Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 PON er umboðsaðili PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður Sími 580 0110 | pon.is Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna! GÆÐI OG ÞJÓNUSTA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Laxamýri | Það er vorlegt í geitahús- inu á Rauðá í Þingeyjarsveit þessa dagana en þar hafa fæðst margir kiðlingar og á eftir að bætast í hóp- inn. Kiðlingarnir eru lífleg ungviði sem hoppa út um allt, gera kúnstir og eru í meira lagi mannelskir. Á Rauðá hafa verið geitur svo lengi sem menn muna og þar hafa bændur mjög gaman af þessum skemmtilegu skepnum. Geiturnar mjólka mjög vel í flest- um tilfellum en stundum þarf að gefa aukasopa þegar eitthvað vantar upp á og upp kom sú staða nú á dögunum að ein geitin mjólkaði ekki kiðling- unum. Jóhannes Friðrik Tómasson kann að bæta úr því og hefur gaman af að gefa þeim pelann. Það kunna þeir vel að meta og kalla oft eftir því að fá ábót þegar tækifæri gefast. Rauðá var til margra ára við- komustaður skólabarna í sveita- heimsóknum á vorin en á tímum far- sóttar liggja þær heimsóknir niðri. Margir, sem í þeim ferðum voru, muna enn eftir skemmtilegum uppá- tækjum kiðlinganna. Kiðlingar kætast við aukasopa Morgunblaðið/Atli Vigfússon Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Frumvarpsdrög Sigurðar Inga Jó- hannssonar, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra, um lög um ís- lenska alþjóðlega skipaskrá, hafa mætt mikilli and- stöðu verkalýðs- félaga, en frum- varpið gerir meðal annars ráð fyrir að launakjör skipverja um borð íslenskum kaupskipum mið- ist við kjör í því landi þar sem um- ræddur skipverji hefur lögheimili. Er tilgangur frumvarpsins að hvetja skipafélög til að sigla kaupskipum sínum undir íslenskum fána. Fyrirvarar eru þó til staðar í frumvarpinu um launakjör, en þeir eru innihaldslausir að sögn Magnús- ar M. Norðdahls, sviðsstjóra kjara- samninga hjá ASÍ. Verði frumvarpið samþykkt óttast verkalýðshreyfing- in að skip sem skráð eru hér á landi geti undir íslenskum fána leitað á þau svæði þar sem laun eru hvað lægst til að manna skip sín og að Ís- land heimili með þessu formlega fé- lagsleg undirboð. Ráðuneyti sagt rangtúlka „Kjör og önnur réttindi skipverja í áhöfn kaupskips skulu þó aldrei vera lakari en þau kjör og réttindi sem mælt er fyrir um í samþykkt Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) um vinnuskilyrði farmanna frá árinu 2006 (Maritime Labour Convention (MLC) 2006) eins og þau eru á hverjum tíma og þau lág- markskjör sem Alþjóðaflutninga- verkamannasambandið (ITF) miðar við á hverjum tíma,“ segir í 12. grein frumvarpsins. „Það sem við gagnrýnum er það að það er engin regla hjá Alþjóðavinnu- málastofnuninni (ILO), sem segir að það séu til einhver alþjóðleg viðmið sem segja til um hver lágmarkslaun séu í fraktflutningum í heiminum. Það er bara rangt eins og gefið er í skyn,“ segir Magnús. „Hins vegar eru í viðmiðunar- reglum, sem fylgja þessari [alþjóð- legu] samþykkt, ákveðin viðmið sem sett eru fram í þeim tilvikum sem viðeigandi ríki hafa ekki haft döngun í sér til þess að vera með einhvern mekanisma til að ákveða lágmarks- laun. Þá ertu að tala um ríki sem bjóða upp á hentisemisfána (e. flag of convenience) sem eru mörg hver á svipuðu reiki og Panama og Belís. […] Að leggja þetta upp sem einhver lágmarkskjör farmanna er þvætt- ingur,“ útskýrir Magnús og segir ASÍ stefna að því að skýra málið enn frekar í greinargerð sem send verð- ur Alþingi. Félagsleg undirboð „Við höfum gert athugasemdir við þetta, bæði formlega og óformlega. Við getum ekki sætt okkur við það að það séu bara í gildi kjarasamningar í þeim löndum sem þeim [skipafélög- um] þóknast,“ sagði Drífa Snædal, forseti ASÍ, í samtali við 200 mílur á mbl.is í gær. „Við vitum að félagsleg undirboð eiga sér stað í þessum geira,“ segir hún og bætir við að samþykkt frum- varpsins séu skilaboð um að á Íslandi séu félagsleg undirboð liðin. Heimilt verði að taka aðeins áhafnir frá þeim ríkjum þar sem laun eru lægst. „Það er engin vörn fyrir launafólk.“ Segja launakjör ekki varin í fyrirvara Kaupskip Deilt er um launaviðmiðun í fraktskipum skráðum á Íslandi. - ASÍ gerir athugasemdir við frumvarp samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um skipaskráningar - Sagt heimila félagsleg undirboð á Íslandi - Markmiðið að fleiri kaupskip sigli undir íslensku flaggi Magnús M. Norðdahl Andrés Magnússon andres@mbl.is Hólmfríður Árnadóttir, skólastjóri í Sandgerði, varð hlutskörpust í for- vali Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Suðurkjördæmi, en Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, bóndi og sveitarstjórnarmaður í Skaftár- tungu, var kjörin í 2. sæti listans. Í 3. sæti kom svo Sigrún Birna Steinars- dóttir, háskólanemi og formaður Ungra Vinstri grænna. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þing- maður flokksins í Reykjavík suður, sem ákvað að færa sig um set yfir í Suðurkjördæmi og sækjast eftir efsta sæti fyrir þessar kosningar, hafði hins vegar ekki árangur sem erfiði og lenti í 4. sæti. Róbert Marshall, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar, sem nú gegnir starfi upplýsingafulltrúa ríkisstjórn- arinnar, hlaut þó enn lakari útkomu. Hann sóttist einnig eftir efsta sæti, en náði ekki inn í efstu sex sæti. Átta voru í kjöri í þessu rafræna forvali, sem fram fór 10.-12. apríl. Á kjörskrá var 671 flokksmaður vinstri grænna í kjördæminu, en atkvæði greiddu 456 og kosningaþáttaka því 68%. Hólmfríður fékk 165 atkvæði í 1. sæti, Heiða 188 í 1.-2. sæti, Sigrún Birna 210 í 1.-3. sæti, Kolbeinn 176 í 1.-4. sæti og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi, 264 atkvæði í 1.-5. sæti. Almar Sigurðsson ferða- þjónustubóndi hlaut 6. sæti. Hólmfríður Árnadóttir efst en Kolbeinn Proppé felldur - Forval Vg í Suðurkjördæmi - Þrjár konur efstar á lista Ljósmynd/Aðsend Efst Hólmfríður Árnadóttir skóla- stjóri í Sandgerði fékk 1. sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.