein svör. Þetta verður stórt og glæsilegt íbúðahverfi og það er mjög mikilvægt að borgin standi sína plikt hvað varðar samnings- bundna og nauðsynlega uppbygg- ingu á svæðinu.“ Furða sig á „inngripi“ yfirvalda í Vogabyggð - Kvöð um gróður á lóð - Áhyggjur af frágangi borgarinnar Morgunblaðið/Eggert Vogabyggð Uppbygging hverfisins gengur vel og verður það „frábært íbúðasvæði“ þegar fram líða stundir. Guðmundur Heiðar Helgason Þorvaldur Gissurarson Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Hér hefur í áratugi verið leiksvæði barna, sleðabrekka á veturna og ævintýrahóll á sumrin. Börnin renna sér ekki meira hérna,“ segir Agnar Hansson, einn íbúa við svo- nefndan Sjó- mannaskólareit í Reykjavík. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hóf- ust framkvæmdir á reitnum í vikunni en þar er fyrir- huguð bygging tveggja þriggja hæða fjölbýlishúsa á vegum Leigu- félags aldraðra, alls 51 íbúð. Þessi áform hafa verið umdeild og hafa íbúar í nágrenninu mótmælt hástöfum, meðal annars með kæru til umboðsmanns Alþingis. Agnar segir í samtali við Morgunblaðið að sárt sé upp á að horfa hvernig borg- aryfirvöld hafi staðið að þessu máli. Ítrekuð mótmæli íbúa í nágrenni græna svæðisins við Sjómannaskól- ann og við Saltfiskmóann hafi verið virt að vettugi. Hóllinn verndarsvæði „Fólki sárnar. Ekkert samráð hefur verið við íbúana. Allt ferlið virðist vera sýndarmennska og ég vil að fólk hafi það í huga þegar gengið verður til kosninga. Minja- stofnun og fleiri aðilar hafa sem bet- ur fer aðeins náð að hemja borgina og fyrir vikið var vatnshóllinn skil- greindur sem verndarsvæði. En svo er auðvitað skorið alveg við rætur þess svæðis,“ segir hann. Agnar segir að fólk geti kannski ekki átt heimtingu á grænu svæði við hús sín en borgaryfirvöld hefðu í það minnsta átt að sýna sóma í að það sem byggt verður væri í sam- ræmi við byggingar sem þarna eru fyrir. „Það á að skella niður blokk- um hér. Af hverju þarf að gjör- breyta götumyndinni? Í venjulegu árferði, þegar skólar eru opnir og fullsetnir, er hverfið fullt af nem- endum og öll bílastæði troðfull. Við þessar nýbyggingar á ekki að vera eitt einasta bílastæði því menn segja að það séu svo mörg stæði í götunni. Framkvæmdin skal vera eins og borgarstjóri vill hafa hana, alveg sama hvað fólkinu finnst. Ég held að hann hafi aðeins misskilið sitt hlutverk.“ Börnin mótmæla Síðdegis í gær komu nemendur í Háteigsskóla saman við reitinn í mótmælastöðu þar sem byrjað er að grafa. Hafa börnin í hverfinu verið mjög ósátt við þessa breytingu á svæðinu og möguleikum þeirra til að leika sér og renna sér í hólnum. Telur allt ferlið sýndarmennsku - Nágrannar óánægðir með framkvæmdir á Sjómannaskólareit - Telja að ekkert samráð hafi verið haft við íbúa - Gjörbreytt götumynd - Gengið á leiksvæði - „Börnin renna sér ekki meira hérna“ Ljósmynd/Bergrún Tinna Mótmæli Nemendur Háteigsskóla tóku sér stöðu við framkvæmdirnar sem hafnar eru á Sjómannaskólareitnum, þar sem byggja á tvö fjölbýlishús. Agnar Hansson Guðmundur Helgi Þórarinsson, for- maður VM, Félags vélstjóra og málmtæknimanna, segir að staðan í yfirstandandi kjaraviðræðum við Samtök fyrir- tækja í sjávar- útvegi (SFS) sé þung. VM er í samfloti í kjara- viðræðunum með Sjómanna- og vél- stjórafélagi Grindavíkur og Sjómannafélagi Íslands og hafa þau öll vísað kjaradeilum sín- um við SA og SFS til ríkissáttasemj- ara. „Við töldum okkur ekki fá nein svör þannig að við ætlum okkur ekki að vera lengi í einhverju kaffispjalli nið- ur í SFS,“ segir Guðmundur um ástæður þess að félögin ákváðu að vísa deilunni til sáttameðferðar. Kjaradeilur Sjómannasambands Íslands og Félags skipstjórnarmanna við útvegsmenn hafa verið á borði sáttasemjara frá því í febrúar og eru nú öll stéttarfélög sjómanna komin með kjaradeilur sínar í sáttameðferð hjá ríkissáttasemjara. Boðað er til sáttafundar í deilu SÍ og FS við SA og SFS í dag. „Síðast tók nokkur ár að ná samn- ingi sem endaði með sjö vikna verk- falli 2017,“ rifjar Guðmundur upp. Hann segir að menn hafi ekki margra ára biðlund en kjarasamningarnir losnuðu í árslok 2019 og viðræður komust ekki í almennilegan gang fyrr en í lok síðasta árs að sögn hans. „Við erum búnir að eiga nokkuð marga fundi, þetta byrjaði ágætlega en við höfum ekki náð að klára eitt eða neitt. Þetta virðist farið í ein- hverja störukeppni, þannig að okkur fannst réttast að hafa þetta undir verkstjórn sáttasemjara,“ segir hann. Fái sama lífeyrisrétt og aðrir „Við erum með mjög fáar kröfur og teljum þær mjög sanngjarnar. Eitt af því sem við viljum er að okkar menn fái sömu lífeyrisréttindi og annað fólk í landinu. Þeir borga núna bara 8% í lífeyrissjóð þegar önnur fyrirtæki borga 11,5% og svo vantar okkur meira gagnsæi á fiskverð. Þetta eru að okkar mati mjög skýr atriði. Við höfum ekki fengið nein hrein svör við neinu. Það er alltaf verið að hugsa eitthvað,“ segir hann. omfr@mbl.is „Höfum ekki feng- ið nein hrein svör“ - Deilur sjómanna á borði sáttasemjara Guðmundur Helgi Þórarinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.