Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 4
FRÉTTIR VIKUNNAR 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021 U ndir lok liðinnar viku var boðað til blaðamanna- fundar lögreglu, þar sem fram kom að í Rauðagerðismálinu lægi fyrir játning albansks karl- manns, Armando Bequiri, sem studd væri öðrum gögnum málsins. Um tildrögin og hvatirnar að baki verknaðinum væri þó enn allt á huldu. Á sunnudag kom svo fram að töluvert fyrir morðið hefði borist framsalskrafa albanskra stjórn- valda á hendur manninum, en við henni hefði af óútskýrðum ástæðum ekki verið brugðist. Hægri hönd Róberts Wessmans, forstjóra Alvogen, til fjölda ára steig fram sem uppljóstrari um framkomu Róberts, sem hann telur ekki samræmast störfum hans sem forstjóra alþjóðlegra stórfyr- irtækja. Rannsókn félagsins á um- kvörtunum hans lyktaði hins vegar með því að ekki væri fótur fyrir þeim, en þar að auki hefði Róbert beðist afsökunar á hinu ámæl- isverðasta. Birgir Bieltvedt keypti Domino‘s í sautjánda sinn eða eitthvað. Óhætt virðist að fullyrða að sá góði herra fái sig seint fullsaddan af pizzum. Eldgosið í Geldingadölum hélt áfram að malla og áfram lögðu þús- undir Íslendinga leið sína þangað, sér í lagi eftir að veður batnaði. Rík- isstjórnin veitti 10 milljónum króna til Grindavíkurbæjar til þess að bæta aðstæður, en þar á að leggja grunn að sjálfbæru svæði, hvað sem það nú þýðir. Á sama tíma og þúsundur þyrptust að gosinu klóruðu menn sér í höfð- inu víða annars staðar á landinu, þar sem alls kyns sambærileg eða áhættuminni útivist á borð við skíðaiðkun hafði verið bönnuð af sóttvarnaástæðum. Mikill fjöldi afbókaði dvöl í orlofs- húsum um páskana, án vafa vegna hertra sóttvarna. Á hinn bóginn mátti víða greina glaum í heima- húsum í dymbilvikunni. Bið eftir liðskiptaaðgerðum leng- ist á ný hér á landi samkvæmt skýrslu Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem þó skilur ekkert í því hvernig á því gæti stað- ið. Á meðan má ekki semja við einkarekna heilbrigðisþjónustu um það. . . . Tíu smit greindust um liðna helgi, þar af þrjú utan sóttkvíar, en ekki reyndist unnt að tengja þau við önn- ur smit. Hlé var gert á bólusetn- ingum fram yfir páska, þar sem bóluefni var á þrotum. Ekki bætu úr skák fréttir um að milljónir skammta Johnson & Johnson hefðu eyðilagst fyrir mistök, sem vel kann að hafa áhrif á afhendingu hingað. Áhrif stórhertra samkomutakmark- ana komu víðar fram. Þannig tók netverslun við sér nánast um leið og þær voru kynntar og fólk tók að panta sér mat og aðra vöru heim. Samherji krafðist þess af Rík- isútvarpinu að siðanefndarúr- skurður um alvarleg brot frétta- mannsins Helga Seljan með digrum yfirlýsingum í félagsmiðlum hefðu einhver áhrif. Því var hafnað og áréttað að brotin myndu engin áhrif hafa á störf hans. Þvert á móti birti Rakel Þorbergs- dóttir fréttastjóri yfirlýsingu um að Samherji hefði beitt Helga ofbeldi með því að áfellast hann fyrir störf hans á opinberum vettvangi. Áslaug Magnúsdóttir athafnakona í Vesturheimi festi kaup á Svefn- eyjum í Breiðafirði af erfingjum Dagbjarts Einarssonar og Birnu Óladóttur, útgerðarhjóna í Grinda- vík. Þar ætla hún og unnusti hinnar að eiga sumarheimili og nýta þör- unga í föt. Af gosslóðum var það helst að frétta að bílastæði voru merkt fyrir aðvíf- andi manngrúann og rútuferðir skipulagðar úr bænum. Þá gefa rannsóknir til kynna að gosefni það- an trufli ekki flug yfir Suðvest- urlandi. Fjórir hafa gefið kost á sér til þess að gegna embætti umboðsmanns Alþingis, þau Áslaug Björgvins- dóttir lögmaður, Ástráður Har- aldsson héraðsdómari, Kjartan Björgvinsson, héraðsdómari og settur umboðsmaður, og Skúli Magnússon, héraðsdómari og dóm- stjóri. Þriðja þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið til landsins, en þær eru allar af gerðinni Airbus Super Puma H225. Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur segir að til standi að gera Hafnartorg meira aðlaðandi og bæta ásýnd þess. Samkvæmt birtum af- stöðumyndum stendur til að koma þar fyrir tveimur gróðurpottum. . . . Um 15 skipulagðir glæpahópar, ís- lenskir sem erlendir, starfa í land- inu að sögn Karls Steinars Vals- sonar, yfirlögregluþjóns á alþjóðasviði ríkislögreglustjóra. Hann segir ofbeldi aukast og verða harðara, þótt samvinna glæpahópa sé meiri hér á landi en víðast. Sömu- leiðis gladdi marga að vita til þess að þar þrífst fjölmenning öfugt við það sem oftast þekkist með glæpa- hópum erlendis. Ásókn borgarbúa í athvarf utan pestarbælisins virðist hafa aukist eftir því sem líkur minnka á að heimsfaraldurinn réni eða bólusetn- ing nái máli. Af þeim ástæðum stendur til að byggja 75 ný einbýli í landi Húsafells í Borgarfirði. . . . Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á skírdag, en í þeim fólst meðal annars skylda til að komufarþegar frá áhættusvæðum faraldursins þyrftu að fara í sóttvarnahús, en Fosshótel í Þórunnarhúsi verður notað til þess arna. Farþegarnir þurfa að borga fyrir þann munað. Lögregla þurfti að loka aðgangi að gosstöðvunum í Geldingadölum um hríð vegna ásóknar, en lands- menn virðast hafa fundið fátt annað við að vera í fásinni og faraldri. Þau ömurlegu tíðindi voru kunn- gerð að líkneski af Kanye West myndi ekki rísa í Vesturbæ Reykja- víkur, þrátt fyrir að það hefði verið langvinsælasta hugmyndin meðal íbúa í kosningu. Íbúalýðræðið í Reykjavík er greinilega aðeins virkt þegar íbúarnir fara að vilja borg- arstjóra. Kaupfélag Skagfirðinga gaf sveitar- félaginu Skagaströnd þrjár fast- eignir þar í bænum, um 4.000 m² alls, sem áður voru í eigu FISK Sea- food, dótturfélags KS. Húsunum verða fundin hlutverk í þágu íbúa á Skagaströnd. Risastór landfylling er fyrirhuguð í Elliðaárvogi undir stækkun Bryggjuhverfis. Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn lagði til að Íslendingar tækju aftur upp aðildarviðræður við Evrópu- sambandið og valdi til þess sama dag og ESB bannaði Cocoa Puffs, morgunkornið vinsæla. Ekki liggja fyrir ástæður þessa frumkvæðis, en mögulega þykja flokknum bólusetn- ingar ganga of vel. . . . Fyrirskipanir um að fólk yrði skikk- að í sóttvarnahús og látið borga fyrir mættu andstöðu, ekki síst þar sem efast var um að þær stæðust lög og stjórnarskrá. Ekki bætti úr skák að aðbúnaðurinn þar þótti ekki upp á marga fiska. Lögmaður bauðst til þess að taka að sér mála- ferli vegna dvalar í „þvingaðri sóttkví í gúlagi stjórnvalda“. Þar voru 122 samviskufangar með tóm- an míníbar. Á meðan þessu stóð greindust þrír innanlands, allir í sóttkví. Þingmennirnir Óli Björn Kárason og Brynjar Níelsson hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að Rík- isútvarpið fari af auglýsingamark- aði. Fangi lést á Litla-Hrauni. Ekkert benti til þess að það hefði gerst með saknæmum hætti. Páskafasta og sóttvarnir Útihátíðin í Geldingadölum hélt áfram að mestu leyti óáreitt af lögreglu og sóttvarnayfirvöldum. Morgunblaðið/Ásdís 28.3.-2.4. Andrés Magnússon andres@mbl.is Femarelle fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana. “Ég byrjaði að nota Femarelle vegna þ skerti svefninn. Ég vildi finna náttúrule fann fljótt mun ámér , svitakófin hurfu taka femarelle eftir breytingaskeiðið o gera það áfram. Ég mæli með Femare y Stefanía Emma Ragnarsdóttir Unstoppable lle f rir allar konur. Femarelle Unstoppable er hannað fyrir konur sem eru komnar yfir breytingaskeiðið og vilja viðhalda kraftmiklum lífsstíl og vernda beinin þegar árin færast yfir. Innihald í Femarelle Unstoppable: • DT56a (efnasamband unnið úr sojabaunum) • B2-vítamín • Bíótín (B7-vítamín) • D3-vítamín • Kalk Elskaðu. Lifðu. Njóttu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.