Morgunblaðið - 09.04.2021, Qupperneq 32
Alls hafa 7.553 börn á aldrinum fimm til fimmtán ára
heimsótt Borgarleikhúsið á fyrstu þremur mánuðum
ársins, þrátt fyrir þær samkomutakmarkanir sem sett
hafa sviðslistastofnunum landsins miklar skorður í
rekstri. Samkvæmt upplýsingum frá Borgarleikhúsinu
fengu þrír árgangar boð um að sjá þrjár ólíkar leiksýn-
ingar í húsinu. Fimm ára börn sáu Leikskólasýningu
ársins, 11 ára krakkar sáu Stúlkuna sem stöðvaði heim-
inn og 15 ára unglingar sáu Allt sem er frábært. Tölu-
verður fjöldi grunnskólanemenda tók síðan þátt í hæfi-
leikakeppninni Skrekk í leikhúsinu. Auk þess voru
sýndar barnasýningarnar Gosi og Fuglabjargið.
7.553 börn í Borgarleikhúsið
FÖSTUDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2021
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 739 kr.
Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr.
PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr.
Glíman við Augusta National-golfvöllinn í Georgíuríki í
Bandaríkjunum reyndist mörgum af snjöllustu kylf-
ingum heims erfið í gær þegar Masters-mótið hófst.
Mótið er fyrsta risamót ársins í golfinu hjá körlunum og
einn stærsti íþróttaviðburður í Bandaríkjunum ár hvert.
Þrátt fyrir heimsfaraldurinn eru áhorfendur leyfðir á
mótinu en þó ekki nema um fjórðungur þess fjölda sem
alla jafna er leyfður á mótinu. Völlurinn er harður og
mikla útsjónarsemi þarf til að leika þetta árið. Ólympíu-
meistarinn Justin Rose átta langbesta hringinn. »26
Rose í miklu stuði þegar margir
áttu erfitt uppdráttar á Augusta
ÍÞRÓTTIR MENNING
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Við Grafarvogskirkju í Reykjavík hef-
ur verið hrundið af stað söfnun vegna
kaupa á orgeli fyrir kirkjuna. Í hljóð-
færasmiðjunni Aeris Orgona í Búda-
pest í Ungverjalandi er um þessar
mundir verið að leggja lokahönd á
smíði orgelsins sem er 33 radda og píp-
ur þess 2.277 talsins. Til þess að fjár-
magna kaupin stendur fólki nú til boða
að kaupa eða borga fyrir pípur, sem
eru misjafnar að stærð. Minnstu píp-
urnar kosta 5.000 kr. og svo hækkar
verðið hlutfallslega eftir stærð. Fyrir
þær stærstu þarf að gefa 100 þús. kr.
Vagga tónlistarlífs
„Veglegt pípuorgel er nokkuð sem
alltaf hefur vantað í Grafarvogskirkju,
sem var vígð árið 2000,“ segir Guðrún
Karls Helgudóttir sóknarprestur.
„Orgelið sem við höfum í dag hæfir
ekki kirkjunni sem er vinsæl fyrir
kirkjulegar athafnir og tónleika auk
helgihaldsins. Tónlistarfólk og kór-
stjórar sem hér spila í athöfnum velja
oft flygil í stað orgels. Með pípuorgeli
væntum við að breyting verði þar á,
enda eru hér oft haldnir tónlistar-
viðburðir af ýmsum toga. Grafarvogs-
kirkja er að mörgu leyti vagga tónlist-
arlífs hér í hverfinu. Væntanlega mun
tónleikum fjölga enn frekar með til-
komu orgelsins. “
Stór biti fyrir söfnuðinn
Reiknað er með að uppsett með
öllu kosti orgelið góða 110 milljónir
króna. Í orgelsjóði Grafarvogskirkju
eru í dag um 70 milljónir króna, svo
enn vantar 40 milljónir króna í pott-
inn. „Kaupin á orgelinu eru stór biti
fyrir söfnuðinn og við tökum ekki við
hljóðfærinu fyrr en fjámögnun er
tryggð alla leið,“ segir Guðrún. „Sal-
an á pípunum er leið til þess að ná
þeirri upphæð sem upp á vantar og
sem betur fer höfum við fengið frá-
bærar viðtökur hjá fólki hér í hverf-
inu og fleirum. Ég vona að málið náist
í höfn í vor og þá verði hljóðfærið flutt
til landsins og sett upp í kirkjunni í
sumar. Uppsetning orgelsins er
tveggja mánaða verkefni og á meðan
verður helgihald okkar og athafnir í
Kirkjuselinu í Spöng.“
Langt er síðan farið var að safna
fyrir orgelkaupunum og var málið
komið á rekspöl fyrir 15 árum eða
svo, en var sett á núllpunkt eftir efna-
hagshrunið árið 2008. „Fyrir nokkr-
um misserum var svo farið af stað að
nýju og eftir ábendingum var leitað
til hins unga og áræðna Ungverja Fa-
rago Attila,“ segir Hákon Leifsson
organisti og bætir við:
Breytir ásýnd athafna
„Attilla hefur getið sér orð fyrir
smíði endurgerða af sögulegum org-
elum. Hann er langt kominn með smíði
orgelsins nýja, sem er í 19. aldar
snemmrómantískum stíl. Það hefur
samt nútímalegt útlit og fullkominn
stafrænan búnað. Hljóðfærið mun því í
mörgu tilliti breyta ásýnd athafna hér í
Grafarvogskirkju sem er þekkt fyrir
góðan hljómburð.“
Selja pípur og safna
fyrir kaupum á orgeli
- 33 radda orgel væntanlegt í Grafarvogskirkju í sumar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tónlist Hákon Leifsson organisti og Guðrún Karls Helgudóttir sóknarprestur með pípu eins og nú er hægt að
kaupa. Alls verða 2.277 slíkar í nýju hljómmiklu orgeli kirkjunnar, en nú er verið að leggja lokahönd á smíði þess.
Grafarvogssókn - Orgelsjóður
kt. 520789-1389 / 0301-22-7382
EITTMESTA ÚRVAL
LANDSINS AF
HEILSUDÝNUM
GERIÐ GÆÐA & VERÐSAMANBURÐ
NÝ NÁTTÚRULEG
HEILSUDÝNA
Á KYNNINGARVERÐI
MARGAR STÆRÐIR Í BOÐI
MIÐGARÐUR
KODDA OG LÍN SPREY
MIKIÐ ÚRVAL AF GÓÐUM ILMVÖRUM
NÝTT
Allt fyrir góðan svefn
og betri heilsu