Morgunblaðið - 09.04.2021, Side 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
hafðu það notalegt
Stuðningur við
landbúnað hér á landi
er af tvennum toga.
Annars vegar njóta
bændur beins op-
inbers stuðnings frá
stjórnvöldum í gegn-
um svokallaða bú-
vörusamninga sem
gerðir eru á milli
bænda og stjórn-
valda. Hins vegar
nýtur landbúnaðurinn stuðnings
með óbeinum hætti í gegnum toll-
vernd. Umræðan um tolla á inn-
fluttar landbúnaðarvörur hefur oft
á tíðum verið þungmelt. Það er því
ef til vill allt eins gott í upphafi að
nefna að tollar eru lagðir á fleiri
vöruflokka en eingöngu innfluttar
landbúnaðarvörur, því á meðan
skipst er á skoðunum, með eða á
móti tollvernd, tínir neytandinn of-
an í innkaupakörfuna hjá sér
snyrtivörur, hreinlætisvörur, lár-
peru, kjúkling og kartöflupylsu-
brauð, jafnvel par-
maskinku, – hvaðeina,
innlent sem og erlent.
En stöldrum aðeins
við og veltum fyrir
okkur til hvers verið
er að leggja á tolla á
innfluttar landbún-
aðarvörur. Tollar eru
einfaldlega skattur
sem hækkar verð á
innfluttri vöru, m.a.
með það að markmiði
að vernda innlenda
framleiðslu. Hann er
lagður á vegna þess að við sem
samfélag höfum ákveðið að við
viljum viðhalda innlendum land-
búnaði. Við búum við ysta haf og
ræktunaraðstæður hér á landi eru
gjörólíkar nágrannalöndum okkar
í suðri. Þannig yrði samkeppnin
aldrei jöfn ef engir væru tollarnir
þó að á öllum öðrum sviðum stæð-
um við nokkuð jafnfætis.
Gerum kröfur
Ísland er í þeirri stöðu að geta
framleitt fæðu langt fram yfir það
sem þarf til að öðlast fullt fæðu-
öryggi. Við erum engu að síður í
dag meðal þeirra landa sem flytja
inn hvað hæst hlutfall af sinni
fæðu. Á sama tíma og stjórnvöld
leggja áherslu á fæðuöryggi okk-
ar, og innflytjendur vilja opna
markaðinn fyrir innflutningi, þá
hlýtur það að vera eðlileg krafa
landsmanna að innfluttar vörur
séu af sömu gæðum og innlend
framleiðsla varðandi matvæla-
öryggi og að sambærilegar kröfur
séu gerðar til dýravelferðar í þeim
löndum sem flutt er inn frá og
reglur kveða á um hér á landi.
Þannig hljóti þær áskoranir sem
bíða landbúnaðarins að kalla á
keðjuábyrgð neytandans; þar sem
hann er meðvitaður um hvaða
matvöru hann er að kaupa og sé
ekki óbeint að styðja við lága
staðla í umhverfismálum, hrein-
læti, dýravelferð, léleg kjör og að-
búnað bænda og landbún-
aðarverkafólks.
Landbúnaður er ein
grundvallaratvinnugreina á Íslandi
og gegnir mikilvægu hlutverki í
fæðuöryggi þjóðarinnar. Virð-
iskeðjan frá haga í maga er burð-
arás í lífsviðurværi á mörgum
dreifbýlissvæðum landsins og
landbúnaðurinn sem atvinnugrein
skiptir sköpum fyrir samfélagið í
tengslum við lýðheilsu, menningu,
efnahag og byggðaþróun. Á næstu
árum bíða þó margvíslegar áskor-
anir atvinnugreinarinnar, svo sem
á sviði loftslags- og umhverf-
ismála, nýsköpunar, matvæla-
öryggis og örari breytinga á
neyslumynstri. Neytendur gera sí-
fellt meiri kröfur um fjölbreytt
vöruúrval og ferskleika en eft-
irspurnin innanlands eftir flestum
landbúnaðarvörum hefur aukist,
ekki síst með aukinni umhverf-
isvitund.
Um árabil hafa bændur bent á
mikilvægi þess að vernda innlenda
matvælaframleiðslu með tilliti til
fæðuöryggis þjóðarinnar. Margir
hafa gagnrýnt þann málflutning og
kallað hann falsrök fyrir styrkjum
til landbúnaðar. Það að hér sé
matvælaframleiðsla tryggir ekki
eitt og sér fæðuöryggi þjóð-
arinnar, en hún skiptir verulegu
máli. Til þess að innlenda fram-
leiðslan geti staðið traustum fótum
áfram er skynsamlegt að nýta toll-
vernd þar sem það er nauðsynlegt
til að íslenskir bændur geti keppt
á sanngjörnum forsendum. En það
er fyrst og fremst öll virðiskeðja
matvæla sem skiptir máli því það á
að skipta neytandann máli hvernig
matvæli eru framleidd og hvernig
þeim er dreift, en jafnframt að þau
séu örugg og að nýting við fram-
leiðslu og neyslu sé sem best.
Keðjuábyrgð neytandans
Eftir Vigdísi
Häsler
Vigdís Häsler
» Landbúnaður er ein
grundvallar-
atvinnugreina á Íslandi
og gegnir mikilvægu
hlutverki í fæðuöryggi
þjóðarinnar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Bændasamtaka Íslands.
Það þótti eitt sinn
einkenna góðan blaða-
mann að hann leitaði
sannleikans í hverju
máli og leyfði and-
stæðum skoðunum að
koma fram svo al-
menningur gæti sjálf-
ur myndað sér skoð-
anir á grunni
upplýsinganna.
Sú skylda var af-
numin í BNA í tíð Reagans, 1987,
og hefur leitt til að fjölmiðlar þar
hafa orðið málpípur flokka og fyr-
irtækja. CNN virðist t.d. algjörlega
á bandi Demókrataflokksins og
fréttamaður NBC, Lester Holt að
nafni, sagði nýverið að fréttamenn
þyrftu ekki að heyra báðar hliðar
máls til að komast að niðurstöðu um
hver sannleikurinn væri.
Margir fréttamenn
RÚV virðast hafa til-
einkað sér þessa hugs-
un. Nýlegt dæmi er
umfjöllun Róberts Jó-
hannssonar um breyt-
ingu á kosningalögum í
Georgíufylki, BNA:
https://www.ruv.is/
frett/2021/03/29/biden-
hvattur-til-ad-standa-vord-
um-rett-kjosenda. Hann
segir frá því að Biden
forseti líki nýju lög-
unum við Jim Crow-
lögin um aðskilnað svartra og hvíta
en vitnar einnig í hvað tveir nýir
öldungadeildarþingmenn demó-
krata hafi sagt um þau. Ekki vitnar
hann í neinn er kom að því að semja
eða samþykkja þessa nýju breyt-
ingu á lögunum.
Hefði Róbert nú t.d. forvitnast
um skoðanir Brian Kemp ríkisstjóra
(hann er repúblikani) þá hefði hann
getað haft eftir honum að menn
skyldu hunsa innistæðulausar ásak-
anir demókrata. Lögunum sé ætlað
að vinna gegn kosningasvindli. Gerð
sé krafa um að allir kjósendur hafi
gild skilríki, líka þeir er panti kjör-
seðla í pósti en þeir þurfi að gefa
upp tölur á skilríkjum sínum svo
staðfesta megi að þeir hafi rétt á að
kjósa. Auðveldara sé gert að kjósa
því þeim dögum sem menn hefðu til
að kjósa utan kjörfundar hefði verið
fjölgað í 17 og opnunartími á virk-
um dögum lengdur. Komið væri í
veg fyrir að utanaðkomandi keyptu
flokkum velvild með ókeypis mat og
drykk til handa þeim er biðu eftir
að kjósa og kosningareglur í fylkinu
samræmdar.
Ef til vill hefði Kemp getað bætt
við að Biden hefði líklega hreint
ekki kynnt sér kosningalög
Georgíu. Þau hin nýju má finna á
netinu: https://www.legis.ga.gov/api/
legislation/document/20212022/201121. Á
bls. 56 má lesa að kosningahelgi
hafi verið bætt við og opnunartími
lengdur.
Róbert minnist einnig á tvö frum-
vörp Demókrata sem Guardian segi
„andstæð tilraunum repúblikana til
að gera kjósendum erfiðara fyrir“.
Hér hefði þurft eitthvert mótvægi
við hið vinstrisinnaða blað Guardi-
an. Ef til vill hefði mátt vitna í
Lindsey Graham, þingmann repú-
blikana sem sagði á Fox News að
hið þekktara þessara frumvarpa,
H.R.1, gengi gegn stjórnarskránni
og jafngilti tilraun demókrata til
valdaráns.
Í BNA er enginn neyddur til að
borga áskrift að CNN, Fox News,
New York Times, New York Post
eða öðrum fjölmiðlum. Á Íslandi
höfum við hins vegar skylduáskrift
að RÚV, sem þykist vera í þjónustu
allra landsmanna. Séum við neydd
til að borga fréttamönnum RÚV
laun þá ættum við að geta krafist
þess að þeir segi fréttirnar frá ís-
lensku sjónarhorni en ekki eins og
þeir störfuðu í umboði erlendra
stjórnmálahreyfinga. Einnig ætti
þeim hluta almennings er telur sér
misboðið með hlutdrægum frétta-
flutningi að leyfast að láta útvarps-
gjald sitt renna til annars fjölmiðils
að eigin vali.
Hefur RÚV afnumið hlutleysisreglu fréttamanna?
Eftir Ingibjörgu
Gísladóttur
Ingibjörg Gísladóttir
»Hafi RÚV kastað
hlutleysisreglu sinni
fyrir róða þá tel ég ekki
nema sanngjarnt að
mönnum leyfist að
styrkja aðra fjölmiðla í
þess stað
Höfundur starfar við umönnun
aldraðra.
Færð og veður á ís-
lenskum þjóðvegum
geta verið við-
sjárverð. Þegar aka á
milli landshluta, sér í
lagi á veturna, er gott
að vera vel und-
irbúinn. Margir hafa
sem reglu að skoða
færðarkortið á vef
Vegagerðarinnar en
einnig eru fjölmargir
sem nýta sér umferð-
arþjónustu Vegagerðarinnar í
síma 1777. Vegfarendur eru hvatt-
ir til að nýta sér þessa þjónustu
svo sem kostur er til að auðvelda
sér ferðina á þjóðvegum landsins
eða jafnvel til að
hætta við ferð þegar
svo ber undir.
Umferðarþjónustan
er starfrækt á Ísafirði
og þar starfa sjö
manns sem hafa mikla
reynslu í upplýs-
ingagjöf til vegfar-
enda. Starfsmenn
svara spurningum
vegfarenda í síma
1777 en hafa einnig
umsjón með svörun
skilaboða í gegnum
tölvupóst og á sam-
félagsmiðlum Vegagerðarinnar.
Meðal annarra verkefna þjónust-
unnar má nefna tilkynningar og
samskipti við fjölmiðla, ferðaþjón-
ustu og flutningsaðila, upplýs-
1777 – veitir mik-
ilvægar upplýsing-
ar til vegfarenda
Eftir Bergþóru
Kristinsdóttur
Bergþóra
Kristinsdóttir
Allt um sjávarútveg