Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 Þann 5. apríl 2019 handtók lögreglan fimm unga mótmæl- endur í anddyri dómsmálaráðuneyt- isins þar sem þeir sátu og neituðu að yf- irgefa svæðið í lok skrifstofutíma, til að leggja áherslu á að þáverandi bráða- birgðadóms- málaráðherra gerði betur en fyr- irrennarinn og svaraði margra mánaða ítrekuðu ákalli fólks í vanda og óvissu um nokkurra mín- útna áheyrn. Handtökunni fylgdi síðan kæra lögreglu og dómsmál í kjölfarið. Engum blöðum er um það að fletta að gjörningur fimmmenning- anna var nákvæmlega sá sami hjá öllum og engin undantekning þar á. Í lögum um meðferð sakamála 88/2008, grein 143 segir: „Ef fleiri menn en einn eru sóttir til saka fyrir þátttöku í sama verknaði, skal það gert í einu máli, nema annað þyki hagkvæmara,“ og 33. grein sömu laga hljóðar svo: „Nú eru fleiri en einn maður hafðir fyrir sökum í sama máli og er þá heimilt að skipa eða tilnefna sama mann verjanda beggja eða allra, ef telja má að hagsmunir þeirra rekist ekki á.“ Hér er fróðlegt að kanna hvern- ig lögreglustjórinn á höfuðborg- arsvæðinu beitti ákæruvaldi sínu gegn hinum „seku“. Það er fljót- gert. Á mismunandi tíma gefur hann út eina og eina samhljóða ákæru, þannig að hver og einn sak- borningur varð að útvega sér verj- anda með tilheyrandi kostnaði, sem í heildina gæti orðið nærri þremur milljónum króna. Líklega er hér stuðst við „hag- kvæmnisheimildina“ í 143. grein- inni. Fyrsti dómurinn féll svo í Hér- aðsdómi Reykjavíkur 14. október 2020 og viðkomandi dæmdur í 10.000 (tíu þúsund) króna sekt, eða sæta tveggja daga fangelsi(!), auk málskostnaðar um krónur 600.000 (sex hundruð þúsund). Að sjálf- sögðu mátti lögreglustjóri vita að sektin fyrir „brotin“ yrði í lágmarki svo og að málskostnaðurinn gæti orðið mótmæl- endum þungur í skauti. Engu að síður gaf hann út eina og eina ákæru á stangli, sem þess vegna leiddi til þingfestingar á mis- munandi tíma svo og málflutningi fyrir dómi. Máttur fæling- arinnar getur tekið á sig ýmsar skrítnar myndir og sumar tortryggilegar. Hvernig kemur svo málatilbún- aður lögreglustjóra okkur almenn- ingi fyrir sjónir? Skoðum það: 6-8 lögregluþjónar tóku þátt í hand- tökunni, fleiri en færri skrifuðu svo skýrslu hver um atvikið, sem ákærurnar byggjast á, síðar mætir hver og einn þeirra fyrir dómara sem vitni, ekki einu sinni heldur 4-5 sinnum og reikni nú hver fyrir sig heildarkomufjöldann í dómsal. Það var mikil upplifun að fylgjast með einu málinu fyrir dómi, horfa á sjö lögreglumenn, í fullum skrúða, ganga í salinn hvern á fæt- ur öðrum og þylja sömu rulluna upp aftur og aftur. Það liggur við að maður vorkenni því ágæta fólki, sem eyðir dýrmætum tíma sínum í að hlusta á eða vitna um nákvæm- lega sömu atburðarásina og við- brögð aðila, dag eftir dag. Halda má því fram að ekki sé mikil hefð fyrir hópmálsókn eða hópvörn hérlendis, en eins og flest- ir hljóta að sjá er varla til klæð- skerasaumaðra mál en þetta til að nýta ákvæðin í fyrrnefndum tveim lagagreinum. Margnefndir fimmmenningar eru aðeins lítill hópur þess unga fólks sem lagt hefur hælisleit- endum lið með ýmsum hætti og varið miklum tíma, utan náms og vinnu, til að gera þeim biðina hér bærilegri. Öll mótmæli til stuðn- ings skjólstæðingum þeirra hafa verið friðsöm, ekkert eggjakast, engin skemmdarverk, ekkert of- beldi. Eins og í mörgum mótmæla- aðgerðum öðrum hefur auðvitað komið til núnings milli þeirra og lögreglu. Þá reynir á skilning og lempni til að leysa mál farsællega. Á slíkum augnablikum er ekki vænlegt til árangurs, raunar frá- leitt, að krefjast persónuskilríkja af fólki, þótt það neiti að færa sig um einhverja metra til eða frá. Lögreglan verður að endurskoða og milda allt of rúma túlkun sína á mjög umdeildri 19. grein, um skylduna til að hlýða fyrirmælum lögreglu, meðan ákvæðið um með- alhófið í 14. greininni fær minna vægi. Með áðurnefnda 19. grein að vopni fylgir svo gjarnan handtaka, harðorðar skýrslur skrifaðar, sem síðan eru notaðar til ákæru og refsing byggist á. Dapurleg nið- urstaða þar sem refsingin er í hróplegu ósamræmi við verkn- aðinn, sem engum stafar hætta af og engu tjóni veldur, en getur auk þess orðið viðkomandi ótrúlega íþyngjandi til framtíðar. Höfum í huga að rétturinn til mótmæla er tryggður í stjórnarskrá og mann- réttindasáttmála. Vald er vandmeðfarið og því verður undantekningalaust að beita af sanngirni og yfirvegun. Sé það hins vegar fyrst og fremst nýtt sem refsivöndur, er voðinn vís. Gagnrýnin hér að framan beinist að afmörkuðum þætti í störfum lögreglu, en öll vitum við að þau eru fjölbreytt og krefjandi og veita okkur almennt öryggiskennd. Eru mikilvægur hlekkur í almanna- vörnum, við leitum til lögreglu í neyð eða öðrum erfiðleikum, fylgj- umst með í baráttunni gegn ofbeld- ismönnum og glæpastarfsemi alls konar, þar sem hætturnar leynast og taka verður ákvarðanir sem geta reynst afdrifaríkar. Þess vegna skýtur það skökku við að tryggingamál lögreglumanna skuli vera í þeim ólestri sem raun ber vitni. Eftir Viðar Hjartarson Viðar Hjartarson »Dapurleg niðurstaða þar sem refsingin er í hróplegu ósamræmi við verknaðinn, sem engum stafar hætta af og engu tjóni veldur. Höfundur er læknir. Lögreglustjóri gegn mótmælendum Í Morgunblaðinu sl. laugardag skrifaði Hall- dór Benjamín Þor- bergsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, grein undir yfirskriftinni „Tækifæri í krepp- unni“. Þar telur hann upp áskoranir í efna- hagslífinu og nefnir að landsframleiðsla hafi dregist saman um 200 milljarða, ríkissjóður sé rekinn með 500 millj- arða króna halla með tilheyrandi skuldasöfnun, Seðlabankinn hafi selt gjaldeyri fyrir 170 milljarða og að at- vinnuþátttaka sé sú minnsta í ára- tugi. Í grein sinni segir Halldór rétti- lega: „Engar töfralausnir skapa störf fyrir 25 þúsund atvinnulausa eða þá sem eru á hlutabótum.“ Enn fremur segir hann: „Aðilar vinnumarkaðar- ins verða að horfast í augu við stað- reyndir og bregðast við af raunsæi. Samfélagslegur kostnaður atvinnu- leysis er of mikill og aðstæður fjölda fólks óviðunandi. Því miður hafa samningsaðilar brugðist hlutverki sínu.“ Þetta er athyglisverð játning. Ekki síst þegar hún kemur frá odd- vita eins áhrifamesta samningsaðila kjara- samninga á íslenskum vinnumarkaði. Og vissulega er það svo að upphrópana- og átaka- leiðir kjarasamninga- gerðar eru endurtekið efni sem því miður hef- ur sjaldnast skilað miklu fyrir heildina. Við sem störfum fyrir aðila vinnumarkaðar- ins eigum að hafa metnað til þess að vinna betur að heildrænum lausnum sem skila ávinningi til allra – byggja upp verðmæti, bæta kjör, hlúa að réttindum, auka samkeppnishæfni, tryggja sjálfbærni, auka gagnsæi og efla jafnrétti og jafnræði. Það er nefnilega svo margt fleira máttur en kaupmáttur. Á næstu 18 til 24 mánuðum renna út kjarasamningar á almennum og opinberum markaði. Undirbúningur næstu lotu samningaviðræðna þarf að hefjast strax. Ég þykist reyndar vita að sú vinna sé löngu hafin hjá Samtökum atvinnulífsins. Sama má eflaust segja um ríkisvaldið sem nú þegar hefur sett sig í ákveðnar stell- ingar og boðað að lítið verði til skipt- anna í næstu samningum. Í niðurlagi greinar sinnar segir Halldór Benjamín: „Það má láta sig dreyma um álíka samstöðu um leið út úr atvinnuvandanum og ríkt hef- ur gegn kórónuveirunni. Þótt slík samstaða sé ekki í augsýn kæmi hún atvinnulausum best og stuðlaði að sjálfbærri þróun á komandi árum. En sporin hræða.“ Hver eru þau spor og hverjir stigu þau? Væntanlega á þrautreyndur greinarhöfundur við flesta þá sem komið hafa að kjarasamningum á vinnumarkaði á þessari öld að minnsta kosti. Einkennismerkin eru skortur á trausti, ríghald í klisjur, langvarandi aðdáun á átakamenn- ingu og auðvitað ólík sjónarmið og áherslur. Grein Halldórs ber þetta með sér en á milli línanna má lesa að ábyrgðin liggi einkum hjá viðsemj- endum hans fremur en honum sjálf- um og samtökum hans. Í greininni er einhverju því mótmælt sem kallað er „innihaldslausar tillögur um fjölg- un starfa hjá hinu opinbera“ og því svo fylgt eftir með gömlu tuggunni um að fyrirtækin og atvinnulífið skapi verðmætin og standi þannig undir samneyslu og velferðarkerfi. Enn á ný er ýjað að því að op- inberir starfsmenn séu afætur en ekki hluti af verðmætasköpun lands- ins. Sá mikli fjöldi háskólamennt- aðra sérfræðinga og annarra sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum við þjónustu, kennslu, rannsóknir, þró- un, eftirlit, framkvæmdir, umönnun og fleira eru í þessari heimsmynd til lítils gagns í tekjuöflun samfélags- ins. Og skyldi ekki einmitt þetta fólk hafa lagt drjúga hönd á plóg í því lykilhlutverki hins opinbera að sigla landi og þjóð í gegnum tvær krepp- ur á einungis þrettán árum? Rétt er að hafa það í huga að samdrátturinn sem Halldór Benjamín vísar til hefði orðið mun meiri ef ekki hefði verið fyrir umsýslu hins opinbera og starfsmanna þess. Skuldasöfnunin – sem þó í sögulegu samhengi er til- tölulega hófleg – varð til bjargar bæði mannslífum og verðmætum. Gjaldeyrissalan varð til þess að draga úr gengisfalli og þar með verðbólgu. Án þessa hefði atvinnu- leysið orðið miklum mun verra. Páskar eru nýliðnir. Hátíð fyrir- gefningar og frelsis frá syndum for- tíðar. Í þeim anda eigum við að fyrirgefa gamlar klisjur í aðdrag- anda kjarasamninga. En við þurfum líka að uppræta þær. Við þurfum að nálgast umræðuna af gagnkvæmri virðingu fyrir ólíkum stéttum, hlut- verkum, menntun, bakgrunni, reynslu og þekkingu. Umfram allt þurfum við að gera betur. Til þess þarf metnað og kjark. Enda þótt átökin sjálf kunni að vera góð leik- tjöld þeirra sem standa í fylkingar- brjósti hverju sinni þarf vinnan að snúast um útkomuna til langrar framtíðar. Ekki fyrir suma heldur alla. Það eru alltaf tækifæri fólgin í breyttum aðstæðum. Víkjum því klisjum og krepputali til hliðar og hefjum uppbyggjandi samtal um aðalatriðin sem fyrst. Aðalfundur BHM er 27. maí næst- komandi. Aðalfundarfulltrúar munu þá hafa valið sér næsta formann bandalagsins. Hljóti ég það traust og umboð sem ég sækist eftir verður það eitt af mínum fyrstu verkum að bjóða Halldóri Benjamín til samtals um stóru myndina á íslenskum vinnumarkaði og má einu gilda hvort spjallið fer fram í Borgartúni 6 eða 35. Aðalmálið er að það samtal snúist um hvernig við getum orðið samhentir nágrannar á fleiri stöðum en í götunni. Fleira er máttur en kaupmáttur Eftir Friðrik Jónsson » „Því miður hafa samningsaðilar brugðist hlutverki sínu“ – játning oddvita eins áhrifamesta samnings- aðila kjarasamninga á ís- lenskum vinnumarkaði. Friðrik Jónsson Höfundur er í framboði til formanns BHM. mr.fridrik.jonsson@gmail.com Menntun hefur áhrif á samkeppnis- hæfni Íslands. Öflugt menntakerfi er for- senda góðra lífskjara og þarf að þróast með þeim hætti að það leiði saman færni mannauðsins og þarf- ir atvinnulífsins á skilvirkan og hag- kvæman hátt. Það þarf að rækta þekkingu, leikni og hæfni einstaklinga og styðja þann- ig við efnahagslega velmegun og lífsgæði einstaklinga. Á sama tíma og menntun felur í sér tækifæri fyrir einstaklinginn þá er menntun mannauðsmál fyrir atvinnulífið. Menntakerfið hefur litið til hins fyrrnefnda en á síðustu árum hafa stjórnvöld undir forystu mennta- málaráðherra litið til hins síðar- nefnda. Efnahags- og framfarastofn- unin, OECD, hefur bent á að hér á landi séu vísbendingar um færni- misræmi á vinnumarkaði og er það í samræmi við niðurstöðu ár- legrar könnunar Samtaka iðnaðar- ins meðal félagsmanna sinna. Fleiri iðnmenntaða vantar á vinnumarkað sem og fleiri tækni- menntaða á háskólastigi. Þar er vísað til raunvísinda, tækni, verk- fræði og stærðfræði eða svo- nefndra STEM-greina (Science, Technology, Engineering, Mathe- matics). Undanfarin ár hafa stjórnvöld með menntamálaráðherra í farar- broddi horft sérstaklega til þess- ara greina með kynningarstarfi, efnahagslegum hvötum og með því að ryðja kerfislægum hindrunum úr vegi. Aðsókn í starfsnám hefur aukist síðastliðin ár. Samtök iðn- aðarins hafa það að markmiði að árið 2025 velji 20% grunnskóla- nema starfsmenntun og hlutfall brautskráðra í STEM-greinum verði 25%. Menntunarstig hvers samfélags hefur veruleg áhrif á hagsæld þess. Mik- ilvægt er að fyrir liggi stefnumið varðandi menntun íslensku þjóðarinnar til fram- tíðar þannig að mann- auðurinn standist sam- anburð við það sem best gerist. Samtök iðnaðarins hafa lagt til umbætur í menntamálum til að ná enn frekari árangri. Í fyrsta lagi þarf að opna aðgengi starfsmenntaðra að háskólanámi og vinna gegn kerfis- lægum vanda starfsmenntunar er varðar námsframvindu, námslok og tækifæri nemenda til fram- gangs að námi loknu. Stórt skref í þá átt er að Alþingi samþykki frumvarp um breytingu á lögum um háskóla sem nú er í Samráðs- gátt stjórnvalda. Í öðru lagi þurfa stjórnvöld að greiða götu þess að framkvæmdir við byggingu nýs Tækniskóla verði hafnar á árinu 2022. Í þriðja lagi þarf að innleiða hvata til að háskólar útskrifi fleiri nemendur í STEM-greinum. Í fjórða lagi þarf að efla og hvetja til nýsköpunar og nýstárlegrar kennslutækni á öllum skólastigum. Í fimmta lagi þarf að ljúka innleið- ingu rafrænna ferilbóka í öllum greinum á árinu 2021. Árangur í menntamálum styður við nýsköpun og frekari verð- mætasköpun. Með þessum umbót- um eflum við samkeppnishæfni Ís- lands og verðum betur í stakk búin til að endurreisa hagkerfið. Eftir Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur Jóhanna Vigdís Arnardóttir » Á sama tíma og menntun felur í sér tækifæri fyrir ein- staklinginn þá er menntun mannauðsmál fyrir atvinnulífið. Höfundur er verkefnastjóri í mennta- málum hjá Samtökum iðnaðarins. Umbætur í menntun efla samkeppnishæfni

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.