Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 14.04.2021, Qupperneq 21
DÆGRADVÖL 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. APRÍL 2021 „MÉR HEFUR VERIÐ GEFIÐ TÆKIFÆRI TIL AÐ STARFA SJÁLFSTÆTT.“ „HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ KLIPPA ÚT HEILSÍÐUAUGLÝSINGU?“ Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að geta ekki verið lengi reið út í hann. Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann LÍSA, VARSTU VINSÆL Í GAGGÓ? JÁ. EN ÞÚ? UH… JÁ ÉG ER KANNSKI EKKI MYNDARLEGUR, GREINDUR EÐA STERKUR … ÞAÐ ER ALLT Í LAGI! ÉG ER KANNSKI EKKI FJÁÐUR… ÉG VEIT KANNSKI EKKI HVENÆR ÉG Á AÐ ÞEGJA! ÞAÐ VORU ALLIR LEIÐIR ÞEGAR ÉG ÚTSKRIFAÐIST! HREKKJUSVÍNIN FLÖGGUÐU NÆR- BUXUNUM HANS Í HÁLFA STÖNG Fjölskylda Eiginkona Gunnars Helga er Gunn- hildur J. Lýðsdóttir, f. 12.6. 1952, við- skiptafræðingur. Þau búa í Skrúðási í Garðabæ. „Þar steinsnar frá búa syn- irnir þrír og fjölskyldur þeirra í um 5 mínútna göngufæri hvert frá öðru. Við köllum þetta „litla þorpið okkar“ í Ásahverfinu.“ Foreldrar Gunnhildar eru hjónin Mundheiður Gunnars- dóttir, f. 23.2. 1932, húsfreyja, og Lýður Jónsson, f. 17.9. 1925, fv. bifreiðarstjóri. Þau búa í Reykjavík. Synir Gunnars Helga og Gunn- hildar eru: 1) Hálfdan Guðni, f. 28.2. 1973, C.sc, vélaverkfræðingur og framkvæmdastjóri. Kona hans er Þór- hildur Ólafsdóttir, f. 7.8. 1973, doktor í hagfræði, starfar við vísindarann- sóknir. Börn þeirra eru: Gunnar Helgi, f. 30.8. 1999, Anna Katrín, f. 21.7. 2001, Ásgerður Sara, f. 24.11. 2006, og Gunnhildur Lilja, f. 25.3. 2013; 2) Lýður Heiðar, f. 29.8. 1980, viðskiptafræðingur og Msc.IM, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs. Kona hans er Vigdís Ósk Helgadóttir, f. 14.3. 1980, rekstrarhagfræðingur, Cand.merc. og M.acc., framkvæmda- stjóri. Börn þeirra eru: Arnar Freyr, f. 4.8. 2012, og Heiðar Ingi, f. 13.4. 2014; 3) Helgi Már, f. 11.6. 1991, Msc. vélaverkfræðingur, starfar við véla- hönnun. Bróðir Gunnars Helga er Sigurður Hálfdanarson, f. 9.7. 1948, fv. versl- unarmaður í Reykjavík. Foreldrar Gunnars Helga voru hjónin Hálfdan Helgason, f. 24.3. 1908, d. 16.1. 1972, stórkaupmaður, og Arína Margrét Sigurðardóttir, f. 10.9. 1919, d. 16.4. 1999, verslunar- maður. Þau bjuggu í Reykjavík. Gunnar Helgi Hálfdanarson Júlíana Hólmfríður Davíðsdóttir vinnukona á Enni við Blönduós Ingimundur Sveinsson smáskammtalæknir og bóndi á Tungubakka í Laxárdal fremri, A-Hún. Halldóra Sigríður Ingimundardóttir húsfreyja Sigurður Sveinsson bóndi á Enni við Blönduós Arína Margrét Sigurðardóttir húsfreyja og verslunarmaður í Reykjavík Helga Þorleifsdóttir húsfreyja Sveinn Kristófersson bóndi á Enni við Blönduós Jóhanna Sigríður Margrét Jóhannsdóttir húsfreyja TorfiMagnússon bókhaldari í Reykjavík og bæjarfógetafulltrúi á Ísafirði Guðrún Torfadóttir húsfreyja Helgi Jónsson verslunarmaður á Stokkseyri og í Reykjavík Halla Árnadóttir húsfreyja Jón Magnússon bóndi í Narfakoti í Njarðvíkum og Bráðræði í Reykjavík Úr frændgarði Gunnars Helga Hálfdanarsonar Hálfdan Helgason stórkaupmaður í Reykjavík Bjarni Thor Kristinsson segir fráþví á Boðnarmiði að langa- langalangamma hans, Guðríður Jónsdóttir, Múlakoti, Lund- arreykjadal, hafi samið þessa vísu sem vissulega hafi elst vel: Gott er ekki að lifa lengur landinn vill nú eygja flest. Eldgos, kvilli, kvefsótt gengur, kúadauði og bráðapest. Friðrik Steingrímsson hefur orð á því að hraunið flæði í dalina: Fyllast dalir fyrr en varir flæðir storkan ógnar hratt, lostið furðu liðið starir, landið verður bráðum flatt. Helgi Zimsen segir „frétt úr Meradal“: Hrauns ber elfur glóðaglassúr, (geldingur enn þó spýjum tvinnar). Ruslast kvika rifu gass úr rassgarnarenda merarinnar. Jón Arnljótsson yrkir: Úr iðrum jarðar eldur kemur og hann rennur niðrí dalinn, fer þar yfir grónar grundir, gossins krafta enginn hemur. Fólkið gengur langar leiðir, að líta yfir fjallasalinn, sjá hann hopa hraunið undir, hratt sem þarna úr sér breiðir. Guðmundur Arnfinnsson yrkir og nefnir „Víti til að varast“: Allt er nú á ferð og flugi, fjöllin springa og eldi gjósa, magnast glóð í Meradölum, Myrkraöflin sigri hrósa, trylltan að sér lýðinn laða leiksýningar til að njóta, valtur sem í vímu loks á Vítisbarmi missir fóta. Halldór Guðlaugsson yrkir: Breytingum er gefinn gaumur gýs í nokkuð stærri skala rauðglóandi rennnur flaumur rösklega til Meradala. Jón Atli Játvarðsson gefur þá skýringu á vísu sinni, að oft sé gam- an að klára tvö málefni í fjórum lín- um. Vísnagerð geti stundum verið yfirþyrmandi fyrir menningarvita, t.d. í Kiljunni. Jafnvel best að gefa skít bæði í formið og afurðina! Út á túni trunta skeit, tagli vingsar, sólin baðar. Vísundur á vetrarbeit var með hugann annars staðar. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Dalir fyllast og landið verður flatt Hreinsum allar yfirhafnir, trefla, húfur og fylgihluti STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut 58–60 • 108 Reykjavík • haaleiti@bjorg.is www.facebook.com/efnalauginbjorg • Sími 553 1380

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.