Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
Við erum sérhæfð í gluggatjöldum
alnabaer.is
MYRKVA RÚLLUGARDÍNUR
08.00 Strumparnir
08.20 Blíða og Blær
08.40 Adda klóka
09.05 It’s Pony
09.25 Mia og ég
09.50 Lína langsokkur
10.15 Lukku láki
10.35 Ævintýri Tinna
11.00 Angry Birds Stella
11.05 Rabbit School
12.20 Nágrannar
12.40 Nágrannar
13.05 Nágrannar
13.25 Modern Family
13.50 Um land allt
14.35 Dagvaktin
15.15 Þær tvær
15.45 Ísskápastríð
16.35 Kórar Íslands
17.35 60 Minutes
18.26 Veður
18.30 Fréttir Stöðvar 2
18.40 Dolittle
20.25 Vegferð
20.55 Green Book
23.05 Aquaman
01.25 The Ugly Truth
02.55 Tin Star: Liverpool
03.45 Western Stars
ÚTVARP OG SJÓNVARP
Sjónvarp Símans
RÚV
Rás 1 92,4 . 93,5
Omega
N4
Stöð 2
Hringbraut
20.00 Kraftur síðasti sprett-
urinn
21.00 Vegabréf – Gauti Ein-
arsson
21.30 Uppskrift að góðum
degi – Eyjafjörður 4.
þáttur
Endurt. allan sólarhr.
16.00 Trúarlíf
17.00 Times Square Church
18.00 Tónlist
18.30 Ísrael í dag
19.30 Jesús Kristur er svarið
20.00 Blönduð dagskrá
21.00 Blönduð dagskrá
22.30 Gegnumbrot
23.30 Tónlist
20.00 Kaupmaðurinn á horn-
inu – saga JMJ Herra-
deild
20.30 Sólheimar 90 ára –
seinni hluti
21.00 Maður sviðs og söngva
– Björgvin Halldórsson
– Seinni hluti
21.30 Fréttavaktin – Sérúrval
Endurt. allan sólarhr.
10.00 Snæþór: Hvíta górillan
11.30 Aulinn ég 2 – ísl tal
13.05 The Hundred-Foot Jour-
ney
16.00 Hver drap Friðrik Dór?
16.40 Vinátta
17.10 Með Loga
17.50 Jarðarförin mín
18.20 Venjulegt fólk
18.50 Framing Britney Spears
20.05 Systrabönd
20.50 Þorpið í bakgarðinum
22.20 The Butler
00.35 Thelma and Louise
02.40 Burnt
06.55 Morgunbæn og orð dagsins.
07.00 Fréttir.
07.03 Hinir hinstu dagar.
08.00 Morgunfréttir.
08.05 Tónlist að morgni páska-
dags.
09.00 Fréttir.
09.03 Svona er þetta.
10.00 Fréttir og veðurfregnir.
10.13 Veröldin hans Walts.
11.00 Guðsþjónusta í Dómkirkj-
unni.
12.00 Hádegisútvarp.
12.20 Hádegisfréttir.
13.00 Allir deyja.
14.00 Óperan okkar.
15.00 Útvarpsleikhúsið: Vorar
skuldir.
15.25 Ratsjá: Eftirlit.
16.00 Síðdegisfréttir.
16.05 Jóhann syngur Mahler.
17.25 Sprengingin á Borgarfirði
eystra.
18.00 Kvöldfréttir.
18.10 Kona með sólhlíf sem
snýr sér til vinstri.
18.50 Veðurfregnir.
18.53 Dánarfregnir.
19.00 Páskaópera Útvarpsins:
Lucia di Lammermoor
með Mariu Callas.
21.15 Páskarím.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Ástir gömlu meistaranna.
23.10 Frjálsar hendur.
24.00 Fréttir.
07.15 KrakkaRÚV
07.16 Refurinn Pablo
07.21 Úmísúmí
07.44 Poppý kisukló
07.55 Kúlugúbbarnir
08.18 Lautarferð með köku
08.24 Hæ Sámur – 45. þátt-
ur
08.31 Flugskólinn
08.53 Hrúturinn Hreinn
09.00 Múmínálfarnir
09.22 Robbi og Skrímsli
09.44 Eldhugar
09.48 Sjóræningjarnir í
næsta húsi
09.59 Minnsti maður í heimi
10.00 Þorri og Þura – vinir í
raun
10.11 Frímó
10.23 Lúkas í mörgum mynd-
um
10.30 Hneturánið
12.00 Amma Hófí
12.50 Lói – þú flýgur aldrei
einn
14.10 Straumar
15.25 Lagið um hatrið
16.00 Herra Bean
16.25 Draumur
17.50 Táknmálsfréttir
18.00 KrakkaRÚV
18.01 Stundin okkar
18.25 Menningin – sam-
antekt
19.00 Fréttir
19.20 Íþróttir
19.25 Veður
19.35 Ávarp forseta Íslands
19.50 Landinn
20.20 Sóttkví
20.55 Húsmæðraskólinn
22.15 Hvítur, hvítur dagur
24.00 París norðursins
01.35 Dagskrárlok
9 til 13 100% helgi með Stefáni Valmundar Stefán
spilar góða tónlist og fer yfir valið efni úr morgun- og
síðdegisþáttum K100.
13 til 16 100% helgi með Þór Bæring Þór Bæring
og besta tónlistin á sunnudegi. Þór er góður að þefa
uppi það sem fjölskyldan getur gert sér til skemmt-
unar á sunnudögum.
16 til 18 Tónlistinn Topp40 Dj Dóra Júlía fer yfir 40
vinsælustu lög landsins á eina opinbera vinsældalista
Íslands sem er unninn í samstarfi við félag hljóm-
plötuframleiðenda.
Snorri Másson stýrir
hlaðvarpinu Skoðana-
bræður ásamt bróður sín-
um Bergþóri Mássyni.
Sjálfur hlustar Snorri
reglulega á hlaðvörp og
fékk K100 hann til þess
að gefa lesendum álit á
því sem hann hlustar á.
Hlaðvörp hafa verið gífurlega vinsæl undanfarið og erf-
itt getur verið að finna hlaðvarp sem hentar áhugasviði
hvers og eins enda um svakalegt úrval að ræða. Við hér
á K100 erum mikið áhugafólk um hlaðvörp og ákváðum
að ræða við það fólk sem heldur úti hlaðvarpi hér á Ís-
landi og fá það til þess að gefa okkur upp hvaða hlað-
varpsþætti, fyrir utan sína eigin, það hlustar á í sínum
frítíma. Það ætti að geta gefið fólki góðar hugmyndir
um áhugaverð hlaðvörp sem henta þess áhugasviði.
Hlaðvarpslista Snorra má nálgast í heild sinni á K100.is.
Áhugaverð hlaðvörp:
Snorri Másson gefur álit
París. AFP. | Franski leikstjórinn
Bertrand Tavernier lést 25. mars 79
ára að aldri. Hann var samviska
franskra kvikmynda og óhræddur
við fylgja sannfæringu sinni þótt það
gæti einangrað hann frá vinum sín-
um á vinstri vængnum.
Tavernier var sonur franskrar
andspyrnuhetju og ávann sér aðdá-
endur og alþjóðlega hylli með ein-
stakri blöndu af myndum með sögu-
legum bakgrunni og samtímasögum
með baráttuþema.
Hann fjallaði um óréttlæti, kyn-
þáttafordóma og lýjandi bölvun at-
vinnuleysis og var fyrir vikið líkt við
breska leikstjórann Ken Loach, þótt
stíll hans ætti meira sameiginlegt
með Hollywood-jöfrinum John Ford.
Tavernier var óþreytandi fyrir
framan myndavélina og aftan í bar-
áttu sinni gegn ritskoðun, pynting-
um í stríðinu fyrir sjálfstæði Alsír,
fyrir réttindum innflytjenda og fyrir
því að Evrópa héldi sínu gagnvart
Hollywood.
Hann skammaðist sín heldur ekk-
ert fyrir að kjósa hægrimanninn
Nicolas Sarkozy í forsetakosningun-
um 2007. Sarkozy hafði sem innan-
ríkisráðherra afnumið lög, sem
kváðu á um að vísa mætti fangelsuð-
um innflytjendum úr landi jafnvel
þótt þeir ættu nána aðstandendur í
Frakklandi. Sarkozy tók þessa
ákvörðun eftir að hafa séð heim-
ildamynd eftir Tavernier um efnið.
Beitti sér gegn óréttlæti
Leikstjórinn sagði að hann hefði ár-
angurslaust reynt að fá „huglausa“
stjórn sósíalista til að bregðast við í
þessu máli. „Sarkozy má þakka vin-
sældir sínar gagnsleysi vinstri
manna,“ sagði Tavernier síðar.
Tavernier með sinn hvíta makka
var þá þegar orðinn einn af nestor-
um franskrar kvikmyndagerðar, en
hann var jafn ákafur og afkastamik-
ill og hann hafði verið 20 árum fyrr
og beitti sér gegn óréttlæti í heim-
ildamyndum á milli þess sem hann
gerði dýrari leiknar myndir.
Hann hlaut BAFTA-verðlaunin
1990 fyrir myndina La vie et rien
d’autre (Lífið og ekkert annað),
átakamikið drama um tilraunir til að
bera kennsl á jarðneskar leifar fall-
inna á vígvöllum fyrri heimsstyrj-
aldar.
Philippe Noiret fékk einnig Cesar
(franska Óskarinn) fyrir leik sinn í
myndinni. Hann hafði oft unnið með
Tavernier eftir að myndin L’Horlo-
ger de Saint-Paul (Úrsmiðurinn frá
Saint-Paul) hlaut Silfurbjörninn á
kvikmyndahátíðinni í Berlín 1974.
Þegar Tavernier hlaut verðlaun fyrir
ævistarf sitt á kvikmyndahátíðinni í
Feneyjum árið 2015 hafði hann gert
rúmlega 40 leiknar myndir í nánast
öllum greinum kvikmynda og hlotið
eina tilnefningu til Óskarsverðlauna.
Tavernier fæddist í seinni heims-
styrjöld í borginni Lyon 25. apríl
1941. Borgin var þá í klóm Gestapo-
foringjans miskunnarlausa Klaus
Barbie, sem fékk viðurnefnið slátr-
arinn frá Lyon.
Faðir hans, rithöfundurinn Rene
Tavernier, gekk snemma í and-
spyrnuhreyfinguna og skaut skjóls-
húsi yfir ljóðskáldið og kommúnist-
ann Louis Aragon allt stríðið.
Ást á vestrum
Tavernier var heilsuveill á yngri ár-
um. Heimur kvikmyndanna opnaðist
fyrir honum þegar hann dvaldi á
heilsuhæli eftir að hafa fengið
berkla. Hann flutti til Parísar til að
nema lög, en fór brátt að skrifa fyrir
tímarit um kvikmyndir og aðstoða
leikstjóra, þeirra á meðal Jean-Luc
Godard, meistara nýbylgjunnar.
Gullöld Hollywood veitti honum
innblásturinn til að búa til bíómyndir
og sagði hann að það að horfa á kú-
rekamyndir hefði veitt sér líkamlega
ánægju.
„Ég varð leikstjóri út af ást minni
á vestrum,“ sagði hann við AFP. Sú
ást varð kveikjan að myndinni In the
Electric Mist, sem hann gerði í
Bandaríkjunum 2009 með Tommy
Lee Jones og John Goodman í aðal-
hlutverkum. Þar fékk hann útrás
fyrir ástríðu yngri ára fyrir einvígj-
um og hestum.
„Skyndilega fann ég aftur hvernig
þessum leikstjórum hlýtur að hafa
liðið þegar þeir mynduðu hópreiðar
og landslag. Það var eins og ég væri
að fara aftur til rótanna eins og mér
leið þegar ég var 15. Á ný birtust
mér stórkostleg skylmingaratriði úr
Scaramouche eftir George Sidney.“
Það var nóg af sverðum og hestum
í rómantísku skylmingamyndinni La
Princesse de Montpensier frá 2011
sem gerðist í grimmilegum trúar-
bragðaátökum í Frakklandi á 16. öld.
Í kjölfarið fylgdi grínmyndin Quai
d’Orsay árið 2013 um lífið í franska
utanríkisráðuneytinu í aðdraganda
Íraksstríðsins 2002.
Tavernier vann mikið með eigin-
konu sinni, Colo O’Hagan handrits-
höfundi, og hélt samstarf þeirra
áfram eftir skilnað þeirra. Dóttir
þeirra, Tiffany, er einnig rithöfund-
ur og heldur í fjölskylduhefðina.
Hún vann með föður sínum að mynd-
inni Holy Lola frá 2004.
Bertrand Tavernier
þakkar áhorfendum á
kvikmyndahátíðinni Lu-
miere í fæðingarborg
sinni, Lyon, árið 2019.
BERTRAND TAVERNIER LÁTINN
Afkastamikill
baráttumaður
AFP