Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.2021, Blaðsíða 17
Elsku Ásta amma. Þrátt fyrir háan aldur kom kallið nokkuð óvænt. Líkaminn var orðinn þreyttur en amma horfði á jákvæðu hliðarnar og kvartaði ekki. Hún gat enn prjónað og sá til þess að allir ættu hlýja sokka og peysur. Amma var sannkölluð ofurkona í okkar huga en hún vildi nú ekki meina að hún væri neitt sérstaklega dugleg heldur vær- um við unga fólkið það. Henni fannst við oft með of marga bolta á lofti og er það ef til vill alveg rétt hjá henni. Amma var hörkudugleg, hún sinnti bú- störfum, bakaði alla daga, eld- aði tvær heitar máltíðir á dag fyrir utan hafragrautinn á morgnana, hún saumaði og prjónaði á sitt fólk, var í kirkjukórnum og hélt kirkju- kaffi eftir messur ásamt ým- islegu fleiru. Þrátt fyrir þetta gaf hún sér ávallt tíma til að sinna barnabörnunum. Henni fannst gaman að segja frá, hvort sem það voru æskuminn- ingar frá Snæfellsnesi eða sög- ur af þeim afa. Það var gaman að spjalla við hana því hún hafði skoðun á öllu og fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðfélaginu. Amma var líka góður hlustandi og gaf góð ráð þegar á þurfti að halda en lagði ríka áherslu á að við fylgdum hjartanu. Það leyndi sér ekki hversu stolt hún var af fjöl- skyldu sinni og við vonum að hún hafi líka vitað hversu stolt við vorum af henni. Þrátt fyrir stóran fjölda afkomenda var amma merkilega minnug á nöfn og afmælisdaga okkar Sigurást Indriðadóttir ✝ Sigurást Indr- iðadóttir, Ásta á Leirá, fæddist 29. júní 1928. Hún lést 13. mars 2021. Út- för Ástu fór fram 29. mars 2021. allra. Við fundum aldrei fyrir þess- um fjölda því hún veitti okkur öllum óskipta athygli, hvernig sem hún fór að því. Það voru sannkölluð forréttindi að fá að dvelja í sveitinni hjá afa og ömmu á Leirá. Amma dekraði við okkur með nýbökuðu bakkelsi á hverjum degi og jafnvel gátum við platað hana til að sauma einhverja tískuflíkina fyrir okkur eða baka pítsu með sín- um sérstaka hætti, oft með tómatsósu og bjúgum eða hangikjöti. Í sveitinni lærðum við á lífið, við lærðum að vinna en jafnframt að njóta náttúr- unnar og samskipta við dýrin í þessum ævintýraheimi sem Leirá var. Æskuminningarnar eru óteljandi: þegar við stál- umst út á á, stálum tómötum úr gróðurhúsinu, lærðum að keyra traktor, hentumst upp á kerruna hjá afa, spiluðum á falska píanóið í stofunni án þess að nokkur kvartaði eða bara löbbuðum um sveitina okkar, jafnvel á eftir nokkrum beljum, og nutum náttúrunnar. Við erum afa og ömmu þakklát fyrir að hafa veitt okkur alla þá ást og hlýju sem þau áttu. Nú er komið að leiðarlokum hjá elsku ömmu okkar og við mun- um sakna hennar. Amma sakn- aði Kidda afa og Reynis sárt og í hjarta okkar trúum við því að nú séu þau sameinuð í sum- arlandinu, hvar sem það nú er, kannski Leirá í annarri vídd. Hver minning um ömmu er dýrmæt perla og þökkum við fyrir þann tíma sem við feng- um með henni. Elsku Ásta amma hvíldu í friði og guð geymi þig. Hlynur Þór, Kristín Birna, Margrét Ásdís og fjölskyldur. Elsku amma Munda, ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farin og er ennþá að hugsa um að ég ætli að skreppa í heimsókn til þín til að spjalla um allt og ekkert og ná mér í nokkrar súkkulaðirúsínur. Þú skilur eftir þig mikið tómarúm sem verður erfitt að fylla upp í. En núna þegar þú ert farin þá langar mig að rifja upp það sem mér er minnisstætt um þig ömmu mína sem var mér mikil fyrirmynd í lífinu enda hef ég ekki hitt sterk- ari eða seiglumeiri konu en þig. Þó að lífið hafi tekið frá þér eins mikið og það gaf þér, þá gafst þú aldrei upp og hættir aldrei að lifa lífinu með þeirri miklu gleði sem þú bjóst yfir. Þú varst alltaf í Pollý- önnuleik og dugleg að hvetja mig til að taka þátt. Þær eru ófáar minningarnar mínar um þig þar sem hálf bar- næskan mín var hjá þér á Grænó. Að horfa á gamlar spólur, úti í garði að hjálpa til við að slá blett- inn, inni í eldhúsi að borða brauð með heimagerðri kæfu meðan þú trallaðir og söngst, fara út í Guðnabakarí að kaupa kleinu- hringi eða niðri í saumaherbergi þar sem þú saumaðir flíkur á mig, hverja annarri glæsilegri. Jóla- kjólar, útskriftarkjólar, 17. júní föt, búningar fyrir skólaleikrit, gallabuxur, kápur, peysur og hvað eina sem vantaði, þú saumaðir þetta allt á mig með mikilli gleði og óaðfinnanlegum stíl. Fyrirgefðu að ég gat aldrei staðið kyrr meðan þú varst að taka af mér mál. Þú skófst aldrei af neinu og sagði hlutina alltaf eins og þeir komu þér fyrir sjónir. Þegar þú Ingimunda Guðrún Þorvaldsdóttir ✝ Ingimunda Guðrún Þor- valdsdóttir fæddist 10. september 1929. Hún lést 29. mars 2021. Útförin fór fram 8. apríl 2021. ákvaðst að gera eitt- hvað þá var ekkert verið að tvínóna við eitt eða annað heldur bara keyrt í hlutina. Þetta þótti mér oft fyndið þar sem heið- arleiki þinn og hvat- vísi var oft efni í fyndna sögu sem var lengi endurtekin. En það var ekki alltaf dans á rósum að eiga heiðarlega og hvatvísa ömmu. Í þeim mörgu búðarferð- um sem við fórum saman til Reykjavíkur þá gat oft verið erfitt að vera unglingur að máta föt þeg- ar þig langaði að sjá hvernig allt liti út. Þá var búningsklefinn bara rifinn upp og mér skipað að koma fram og sýna þér hvernig allt leit út. Athugasemdum og skoðunum um hvað passaði og hvað passaði ekki var svo frjálslega deilt út. Eftir á að hyggja þá hafðir þú allt- af rétt fyrir þér enda mikill tísku- snillingur og stílisti. Þú kenndir mér að ég ætti alltaf að vera ég, predikaðir stíft að ég ætti ekki að reyna að vera eins og allir aðrir, vera öðruvísi og vera ánægð með að vera ég sjálf. Þetta eru orð sem hafa setið fast eftir og mun ég alltaf minnast þess með hlýju hvernig þú stappaðir enda- laust stálinu í unglingsstelpuna sem fannst hún stundum ekki vera eins merkileg og hún var í raun og veru. Ég er svo þakklát að hafa flutt heim og fengið að eiga þetta eina og hálfa ár með þér og fyrir allar þær góðu stundir sem við áttum saman þegar ég kom að heim- sækja þig um helgar. Hvort sem þú varst að smyrja handa mér brauð með kæfu, telja bílana á leiðinni heim á Selfoss, spila kana eða að fagna með mér þeim áföngum sem voru mikilvæg- ir í lífinu þá gerðir þú það allt með gleði og ást. I love you inn að beini. Þín dótturdóttir, Karen. MINNINGAR 17 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 ✝ Sævar Hólm Pétursson fæddist 13. nóv- ember 1954 í Reykjavík. Hann lést á Landspít- alanum 12. mars 2021. Foreldrar Sæv- ars voru hjónin Pétur Hólm Karls- son bifreiðarstjóri, f. 30. desember 1920 í Reykjavík, d. 4. október 2017, og Kristólína Guðmunds- dóttir húsmóðir, f. 26. ágúst 1924 í Nýjubúð í Grundarfirði, d. 21. apríl 1991. Systkini Sævars eru Guðlaug Erla, f. 8. júlí 1947, d. 18. júlí 2019, og Alda og Bára, f. 10. jan- úar 1950. Sævar ólst upp á Baldursgötu 26 í Reykjavík og gekk í Miðbæj- arskólann. Hann nam prent- myndasmíði í Iðnskólanum í Reykjavík og lauk sveinsprófi í þeirri grein 1976 og starf- aði lengst af í prentiðnaðinum. Sævar var í sam- búð með Hönnu Margréti Geirs- dóttur, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: Pétur Fannar verkfræð- ingur, f. 14. júlí 1976 í Reykjavík, og Harpa Júlía hjúkrunarfræðingur, f. 9. júlí 1979 í Reykjavík. Eiginkona Péturs er Margrét Jónasdóttir, f. 6. apríl 1976, og börn þeirra eru Freyja Ísold, f. 7. ágúst 2003, Fanndís Sunna, f. 20. ágúst 2007, og Theódór Jónas, f. 21. febrúar 2012. Barn Hörpu er Sölvi Freyr, f. 19. september 2006. Útför hefur farið fram í kyrr- þey að ósk hins látna. Það kemur manni alltaf dá- lítið á óvart þegar maður les dánarauglýsingarnar í Morgun- blaðinu og rekst þá, eins og af einhverri tilviljun, á dauðsfall góðs vinar, sem maður hefur haft samskipti við fyrr á lífs- leiðinni og jafnvel fram á þenn- an dag. Það koma ósjálfrátt upp í hugann ýmsar minningar frá fyrri tíð og þannig var það nú á dögunum þegar ég las dánarfregn míns ágæta félaga Sævars Hólm Péturssonar prentmyndasmiðs. Sævar Hólm var fæddur 13. nóvember 1954 og lést 12. mars 2021. Hann féll því frá fyrir aldur fram, aðeins 66 ára gam- all. Sævar nam prentmynda- smíði í Iðnskólanum í Reykja- vík og lauk sveinsprófi í þeirri grein 19. febrúar 1976. Hann starfaði fyrst hjá Myndamótum (Morgunblaðinu) 1973-1984 og á þeim árum bætti hann við sig námi í offsetskeytingu og plötu- gerð vegna tæknibreytinga í iðninni og tók sveinspróf í þeirri grein. Seinna vann hann m.a. hjá Eddu, Ísafold, Korpus og Prentþjónustunni. Það hefur verið á þeim árum eftir að Félag bókagerðar- manna var stofnað, sem fund- um okkar bar fyrst saman eða þegar ég vann á skrifstofu fé- lagsins eftir 1980. Þá kom hann oft við hjá mér á Hverfisgötu 21 og settist við borðið hjá mér og við spjölluðum saman um líf- ið og tilveruna. Sævar var dag- farsprúður maður að eðlisfari og var þess vegna oft valinn til ábyrgðarstarfa á meðal sinna starfsfélaga. Hann var t.d. í or- lofsheimilanefnd Grafíska sveinafélagsins þegar hann starfaði í því félagi og trún- aðarmaður á sínum vinnustöð- um 1979-1984 og aftur 1990- 1992. Seinna á lífsleiðinni, eftir að ég var hættur að vinna, bar fundum okkar Sævars sjaldnar saman og nær aldrei eftir að ég flutti austur í Hveragerði. En þá kom til skjalanna þetta lífs- nauðsynlega tækniundur, Face- bókin, sem við báðir tileink- uðum okkur síðustu árin. Enn fremur gekk hann nýlega í fé- lagið okkar Prentsögusetur, sem hefur það að markmiði að varðveita gamla muni og menn- ingu okkar bókagerðarmanna. Á því sviði höfum við haft nokkur samskipti undanfarin ár. Ég vil nú að lokum þakka honum fyrir góða viðkynningu og votta aðstandendum hans innilega samúð. Svanur Jóhannesson. Sævar Hólm Pétursson Samkomubann og óvenjulegar aðstæður í þjóðfélaginu hafa leitt til þess að útfarir eru nú með breyttu sniði. Morgunblaðið hefur brugðist við með því að rýmka reglur um birtingu á minningargreinum. Minningargreinasíður blaðsins standa opnar öllum þeim sem vilja minnast ástvina eða sýna aðstandendum samúð og samhug. Í ljósi aðstæðna hefur verið slakað á fyrri verklagsreglum hvað varðar útfarir í kyrrþey. Ekkert er því til fyrirstöðu að birta minningargreinar sama dag og útför einstaklings er gerð hvort sem hún er háð fjöldatakmörkunum eða gerð í kyrrþey. Starfsfólk greinadeildar Morgunblaðsins er boðið og búið að aðstoða þá sem hafa spurningar um ritun minningar- greina eða hvernig skuli senda þær til blaðsins. Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Birting minningargreina Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HANS GEORG BÆRINGSSON málarameistari frá Ísafirði, verður jarðsunginn frá Lindakirkju föstudaginn 16. apríl klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: https://www.lindakirkja.is/utfarir/. Fjölskyldan sendir sérstakar þakkir til starfsfólks á deild B6 Landspítala Fossvogi. Hildigunnur Lóa Högnadóttir Hilmar Þór Georgsson Íris Georgsdóttir Júlíus G. Gunnlaugsson Halldór Högni Georgsson barnabörn og barnabarnabarn Elsku eiginmaður minn, faðir, sonur, bróðir, tengdasonur og barnabarn, BRYNJAR GUNNARSSON, andaðist fimmtudaginn 1. apríl. Útförin fer fram mánudaginn 19. apríl kl. 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta fjölskylda og vinir viðstödd athöfnina en streymt verður frá henni á eftirfarandi slóð: https://youtu.be/FaHv84a0PGg. Þeim sem vilja styrkja litlu fjölskylduna er bent á söfnunarreikning: 0370-22-017567 – kt. 240586-6229. Stefanía Rafnsdóttir Máni Brynjarsson Ína Salóme Hallgrímsdóttir Gunnar Bogi Borgarsson Kristín Gunnarsdóttir Bjarki Páll Eysteinsson Elísabet Katrín Jósefsdóttir Rafn Þorsteinsson Bryndís Gunnarsdóttir Sigurður Jónsson Hjartans þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS SIGURBJARNARSONAR bílstjóra, Eskifirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyflækningadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað fyrir góða umönnun. Margrét Óskarsdóttir Halldóra Ósk Sveinsdóttir Einar Örn Jónsson Díana Mjöll Sveinsdóttir Sigurbjörn Jónsson Sveinn Pálmar Jón Kristinn Margrét Ósk Jökull Logi Svanhildur Sól Sveinn Elskulegur eiginmaður minn, JÓN OTTO RÖGNVALDSSON, lést á Gran Canaria fimmtudaginn 8. apríl. Andrea Baldursdóttir og aðrir ástvinir Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, MAREN KRISTÍN ÞORSTEINSSON, Miklubraut 56, fædd á Sandi, Sandey í Færeyjum, lést á Hjúkrunarheimilinu Grund sunnudaginn 11. apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Innilegar þakkir fær starfsfólk Grundar fyrir góða umönnun. Gréta Kjartansdóttir Matthías Hannes Guðmunds. Kjartan Hrafn Matthíasson Sigurbjörg Eyjólfsdóttir Kristín Ásta Matthíasdóttir Jón Þorgrímur Stefánsson og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.