Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Viðgerðir // Bilanagreining // Varahlutir // Smurþjónusta 544 5151tímapantanir Rótgróið fyrirtæki, starfrækt frá 1992 Sérhæfð þjónusta fyrir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Förum yfir bifreiðar fyrir aðalskoðun/endurskoðun og förum með bifreiðina í skoðun Þjónustuaðilar IB Selfossi SKE og forsvarsmanna Festar að undanförnu. Í kjölfar þess að fyrir- tækið sagði farir sínar ekki sléttar í samskiptum við stofnunina og Lúðvík Bergvinsson, sem skipaður var „óháður kunnáttumaður“ til þess að fylgja eftir sáttinni frá 2018, sendi SKE frá sér yfirlýsingar. Tengdust viðbrögð stofnunarinnar m.a. því að Festi sagði stefna í að verslun fyrir- tækisins á Hellu yrði lokað, sökum þess að ekki hefði tekist að finna kaupanda að starfseminni. Eftirlitið sýnir klærnar Lýsti SKE því yfir að lokun versl- unarinnar myndi sennilega fela í sér brot á sáttinni þar sem tillögur þær sem fyrirtækið hefði lagt fram til að uppfyllta sáttina hefðu falið í sér að bæta stöðu neytenda en ekki veikja hana. Í yfirlýsingu SKE frá 24. mars sagði m.a.: „Komi til lokunar versl- unarinnar á Hellu, án þess að Festi hafi uppfyllt skuldbindingar sínar að þessu leyti, má vænta þess að SKE taki til skoðunar hvort lokunin feli í sér brot á sáttinni.“ Í sömu yfirlýsingu sagði einnig að SKE hefði önnur úrræði en þau að þvinga fram söluna á versluninni á Hellu til þess að ná fram markmiðum sáttarinnar frá 2018 og að þau fælust í að „óháður aðili með fullt umboð selji tilteknar eignir Festi til að tryggja það að markmið sáttarinnar nái fram“. Hins vegar er ítrekað í yfirlýsingunni að úrræði þetta sé „háð trúnaði“ milli aðila. Morgunblaðið hefur leitað upplýs- inga um hvaða eigna úrræðið leyni- lega nái til en hefur ekki fengið skýr svör þar um. Hins vegar eru einu eignir Festar á svæðinu Krónan á Hvolsvelli og N1-skálinn á sama stað. Því má leiða líkur að því að Festi hafi fórnað verslun Krónunnar í Nóatúni til að halda í verðmæta útsölustaði á Suðurlandi. Nú vaknar hins vegar spurning um hvort refskákin milli yfirvalda og fyrirtækisins sé á enda en það leiðir tíminn í ljós. Festi heggur á hnút Morgunblaðið/Sigurður Bogi Hella Verslun Festar í bænum hefur orðið eitt helsta bitbeinið milli fyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins. - Stjórnendur verslunarrisans virðast hafa fórnað minni hagsmunum fyrir meiri - Seldu verslun sem þeir vildu ekki missa - Verja stöðu sína á Hvolsvelli í staðinn FRÉTTASKÝRING Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hann var ekki lítill hnúturinn sem kominn var á sátt Samkeppniseftir- litsins (SKE) og Festar sem var grundvöllur þess að yfirvöld heim- iluðu samruna félaganna sem ráku m.a. Krónuna, N1, Elko, Nóatún, Kjarval og vöruhúsið Bakkann. Til- kynnt var um samrunann í júní 2017 og ári síðar lá fyrir að ráðst þyrfti í talsverða uppstokkun á hinu samein- aða fyrirtæki ef SKE ætti að leggja blessun sína yfir ráðahaginn. Í febr- úar 2019 seldi fyrirtækið fimm bens- ínafgreiðslustöðvar á höfuðborgar- svæðinu en brösulegri varð vegferðin sem miðaði að því að koma verslun fyrirtækisins, sem rekin hefur verið undir merkjum Kjarvals á Hellu í hendur nýrra aðila. Byggði krafa SKE m.a. á því að losa þyrfti um eignarhaldið og koma í hendur sam- keppnisaðila þar sem Festi hefði sterka stöðu á svæðinu með verslun Krónunnar á Hvolsvelli ásamt stórri N1-afgreiðslustöð í sama þéttbýli. Þrátefli á Hellu Ítrekaðar tilraunir hafa verið gerð- ar til þess að selja verslunina, líkt og fram kom í máli stjórnarformanns Festar á aðalfundi félagsins í nýliðn- um mánuði. Hvorki hefur þó gengið né rekið í þeim efnum fyrr en í síð- ustu viku þegar tilkynnt var að Festi hefði selt verslunina til Samkaupa. Töldu þar margir að loksins hefði tekist að höggva á Gordíonshnútinn með tiltölulega einföldum hætti. Það sem fylgdi þó með í sölunni, eða öllu heldur kaupunum, var stór og mikill biti sem heimildir Morgunblaðsins herma að standi nokkuð þversum í forsvarsmönnum Festar. Bitinn sá er verslun fyrirtækisins í Nóatúni sem þykir afar vel staðsett og byggir á eldfornum grunni. Þar opnaði kaupmaðurinn Jón I. Júl- íusson fyrstu Nóatúnsverslunina árið 1965 í húsnæðinu sem þekkt var und- ir heitinu Norðurver. Frá árinu 2005 hefur verslunin hins vegar verið rek- in undir merkjum Krónunnar. Alls ekki stóð til að selja verslunina en heimildir Morgunblaðsins herma að forsvarsmenn Samkaupa hafi ásælst hana og nýtt sér veika stöðu Festar gagnvart SKE til þess að knýja á um kaupin. Er verslunin í Nóatúni því sjötta rekstrareiningin sem Festi missir úr keðju sinni á höf- uðborgarsvæðinu vegna samrunans 2017 en fyrir voru á þeim lista Dælu- stöðvarnar fimm sem áður er getið. Salan til Samkaupa nú er tilkynnt í kjölfar alvarlegs hnútukasts milli sér grein fyrri því hversu fjárfrekur rekstur flugfélags er og er stefnan sett á að skrá félagið á First North- markað Kauphallar Íslands um svip- að leyti og fyrstu vélarnar hefja sig til flugs undir merkjum þess í sumar. Með skráningunni er ætlunin að afla félaginu meira fjár til uppbyggingar á komandi misserum. Heimildamenn Morgunblaðsins innan úr Play segja að félagið hafi í höndum leigusamn- inga vegna þriggja nýlegra Airbus A321-véla sem ætlunin er að byggja reksturinn á til að byrja með. Ný kynslóð flugvéla Heimildir Morgunblaðsins herma að þar sé um að ræða vélar af svo- kallaðri NEO-gerð en þær hafa að- eins verið á markaðnum frá því í maí 2017. WOW air var fyrsta flugfélagið í Evrópu til þess að taka vélar af þessari gerð í sína þjónustu og gerð- ist það í lok júní 2017. Þessar vélar eru afar hagkvæmar þegar kemur að eldsneytisnotkun. Vélin sem WOW air tók í notkun var búin 218 far- þegasætum. Morgunblaðið hefur ekki upplýsingar um hversu marga farþega vélar Play munu taka í sæti. Ákveðið hefur verið að Birgir Jónsson, fyrrum forstjóri Íslands- pósts, verði forstjóri félagsins. Hann hefur komið að ráðgjöf við fjárfest- ingarfélögin Stoðir og Fiskisund í aðdraganda þess að það lagði tals- verða fjármuni inn í Play í hlutafjár- útboðinu sem nú er lokið. Birgir er ekki með öllu ókunnugur flugrekstri. Hann var tvívegis forstjóri Iceland Express og síðar aðstoðarforstjóri WOW air. Nýir hluthafar í Play munu eign- ast mikinn meirihluta hlutafjár í fé- laginu þótt endanleg hlutföll liggi ekki fyrir að sögn kunnugra. Þá er einnig óljóst hvaða áhrif skráning fé- lagsins á markað muni hafa á hlut- deild núverandi hluthafa. Síðustu misseri hefur Elías Skúli Skúlason verið helsti bakhjarl rekstrarins en hann er einn af hluthöfum flugþjón- ustufyrirtækisins Airport Associates sem óx mjög samhliða auknum um- svifum WOW air á sínum tíma. Nokkuð flökt var á hlutabréfa- verði Icelandair Group í gær. Nam lækkun bréfanna á tímabili 2,5% en í lok dags höfðu bréfin gefið eftir sem nam 1,7% frá dagslokagengi föstu- dagsins síðasta. ses@mbl.is Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Flugfélagið Play vinnur nú að því hörðum höndum að hefja áætlunar- flug milli Íslands og vinsælla áfanga- staða meðal ís- lenskra ferðaunnenda í júní næstkom- andi. Þetta herma heimildir Morg- unblaðsins innan úr félaginu. Líkt og greint var frá á vef Fréttablaðs- ins í gær hefur fé- lagið tryggt sér ríflega 40 milljónir dollara í nýju hlutafé og standa öflug fjárfesting- arfélög og lífeyrissjóðir að baki því. Má þar m.a. nefna Stoðir, eigendur Langasjós og fjárfestingarfélagið Brimgarða, félag Einars Arnar Ólafssonar, fyrrum forstjóra Skelj- ungs, sem nefnist Fiskisund ásamt a.m.k. þremur lífeyrissjóðum. Heimildir Morgunblaðsins herma að ekki liggi endanlega fyrir hversu miklum fjármunum hlutafjárútboðið skilaði en þeir nema að minnsta kosti 5,5 milljörðum króna. Forsvarsmenn flugfélagsins gera Stefna á fyrsta flug í júní og skráningu á First North - Play tryggir sér milljarða fjármögnun Morgunblaðið/Hari Play Tilkynnt var um stofnun flug- félagsins Play í nóvember 2019. Birgir Jónsson « Verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir hf. hagnaðist um 177 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári. Hagnaður minnkar um 43% milli ára en hann var 310 milljónir króna árið 2019. Rekstrartekjur félagsins námu 920 milljónum króna árið 2020 en árið á undan voru þær 1.051 milljón. Tekjurnar eru að mestu þóknanir og aðrar rekstr- artekjur eins og fram kemur í máli Har- aldar Þórðarsonar forstjóra félagsins í samtali við Morgunblaðið. Laun og launatengd gjöld voru 303 milljónir króna en voru 274 milljónir króna árið á undan. Hjá Fossum hafa fjórtán manns starf- að bæði í fyrra og hitteðfyrra miðað við heilsársstörf. Haraldur segir að niðurstaða ársins sé ásættanleg en reksturinn hafi litast af ástandinu í samfélaginu sem hafi leitt af sér tekjusamdrátt hjá félaginu. Hagnaður Fossa minnk- ar um 43% milli ára 13. apríl 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 127.79 Sterlingspund 175.29 Kanadadalur 101.6 Dönsk króna 20.424 Norsk króna 15.018 Sænsk króna 14.934 Svissn. franki 137.97 Japanskt jen 1.1649 SDR 181.94 Evra 151.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 183.2376 Hrávöruverð Gull 1747.95 ($/únsa) Ál 2250.0 ($/tonn) LME Hráolía 63.28 ($/fatið) Brent « Magnús Hafliða- son hefur verið ráð- inn forstjóri Dom- ino’s Pizza á Íslandi. Hann tekur við af Birgi Erni Birgissyni sem hef- ur verið forstjóri frá árinu 2011. Ráðningin kemur í kjölfar eigenda- skipta á pítsukeðj- unni, en Birgir Bieltvedt leiddi hóp fjár- festa sem festi kaup á félaginu á dögunum. Í tilkynningu kemur fram að Magnús sé ekki ókunnur félaginu eða vörumerk- inu en hann hóf fyrst störf árið 1999 sem pítsusendill og hefur sinnt meira og minna öllum störfum innan félagsins. Einnig segir í tilkynningunni að allt í allt spanni reynsla hans hjá vörumerkinu yfir 16 ár þar sem hann starfaði m.a. sem framkvæmdastjóri Domino’s í Damörku 2006-2007, rekstrar- og markaðsstjóri á Íslandi 2011-2014, framkvæmdastjóri Domino’s í Noregi 2014-2017 og sér- fræðingur í rekstar- og markaðsmálum á erlendum mörkuðum Domino’s Pizza Group á árunum 2018-2019. Með sterka stöðu Magnús starfar í dag sem forstöðu- maður samskipta- og markaðssviðs Sýn- ar og mun sinna því starfi þar til nýr aðili hefur verið ráðinn. „Domino’s er vörumerki með sterka stöðu á íslenskum veitingamarkaði og tryggan hóp viðskiptavina. Ég hlakka til þess að komast í pítsubransann á ný og vinna að enn frekari sigrum með ein- stöku teymi starfsmanna,“ segir Magnús í tilkynningunni. Magnús ráðinn forstjóri Domino’s Pizza á Íslandi Magnús Hafliðason STUTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.