Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.04.2021, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2021 SJÁUMST Í BÍÓ SEM ALLRA FYRST FRANCESMcDORMAND MYND EFTIR CHLOÉ ZHAO PEOPLE’S CHOICE AWARD TORONTO FILM FESTIVAL SIGURVERARI GOLDEN LION BEST FILM VENICE FILM FESTIVAL SIGURVERARI EVENING STANDARD THE GUARDIAN TOTAL FILM THE DAILY TELEGRAPH TIME OUT EMPIRE BESTA MYNDIN BESTALEIKONAN ÍAÐALHLUTERKI Frances McDormand BESTI LEIKSTJÓRI Chloé Zhao 6 ÓSKARS TILNEFNINGAR MEÐAL ANNARS ® VIÐ MÆTUM AFTUR 15. APRÍL EÐA UM LEIÐ OG COVID LEYFIR. Starfsfólk Sambíóanna sendir ykkur öllum bestu kveðjur. Hlökkum til að hitta ykkur í bíó aftur og upplifa skemmtilegar stundir saman. VÆ NT AN LEG Í B ÍÓ ÓSKARS- TILNEFNINGA MYNDIRNAR MÆTA AFTUR VÆNTANLEG Í BÍÓ Eftir að hafa verið þrjú ár í undir- búningi hefur flennistór sýning á verkum japönsku myndlistarstjörn- unnar Yayoi Kusama verið sett upp í hinum víðáttumikla grasagarði Bronx-hverfisins í New York. Gagn- rýnendur hrósa sýningunni í hástert og segja að allt þetta pláss – verk- unum er dreift um 100 hektara garð- inn – henti afar vel nú á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þar sem hægt er að njóta líflegra og bráðskemmtilegra verkanna úti í vorgrænni náttúrunni en flest eru sett upp utan dyra. Popp- og gjörningalistakonan Ya- yoi Kusama er orðin 92 ára og hefur notið sívaxandi vinsælda í hinum al- þjóðlega myndlistarheimi. Hún hefur lengi glímt við andleg veikindi og meðal annars ofskynjanir sem hún hefur leikið með í verkunum en þau eru flest auðþekkt vegna hvítra hringanna á litríkum flötunum sem listakonan vinnur oftast með. Einnig hafa speglasalir sem hún hefur sett upp í söfnum víða, og virðast skapa óendanleg rými, lengi notið hylli. Kusama hefur frá æsku verið heill- uð af heimi plantna og dýra og sækir þangað lífræn form skúlptúra sinna. Mörg ævintýralegra verkanna á sýn- ingunni í New York eru flennistór og sett upp í sjónrænu samtali við tré og tjarnir í garðinum. Þá eru einnig sett upp verk innandyra í sýningarsölum grasagarðsins, til að mynda yfirlits- sýning á eldri málverkum og gjörn- ingum listakonunnar sem starfaði um tíma fyrir um hálfri öld í New York-borg en flutti aftur heim til Japans til að leita sér lækninga við veikindunum. Heiti sýningarinnar er Kusama: Cosmic Nature og er 250 gestum hleypt inn í einu og því lofað að allir hafi nægilegt rými til að njóta hressi- legra verkanna innan um gróðurinn, sem er tekinn að blómstra. Og stund- um virðast verk Kusama vera eins konar ávextir á raunverulegum plöntum en nokkur hávaxin tré hafa bókstaflega verið klædd í sköp- unarverk listakonunnar. Gagnrýnandi The New York Tim- es er hrifinn af framkvæmdinni og finnst „hófstilltur hápunktur“ sýn- inarinnar vera verkið „Garður Nars- issusar“ sem er endurgerð verks sem Kusama setti upp í Feneyjum árið 1966. Verkið er 1.500 spegilgljáandi kúlur sem fljóta á tjörn og við hana er skilti sem á stendur: „Sjálfhverfni þín er til sölu“. Litríkt Einn hinna stóru skúlptúra Kusama, „I Want to Fly to the Universe“, speglast í tjörn. Fljótandi speglar Í verkinu „Garður Narsissusar“ fljóta 1.500 spegilgljáandi kúlur á andatjörn. Ævintýri Kusama í grasagarðinum - Fjöldi stórra verka eftir Yayoi Kusama settur upp í grasagarði Bronx-hverfis í New York AFP Lífrænt Í nokkrum verka Yayoi Kusama í grasagarði Bronx-hverfis hafa tré hreinlega verið klædd í sköpunarverk listakonunnar, til að mynda hér í verkinu „Ascension of Polka Dots on Trees“ sem tekur sig vel út í vorgrænkunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.