Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Joe Biden Bandaríkjaforseti lagði í
gær til að hann og Vladimír Pútín
Rússlandsforseti hittust á fundi og
ræddu þar leiðir til þess að draga úr
þeirri spennu sem komin væri upp í
samskiptum Rússlands og Úkraínu.
Kom tillagan fram í samtali sem for-
setarnir áttu símleiðis í gær, en þar
lýsti Biden yfir áhyggjum sínum
vegna mikilla og skyndilegra her-
flutninga Rússa í átt að landamærum
sínum við Úkraínu.
Ekki kom fram í frásögnum
Bandaríkjamanna og Rússa af sím-
talinu hvort Pútín hefði þekkst boð
Bidens, en Rússar sögðu í yfirlýsingu
sinni að leiðtogarnir hefðu lýst yfir
vilja sínum til þess að ræða áfram
hvernig best væri að tryggja öryggi í
alþjóðamálum.
„Tilefnislaus“ liðsafnaður
Tillaga Bidens kom fram sama dag
og Jens Stoltenberg framkvæmda-
stjóri Atlantshafsbandalagsins skor-
aði á Rússa að binda enda á herflutn-
inga sína að landamærunum að
Úkraínu, og sagði Stoltenberg þá
vera tilefnislausa með öllu og mikið
áhyggjuefni.
Ummæli Stoltenbergs féllu eftir að
hann fundaði í Brussel með Dmytro
Kuleba utanríkisráðherra Úkraínu
og Antony Blinken utanríkisráðherra
Bandaríkjanna vegna ástandsins.
Segja Vesturveldin að ekki hafi jafn-
mikið rússneskt herlið sést við landa-
mærin frá árinu 2014, þegar Rússar
lögðu undir sig Krímskaga.
Sergei Shoigu varnarmálaráð-
herra Rússlands svaraði hins vegar
Stoltenberg og sagði að Rússar hefðu
sent hermenn að landamærum sínum
í vestri til heræfinga vegna „hernað-
arlegra ógnana“ af hálfu Atlantshafs-
bandalagsins. Sagði Shoigu að æfing-
unum yrði lokið innan næstu tveggja
vikna.
Sergei Ryabkov aðstoðarutanríkis-
ráðherra Rússlands varaði svo Atl-
antshafsbandalagið við því að skerast
frekar í leikinn í deilum þeirra við
Úkraínu, og sakaði hann bandalagið
um að hafa breytt landinu í „púður-
tunnu“.
Sagði Ryabkov enn fremur að
Rússar myndu gera allt sem í valdi
sínu stæði til þess að verja landa sína,
hvar svo sem þeir væru, og að Úkra-
ínumenn og bandamenn þeirra
myndu bera alla ábyrgð á því ef
ástandið versnaði enn frekar.
Þrýsta á um stuðning
Úkraínumenn sóttu um aðild að
Atlantshafsbandalaginu árið 2008, og
þrýsta nú stjórnvöld í Kænugarði á
bandalagið um að veita sér „hagnýt-
an“ stuðning til að verja sig gegn
meintri ásælni Rússa.
Sagði Kuleba að Rússar myndu
ekki geta komið Úkraínumönnum á
óvart, og varaði hann Rússa við því að
ýta undir frekara ofbeldi í austurhér-
uðum landsins.
Antony Blinken utanríkisráðherra
Bandaríkjanna sagði eftir viðræður
sínar við Kuleba, að Bandaríkjastjórn
styddi áfram fast við bak Úkraínu-
manna og fullveldi landsins. Þá hét
Blinken því að staða Úkraínu gagn-
vart bandalaginu yrði rædd á fundi
utanríkisráðherra bandalagsins, sem
fer fram í dag.
Heimildir AFP-fréttastofunnar
herma þó, að innan bandalagsins séu
uppi nokkrar efasemdir um að gefa
umsókn Úkraínumanna í bandalagið
undir fótinn, þar sem óttast sé að slíkt
gæti einungis aukið á spennuna í
samskiptum bandalagsins við Rússa.
Þá þykir ljóst að ekkert bandalags-
ríkjanna muni senda herlið til Úkra-
ínu, heldur verði aðstoð þeirra af öðr-
um toga.
AFP
Í skotgröfum Úkraínskur hermaður sést hér ganga um skotgröf við víglín-
una í austurhluta Úkraínu, þar sem spenna hefur aukist mjög síðustu daga.
Leggur til leiðtogafund
- Biden og Pútín ræddu stöðuna í Úkraínu símleiðis - Stoltenberg skorar á
Rússa að draga herlið sitt til baka - Rússar segja bandalagið hafa ógnað sér
Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggst
tilkynna í dag, miðvikudag, ákvörðun
sína um að allir bandarískir hermenn
muni yfirgefa Afganistan fyrir 11.
september næstkomandi, en þá verða
liðin tuttugu ár frá hryðjuverkunum í
Washington og New York, sem voru
beinn undanfari innrásar Bandaríkja-
manna.
Mun þar með ljúka lengstu stríðs-
átökum í sögu Bandaríkjanna, en
upphaflega stóð til að allir hermenn
þeirra myndu yfirgefa landið fyrir 1.
maí næstkomandi. Það byggðist á
samkomulagi sem Donald Trump,
fyrirrennari Bidens, náði við talíbana,
en Biden taldi of bratt að draga her-
liðið til baka á svo skömmum tíma.
Þá höfðu bandarísk stjórnvöld
einnig velt fyrir sér þeim möguleika
að halda áfram herliði, þó í smærri
sniðum, í landinu til þess að koma í
veg fyrir að hryðjuverkasamtökin al
Qaeda eða Ríki íslams myndu ná ítök-
um í Afganistan.
Líklegt að átök haldi áfram
Svo virðist sem báðir stóru stjórn-
málaflokkarnir í Bandaríkjunum séu
sammála um að lítill tilgangur sé með
því að halda herliði lengur úti í Afgan-
istan, en líklegt þykir að talíbanar
muni halda áfram baráttu sinni gegn
ríkjandi stjórnvöldum í Kabúl.
Segir í nýlegri njósnaskýrslu
Bandaríkjanna að leiðtogar þeirra
séu nú vissir um sigur, eftir að vest-
ræn ríki draga sig í hlé, en Banda-
ríkjastjórn varaði í gær talíbana við
því að ráðast gegn herliði sínu eða
bandamanna sinna meðan það yfir-
gæfi landið, og hét því að öllum slík-
um árásum yrði svarað af fullri hörku.
Hyggst kalla herliðið heim
- Talíbanar sagðir sigurvissir eftir brottför bandamanna
AFP
Afganistan Bandaríkjaher hefur
verið nærri tuttugu ár í landinu.
Egypsk stjórnvöld gerðu í gær risa-
skipið MV Ever Given upptækt, en
þau krefjast þess að eigandi þess
greiði sér 900 milljónir bandaríkja-
dala, eða sem nemur um 115 millj-
örðum íslenskra króna, í skaðabæt-
ur vegna strands skipsins í
Súez-skurðinum.
Skipið stíflaði skurðinn og kom í
veg fyrir alla umferð um hann í
tæpa viku. Hefur fyrirtækið Lloyd’s
List, sem sérhæfir sig í upplýs-
ingum um skipaflutninga, áætlað
að strandið hafi stöðvað flutninga
að verðmæti um 9,6 milljarða
bandaríkjadala hvern dag sem
skipið var stopp. Þá glötuðu Egypt-
ar á milli 12 og 15 milljónum dala á
dag þann tíma sem skurðurinn var
lokaður.
Upphæðin sem Egyptar vilja að
Evergreen-skipafélagið greiði er
einnig reiknuð út frá þeim kostnaði
sem þeir tókust á hendur við að losa
skipið, en björgunarstarfið olli
nokkrum skaða á skurðinum. Munu
viðræður standa yfir milli skipa-
félagsins og egypskra stjórnvalda
vegna málsins.
EGYPTALAND
AFP
Stíflað Ever Given náði að tefja alla
skipaflutninga um Súez-skurðinn í viku.
Vilja tæpan milljarð
dala í skaðabætur
LANCÔME KYNNING
MIÐVIKUDAG TIL FÖSTUDAGS
20% afsláttur af LANCÔME vörum
GLÆSILEGUR KAUPAUKI
ÞEGAR ÞÚ KAUPIR LANCÔME VÖRUR FYRIR 9.500 EÐA MEIRA.
KYNNUM NÝJASTA LANCÔME ILMINN LA VIE EST
BELLE SOLEIL CRISTAL OG RÉNERGIE MULTI-LIFT
ULTRA KREMIÐ SEM GEFUR ÁRANGUR SEM ÞÚ
BÆÐI SÉRÐ OG FINNUR.
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
CLINICALLY-PROVEN TRIPLE EFFICACY
RÉNERGIE
MULTI-LIFT ULTRA
+30%
-21%
-31%
FIRMER*
WRINKLES*
DARKSPOTS*
RUST YOUR SKIN
OM EVERY ANGLE.
Bandaríska lyfjafyrirtækið John-
son & Johnson tilkynnti í gær að
það hygðist fresta dreifingu á bólu-
efni sínu gegn kórónuveirunni í
Evrópu tímabundið eftir að banda-
rísk stjórnvöld ákváðu að stöðva
notkun þess í gærmorgun.
Bandaríska lyfjaeftirlitið FDA
og sóttvarnastofnunin CDC lögðu
sameiginlega til að hlé yrði gert á
bólusetningu með efninu eftir að
sex tilkynningar bárust um sjald-
gæfa gerð blóðtappa eftir að við-
komandi einstaklingur hafði fengið
bóluefnið.
Sagði í tilkynningu fyrirtækisins
að það hefði ákveðið að fresta
dreifingu sinni til ríkja Evrópu af
þessum sökum, og að það væri í
nánu samstarfi við evrópsku lyfja-
stofnunina EMA varðandi fram-
haldið.
Öll tilfellin í Bandaríkjunum
voru hjá konum á aldrinum 18 til
48 ára, og varð aukaverkananna
vart hjá þeim innan sex til 14 daga
frá bólusetningu. Minna tilfellin
nokkuð á svipaðar aukaverkanir
sem komið hafa fram hjá nokkrum
einstaklingum sem þegið hafa bólu-
efni AstraZeneca, en bæði bóluefn-
in treysta á sams konar tækni við
að framleiða mótefni í líkamanum.
Áfall fyrir herferðina
Ákvörðun Bandaríkjastjórnar er
nokkurt áfall fyrir bólusetningar-
herferð landsins, en þar hefur nú
tekist að bólusetja um 45% af öllum
fullorðnum íbúum landsins að
minnsta kosti einu sinni. Þá hafði
Bandaríkjastjórn stefnt að því að
minnst 200 milljónir manns yrðu
bólusettar fyrir lok þessa mánaðar.
Það gæti reynst erfitt, þar sem
bóluefni Johnson & Johnson átti að
bera hitann og þungann af herferð-
inni næstu tvær vikurnar, en það
hefur þann kost umfram önnur
bóluefni, að einungis þarf einn
skammt af því. Þá er hægt að
geyma það í venjulegum kælum,
ólíkt bóluefnum Pfizer og Moderna,
sem bæði kalla á tvo skammta og
þurfa að geymast í frysti.
Fresta dreifingu á bólu-
efni Johnson & Johnson
- Bandaríkin kanna
tengsl við blóðtappa
AFP
Bólusetningarhlé Anthony Fauci,
sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, sat
fyrir svörum um ákvörðunina.