Morgunblaðið - 13.04.2021, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 1 3. A P R Í L 2 0 2 1
.Stofnað 1913 . 85. tölublað . 109. árgangur .
ÆVINTÝRAVERK
Á VÍÐ OG DREIF UM
GRASAGARÐINN
EITT FYRSTA
HÆGVARPIÐ
VAR ÚR EYJUM
BYRJUNARLIÐIÐ
BREYTIST FRÁ
SÍÐASTA LEIK
VAKTI ATHYGLI 10 ÍTALÍA-ÍSLAND Í DAG 27NÝ SÝNING Í BRONX 29
„Miðstjórn ASÍ krefst þess að KSÍ
taki afdráttarlausa og löngu tíma-
bæra afstöðu með réttindum verka-
fólks og gagnrýni með skýrum
hætti yfirvöld í Katar og yfirstjórn
FIFA. Knattspyrna má aldrei verða
á kostnað mannréttinda!“
Þannig endar opið bréf mið-
stjórnar ASÍ til KSÍ sem birt er í
blaðinu í dag. Drífa Snædal, forseti
ASÍ, ritar undir bréfið fyrir hönd
miðstjórnar. Það er skrifað vegna
meðferðar á farandverkafólki sem
unnið hefur við byggingar á knatt-
spyrnuvöllum í Katar en þar á
heimsmeistarakeppnin í knatt-
spyrnu karla að fara fram árið
2022.
Í bréfinu er m.a. vitnað til ný-
legrar umfjöllunar í breska blaðinu
The Guardian en þar kom fram að
6.500 farandverkamenn hefðu látið
lífið við uppbyggingui mannvirkja
og vegaframkvæmdir vegna móts-
ins. Ætla megi að raunverulegur
fjöldi látinna sé mun meiri.
Alþjóðasamband verkalýðsfélaga
hefur gagnrýnt stjórnvöld í Katar
og FIFA, Alþjóðaknattspyrnusam-
bandið, fyrir að bæta ekki aðbúnað
farandverkafólks. Í bréfi ASÍ er
bent á að landslið Noregs, Hollands
og Þýskalands hafi sýnt samstöðu
með verkafólki í Katar. Ekkert hafi
heyrst frá KSÍ. »15
Taki afstöðu með
réttindum verkafólks
- Miðstjórn ASÍ með opið bréf til KSÍ
Katar Leikvangurinn Al Bayt er
engin smásmíði eins og þeir flestir.
Á þessari mynd sjást allir fjórir gosgígarnir í
og við Geldingadali. Gígurinn aftast á mynd-
inni er sá elsti, næstelsti gígurinn er sá
fremsti. Á milli þeirra eru tveir yngri. Mæl-
sem mældist í upphafi. Aukning sem fylgdi
nýjum gosopum reyndist því skammlíf. »6
ingar gefa nú til kynna að hraunflæði nemi um
fimm rúmmetrum á sekúndu, nær jafnt því
Morgunblaðið/Eggert
Gígar standa vörð um Geldingadali og enn flæðir hraunið úr jörðu
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessi reglugerðardrög ráðherra
komu okkur á óvart og geta varla tal-
ist gott innlegg í stöðuna, enda eru
samningaviðræður milli Lækna-
félags Reykjavíkur og Sjúkratrygg-
inga Íslands nýhafnar aftur eftir
nærri árs hlé að frumkvæði ráðherra
og eru á viðkvæmu stigi. En þetta er
svo sem ekki í fyrsta skipti sem hug-
ur virðist ekki fylgja máli hjá ríkinu í
þessum viðræðum,“ segir Þórarinn
Guðnason, formaður Læknafélags
Reykjavíkur.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðis-
ráðherra kynnti fyrir helgi breyt-
ingu á reglugerð um endurgreiðslu
kostnaðar vegna þjónustu sjálfstætt
starfandi sérgreinalækna sem starfa
án samnings við Sjúkratryggingar
Íslands. Samningar við sérfræði-
lækna hafa verið lausir frá 2018. Fel-
ur breytingin meðal annars í sér að
þeir læknar sem rukka aukakostnað
samkvæmt gjaldskrá muni ekki
njóta kostnaðarþátttöku Sjúkra-
trygginga Íslands. Samkvæmt upp-
lýsingum Morgunblaðsins höfðu ver-
ið haldnir tveir samningafundir milli
LR og SÍ þegar ráðherra kynnti um-
rædda reglugerðarbreytingu. Hafði
efni hennar ekki borið á góma á þeim
fundum.
„Nú virðast heilbrigðisyfirvöld
ætla að beita sjúklingum fyrir sig og
svipta fjölda þeirra sjúkratrygginga-
réttinum verði þessi drög að veru-
leika. Það er auðvitað á ábyrgð ráð-
herrans og ríkisstjórnar verði það
niðurstaðan og er alfarið þeirra
ákvörðun og alls ekki á ábyrgð
lækna,“ segir Þórarinn sem kveðst
við fyrstu sýn telja að lagastoðin
undir reglugerðardrögunum sé mjög
hæpin.
Telja ráðherra „beita
sjúklingum“ fyrir sig
- Læknar eru ósáttir við reglugerð og telja lagastoð hæpna
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skurðaðgerð Sérgreinalæknar eru
ósáttir við breytingar ráðherra.
MTelur lagastoð... »4