Morgunblaðið - 09.04.2021, Page 18

Morgunblaðið - 09.04.2021, Page 18
✝ Sigríður Bene- diktsdóttir fæddist á Efra-Núpi í Miðfirði í Vestur- Húnavatnssýslu 10. maí 1937. Hún lést á Hrafnistu í Laug- arási 29. mars 2021. Foreldrar henn- ar voru Ingibjörg Guðmundsdóttir, húsfreyja frá Svert- ingsstöðum, f. 4.10. 1907, d. 19.7. 1993, og Benedikt Hjartarson Líndal, hreppstjóri og bóndi á Efra-Núpi, f. 1.12. 1892, d. 31.10. 1967. Systkini Sig- ríðar eru Pálína Ragnhildur, f. 1925, d. 2008, Guðmundur Skúli, f. 1927, d. 1986, Guðrún, f. 1928, Tumabrekku í Óslandshlíð. Sig- ríði og Sigurði varð ekki barna auðið en hann átti þrjú börn fyr- ir. Sigríður ólst upp hjá for- eldrum sínum á Efra-Núpi. Hún fluttist til Reykjavíkur upp úr tvítugu. Þar vann hún við ýmis verslunarstörf, m.a. hjá Tískunni og í Vogue. Síðustu starfsárin vann hún í afgreiðslu Laug- ardalslaugar. Sigga var mikil hestakona og verðlaunaknapi. Þau hjónin voru einnig áhugasamir briddsspil- arar. Útför Sigríðar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag, 9. apríl 2021, og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður frá útför: https://youtu.be/rtVNc-I6F78 Virkan hlekk á streymi má finna á: https://www.mbl.is/andlat d. 2015, Hjördís, f. 1930, Brynhildur, f. 1934, Alda, f. 1942, og Ketilríður, f. 1947, d. 1.4. 2021. Sigríður var gift Valsteini Guðjóns- syni skipstjóra, f. 23.12. 1935. Þau skildu. Þann 9.9. 1967 giftist hún Sig- urði Þórhallssyni starfsmanni Sam- vinnutrygginga, f. 21.4. 1933, d. 2.8. 2018. Hann var sonur hjónanna Helgu Jóhannsdóttur, f. 14. maí 1897, d. 17. des. 1941, og Þórhalls Traustasonar, f. 9. maí 1908, d. 14. febr. 1947, bónda á Hofi í Hjaltadal og Í dag kveðjum við Siggu frænku hestakonu. Strax í æsku heyrðum við ævintýralegar sögur af henni, litla stelpuskottinu, sem var ekki há í loftinu þegar hún kynntist hestunum heima á Núpi. Í dalnum átti hún margar unaðs- stundir á hestbaki með systkinum sínum um grundir og bala. Hest- ar áttu því snemma hug hennar allan og urðu líf hennar og yndi. Sigga bjó síðar í Reykjavík og keypti sér hesta sem hún sinnti af mikilli alúð og metnaði. „Þeir voru börnin mín,“ sagði hún. Hún setti sér markmið í hestamennsk- unni og náði þeim með einbeitt- um vilja og óþrjótandi dugnaði. Natni hennar, þrautseigja og keppnisskap var mörgum konum fyrirmynd og hvatning. Hestaí- þróttin var karllæg á þessum tíma en Sigga gaf körlunum ekk- ert eftir. Eitt sinn sagði hún við kunningja þeirra hjóna fyrir mót: „Ég ætla að vinna karlana.“ Kunninginn svaraði vantrúaður: „ÞÚ að vinna þessa menn!“ Hún svaraði að bragði: „Já, ég mun vinna þá.“ Og það gerði hún. Meðal annars vann hún Íslands- meistaratitil í fjórgangi og skák- aði þar með þekktustu knöpum landsins. Sigga vakti athygli fyrir glæsi- leika hvar sem hún fór; tíguleg og bar sig vel. Hún hafði dillandi hlátur og var glettin. Oft tók hún málstað þeirra sem minna máttu sín en var hreinskiptin þegar henni mislíkaði og gat verið stíf á meiningunni. Hún var óspör á lof á aðra, gjafmild og gaf af rausn- arskap. Sigga og Sigurður, eiginmaður hennar, voru samhent hjón sem báru ríka umhyggju hvort fyrir öðru. Heimili þeirra var fallegt og bar einstakri snyrtimennsku vitni. Viðmót þeirra hjóna var hlýtt og notalegt var að sækja þau heim. Þau voru samstiga í sameiginlegum áhugamálum sín- um og studdi Siggi vel við bakið á Siggu sinni. Hann var afar stoltur af frábærum árangri hennar í hestaíþróttinni og umhugað um velferð hennar til hinstu stundar. Mikill vinskapur var alla tíð á milli foreldra okkar og þeirra Siggu og Sigga. Tilhlökkunarefni var þegar þessi glæsilegu hjón renndu í hlað á Grundarási og eins þegar þau komu á heimili foreldra okkar í Reykjavík þegar þeir fluttu þangað. Margt var rætt, farið með vísur og gripið í bridds. Við fórum einnig í skemmtiferðir um sveitir eða til silungsveiða á Arnarvatnsheiði þar sem við tjölduðum, lögðum net og suðum glænýjan silunginn í himneskri kyrrð og víðáttu heið- arinnar. Eftir lát Sigga flutti Sigga á Hrafnistu í Reykjavík. Hún var afar vinsæl meðal starfsfólks og vistmanna þar, orðheppin, skjót til svara og skemmtileg. Hún spil- aði bridds við karlana og hafði gaman af. Við þökkum starfsfólk- inu innilega fyrir hlýhug og ein- staka alúð við umönnun frænku okkar. Fínlega og knáa hestakonan er horfin á braut á sínum glæstu gæðingum. Hver veit nema að hún sé komin til móts við klettinn í lífi sínu, sómamanninn Sigga Þórhalls eins og hún vonaðist til. Við minnumst Siggu móður- systur okkar með hlýju og þökk. Sigrún, Hjördís og Aldís Aðalbjarnardætur. Í dag kveðjum við frænku mína Sigríði Benediktsdóttur frá Efra-Núpi í Miðfirði. Sigga ólst upp á stóru heimili. Fólkið var margt og búið stórt með fjölda sauðfjár og stóðhross. Þar mynd- aði Sigga svo sterk tengsl við þessa dýrategund að þau slitnuðu aldrei. Greindi hún sig síðar með ólæknandi hrossasótt sem hún taldi þó vera með léttbærustu sjúkdómum. Sigga réð sér ekki fyrir kæti þegar hún rifjaði upp æskuna og unglingsárin í sveit- inni. Hún kunni endalausar sögur af hestunum og gat rakið allar ballferðir, á hvaða staði var farið og hver ferðamátinn var. Ekki þýddi fyrir mig að halda því fram að ég hefði vart verið fædd þegar hún steig dansinn við strákana í sveitinni. „Hætt́essu stelpa, þú ert ekkert yngri en ég“ svo hló hún dátt og brosti kímin og sagði svo: „Hvað er ég annars gömul?“ Sigríður var ekki alltaf alveg fróm í tali um fólk og gat verið ansi orðhvöt. Hún var hins vegar mikill húmoristi og vissi að þetta var ekki kurteisi. Því hló hún og sagði: „Þetta segir engin dama!“ Sigga var nefnilega alvöru dama af gamla skólanum og gekkst upp í því. Hún var með glæsilegustu konum og alltaf vel tilhöfð. Hún kannaðist alveg við að karlar hefðu hrifist af henni en sá áhugi hefði ekki verið mjög gagnkvæm- ur, „en mér fannst alveg óskap- lega gaman að dansa“ sagði hún hress. Glæsileikinn og þokkinn náðu hámarki þegar hún var komin á sinn uppáhaldsstað á bak viljugum gæðingi. Sigga var af- bragðshestakona og verðlauna- knapi. „Glói minn Stígur minn“ sagði hún oft þegar hún rifjaði upp kynni sín við þá fjórfættu vini sína sem hún unni mest. Það var unun að sjá hvað Sigga lifnaði við þegar hún talaði um hestana sína. Það var alltaf söknuður í frænku yfir að hafa ekki átt börn og þegar Steingrímur, krakkarnir mínir og hundurinn komu með þá ljómaði hún og fannst ríkidæmi mitt mikið og vildi eiga okkur öll. Takk elsku frænka fyrir allar yndislegar stundirnar heima hjá þér og þínum, frábæra Sigga. Takk fyrir sögurnar um mömmu og pabba sem þér þótti svo ein- staklega vænt um. „Skúli Ben“, sagði hún með lotningu, „hann var alltaf svo góður við mig“. Ekki má gleyma símtölunum sem voru alltaf skemmtileg og líka oft smá skrýtin undir lokin og verða nú ómetanleg og dýrmæt. Vonandi hittir frænka Sigga, Glóa og Stíg nú í eilífðinni. Bless- uð sé minning elsku, fallegu og yndislegu nöfnu minnar og kærar þakkir fyrir samfylgdina. Þín Sigríður (Sigga) Skúla og fjölskylda. Sigríður Benediktsdóttir 18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 ✝ Lilja María Úlfsdóttir var fædd á Minni- Reykjum í Fljótum í Skagafirði 27. júní 1947. Hún lést á elli- heimilinu Grund 26. mars 2021. Eigin- maður hennar var Georg Vilberg Hall- dórsson, f. 31. maí 1941, og börn: Ásta Sólveig Georgsdótt- ir, f. 8. september 1971, Árni Ragnar Georgsson, f. 24. júní 1974 og Ingi Rúnar Georgsson, f. 17. október 1979. Maki Ástu Sólveigar er Rík- harður Egilsson, f. 3. janúar 1969 og börn þeirra: Úlfur Fróði, f. 9. febrúar 2008, Saga Björk, fædd andvana 4. mars 2010, og Óðinn Örn, f. 7. maí 2014. Maki Inga 1959. Fjölskyldan bjó víða um landið vegna læknastarfa Úlfs, þ. á m. á Kirkjubæjarklaustri og í Hveragerði. Lilja sótti gagn- fræðaskólann á Skógum þar sem hún var á heimavist og útskrif- aðist síðar með verslunarpróf frá Samvinnuskólanum á Bifröst. Að námi loknu fluttist hún til Reykjavíkur og vann þar hjá Sakadómi. Ung kona kynntist hún manninum sínum, en þau giftu sig 27. desember 1970. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, því næst í Njarðvík og loks á Þórs- höfn á Langanesi. Fjölskyldan fluttist til Eskifjarðar 1975 og bjó þar þangað til þau fluttust til Reykjavíkur árið 1986. Lilja María starfaði sem hús- móðir frá því að hún gifti sig en eftir að börnin voru orðin stálpuð starfaði hún hjá saumastofu Ör- yrkjabandalagsins allt þar til hún fór á ellilaun. Lilja veiktist af flogaveiki snemma á unglings- árum og átti við þau veikindi að stríða alla ævi. Síðustu tvö árin var hún búsett á hjúkrunarheim- ilinu Grund í Vesturbænum. Rúnars er Aðalheið- ur Erla Ingimund- ardóttir, f. 23. októ- ber 1981, og börn þeirra: Ingimundur Vilberg Ingason, f. 6. janúar 2004 og Þórey Lilja Inga- dóttir, f. 3. júní 2007. Foreldrar Lilju Maríu voru Úlfur Ragnarsson læknir, f. 29 septem- ber 1923, d. 10. janúar 2008 og Ásta Kristín Guðvarðardóttir, f. 29. nóvember 1923, d. 28. októ- ber 2017. Lilja var önnur í röð fimm systra. Elst er Aðalheiður, f. 31. ágúst 1944, en á eftir komu Gréta Björg, f. 19. september 1951, d. 27. júní 2011, Ragna, f. 15. mars 1956 og Eva Sólveig, f. 15. maí Mig langar að minnast móður minnar með nokkrum fallegum orðum. Lilja María Úlfsdóttir var fædd á Minni-Reykjum í Fljótum í Skagafirði 27. júní 1947. Hún lést á elliheimilinu Grund 26. mars síðast- liðinn eftir 2ja ára dvöl á Grund. Mamma var önnur í röð fimm systra. Hinar heita Aðalheiður, f. 31. ágúst 1944, Gréta Björg, f. 19. september 1951, d. 27. júní 2011, Ragna, f. 15. mars 1956 og Eva Sól- veig, f. 15. maí 1959. Foreldrar þeirra hétu Úlfur Ragnarsson læknir, f. 29 september 1923, d. 10. janúar 2008 og Ásta Kristín Guð- varðardóttir, f. 29. nóvember 1923, d. 28. október 2017. Þessi fjölskylda bjó nokkur ár á Kirkjubæjar- klaustri og í Hveragerði þar sem systurnar ólust upp að hluta. Mamma veiktist af flogaveiki 12 ára gömul og var flogaveik síðan. Hún var góður vinur vina sinna og kynntist Georg V. Halldórssyni ár- ið 1969. Þau giftu sig 27. desember 1970 og áttu okkur systkinin. Þau hófu sinn búskap í Reykjavík, síðar í Njarðvíkum og því næst á Þórs- höfn á Langanesi. Fyrsta barnið kom í heiminn 8. september 1971 í Reykjavík og heitir Ásta Sólveig, svo ég, f. 24. júní 1974 á Akureyri og Ingi Rúnar, f. 17. október 1979. Þau fluttu frá Þórshöfn til Eskifjarðar árið 1975 og hófu þar búskap. Mamma hafði gott jafnaðargeð og var mjög þrautseig kona og treg að gefast upp. Mamma var yfirleitt já- kvæð og félagslynd að upplagi. Hún var glaðvær og gaman að eyða tíma með henni. Á meðan pabbi var mat- sveinn til sjós var mamma húsmóð- ir okkar barna á Eskifirði. Árið 1986 fluttum við til Reykjavíkur þar sem mamma var virk í flestum hús- verkum. Mamma þraukaði lífið allt til endaloka en heilsan fór stöðugt versnandi ár frá ári, aðallega lík- amleg heilsa, og hún fór að notast við göngugrind og hjólastól. Þrátt fyrir hennar hrakandi heilsu og las- leika bjó mamma yfir ótrúlega miklum sálrænum styrk og and- legri seiglu. Mamma var mjög trygglynd og trú eiginmanni sínum og stóð eins og klettur við hlið hans sama hvað á dundi. Mamma hjálp- aði okkur bræðrunum oft við heimalærdóminn og hugsaði mikið um blómin sín og búrfiskana sína. Hún gat sinnt ýmsum heimilisstörf- um framan af og farið í búðir og bæjarferðir fyrstu árin frá upphafi búsetu í Blikahólunum í Breiðholti. Elsku mamma mín. Ég er ótrúlega þakklátur fyrir að hafa verið sonur þinn og átt tvö systkini og þú varst okkur allt þegar pabbi var að vinna úti í matseld. Þú ert og verður alltaf verndarengillinn okkar barnanna og munt alltaf fylgjast með okkur. Mamma, ég elska þig meira en allt. Minning þín lifir að eilífu. Sofðu vært. Þinn sonur, Árni Ragnar. Þessi orð eru rituð úr sóttkví en Ingi Rúnar bróðir er að undirbúa útförina með pabba. Ég er búin að búa erlendis í mörg ár, en Ingi hef- ur búið nálægt ykkur, alltaf tilbúinn þegar á þurfti að halda. Það er hann líka í dag og því er þessi greinar- stúfur skrifaður fyrir hönd okkar beggja. Mínar fyrstu minningar eru með þér, jákvæð og yfirveguð, alltaf til staðar. Þú last fyrir okkur lítil af mikilli innlifun, enda áhugaleikkona frá yngri árum. Þú talaðir mikið við okkur og útskýrðir frekar en að skamma. Á Þórshöfn hljópst þú líka stundum í skarðið fyrir ömmu í jógatímum sem leiðbeinandi. Síðar meir á Eskifirði hugsaðir þú um okkur þegar pabbi var úti á sjó, og lagðir mikinn metnað í það. Þú lagðir mikið upp úr hollum mat og að rækta okkur bæði andlega og líkamlega. Á haustin tókum við slátur og fórum í berjamó, tókum upp rabarbara og gerðum saft og sultur. Þú varst líka mjög flink í höndunum og saumaðir bæði á okk- ur og sjálfa þig. Þú hélst okkur vel að náminu og lagðir mikið upp úr því að við værum í tónlistarnámi og félagslífi. Þú kenndir mér líka að elska bækur og gömlu bækurnar þínar lifa enn góðu lífi heima hjá mér og Inga Rúnari. Ég man hvernig þú talaðir dönsku við mig þegar ég fór að læra dönsku í skól- anum, eins og föðuramma þín hafði talað dönsku við þig. Þú sagðir mér sögur af því þegar þú varst ung í skátunum, þegar þú varst í áhuga- leiklist og frá heimavistinni að Skógum og á Bifröst. Þú hafðir allt- af verið góð námsmanneskja og lagðir mikið upp úr að við lærðum og gerðum það sem við vildum í líf- inu. Þegar Ingi Rúnar fór að læra á gítar studdir þú hann strax í því, og þið pabbi bæði, enda hefur hann verið í tónlist allar götur síðan. Þú komst alltaf fram við okkur þannig að við gætum byggt upp sjálfs- traust og komið út í heiminn óbrot- in. Allt þetta gerðir þú með þínum veikindum – sama hversu illa floga- veikin lék þig fannstu alltaf kjark- inn til að halda áfram. Ég hef aldrei hitt neinn hug- rakkari en þig, eða sterkari and- lega. Þú þurftir að læra að lifa með þínum veikindum og yfirstíga hömlurnar sem þau settu þér og það var allt annað en auðvelt. En þú komst út úr því með aðra sýn á lífið, jákvæðni, þakklæti og þroska sem ég lærði mikið af. Pabbi sagði alltaf að þú værir miklu sterkari en hann og hann leit alltaf upp til þín. Þið voruð miklir vinir og félagar og unnuð verkin saman. Okkur var kennt að bera virðingu fyrir þínum verkum og að leggja okkar af mörkum. Þegar þú svo fórst að vinna á saumastofu Öryrkjabanda- lagsins sinntir þú starfinu af alúð og vannst lengur en margar heilbrigð- ar konur. Svo fékkst þú að sjá öll barnabörnin fæðast og stálpast, nokkuð sem við vitum að þú þráðir og við erum þakklát fyrir. Börnin okkar munu öll muna eftir ömmu sinni þegar við segjum sögur af henni í framtíðinni. Nú ert þú búin að fá hvíldina og við treystum því að þú fórst sátt og í friði. Við vitum að þú varst ekki hrædd við að fara því að þú trúðir á betri stað. Hvíl í friði, elsku mamma okkar, allt sem þú skilur eftir þig í hjörtum okkar mun lifa að eilífu. Ásta Sólveig Georgsdóttir Ingi Rúnar Georgsson Stutt er stórra högga á milli í Hlíðarendafjölskyldunni, nú hefur Lilja María Úlfsdóttir kvatt okkur. Lilja var ung þegar Georg móð- urbróðir minn, alltaf kallaður Deddi, kynnti hana fyrir eldri systkinum sínum og allri fjölskyld- unni. Mig minnir að ég hafi verið hrædd um að missa frænda minn sem var mér mjög náinn og kær og hefur verið allar götur síðan, en auðvitað var ekki svo, og þau bæði kærleiksrík í minn garð. Í mínum huga var Lilja heimskona, hafði víða farið, vel lesin, fróð og hæfi- leikarík. Þau Deddi voru fallegt par og kærleikurinn milli þeirra ríkur og augljós alla tíð. Það var þó ekki fyrr en ungu hjónin fluttu heim á Eski- fjörð í júnímánuði árið 1975 með börnin sín tvö þau Ástu Sólveigu og Árna Ragnar að við kynntumst Lilju. Deddi sótti sjóinn og Lilja annaðist börn og buru. Hún sá ekki sólina fyrir börn- unum sínum og glaðlyndi hennar var smitandi. Þau Deddi bjuggu um ellefu ára skeið á Eskifirði, á efri hæðinni í Háteigi sem oft er kallað gamla Prestshúsið og nutu þar nábýlis við Aðalbjörgu Guð- mundsdóttur öll árin og ríkti alla tíð mikill vinskapur á milli þeirra. Á Eskifirði bættist Ingi Rúnar yngsta barnið þeirra síðan í barna- hópinn og í mörg horn að líta fyrir sjómannskonuna. Lilja var mikil hannyrðakona, saumaði og prjón- aði alls konar fatnað á börnin, ræktaði þau vel, fræddi þau og kenndi. Það var gott að koma á loft- ið til þeirra og alltaf var Lilja glöð í bragði, ræðin og skemmtileg. Hún hafði gaman af börnum og alltaf gaf hún sér tíma til þess að taka á móti okkur í fjölskyldunni hans Dedda. Það var oft mikill ærslagangur og fjör í húsinu og iðulega pönnu- kökuilmur sem laðaði börnin niður til Aðalbjargar. Lilja var mjög ung þegar fór að bera á erfiðum sjúkdómi sem setti mark sitt á hana. Faðir hennar, Úlfur Ragnarsson læknir, leitaði víða erlendis að lækningu fyrir hana, en ekki varð við sjúkdóminn ráðið. Lilja kvartaði aldrei og tók erf- iðleikum með æðruleysi og styrk. Lilja og Deddi fluttust síðan til Reykjavíkur árið 1986 með börnin þrjú þar sem styttra var í þá aðstoð sem þau þurftu að sækja. Þau bjuggu allan sinn búskap þar á sama heimilinu í Blikahólum, og var það rausnarlegt heimili sem gott var að heimsækja. Deddi og Lilja voru samhent í einu og öllu þannig að eftir var tekið. Þau eignuðust fjölda vina af ýmsu þjóðerni og buðu nýja Íslend- inga velkomna til sín með opinn huga og mikla hlýju. Þess mun Deddi nú njóta á erfiðum tíma í lífi sínu. Lilja dvaldist á Grund síðustu tvö árin og var það erfið ákvörðun fyrir móðurbróður minn að horfast í augu við að hún gæti ekki lengur verið heima, en Lilja undi hag sín- um vel þar og naut þar mikillar hlýju og vináttu. En þeirra góða og fallega sam- band hélt áfram, hann heimsótti hana daglega og eins oft og hann mátti samkvæmt sóttvarnareglum síðasta árið Þú gengin ert hugglöð á frelsarans fund og fagnar með útvaldra skara, þar gleðin er eilíf, þar grær sérhver und. Hve gott og sælt við hinn hinsta blund í útbreiddan faðm Guðs að fara. Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá Því komin er skilnaðarstundin. Hve indælt það verður þig aftur að sjá Í alsælu og fögnuði himninum á Er sofnum vér síðasta blundinn. Elsku Deddi, Ásta Sólveig, Árni Ragnar, Ingi Rúnar og fjölskyldur. Innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Lilju Maríu Úlfsdóttur. Sólveig Halla Krist- mannsdóttir. Lillý frænka mín er dáin. Það kom ekkert á óvart, enda hafði hún átt við veikindi að stríða í mörg ár. En engu að síður sækir sorgin á. Ég hitti hana margoft allt frá bernskudögum. Fyrst austur á Eskifirði, þar sem maður hennar var á sjónum, og síðan eftir að þau fluttu hingað suður af óhjá- kvæmilegum ástæðum. Þrátt fyrir erfið veikindi hafði Lillý ávallt mjög sterka og já- kvæða útgeislun. Hvað svo sem gekk á mætti hún öllum með ógleymanlegu hlýju brosi, sem smitaði út frá sér hvar sem hún kom. Ég mun sakna þessarar ljúfu konu og minnast hennar með hlýhug. Ég votta Georg „Dedda“, manni hennar, og börnum þeirra, Ástu Sólveigu, Árna Ragnari og Inga Rúnari, mína innilegustu samúð. Eysteinn Kristjánsson. Lilja María Úlfsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.