Morgunblaðið - 09.04.2021, Page 27

Morgunblaðið - 09.04.2021, Page 27
ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 2021 _ Nú liggur fyrir hvaða lið mætast hjá körlunum í 8-liða úrslitum Meistara- deildar Evrópu, sterkustu félagsliða- keppninni í handknattleiknum. Þrjú Ís- lendingalið eru eftir í keppninni, Barcelona og Aalborg. Barcelona mæt- ir Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi en Aron Pálmarsson leikur með Barce- lona sem kunnugt er. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari hjá Aalborg sem þarf að glíma við Alexander Petersson og félaga hjá Flensburg sem eru líklegir til að verða þýskir meistarar í vor. Ekki er langt að fara því Flensburg er nærri landamærum Þýskalands og Danmerk- ur. Í 8-liða úrslitum mætast einnig Nantes og Veszprém og stórliðin Kiel og París St. Germain. _ Íslendingar áttu fulltrúa í leik Gra- nada og Manchester United í Evr- ópudeild karla í knattspyrnu í gær- kvöldi. Róbert Agnarsson var eftirlitsmaður Knattspyrnusambands Evrópu á leiknum. _ Maksim Akbachev hefur verið ráð- inn yfirþjálfari handknattleiksdeildar Gróttu og tekur hann við af Hákoni Bridde sem hefur verið ráðinn í sams konar starf hjá HK. Maksim hefur þjálf- að hjá Gróttu frá því á síðasta ári en hann hefur áður þjálfað hjá Val og Haukum og m.a. stjórnað U17 ára drengjalandsliði Íslands. _ Zinedine Zidane verður knatt- spyrnustjóri Juventus og það er aðeins tímaspursmál hvenær hann yfirgefur Real Madrid til að taka við sínu gamla félagi. Þetta er fullyrt í spænska íþróttadagblaðinu AS með fyrirsögn- inni: Ekki hvort heldur hvenær. Zidane á rúmt ár eftir af samningi sínum við Real Madrid en Andrea Pirlo þykir afar valtur í sessi hjá Juventus. Ítalíumeist- aratitillinn er nánast runninn liðinu úr greipum og liðið féll úr keppni í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Zid- ane lék með Juventus í fimm ár, frá 1996 til 2001, lék 151 leik með liðinu í A-deildinni og varð tvívegis ítalskur meistari. _ Rhein-Neckar Löwen fór upp að hlið Flensburg á toppi þýsku 1. deildarinnar í handknattleik í gær með sigri á Nord- horn. Löwen lék á heimavelli og vann 30:26. Skoraði Ýmir Örn Gíslason eitt mark fyrir Löwen sem er með 36 stig. Flensburg hefur hins vegar aðeins leik- ið 20 leiki en Löwen 25 leiki. Göppingen vann 31:30 útisigur á Bal- ingen og er í 5. sæti með 33 stig. Odd- ur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Göppingen. Gunnar Steinn Jónsson gaf eina stoðsendingu fyrir Göppingen en Janus Daði Smárason er á sjúkra- listanum hjá Göppingen. Balingen er í 16. sæti, rétt fyrir ofan fallsæti, með 15 stig. Melsungen er í 8. sæti með 25 stig eft- ir 21 leik. Liðið vann Essen 35:31 á heimavelli. Landsliðsþjálfarinn Guð- mundur Guðmundsson stýrir liðinu og Arnar Freyr Arnarsson leikur með því. Í 2. deildinni tapaði Gummersbach heldur óvænt fyrir Rimpar á útivelli, 28:24. Rimpar er í 10. sæti en Gum- mersbach í 2. sæti. Elliði Snær Við- arsson lék ekki með Gummers- bach en Guðjón Val- ur Sigurðsson stýrir liðinu. Eitt ogannað HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Nú styttist í leikina mikilvægu hjá kvennalandsliðinu í handknattleik. Liðið mætir Slóvenum í tveimur umspilsleikjum um sæti í loka- keppni HM sem fram fer á Spáni í desember. Ísland hefur einu sinni áður komist á HM en það var í Brasilíu árið 2011 og komst liðið þá í 16 liða úrslit. Kvennalandsliðið braut ísinn þegar það komst á EM 2010 og lék einnig á EM 2012. En síðan þá hefur liðið ekki komist á stórmót. Er ekki kominn tími á að endurtaka leikinn? „Ó jú. Mig kitlar í magann því mig langar svo mikið að komast aft- ur á stórmót. Þetta er svo mikil reynsla fyrir utan hvað það er skemmtilegt. Við vorum nálægt því núna ef við horfum á þetta þannig að við erum á leiðinni í úrslitaleiki um sæti á HM. Þess vegna er af- skaplega gott að fá þessar aukaæf- ingar fram að leik og það vekur hjá manni frekari vonir um að nú geti eitthvað stórt gerst,“ sagði lands- liðskonan Lovísa Thompson þegar Morgunblaðið ræddi við hana á landsliðsæfingu í vikunni. Sjálf hef- ur Lovísa leikið á HM U20 ára landsliða og gerði það árið 2019. Landsliðshópurinn hefur fengið meiri tíma til að stilla saman streng- ina en ráð var fyrir gert. Deilda- keppnin liggur niðri hér heima og landsliðið fékk undanþágu til að æfa. Liðið æfði fyrir páska og tók aftur upp þráðinn á annan í páskum. „Við æfðum á skírdag og aftur á annan í páskum. Ég á von á því að við æfum daglega fram til 12. apríl en þá förum við út. Fyrri leikurinn er 17. apríl. Það var geggjað fyrir okkur að fá undanþágu til að æfa. Verkefnið verður skemmtilegra fyr- ir vikið og við fáum tækifæri til að vinna í stórum þáttum sem við vilj- um setja inn í okkar leik,“ sagði Lovísa en síðari leikurinn fer fram 21. apríl. Nýjar áherslur virka vel Lovísa segir að framan af í æf- ingaferlinu sé hópurinn að hugsa um leik íslenska liðsins og andstæð- ingurinn verði kortlagður þegar nær dregur leikjunum. „Við erum með á bak við eyrað hvernig andstæðingi við mætum en hópurinn er ekki farinn að leik- greina þær strax. Þjálfararnir setja æfingarnar þó upp þannig að við vinnum í atriðum sem lagt verður upp með í leikjunum,“ sagði Lovísa og hún var nokkuð ánægð með spilamennskuna á dögunum þegar Ísland mætti N-Makedóníu, Grikk- landi og Litháen í undankeppninni. „Mér finnst við stefna í rétta átt. Nýjar áherslur sem Addi [Arnar Pétursson landsliðsþjálfari] og Gústi [Ágúst Jóhannsson aðstoð- arþjálfari] hafa komið með inn í liðið gefa manni aukið sjálfstraust. Mér fannst ganga vel í leikjunum um daginn. N-Makedónía var fyrir fram talið sterkara lið en við. Þeim leik töpuðum við stærra en við hefðum átt að gera. Mér finnst þær make- dónsku ekki vera þetta mikið betri en við vegna þess að við áttum mjög góðar syrpur í þeim leik. Ég held að það búi mikið í okkar liði og spila- mennskan er að verða flott,“ sagði Lovísa enn fremur í samtali við Morgunblaðið. Undankeppnin fór fram í Skopje í N-Makedóníu og tvö efstu liðin héldu áfram keppni. Lék liðið þrjá leiki á þremur dögum. Ísland tapaði 24:17 fyrir N-Makedóníu sem vann riðilinn. Í framhaldinu vann Ísland örugga sigra, 31:19 gegn Grikklandi og 33:23 gegn Litháen. Með HM-fiðrildi í maganum - Styttist í mikilvæga umspilsleiki gegn Slóveníu - Níu ár frá því landsliðið komst síðast á stórmót - Þakklátar fyrir undanþáguna sem nýtist vel Ljósmynd/Robert Spasovski Mikilvæg Lovísa Thompson nýtist landsliðinu vel enda útsjónarsöm bæði í vörn og sókn. Haukur Helgi Pálsson, landsliðs- maður í körfuknattleik, leikur ekki meira með Andorra á Spáni á þessu keppnistímabili. Félag hans til- kynnti í gær að Haukur hefði meiðst á ökkla og yrði frá keppni í um það bil fjóra mánuði þar sem hann þyrfti að gangast undir upp- skurð. Þetta er áfall fyrir Hauk og fyrir lið Andorra sem er í harðri baráttu um sæti í átta liða úrslit- unum um spænska meistaratitilinn. Haukur missir af síðustu níu leikj- um liðsins í deildinni þar sem An- dorra er í tíunda sæti. Missir af síðustu níu leikjunum Ljósmynd/EuroCup Uppskurður Haukur Helgi Pálsson hefur lokið keppni á tímabilinu. Portúgalski handknattleiksmað- urinn André Gomes hefur skrifað undir þriggja ára samning við þýska félagið Melsungen og þar með hefur Guðmundur Þ. Guð- mundsson, landsliðsþjálfari og þjálfari Melsungen, krækt í leik- mann sem gerði honum lífið leitt í þremur landsleikjum þjóðanna í janúarmánuði. Gomes er 22 ára og af mörgum talinn vera kominn í hóp bestu handknattleiksmanna heims en hann þykir stór fengur fyrir lið Melsungen sem er í níunda sæti í Þýskalandi. Guðmundur nær í lykilmann AFP Öflugur André Gomes er kominn í fremstu röð í heiminum. Rúmlega 22 þúsund áhorfendum verður leyft að sjá leiki Englend- inga í riðlakeppni Evrópumóts karla í knattspyrnu í sumar en þeir leika alla þrjá leiki sína í D-riðli keppninnar á þjóðarleikvangi sín- um, Wembley í London. Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest við UEFA, Knatt- spyrnusamband Evrópu, að áhorf- endum verði heimilað að mæta á leikina en England mætir Króatíu, Skotlandi og Tékklandi dagana 13., 18. og 22. júní. Wembley rúmar 90 þúsund áhorfendur en samkvæmt áætlun bresku ríkisstjórnarinnar um af- léttingar banna vegna útbreiðslu kórónuveirunnar mega 10 þúsund manns mæta á íþróttaviðburði frá 17. maí til 21. júní. Knattspyrnusambandið hefur fengið undanþágu fyrir leikina á Wembley þannig að leyfilegt sé að nýta fjórðung af sætum vallarins. Undanúrslit og úrslitaleikur EM fara fram á Wembley dagana 6. til 11. júlí en UEFA vonast eftir því að þá verði búið að rýmka heimild- irnar enn frekar og 45 þúsund áhorfendur geti mætt á völlinn á þá leiki. AFP Wembley Englendingar sigruðu Pólverja á tómum þjóðarleikvangi sínum í síðustu viku en þeir fá góðan stuðning á leikjunum þremur á EM í sumar. Fjórðungur sæta á Wembley á EM

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.