Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 6
VETTVANGUR
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
Þ
að hefur eitthvað gerst. Ég veit ekki ná-
kvæmlega hvað það er en það er alveg
ljóst að jafnvel eðlilegustu hlutir hafa
breyst þannig að þeir eru algjörlega óþekkj-
anlegir. Nema, og það er sennilega líklegra, að
minnið sé farið að gefa sig og allt úr æskunni
sé baðað í ljósrauðum bjarma áhyggjuleysis.
Ég ólst upp við að bera út blöð. Öll blöð sem
komu út: Moggann, sem fór á nánast hvert
heimili, Þjóðviljann, sem fór býsna víða, Tím-
ann, sem var ekki alveg jafn vinsæll í Reykja-
vík, og Alþýðublaðið, sem var venjulega í örfá-
um eintökum, enda varla hægt að kalla eina
opnu dagblað.
Í minningunni skottaðist ég um heilu póst-
númerin áhyggjulaus. Man ekki einu sinni eft-
ir því að hafa þurft að vakna neitt sérstaklega
snemma. Helstu minningarnar eru að standa í
dyragættinni um kvöld, með lykt af soðinni
ýsu fyrir vitunum að rukka fyrir blaðið. Það
var nefnilega hluti af því að vera blaðberi að
sjá til þess að fólk borgaði. Og sennilega erfið-
asti hlutinn því fólk átti ekki alltaf pening og
stundum þurfti maður að koma nokkrum sinn-
um og jafnvel geyma ávísanir. Reglan var
nefnilega sú að ef kaupendur borguðu ekki –
þá fékkst þú ekki borgað.
Þetta þótti semsagt eðlilegt þá. Ungir
krakkar á ferð um kvöld með mikla peninga í
vasanum að banka upp á hjá ókunnugu fólki.
Þetta er nánast eins og sögur úr annarri
vídd.
Það er liðin tíð og enginn þarf að standa í að
rukka. Og því fannst mér gráupplagt að bjóða
dóttur minni, sem er að safna sér fyrir hesti,
að prófa að bera út blöð. Bara tvo daga til að
athuga hvort þetta væri eitthvað sem hana
langaði til að gera.
Þetta er á listanum yfir einhverjar verstu
hugmyndir sem ég hef fengið. Ekki síst vegna
þess að ég ákvað að vera nú góði pabbinn og
labba þetta með henni. Sem var reyndar bara
eins gott.
Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir að blaðburði sé
lokið fyrir klukkan sjö. Lokið. Það þýðir að það
þarf að vakna klukkan nótt. Í öðru lagi fylgir
alls konar dót með, bæklingar og auglýsingar
og það þarf allt að fara á réttan stað. Það eru
nokkrar tegundir af miðum sem afþakka
fjöldapóst eða fríblöð og sumir eru með hand-
skrifaðar leiðbeiningar. Þetta þarf allt að
skoða í myrkrinu. Í þriðja lagi virðist hafa
gripið um sig mjög bjánaleg tíska í útidyrum.
Pínulitlar lúgur og jafnvel neðst á hurðinni eru
ekki draumur blaðberans. Sérstaklega ekki
þegar þykku helgarblöðin þurfa að komast í
gegn.
Í fjórða lagi þurftu þessir tveir dagar að
lenda á einhverju versta kuldakasti vetrarins
þar sem fólki var bent á að best væri nú að
halda sig heima. Einmitt.
Það kom semsagt í ljós að það sem var í
minningunni léttur göngutúr áður en maður
fór í skólann var orðið að tveggja tíma stífri
vinnu við að klífa
ísilagðar tröpp-
ur, troða blöðum
í gegnum lúgur
sem voru senni-
lega bara hann-
aðar fyrir póst-
kort og í mesta
lagi umslög og
lesa á illa merkt-
ar útidyr svo Mogginn félli ekki í rangar hend-
ur. Sem reyndar gerðist tvisvar og biðjumst
við velvirðingar á því.
Þegar þú lest þennan pistil með
morgunkaffinu í hlýjunni er allt í lagi að
hugsa til blaðberans sem mögulega barðist í
gegnum appelsínugula viðvörun til að koma
blaðinu til þín. Og ég get sagt þér að blað-
berinn var ekki við feðginin. Því jafn ákaft
og hana dreymir um hest þá held ég að ég
geti fullyrt að hún hefur lokið störfum sem
blaðberi.
Eftir seinni daginn, þegar við stauluðumst
örþreytt inn þá leit hún á mig og sagði af nokk-
urri yfirvegun: „Það var gaman að fara með
þér í göngutúr en þetta gerum við aldrei aft-
ur.“
Við sjáum til. Þessi hestur er ekki að fara að
kaupa sig sjálfur.
’
Þetta þótti semsagt eðlilegt
þá. Ungir krakkar á ferð
um kvöldin með mikla peninga
í vasanum að banka uppá hjá
ókunnugu fólki. Þetta er nánast
eins og sögur úr annarri vídd.
Á meðan ég man
Logi Bergmann Eiðsson
logi@mbl.is
Blaðberadraumar
N
ú er útlit fyrir að halli rík-
issjóðs á síðasta ári hafi
verið 200 milljarðar eða
6,6% af vergri landsframleiðslu. Á
þessu ári er útlit fyrir miklu meiri
halla eða 10,2%. Það er mun verri af-
koma en 2009, fyrsta árið eftir
bankahrunið, og þótti þó flestum
nóg um.
Þessi alvarlega staða ógnar vel-
ferð landsmanna. En hún kemur
misjafnlega harkalega niður á fólki
til skemmri tíma. Einna verst bitnar
hún á þeim ríflega 20
þúsund ein-
staklingum sem eru
atvinnulausir. Fjöldi
þeirra sem hefur
verið án atvinnu í
meira en 12 mánuði
hefur meira en tvö-
faldast á einu ári og þeir eru nú upp
undir fimm þúsund. Heildar-
atvinnuleysi er farið að nálgast 13%
og er meira en það varð mest í kjöl-
far bankahrunsins.
Blikur á lofti
Ástæðan fyrir þessari slæmu stöðu
er í stórum dráttum bara ein: Nær
algjör samdráttur í ferðaþjónustu.
Atvinnuveginum sem stóð undir um
40% af útflutningstekjum Íslands á
liðnum árum.
Til lengri tíma vegur þessi staða
að grunni velferðar okkar allra, með
einum eða öðrum hætti. Lykilspurn-
ing í því sambandi er: Hversu langur
tími er „til lengri tíma“?
Við getum náð kröftugri við-
spyrnu og rétt hratt úr kútnum. En
algjör forsenda þess er að ferðaþjón-
ustan nái sér aftur á strik. Áætlanir
um afkomu ríkissjóðs á þessu ári
(10,2% hallarekstur) miðast við spá
Hagstofunnar um að hingað komi yf-
ir 700 þúsund erlendir ferðamenn í
ár. Blikur eru á lofti hvað það varðar
eins og allir þekkja. Það er alvarlegt
og ber að taka alvarlega. Bólusetn-
ingar, bæði hér á landi og erlendis,
munu ráða mestu um framvinduna.
Ferðaviljinn erlendis
Ef forsendur skapast til að létta á
hörðum takmörkunum við landa-
mærin er hins vegar ástæða til
bjartsýni. Það sýnir m.a. ný könnun
um ferðavilja á helstu markaðs-
svæðum okkar, sem Íslandsstofa lét
gera í febrúar (fyrir gos). Um fjórð-
ungur Bandaríkjamanna býst við að
ferðast til útlanda á næstu sex mán-
uðum. Athygli vekur að hlutfallið er
töluvert lægra í Evrópu en engu að
síður er ferðaviljinn þokkalegur í
ljósi aðstæðna. Júní og september
eru oftast nefndir þegar spurt er um
tímasetningu. Talið er að miðað við
þessar niðurstöður sé ekki alveg úti-
lokað að spár um 700 þúsund ferða-
menn geti gengið eftir, en til þess
þarf margt fleira að ganga upp.
Ísland skorar næsthæst í könn-
uninni þegar spurt er um viðhorf til
sjö landa sem áfangastaðar fyrir
ferðamenn. Þar erum við sjónarmun
á eftir Nýja-Sjálandi en þessi tvö
lönd skera sig nokkuð úr hvað varð-
ar jákvætt viðhorf. Ísland skorar
reyndar líka hæst
þegar spurt er
hvaða löndum fólk
treysti best til að
hafa stjórn á Covid.
(Því miður var ekki
spurt um Nýja-
Sjáland). Það er al-
veg ábyggilega orsakasamband
þarna á milli; samkeppnisforskot
felst í því fyrir Ísland að halda far-
aldrinum niðri og mikilvægt að hafa
það í huga.
Bandaríkjamenn eru líklegastir til
að heimsækja Ísland á næstu 12
mánuðum samkvæmt könnuninni.
Um 14% þeirra segjast hafa það á
stefnuskránni. Þó að hlutfallið sé
lægra í Bretlandi var Ísland þó í
öðru sæti yfir líklegustu áfangastaði
Breta, af þeim löndum sem spurt var
um.
Þetta sýnir tækifærin sem við
stöndum frammi fyrir til að bæta þá
vondu stöðu ríkissjóðs sem lýst var
hér að framan og vegur að velferð
okkar allra. Og ekki hefur eldgosið í
Geldingadal dregið úr þeim.
Fleira skiptir máli
Það væri þó rangt að skilja við mál-
efnið á þeim nótum að ekkert annað
en ferðaþjónustan skipti máli fyrir
viðspyrnu Íslands. Við höfum ótal
sóknarfæri. Nýsköpunarumhverfið
dafnar sem aldrei fyrr, meðal annars
með auknum stuðningi stjórnvalda.
Orkuskipti eru stórt efnahagslegt
tækifæri til lengri tíma litið og ný-
lega var kynnt sérstakt átak sem
mun hraða för okkar í átt að grænni
framtíð. Við megum aldrei missa
sjónar á því hve Ísland á stór tæki-
færi til vaxtar og velferðar, hversu
alvarlegar sem núverandi áskoranir
eru.
Morgunblaðið/Eggert
Vegið að velferð
Úr ólíkum
áttum
Þórdís Kolbrún R.
Gylfadóttir
thordiskolbrun@anr.is
’
Til lengri tíma
vegur þessi staða
að grunni velferðar
okkar allra, með ein-
um eða öðrum hætti.
„… það felst samkeppn-
isforskot í því fyrir Ís-
land að halda faraldr-
inum niðri og mikilvægt
að hafa það í huga.“