Morgunblaðið - 09.04.2021, Page 11
FRÉTTIR 11Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
Mynd af flaki flug-
vélarinnar Hot Stuff
Í myndatexta með frétt á blaðsíðu
22 í Morgunblaðinu í gær var sagt
að myndin væri af flaki flugvél-
arinnar „Hot Stuff“, sem Frank
M. Andrews, hershöfðingi, fórst
með á Kasti við Fagradalsfjall
1943.
Myndin og upplýsingar í mynda-
texta voru sóttar í grein í Morgun-
blaðinu í desember 1963. Blaðinu
hafa borist ábendingar um að
myndin sé af flaki stórs fjögurra
hreyfla bresks flugbáts af gerðinni
Short Sunderland sem fórst við
Langhól í Fagradalsfjalli 1941.
Rangt nafn í
myndatexta
Rangt var farið með nafn Bjarna
Hafþórs Helgasonar í myndatexta
með frétt um afhendingu styrks til
Parkinsonsamtakanna í Morgun-
blaðinu í gær. Er beðist velvirð-
ingar á því.
LEIÐRÉTT
Ljósmynd/Bandaríski herinn
Fagradalsfjall Flak flugvélarinnar
Hot Stuff.
9. apríl 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 126.57
Sterlingspund 174.73
Kanadadalur 100.39
Dönsk króna 20.225
Norsk króna 14.957
Sænsk króna 14.692
Svissn. franki 136.19
Japanskt jen 1.1519
SDR 180.29
Evra 150.4
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 181.7927
Hrávöruverð
Gull 1736.0 ($/únsa)
Ál 2247.0 ($/tonn) LME
Hráolía 62.6 ($/fatið) Brent
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslenska netöryggisfyrirtækið
AwareGO hefur samið við matvöru-
risann Mondelêz International um
netöryggisþjálfun starfsfólks hans
um heim allan.
Mondelêz fram-
leiðir m.a. Toble-
rone, Oreo, Cad-
bury- og
Milka-súkkulaði
og er einn stærsti
framleiðandi
heims á sínu sviði
með um 80 þús-
und starfsmenn.
Ragnar Sig-
urðsson, fram-
kvæmdastjóri AwareGO, stofnaði
fyrirtækið árið 2007 ásamt Helgu
Björgu Steinþórsdóttur.
Mistök geta verið dýrkeypt
Ragnar segir lausnir AwareGO
efla netöryggi fyrirtækja.
„Mesta áhættan við tölvukerfi er
nú fólgin í mistökum starfsfólks en
þau eiga hlut að máli í 90% af tölvu-
innbrotum. Það er verið að plata fólk.
Við framleiðum stuttar auglýsingar
til að markaðssetja öryggismál innan
fyrirtækja en þá eru meiri líkur á að
starfsfólkið muni hvernig á að átta
sig á hættunum þegar þar að kemur,“
segir Ragnar og útskýrir hvernig
nálgun AwareGO hafi breyst með ár-
unum.
Fyrsti viðskiptavinurinn hafi verið
auglýsingastofa í Bretlandi.
„Við gerðum 12 þætti á árunum
2007 og 2008 og renndum þá svolítið
blint í sjóinn. Fyrsta útgáfan var
leiknir þættir – við vorum að reyna að
vera The Office fyrir öryggismál –
sem reyndust vera of langir. Þá
spurðu viðskiptavinir okkar í Banda-
ríkjunum hvers vegna við værum að-
eins með hvíta leikara. Það var eitt-
hvað sem við höfðum ekki hugleitt
hér á Íslandi. Við breyttum síðan um
stefnu árið 2014 og fórum þá úr sjón-
varpsþáttaforminu í auglýsinga-
formið. Þá gátum við snúið okkur aft-
ur til sömu aðila og við höfðum áður
rætt við og bent þeim á að nú værum
við komin með lausnina sem þeir
hefðu verið að bíða eftir,“ segir Ragn-
ar. Markmiðið sé að framleiða hnit-
miðað og eftirminnilegt efni.
Skera sig úr á markaðnum
Ragnar segir AwareGO hafa sér-
stöðu á þessum markaði.
„Við erum einstök hvað snertir efn-
istök. Flestir samkeppnisaðilar okkar
eru með teiknimyndir og fáir fram-
leiða svona leikið efni. Síðan er
kennsluhugbúnaðurinn okkar í
fremstu röð í samanburði við sam-
keppnisaðila,“ segir Ragnar.
Að hans sögn er hægt að dreifa efn-
inu á einfaldan hátt með kennslu-
hugbúnaðinum frá AwareGO. Jafn-
framt sé hægt að mæla þátttöku en
flestir viðskiptavinir vilji mæla árang-
urinn af þjálfuninni með enn ná-
kvæmari hætti. „Myndi starfsfólkið
falla fyrir tölvupóstasvindli? Myndi
það deila lykilorðum eða hleypa
ókunnugum inn í fyrirtækið? Við er-
um sem stendur að þróa hugbúnaðinn
okkar frekar til að geta gert þessar
mælingar. Það eru geysileg verðmæti
fólgin í því.“
Ragnar segir aðspurður að lausn
fyrirtækisins sé því miklu háþróaðri
en til dæmis að framleiða myndband
og dreifa því á YouTube.
„Við vorum með stóra viðskiptavini
áður en við þróuðum hugbúnaðinn –
General Electric, Barclays banka,
Credit Suisse og fleiri – og við afhent-
um þeim myndbandsskrár en höfðum
síðan ekki yfirsýn yfir hvernig þjálf-
unin var framkvæmd,“ segir Ragnar.
Sá tími sé nú að baki.
AwareGO framleiðir sem áður seg-
ir stutt netöryggismyndbönd og hef-
ur jafnframt þróað kennsluhugbúnað
sem á að hámarka árangur fræðslu-
herferða sem kenna starfsmönnum
að varast netsvik.
Ragnar segir hægt að keyra
kennsluna í gegnum kennsluhugbún-
aðinn og tengja hann við t.d. Slack
eða Microsoft Teams. Þjálfunin sé því
ekki lengur bundin við tölvupóst.
Lausnin sé hönnuð til að geta tengst
alls kyns hugbúnaði.
Með 26 starfsmenn
Ragnar segir aðspurður að samn-
ingurinn við Mondelêz International
sé að verðmæti um 200 milljónir og til
þriggja ára með möguleika á fram-
lengingu. AwareGO sé nú með 26
starfsmenn. Þar á meðal forritara,
markaðsfólk og vöruhönnuði.
„Við höfum verið öflug í að gefa út
efni, blogga og gefa út bækur, sem
skilar okkur ofarlega á leitarvélum og
hefur það í för með sér að nýir við-
skiptavinir bætast í hópinn hjá okkur
í hverjum mánuði.“
AwareGO samdi við matvælarisa
- Íslenska netöryggisfyrirtækið AwareGO hefur samið við matvælarisann Mondelêz International
- Um 80 þúsund starfsmenn síðarnefnda fyrirtækisins munu fá þjálfun í að verjast netglæpum
Ljósmynd/AwareGO
Öryggismál AwareGO framleiðir efni til að efla netvarnir.
Ragnar
Sigurðsson