Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 13.04.2021, Qupperneq 32
Þegar sólin var að búa sig undir að setjast í Georgíu í Bandaríkjunum undir kvöld á sunnudag var hún að koma upp á mánudagsmorgni í Japan. Hideki Matsu- yama var þá að klæðast græna jakkanum á Augusta National-golfvellinum eftir að hafa sigrað á Masters, fyrsta risamóti ársins hjá körlunum í íþróttinni. Japanir vöknuðu því við þau tíðindi að Japani hefði unnið risa- mót í golfi hjá körlunum í fyrsta skipti. Japanskar kon- ur höfðu áður afrekað slíkt. Í blaðinu í dag er að finna umfjöllun um Hideki Matsuyama. »26 Stórfréttir fyrir Japani bárust yfir hafið í morgunsárið á mánudegi Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Kórónuveirufaraldurinn hefur riðl- að mörgu og hefði veiran ekki skollið á heimsbyggðinni í fyrra væri Keflvíkingurinn Kristinn Óskarsson búinn að dæma yfir 1.000 leiki í efstu deild karla í körfubolta. Hann hefur dæmt 997 leiki í deildar- og úrslitakeppninni, samkvæmt samantekt Rúnars Birgis Gíslasonar, eftirlitsmanns FIBA, og bíður spenntur eftir því að keppni verði leyfð á ný. „Ég trúi því að við komumst á gólfið á ný og náum að ljúka mótunum með einhverjum hætti, get varla beðið eftir að byrja aftur,“ segir hann. Samkomutakmarkanir gera dómurum í íþróttum lífið leitt. Þeir verða að halda sér í formi við óvenjulegar aðstæður, hafa ekkert húsnæði til æfinga fyrir utan heimili sín og dómarar í bolta- íþróttum fá enga leikæfingu frek- ar en leikmenn. „Dómarar fara út að hlaupa en veðrið hefur verið leiðinlegt að undanförnu og ekki bætt stöðuna,“ segir Kristinn, sem hefur útbúið sér æfingaaðstöðu í bílskúrnum sínum til að halda sér við. Dæmdi 18 ára í efstu deild Keflavík hefur lengi verið Körfuboltabærinn með stóru K-i og Kristinn æfði og lék í yngri flokkum ÍBK. Hann byrjaði að dæma í fjölliðamótum yngri flokka, tók dómarapróf 1986, dæmdi fyrsta leik sinn í efstu deild kvenna árið eftir, þá 18 ára, og fyrsta leikinn í meistaraflokki karla 1988. „Ég hef því dæmt á fimm áratugum,“ bendir hann á, en samkvæmt fyrrnefndri saman- tekt hefur hann dæmt 1.887 leiki á vegum KKÍ. Rögnvaldur Hreið- arsson hefur dæmt 2.027 leiki, Sigmundur Már Herbertsson 1.990 leiki og Jón Otti Ólafsson dæmdi 1.673 leiki. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman allan tímann,“ segir Krist- inn um dómaraferilinn, en hann hefur m.a. dæmt 197 leiki í efstu deild kvenna og 30 í úrslitakeppn- inni, 12 bikarúrslitaleiki karla og fimm bikarúrslitaleiki kvenna, og 82 FIBA leiki í 19 löndum, þar sem lið frá 42 þjóðum hafa keppt. Hann tiltekur þrjú atriði sem haldi sér við efnið. „Í fyrsta lagi finnst mér ég vera að gera gagn. Í öðru lagi tel ég mig enn vera í framför. Það gætu verið hugar- órar gamals manns, en mér finnst ég vera betri í ár en í fyrra. Það mikilvægasta er samneyti við allt þetta góða fólk, vini mína í dóm- gæslunni og fólkið í hreyfingunni. Auðvitað hefur stundum gefið á bátinn en það er hluti af þessu og það eru algjör forréttindi að fá að taka þátt í íþróttinni á efsta stigi, kominn á sextugsaldur.“ Kristinn var íþróttakennari í áratug, sneri sér síðan að mann- auðsmálum og er nú mannauðs- stjóri hjá Reykjanesbæ. Hann er alþjóðlegur leiðbeinandi dómara með það hlutverk að deila fræðslu frá FIBA. Í mörg ár hefur hann verið nokkurs konar þjálfari dóm- ara, hvatt þá áfram og sett mark- miðin. „Þar fæ ég útrás fyrir kennaraelementið í mér,“ segir orkuboltinn og bætir við að hann leggi alltaf áherslu á gæði umfram magn. „Mér finnst alveg nóg að dæma 70 til 80 leiki á ári. Ég fagna hverjum leik og get ekki hætt við þessar aðstæður, vil hætta að loknu heilu eðlilegu tímabili og stefni því á að minnsta kosti eitt ár í viðbót.“ Tímamót hjá einum reyndasta dómaranum - Kristinn Óskarsson æfir sig í bílskúrnum fyrir næstu leiki Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í leik Kristinn Óskarsson fylgist vel með Larry Thomas og Jakobi Sigurð- arsyni til hægri í viðureign KR og Þórs frá Þorlákshöfn í janúar. Á æfingu Kristinn hjólar, lyftir og teygir í bílskúrnum heima. Opið: 11-18 virka daga www.alno.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS Verið velkomin í sýningarsalinn að Suðurlandsbraut 26 innlifun.is Við hönnum DRAUMAELDHÚSIÐ EFTIR ÞÍNU HÖFÐI Alþjóðlegi myndlistardagurinn World Art Day verður haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn á Íslandi á fimmtudag- inn, 15. apríl, með ýmsum viðburðum á vegum Sam- bands íslenskra myndlistarmanna, SÍM, eins og sjá má á Facebook-síðu þess. Í tilefni dagsins vill SÍM vekja at- hygli á listamannareknum rýmum á Íslandi og því ötula starfi sem þau vinna í þágu myndlistar. Í aðdraganda World Art Day hefur SÍM birt kynningarmyndbönd á Instagram, Facebook og Youtube, eitt á dag, frá 1. apríl, þar sem nokkur listamannarekin rými eru kynnt. World Art Day haldinn hátíðlegur ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 103. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.