Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 14

Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Það var aug-ljóst af orð-um sótt- varnalæknisins í fjölmiðlum að hon- um þykir að sér þrengt með mála- tilbúnaði fyrir dómstólum. Hann og embættið berjast hinni góðu baráttu og dæmin sýna að á brattann er að sækja bæði hér og víðar. Öllum er ljóst að mikið er undir og að nauðsynlegt geti verið að beita aðferðum sem eru umfram það sem yfirvöldum leyfist endra- nær. Alþingi gerir sér grein fyrir því og hefur sýnt það. En hvað sem líður vá eða ekki vá er ekki rétt að stytta sér leið. Það gerði ráðuneytið, leiddi reglur af lögunum sem ófært var að lesa úr þeim. Það er óþarft að finna að sóttvarnalækni í þeim efnum. Hann gerir tillögur um það sem er nauðsynlegt frá hans bæjardyrum horft. Telji ráðuneytið lækni hafa mikið til síns máls en sér að heimildir um slíka útfærslu rúmist ekki innan gildandi og nýsettra laga þá er leitað til löggjafans. Ástæða er til að ætla að þingið taki málefnalega á slíkum til- mælum. Heimurinn gerði sér smám saman ljóst að það yrði senni- lega tómt mál að tala um sigur í þessu veirustríði nema að bólu- efni fengist sem hryndi veir- unni frá sér og væri án auka- verkana utan við þolmörk sem mætti sætta sig við. Þar til slíkt bóluefni fengist og sem mætti framleiða hratt og örugglega væru aðeins tveir kostir til í stöðunni. Sá fyrri er að skella þjóð- félögum í þrefaldan lás og taka um leið nokkur skref aftur á bak áleiðis til steinaldar. Hinn væri að einangra þá tryggilega sem veikastir eru fyrir og láta veikina ganga yfir þá sem bjarga sér best og veðja á að heilbrigðiskerfið dygði þeim hópi á meðan það slyppi að mestu við þá sem ella þyrftu á umfangsmestri hjálp og að- hlynningu að halda. Heimurinn er fyrir alllöngu orðinn svo samhangandi gang- verk verkaskiptingar þjóða nær sem fjær að það sá enginn fyrir. Samskipti á milli þjóða lögðust meira eða minna af í einu vetfangi og varð ekkert heimssamráð um þá niður- stöðu. Litla Ísland þurfti ekki að loka aðra úti. Samgöngur lögðust af án þess að Ísland væri spurt. En það dugði þó ekki til því að boðflennan var þegar mætt. Það urðu einnig örlög fjölmennari þjóða svo sem í Suður- og Norður- Ameríku og í Evrópuríkjum. Ísland naut margs. Þorri þjóð- arinnar býr hlutfallslega dreift og húsakostur er góður og fólk- ið upplýst. Þegar sumraði í fyrra taldi landinn rétt að fagna sigri og deila út verðlaun- um. Sama þróun varð víðar. Fullyrt er í upplýsingabönkum heil- brigðisyfirvalda að sumar og sól hafi engin áhrif á veiruna. Leikmenn telja sig þó sjá að það séu vafasamar fullyrðingar eins og fleira sem sett er undir hatt „vísinda“. Hitt er annað að sól og sumar duga ekki til. En kúrfurnar falla glettilega líkt að almanakinu hér og annars staðar þótt viðbrögð og fram- kvæmd hafi verið ólík. Það mætti segja leikmönnum, sem eru opnir fyrir ýmsu, að með elskulegum töktum vorsins og hækkandi hlutfalli bólusettra munum við standa okkur vel á næstu vikum. Við höfum nú vit- að lengi að allt velti á því að bóluefnin sem unnin voru undir hárri kröfu og óbærilegum þrýstingi reynist jafn örugg og vonirnar voru reistar á. Fréttir seinustu daga og út- leggingar þeirra vekja þó óneit- anlega spurningar og veikja traust. Nú virðast sömu menn geta sýkst oft af veirunni! Og alsprautaðir veikjast líka og vaða um uppfullir af veiru og smita alla sem þeir ná til. Svo virðist algengast að smitvargar séu ættstórir og ættræknir. Það eru ekki nema fáeinar vik- ur frá því að tilhlökkunarefnið sem hæst bar var að full- bólusettir gætu nú aftur knúsað bæði upp fyrir sig og niður. Þrátt fyrir þessi óvæntu útskot og beygjur á sæluvegferð bólu- settra eiga þeir engan annan kost en að blása á þetta tal eða að minnsta kosti hafna því að borga sig inn í hringleikahús „vísindanna“. Það er ekkert vit í neinu öðru en að líta svo á, þar til annað sannast, að það traust sem veitt var um endapunktinn tvöfalda bólusetningu standi óhaggað. Það sé meginregla sem ekkert ruglingstal geti veikt svo marktækt sé. Einhver grunsamleg sértæk tilvik, sem enginn er þó fullviss um að séu til staðar, eru þá í besta falli hefðbundnar undantekningar sem geirnegla reglurnar, sem við getum áfram gengið út frá. Það lærðum við ung að enga reglu, jafnvel ekki þá sem Ein- stein hefði skrifað undir, mætt- um við líta á sem altæka fyrr en ein óskiljanlegt undantekning frá henni hefði bægt burtu öll- um efasemdasnifsum. Jóhannes Kjarval taldi ekki einu sinni óhætt að skrifa upp á að margflutt ópera Mozarts, eða einsöngur Stefáns Íslandi, stæðist próf fyrr en sérfræð- ingur hans í þeim, Óli Magga- don, vottaði það álit og klappaði fyrir hverju lagi. Það er óþarft að grafa undan traust- inu. Það stendur nógu veikt fyrir} Ekki þarf að kynna ykkur H eilbrigðisráðherra hafa verið æði mislagðar hendur undanfarin misseri og raunar kjörtímabilið allt. Mörgum þótti nóg um þeg- ar framkvæmd liðskiptaaðgerða mátti ekki fara fram á Íslandi heldur skyldi sárkvalið fólk fljúga til Svíþjóðar í aðgerð, af engri sjáanlegri ástæðu annarri en að ráðherr- anum hugnast ekki einkarekstur í heilbrigðis- kerfinu. Áfram hélt furðan í boði ráðherra; skimun fyrir leghálskrabbameini var færð frá einkaaðila til ríkisins án nokkurs undirbúnings eða ástæðu og sátu konur ógreindar eða með rangar greiningar krabbameins svo mánuðum skipti. Þá er ótalið Landakotsmálið og nýlegar hrakfarir ráðherrans við öflun bóluefna fyrir ís- lenska þjóð í heimsfaraldri því að á sama tíma og aðrar fullvalda þjóðir í kringum okkur hafa bólusett fólk fram að þrítugu, fögnum við því að sjötugir megi nú fyrst sækja sína fyrstu sprautu. En heilbrigðis- ráðherra lét ekki þar staðar numið heldur bætti um betur nú á dögunum og ákvað að hneppa skyldi íslenska ríkis- borgara í ólögmætt varðhald við komuna til landsins; fólk sem aðeins hafði unnið sér það til saka að koma heim til sín erlendis frá. Allt í nafni sóttvarna – þar sem stjórnarskrár- varin mannréttindi mega sín lítils. Dómstólar komust að þeirri niðurstöðu að ráðherrann hefði gerst brotleg við stjórnarskrá og virt mannréttindi borgaranna að vettugi; hundruð Íslendinga voru frelsis- svipt án lagastoðar. Viðbrögð ráðherrans eru að benda á aðra, Alþingi væri um að kenna en ekki henni – mistök hefðu verið gerð við breytingar á sóttvarna- lögum. En það stenst enga skoðun þegar betur er að gáð. Ný sóttvarnalög sem samþykkt voru á dögunum eru nákvæmlega eins og Alþingi hafði ætlað sér. Ekki var gert ráð fyrir heimild fyrir íþyngjandi aðgerðum ráðherra. Þetta samþykkti ráðherrann í þingsal ásamt öðrum þingmönnum. Fróðlegt verður að sjá hvort ráðherrann nýt- ur trausts til áframhaldandi setu í ríkisstjórn sem hefur á fyrri stigum skipt út ráðherra fyrir minni sakir. Ábyrgð heilbrigðisráðherra hér er mikil. Sem betur fer birtir þó sífellt til hér innan- lands þegar litið er á tölur um smit, spítalainn- lagnir og annað vegna heimsfaraldurs Co- vid-19. Hálfum mánuði eftir að skellt var aftur í lás, þegar aðeins þrjú smit greindust utan sóttkvíar, er enginn á spítala. Ekki einn. Hamfaraspá margra hefur því ekki ræst. Það þarf hver og einn að bera ábyrgð á sjálfum sér. Per- sónulegar sóttvarnir og varúð er það sem hefur mesta þýð- ingu í viðbrögðum við heimsfaraldrinum og áframhaldandi bólusetning sem ver viðkvæmustu hópana og raunar okkur öll. Stjórnvöld þurfa að gæta að meðalhófi í aðgerðum sín- um og lágmarkskrafan er þó og verður alltaf að aðgerð- irnar þurfa að standast lög. Stjórnarskrárvarin mannrétt- indi eru ekki bara upp á punt. bergthorola@althingi.is Bergþór Ólason Pistill Mistökin eru hennar Höfundur er þingmaður Miðflokksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen sér upp við það. Hins vegar hefur það lært að nýta sér frjósaman jarðveg- inn í kringum eldfjallið til að rækta vinsælar radísur og litlar appelsínur. Margir sýna áhuga á að koma „Við höfum fengið margar fyrir- spurnir erlendis frá og reynt að svara þeim eftir bestu getu,“ sagði Erling Einarsson, eigandi ferðaþjónust- unnar Volcano Tours í Grindavík. Fyrirtækið býður m.a. upp á eld- fjallaferðir um Reykjanesskaga þar sem jarðfræðileg sérstaða svæðisins er kynnt. Nær allar fyrirspurnirnar koma frá Bandaríkjamönnum sem vilja koma til landsins. Erling kvaðst hafa gert fyrir- spyrjendum grein fyrir stöðu mála hér hverju sinni, ferðatakmörkunum, ákvæðum um sóttkví og fleira sem honum finnst sífellt vera að breytast. „Þetta er bara flækja út í eitt og ekk- ert í hendi,“ sagði Erling. „Við höfum ekki fengið neina ferðamenn enda megum við ekki fara með hópa inn á gossvæðið. Þangað mega bara fara fótgangandi einstaklingar á eigin vegum. Svo mega blaðamenn og vís- indamenn keyra að gosinu en við í ferðaþjónustunni megum ekki keyra nálægt gosinu. Þó að ég búi í Grinda- vík og sé með þetta í bakgarðinum þá hef ég ekki leyfi til að gera eitt eða neitt frekar en aðrir. Á meðan eld- gosið er í svona örri þróun á ég ekki von á að þetta verði opnað.“ Eldgos og eldfjöll laða að ferðamenn Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Fagradalsfjall Ferðamenn hafa flykkst í Geldingadali og Meradali til að skoða eldsumbrotin. Auk þess eru beinar sjónvarpssendingar frá gosunum. BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is E ldfjallaferðamennska heillar marga en fylgja henni hættur? Það er inn- tak nýrrar greinar eftir blaðamanninn Rachel Ng á vef Nat- ional Geographic (nationalgeograp- hic.com). Greininni fylgja nýjar ljós- myndir af eldsumbrotunum á Fagradalsfjalli eftir ljósmyndarann Chris Burkard. Greinin hefst á lýs- ingu á því að þúsundir göngumanna hafi undanfarið lagt leið sína í Geld- ingadali til að líta eldgosið í Fagra- dalsfjalli augum. Þar kemur m.a. fram að virk eldgos víða um heim laði að sér fjölda ferðamanna. Daginn eftir að eld- fjallið Kilauea á Havaí fór að gjósa 20. desember 2020 fjölgaði mjög gestum í eldfjallaþjóðgarðinum á Havaí. Margir þeirra voru heima- menn en aðkomufólki hefur fjölgað eftir því sem slaknað hefur á ferða- hömlum vegna heimsfaraldursins. Annað vinsælt eldfjall sem eldfjalla- ferðamenn vitja gjarnan er Strom- boli á Ítalíu. Eins er vinsælt að heimsækja vettvanga liðinna eldsumbrota. Þar er einna þekktust borgin forna Pom- pei á Ítalíu. Sem kunnugt er grófst hún í ösku í miklu eldgosi í Vesúvíusi árið 79 e.Kr. Bent er á að eldgos geti verið hættuleg. Að minnsta kosti 1.143 manns fórust vegna eldgosa á ár- unum 2010-2020. Þannig fórust 353 og meira en 400.000 manns misstu heimili sín þegar elfjallið Merapi í Indónesíu gaus 2010. Eitt nýjasta stórslysið varð í sprengigosi á Hvít- eyju við Nýja-Sjáland 19. desember 2019. Þar fórust 22 ferðamenn og 25 slösuðust. Tveir ferðamenn fórust í eldgosi í eldfjallinu Etnu á Sikiley ár- ið 1987. Slys sem þessi virðast þó fremur vekja áhuga fólks á eldgosum og eldfjöllum en að letja það til að skoða eldfjöll. Talið er að áhuginn muni koma greinilega í ljós þegar heimsfaraldrinum linnir. Til eru fleiri en 1.500 virk eldfjöll og er þau að finna í 81 landi. Þeir sem búa nærri eldfjöllunum hafa lært að lifa með þeim. Í greininni er japanska eldfjallið Sakurajima nefnt sem dæmi, en það gýs ótt og títt. Fólk í nágrenninu er löngu hætt að kippa Eldgosið í Fagradalsfjalli hefur ekki leitt til almennrar fjölgunar á komum vísindamanna hingað til lands að undanförnu, svo Jarðvísindastofnun HÍ viti til, enda gilda ferðatakmarkanir um fræðimenn eins og aðra. Öðru máli gegnir um erlenda vísindamenn sem þegar eru í samstarfi við Íslendinga en tals- vert er um slík samstarfsverk- efni. Það á t.d. við um hóp frá Cambridge-háskóla sem hefur unnið hér að jarðfræðirann- sóknum árum saman. Þau eru nú komin og hafa bætt við jarð- skjálftamælum og uppfært kerfi sín til að fylgjast sem best með þróun mála á Reykjanesskaga. Ísland tekur þátt í margvís- legum alþjóðlegum rannsókn- arverkefnum eins og til dæmis Norrænu eldfjallastöðinni – NORDVULK (nordvulk.hi.is). Það er samnorræn rann- sóknamiðstöð í jarðfræði með áherslu á eldvirkni. Fjölþætt vís- indasamstarf JARÐFRÆÐIRANNSÓKNIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.