Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.04.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Varastu að dæma hlutina af fyrstu kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér hvað undir býr. Biddu um hjálp, það er ekki veikleikamerki. 20. apríl - 20. maí + Naut Reyndu að forðast árekstra við aðra því þeir leiða aðeins illt af sér. Gerðu öðr- um grein fyrir því að þú átt líka rétt á þín- um skoðunum. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Loksins virðist þér óhætt að fara af stað með mál, sem þú hefur lengi þurft að sitja á. Kapp er best með forsjá. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Þú hittir óvænt gamlan vin sem getur komið þér til hjálpar í erfiðu persónu- legu máli. Þú ættir að gefa þér tíma á hverjum degi í einrúmi, þú þarft á því að halda. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Trúin flytur fjöll. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þú svífur um á sæluskýii. Vertu á varðbergi því ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Þú færð klapp á bakið frá manneskju sem þú lítur upp til. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það getur reynst þér skeinuhætt að hlaupa í blindni eftir athugasemdum ann- arra. Njóttu þess sem lífið færir þér, en mundu að engin manneskja er annars eign. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þér liggur ekki lífið á að velja næsta skref í viðkvæmu máli. Taktu stjórn- ina í þínar hendur og þá munu hjólin fara að snúast þér í hag. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þú þarft að venja þig af því að ætla að keyra skoðanir þínar ofan í annað fólk. Láttu ekki öfund annarra draga þig niður, láttu sem ekkert sé. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Láttu allar ákvarðanir bíða með- an þú hreinsar hugann af því sem dreifir honum um of. Kvöldið verður skemmtilegt og þú kynnist nýju fólki. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Sláðu á létta strengi til að laga andrúmsloftið heima. Sinntu þínum áhuga- málum, það gerir það enginn fyrir þig. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Margt er þér í hag þessa dagana og sjálfsagt að notfæra sér meðbyrinn meðan hann varir. Dagurinn hentar vel til að halda því áfram með smíðaverkefni. um í það starf sem hann sinnir í dag. „Við vorum tveir félagarnir sem rákum heildverslun og flutt- um m.a. inn gáma og tunnur sem við seldum til sorphirðuaðila á landsbyggðinni. Við sannfærðum mikla virðingu bónda sem keypti heil ósköp eftir að ég hafði sannað mig.“ Stofnun Gámafélagsins Sölumennskan leiddi Jón að lok- J ón Þórir Frantzson er fæddur 9. apríl 1961 í Reykjavík. Fyrstu 10 ár- in bjó Jón á fæðingar- heimili sínu á Grensás- vegi en síðan flutti fjölskyldan í Laugarneshverfið. Jón gekk í Laugarnesskóla, síð- an Laugalækjarskóla, varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík og hóf nám í lögfræði við Háskóla Íslands. „Þessi tilraun til að mennta mig enn frekar við HÍ gekk ekki sem skyldi. Eftir að hafa lokið einu ári sá ég að ég myndi aldrei geta unnið við þessi fræði og hætti námi. Það hefur þó reynst mér ágætlega sem grunnur í mörgu sem ég hef tekið mér fyr- ir hendur. Þarna lærði maður þó „júrískan þankagang“ eins og einn prófessorinn staglaðist svo mikið á og hefur sá lærdómur reynst mér afar vel í mörgu sem ég hef tekið mér fyrir hendur.“ Við tók skrautlegt og fjölbreytt tímabil, að sögn Jóns, þar sem mörg störf voru reynd, s.s. garð- yrkjustörf, gæslustörf á spítala, frystihúsavinna, ræstingar og margt fleira. „Ég leiddist samt alltaf að lokum út í einhvers konar sölumennsku og hef í raun reynt fyrir mér á flestum sviðum sölu- mennskunnar, vann í verslun bæði hjá BYKO og Hljómbæ, var far- andsölumaður með bækur, rak heildverslun með tískufatnað, áfengisheildsali, sölumaður hjá Plastos, ferðaðist um landið og seldi bændum verkfæri beint úr bíl. Ég var með sölubás í gamla góða Kolaportinu og sitt hvað fleira. Í sölumennskunni reyndi maður og lærði ýmislegt og gerði nánast hvað sem er til að selja. Mér er minnisstætt þegar ég kom að bæ og vildi sýna bónda verkfærin sem ég hafði að bjóða. Þá stoppaði hann mig í miðri ræðu og sagðist ekkert kaupa fyrr en við værum búnir að fá okkur að borða. Ég er mjög matvandur en þarna var mér boðin soðin síld í aðalrétt og blóðgrautur í eftirrétt. Fyrir söluna gerir maður allt og torgaði ég hvorutveggja og hlaut þá um að þeir ættu að stofna deild í Reykjavík með samskonar þjón- ustu og þeir buðu úti á landi. Til- gangurinn var að selja þeim gáma en það endaði þannig að ég var beðinn um að taka að mér fram- kvæmdastjórastöðuna tímabundið meðan verið væri að finna annan, sem hefði eitthvert vit á brans- anum. Ríflega tuttugu árum síðar er ég enn í þessu starfi sem for- stjóri Íslenska Gámafélagsins,“ en Jón er jafnframt einn af aðaleig- endum fyrirtækisins. Íslenska Gámafélagið stækkaði smám saman með því að fleiri sorphirðuaðilar sameinuðust því og starfar fyrirtækið nú á lands- vísu, er með tæplega 300 manns í vinnu og veltir 5,4 milljörðum á ári. „Við erum með þjónustu til að sækja ruslið, koma því í endur- vinnslu og flytja út til brennslu og höfum átt stóran þátt í þeim fram- förum sem hafa orðið í flokkun á rusli frá heimilum síðustu 20 árin. Við erum að verða einhver stærsti útflutningsaðili landsins, en við flytjum út um 30.000 tonn á ári í skipagámum af vöru til endur- vinnslu.“ Jón Þórir Frantzson, forstjóri Íslenska Gámafélagsins – 60 ára Brugðið á leik Forstjórinn á árlegum Grafarvogsdegi þar sem fyrirtæki á svæðinu sýna gestum og gangandi starfsemi sína. Leiðandi fyrirtæki í endurvinnslu EM 2016 Jón ásamt aðstoðarsforstjóranum Ólafi Thordersen, í miðjunni, og fyrrverandi starfsmönnum Íslenska Gámafélagsins sem þeir rákust á. Morgunblaðið/Styrmir Kári Forstjórinn Jón átti hugmyndina að stofnun Íslenska Gámafélagsins. Davíðsson, f. 1979, hagfræðingur. Börn þeirra eru Hilmir Freyr, f. 2008, Áslaug Sól, f. 2013, og Friðrik Heiðar, f. 2015. Foreldrar Eddu eru hjónin Ari Skúlason, hagfræðingur hjá Landsbankanum, og Jane Pind, fyrrverandi dönskukennari. 40 ÁRA Edda Sif Pind Aradóttir fæddist í Árósum í Danmörku og ólst þar upp og í Kópavogi, en býr í Fossvogi. Edda er með BS-gráðu í efna- verkfræði, MS-gráðu í eðlisefna- fræði, hvort tveggja frá HÍ, og lauk einnig doktorsverkefninu þaðan, en það var um Carbfix-verkefnið. Hún hefur síðan unnið við þetta nýsköp- unarverkefni hjá Orkuveitu Reykja- víkur og árið 2019 var stofnað sér- stakt fyrirtæki um það sem hún er framkvæmdastjóri yfir. „Það sem Carbfix gerir er að við flýtum náttúrlegum ferlum sem binda koldíoxið í berg í stað þess að það fari út í andrúmsloftið og valdi með því hlýnun jarðar.“ Eiginmaður Eddu er Erlendur Edda Sif Aradóttir Til hamingju með daginn Reykjavík Hekla María Pétursdóttir fæddist á Akranesi 2. ágúst 2020 kl. 22.13. Hún vó 3.464 g og var 50 cm löng. Foreldrar hennar eru Sandra Jóns- dóttir og Pétur Guðbjörn Sigurðarson. Nýr borgari Kauptu næluna á blarapril.is Einhverfa er alls konar Ég á erfitt með að tilfinningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.