Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 28
28 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021
Þ
essi gáskafulla en beitta
stutta skáldsaga eftir Juan
Pablo Villalobos, Ef við
værum á venjulegum stað,
er önnur saga hans sem kemur út í
hinum afbragðsgóða þýðingaflokki
forlagsins Angústúru. Sú fyrsta,
Veisla í greninu, kom út fyrir rúmum
þremur árum og er
sögð af dreng í
eiturlyfjagreni sem
skýrir hryllilegan
heiminn sem hann
hrærist í með frum-
legum og skapandi
hætti. Í þessari bók
nú rær höfund-
urinn á nokkuð
svipuð mið og beitir
álíka frásagnaraðferð, miðlar sögu-
heiminum gegnum vitund óþroskaðs
ungmennis. Slyngur þýðandi bók-
arinnar, Jón Hallur Stefánsson, út-
skýrir í eftirmála að bækurnar séu
hlutar þríleiks sem Villalobos hafi
þegar lokið, með ótengdum en efnis-
lega skyldum frásögnum úr mexí-
kóskum veruleika. Vonandi ratar
þriðja og síðasta sagan líka á ís-
lensku.
Í eftirmálanum bendir Jón Hallur
á að frásögn Ef við værum á venju-
legum stað falli vel að skilgreiningum
á skálkasögum, hinum píkaresku
skáldsögum sem hófust með sögunni
af Lasarusi frá Tormes sem kom út á
sextándu öld og Guðbergur Bergsson
íslenskaði listavel á sínum tíma.
„Eins og skálkasögurnar er skáld-
saga Villalobos fölsk sjálfsævisaga
ungmennis af lágum stigum sem
streðar við að komast ofar í þjóð-
félagsstigann, beitir við það vafasöm-
um meðulum og þjónar mismunandi
herrum sem allir eru fávísari en litli
þrjóturinn slyngi sem sér í gegnum
þá og gangvirki þjóðfélagsins í leið-
inni,“ (173) skrifar Jón Hallur í fínni
skýringu sinni.
Sögumaðurinn Óreó er næstelstur
sjö systkina, barna framhaldskóla-
kennara sem hefur gefið börnunum
nöfn úr grískum goðsögum og eyðir
kvöldum í rifrildi við fólkið á sjón-
varpsskjánum, og móður sem sífellt
er að matbúa misrýrar ostafyllur sem
barnahjörðin gleypir í sig. Heimili
fjölskyldunnar er í ókláruðu húsi sem
var byggt á hæð í jaðri bæjar og leit
út eins og skókassi með loki, sem var
þak úr asbestplötum. Og þrátt fyrir
að foreldrarnir reyni að sannfæra
sjálfa sig og börnin um að þau til-
heyri millistéttinni þá veit Óreó bet-
ur, hann sér að þau eru fátæk, og sú
sýn styrkist þegar pólskættaður
sæðingarmaður og fjölskylda hans
byggja glæsihýsi við hlið skókassans
og árekstrar á milli heimilanna, og
ólíkra menningarheima, hefjast.
Frásögnin er fjörleg og miðlað á
gáskafullan hátt af ungæðislegum
sögumanninum, sem útskýrir ástand
mála fyrir okkur lesendum sem
sjáum samt að ekki er allt sem sýnist
í þessum grimma heimi pólitískra
átaka, fátæktar og allrahanda erfið-
leika. Systkini týnast og Óreó og elsti
bróðirinn halda út í heim að leita
þeirra, hjá geimverum að þeir halda,
og þannig kynnist Óreó hinum stærri
heimi. Hann lendir líka í steininum
og í allskyns öðrum ævintýrum, eins
og skálkar gera í sögum. En hag og
öryggi fjölskyldunnar er ógnað og
smám saman virðast henni öll sund
vera að lokast, þegar sögumaðurinn í
æði sýrukenndum en bráðskemmti-
legum lokakafla tekur á það ráð að
kalla á „guðinn í vélinni“ til að bjarga
málum, þar sem engin önnur leið
virðist út úr ógöngunum.
Höfundurinn Skáldsaga Juan Pablos Villalobos er gáskafull og segir sögu
fátækrar fjölskyldu í Mexíkó með augum eins barnsins í hópnum.
Skálkasaga úr
grimmum heimi
Skáldsaga
Ef við værum á venjulegum stað
bbbmn
Eftir Juan Pablo Villalobos.
Jón Hallur Stefánsson þýddi og
ritar eftirmála.
Angústúra, 2021. Kilja, 182 bls.
EINAR FALUR
INGÓLFSSON
BÆKUR
Fjölbreytni hvað varðar uppruna og
kynþátt verðlaunahafa einkenndi
Bafta-verðlaunahátíðina bresku sem
fram fór um helgina. Var það besta í
kvikmyndum, innlendum sem erlend-
um, verðlaunað og kom eflaust fáum
á óvart að kvikmyndin Nomadland
stæði á endanum uppi sem sigurveg-
ari, hlyti eftirsóttustu verðlaunin, þ.e.
sem besta kvikmynd, fyrir bestu leik-
stjórn (Chloé Zhao), fyrir bestu leik-
konu í aðahlutverki (Frances
McDormand) og bestu kvikmynda-
töku. Zhao náði þeim merka áfanga
að vera aðeins önnur konan í sögu
Bafta til að hljóta verðlaun sem besti
leikstjóri en sú fyrsta var Kathryn
Bigelow árið 2010.
Gamla brýnið Anthony Hopkins sló
svo met með sínum verðlaunum, varð
elsti karlleikarinn í sögu verð-
launanna, 83 ára, til að hljóta þau fyr-
ir besta leik í aðalhlutverki. Verðlaun-
in hlaut hann fyrir The Father þar
sem hann leikur mann með elliglöp
en svo merkilega vill til að leikkonan
Emmanuelle Riva hlaut Bafta-
verðlaun 84 ára að aldri fyrir að leika
konu með elliglöp í kvikmyndinni
Amour. Hopkins náði ekki að þakka
fyrir sig þar sem hann var að mála á
striga heima hjá sér og sagði nokkru
síðar, í streymi fyrir fjölmiðla, að
hann hefði verið útbíaður í málningu.
Bafta-hátíðin fór fram fyrir tómu
húsi í Royal Albert Hall í Lundúnum,
aðeins kynnar voru á sviði og verð-
launahafar og tilnefndir fylgdust með
í gegnum fjarfundabúnað.
Draumabyrjun hjá Fennell
Zhao þakkaði kærlega fyrir sig á
Zoom og þá sérstaklega samfélagi
hirðingja í Bandaríkjunum, fólks sem
flakkar milli svæða og býr í bílum sín-
um sem eru misvel útbúnir sem heim-
ili. Sagðist hún líka þakklát hirðingj-
unum sem hún kynntist við gerð
myndarinnar fyrir að sýna henni að
það væri fallegt að eldast.
Einn af sigurvegurum kvöldsins
var Emereld Fennell sem hlaut verð-
laun fyrir handritið að fyrstu kvik-
mynd sinni, Promising Young Wom-
an. Fennell leikstýrði henni einnig og
var myndin verðlaunuð sem sú besta
breska á Bafta.
Besta erlenda myndin þótti hin
danska Druk, eða Drykkja, eftir leik-
stjórann Thomas Vinterberg og besta
leikkona í aukahlutverki Youn Yuh-
jung fyrir leik sinn í Minari. Líkt og
fleiri verðlaunahafar var hún furðu
lostin þegar tilkynnt var hver hefði
hreppt hnossið. Leikkonan er jafn-
aldri Hopkins, 83 ára, og sagðist sér-
staklega ánægð með verðlaunin í ljósi
þess hversu snobbaðir Bretar væru. Í
karlaflokki aukaleikara var það Dani-
el Kaluuya sem hlaut verðlaunin fyrir
leik sinn í Judas and the Black Mess-
iah. Af öðrum verðlaunum má svo
nefna að My Octopus Teacher hlaut
verðlaun sem besta heimildarmyndin
og leikstjórinn Ang Lee hlaut heið-
ursverðlaunin. helgisnaer@mbl.is
AFP
Fögnuður Skjáskot sem sýnir viðbrögð leikstjóra og framleiðenda Nomadland, skömmu eftir að tilkynnt var að
myndin hefði hlotið aðalverðlaun Bafta. Leikstjórinn Chloé Zhao uppi í vinstra horni með andlitið í höndum sér.
Nomadland sú besta
- Anthony Hopkins sló aldursmet verðlaunahafa Bafta í
flokki besta leikara í aðalhlutverki fyrir The Father
Undrun Leikstjórinn Pippa Ehrlich, annar tveggja leikstjóra heimildar-
myndarinnar My Octopus Teacher, með samstarfsmönnum sínum.
Súkkulaði Emerald Fennell með súkkulaði í líki Bafta-verðlaunagripsins.
Kvikmynd hennar Promising Young Woman hlaut tvenn mikilvæg verðlaun.
Bandaríski rapparinn DMX, réttu
nafni Earl Simmons, er látinn,
fimmtugur að aldri. Hann fékk
hjartaáfall 2. apríl og var lagður
inn á sjúkrahús þar sem hann lést
fyrir helgi, 9. apríl.
DMX kvaddi sér hljóðs á tíunda
áratugnum í New York og öðlaðist
fljótt miklar vinsældir. Fyrirtækið
Def Jam Records gaf út plötur hans
og segir í tilkynningu frá því að
DMX hafi verið milljónum manna
innblástur víða um heim. DMX kom
fimm plötum í fyrsta sæti plötulist-
ans í Bandaríkjunum og átti marg-
an smellinn, m.a. „X Gon’ Give It to
Ya“. Rapp DMX var svokallað bófa-
rapp (e. gangsta rap) og þótti afar
ferskt á tíunda áratugnum þegar
hann kom fram á sjónarsviðið.
DMX átti erfiða æsku, var beittur
ofbeldi af móður sinni og komst
ítrekað í kast við lögin, bæði sem
unglingur og fullorðinn maður. Sat
hann af sér nokkra fangelsisdóma.
Árið 1998 náði DMX þeim merka
áfanga að eiga tvær plötur í efsta
sæti bandaríska lagalistans á einu
og sama árinu. Einnig varð hann
fyrstur tónlistarmanna til að koma
fimm nýútgefnum plötum í fyrsta
sæti Billboard 200-listans í Banda-
ríkjunum, að því er fram kemur í
frétt á vef breska dagblaðsins The
Guardian.
DMX var þrisvar tilnendur til
Grammy-verðlauna og reyndi einn-
ig fyrir sér sem leikari. Hann gaf út
sjö breiðskífur á ferlinum og kom
sú síðasta út árið 2012. DMX glímdi
við eiturlyfjafíkn og fór nokkrum
sinnum í meðferð við henni.
Bandaríski rapparinn DMX látinn, fimmtugur að aldri
AFP
Allur Rapparinn DMX, Earl Simmons.
Ástralski ljósmyndarinn og hönn-
uðurinn June Newton, sem mynd-
aði undir listamannsnafninu Alice
Springs, er látin 97 ára að aldri.
June Newton var eiginkona Hel-
muts Newton, eins kunnasta tísku-
ljósmyndara seinni hluta 20. aldar,
og unnu þau náið saman að ljós-
myndaverkefnum sínum um ára-
tuga skeið. Undir eigin nafni hann-
aði hún útlit bóka og sýninga þeirra
eiginmannsins en undir listamanns-
nafninu Alice Springs öðlaðist hún
einnig frægð og þá einkum fyrir
portretmyndir en hún myndaði til
að mynda um dagana fjölda kvik-
myndastjarna, rithöfunda og hönn-
uða.
June Newton kynntist væntan-
legum eiginmanni í Ástralíu árið
1947 en Helmut var þýskur gyð-
ingur sem hafði flúið Þýskaland
fyrir stríð og endað í Ástralíu þar
sem hann opnaði ljósmyndastúdíó.
Samhliða því að fara líka að mynda
og eiga gifturíkan feril var June
Newton leikona um hríð og vann til
virtra verðlauna á því sviði.
June Newton, eða Alice Springs, látin
AFP
Fjölhæf June Newton var virt sem hönn-
uður og sem ljósmyndarinn Alice Springs.