Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Qupperneq 8
Elsku Meyjan mín, þetta tímabil sem þú ert að ganga í gegnum hefur
mikla merkingu. Það sýnir þér ljósið og sýnir þér leið sem einfaldar þá hluti sem þú hélst
að væru erfiðastir. Það er nefnilega stundum þannig að við segjum við okkur sjálf að þeg-
ar þessi kafli er búinn í lífi mínu verð ég hamingjusöm. En þegar sá kafli er búinn byrjar
bara næsti kafli og eitthvað nýtt eða annað að kljást við. Svo segðu skipanir skýrt við
hugsanir þínar, að þú leysir þessi vandamál vel eins og öll önnur og lendir alltaf á báðum
fótum.
Þú ert svo sannarlega það merki og sú týpa sem hefur níu líf og það sem hefur sett sig
fyrir framan þig og stoppað þig eru hraðahindranir með erfiðum hugsunum sem ekki eiga
heima í heilanum þínum. Þess vegna virðist vera að hvert ár, sem bætist við líftíma þinn,
rói niður vitleysisraddirnar í hausnum og þér líður betur og betur.
Það er mjög magnað og merkilegt fyrir þig að stunda hugleiðslu og orðið þýðir bara að
leiða hugann yfir í eitthvað annað og betra. Og þú þarft ekki að gera þetta í Excel, frekar
gefa þér lengri tíma í baði, nota vanillu, hún róar Meyjuna og bara anda meðvitað í tvær
mínútur tvisvar á dag. Þessir litlu hlutir munu breyta svo miklu fyrir þig ef þú leggur
smá á þig til að gera þá og þú munt skynja að á þessu tímabili sem þú ert að fara í verða
endalok á ýmsu, en það bjarta við það er að það þurfa að vera endalok til að gera upp og
byrja á einhverju nýju. Þú hugsar um það sem hefur verið að ergja þig, gerir það upp og
sleppir og þá verður til nýtt pláss fyrir bjartari, betri og nýjar tengingar fyrir sálina og
hugann. Það er bjart í kringum ástina, en það er vegna þess þú átt hana skilið.
Merki með níu líf
MEYJAN | 23. ÁGÚST 22. SEPTEMBER
Elsku Ljónið mitt, það sem er allra mikilvægast fyrir þig í stöðunni er að klára
það sem þú byrjar á. Þau Ljón sem hafa þetta meginmarkmið í þessum lesnu orðum eru á hár-
réttri leið. Ef þú ert að byrja á einhverju merkilegu eða jafnvel einhverju ómerkilegu, og það er
þá bara hvað þér finnst skipta máli, þá er aðalmálið að klára það. Og þá finnurðu þessa innbyggðu
hamingjuorku sem þú hefur svo mikið af. Að vera ánægð eða ánægður eftir dagsverk, sama
hversu mikilvægt það er fyrir þér, gefur þér ró og góðan svefn.
Svefn er svo nauðsynlegur til þess að endurnýja kraftinn og laga það sem miður fer í líkama og
heila og þess vegna þarftu að skoða að vera opinn fyrir nýjum, góðum venjum til þess að eiga góð-
an svefn. Þar á móti kemur líka að ef þú sefur of mikið þá verðurðu bara enn þreyttari. Núna er
það rútínan sem skiptir máli, alveg sama á hvaða aldri þú ert. Og rútína byrjar alltaf á ákvarðana-
töku og skipulagi og þrífst sko alls ekki í öngþveiti eða skipulagsleysi.
Þú átt eftir að byggja upp svo sterkar stoðir í kringum það sem ég er að segja þér og þú munt
skynja það í öllum sjö billjón frumunum í líkamanum sem eru að vinna fyrir þig, að það er jafn-
vægið sem mun koma þér áfram.
Vitlausar venjur halda þér nefnilega í vitlausri orku, en þú getur með öllum þínum styrk breytt
þessum venjum núna. Þegar þú gerir þessa einföldu hluti skilurðu sjálfan þig svo miklu betur, því
þú hefur verið mjg leitandi að sjálfum þér og hver þú ert.
Svartsýna Ljónið segir að það sé ský fyrir sólinni, en bjartsýna Ljónið segir að það sé ský á
bak við sólina. Þú þarft að vera vakandi til þess að finna ilminn af rósunum og næstu níutíu dagar
munu kveikja ástríður og elda bæði inni í þér og gagnvart því sem þú þráir.
Ástríður og eldar
LJÓNIÐ | 23. JÚLÍ 22. ÁGÚST
Elsku Krabbinn minn, þú ert svo öflugur að búa til margt og mikið úr litlu.
Þú ert stórhuga og metnaðarfullur, en getur tekið að þér of margt í einu og þá missirðu fók-
usinn. Einbeittu þér að því sem lætur þér líða vel, því það eina sem maður vill í þessu lífi er
að líða vel. Þú nærð að skreyta dagana þína betur en þú nokkurn tímann bjóst við og finnur
út að það er svo margt sem þú hefur að hlakka til.
Notaðu skýrari orð og segðu við fleiri ég elska þig, alla vega við tvo eða þrjá á dag. Þá
finnurðu nefnilega þessa dásamlegu líðan sem þú átt svo sannarlega skilið. Þú átt eftir að
meta svo margt miklu betur og með því kemur enn þá betri líðan. Þér hefur nefnilega verið
gefin ofurnæm innsýn í mannssálina og skilur þess vegna fólk svo vel vegna þess að þú hlust-
ar og lest svo vel táknmál sálar annarra. Þú gæðir hversdagslífið skemmtilegheitum og hress-
ir við og hrósar fólki eins og enginn sé morgundagurinn.
Í ástinni þolirðu ekki yfirborðskennd samskipti og ef þú ert á lausu og freistast til einnar
nætur gamans af og til, til þess að fá smá fjör í lífið, þá skiptir það þig í raun engu máli. Því
þú veist nákvæmlega hvenær og hver ástin þín er, til staðar, því engill ástarinnar skýtur örv-
um í hjarta þitt.
Þú ert á merkilegum tímamótum í lífinu, ert að fara að tileinka þér nýjan lífsstíl og ákveður
að þótt þú breytir ekki miklu strax tekurðu skrefin þín öðruvísi og jafnvel í allt aðra átt en þú
bjóst við og þú átt hreinlega eftir að elska það!
Margt og mikið út litlu
KRABBINN | 21. JÚNÍ 22. JÚLÍ
Elsku Tvíburinn minn, þú ert að fara inn í mikla veislu í lífinu, ert spenntur fyr-
ir svo mörgu en samt ekki alveg viss fyrir hverju. Þessi kraftur sem er að vakna til lífsins er eins
og stórbrotna eldgosið sem flæðir hér um í öllum sínum krafti og litadýrð.
Barnabarnið mitt var að keyra með mér og ég benti henni á eldgosið og þá sagði hún: Þetta er
bara lítill Keilir, og ég veit að þeir verða vinir Keilir stóri og Keilir litli. Og þér vil ég sérstaklega
benda á að núna er það vináttan sem gildir. Þú þarft að vera mjög meðvitaður um að gefa vinum
þínum gott að borða, hvort sem það eru orð eða fallegar gjörðir til þeirra.
Og þú þarft líka að binda enda á einhverja vitleysu sem hefur gerst milli þín og einhvers, sem
þú lokaðir á eða hann á þig. Sá vægir sem vitið hefur meira er gott máltæki og ekkert verður fal-
legra hjá þér en að vera bara auðmjúkur og lúffa fyrir egóinu sem oft er að drepa mann. Þú þarft
ekki einu sinni að segja fyrirgefðu, því það er bara beðið eftir að þú hafir samband.
Í þessari orku felst blessun, svo leystu málin strax, annars finnst þér dvelja ský yfir höfðinu á
þér. Að bíða með eitthvað fyrir þig elsku Tvíburinn minn er það versta í stöðunni. Láttu það
gossa, ekki ofhugsa og gerðu bara hlutina, það er þinn stíll.
Ef þú ert á lausu í ástinni, leyfðu þér þá að hafa fleiri möguleika opna, því þá kemur auðveld-
lega til þín sá sem er þess verður að þú elskir hann. Og þótt þú sért farfugl og farir þangað sem
vindurinn ber þig, þá veitir það þér heppni í kringum atvinnu og ýmis tilboð að leika þér bara að
því og með það sem þú hefur nú þegar á þessum athyglisverða og skemmtilega tíma.
Vináttan gildir
TVÍBURINN | 21. MAÍ 20. JÚNÍ
Elsku Nautið mitt, það hefur verið svo mikið af alls kyns tilfinningum, bæði í
hjarta þínu og hjá þeim sem þú elskar, en orðið tilfinning þýðir að finna til og ef maður finnur ekki
til er maður dauður. Góð Nautsvinkona mín var að passa barnabarnið sitt um daginn og tautaði
við sjálfa sig; hvar er lífið? Þá heyrði fimm ára barnabarn hennar þetta og svaraði: Lífið er inni í
þér. Og það er þetta sem þú þarft að sjá, að það sem þú getur vökvað og látið blómstra inni í þér,
alveg sama hvaða aðstæðir eru, þá býr hamingjan í sálu þinni.
Ég hitti aðra konu í Nautsmerkinu í gær og hún sagði ég sé ekki tilganginn í þessu lífi, en til-
gangur þýðir einfaldlega að ganga til einhvers. Og þegar þú ákveður að skreppa hingað á jörðina,
í raun og veru bara í stuttan tíma, þá gerirðu beinagrind að þessu ferðalagi lífsins. Alveg eins og
þegar þú ferð í bakpokaferðalag um hálfan heiminn, þá gerirðu beinagrind að því, en er einhver
tilgangur í því ferðalagi? Jú, að upplifa eitthvað, sjá, finna ilm og snerta, hafa gaman, það er eng-
inn annar tilgangur. Stundum missirðu af lestinni og ferð þá bara oft eitthvað annað. Því það geta
verið bæði erfiðir hlutir sem gerast eins og yndislegir og óvæntir, og það sama á við um lífið sjálft.
Svo núna keyrirðu upp húmorinn og gerir upplifun, þá breytist það hvernig þú sérð lífið.
Gerðu það sem þig langar núna, ekki vera að hugsa hvernig þetta ár, næsta ár, verður eða eitt-
hvað þaðan af lengra. Tilfinningar þínar munu snúast og þú sérð litinn í ástinni, listinni og einfald-
leikanum. Þeir sem eru á lausu í þessu blessaða merki hafa miklu meiri valkosti en þeir gera sér
grein fyrir, en hins vegar skaltu ekki láta þráhyggju blekkja þig á því hvað ást er í raun og veru.
Það hafa manneskjur samband við þig sem þú hefur verið að hugsa um af og til, jafnvel í langan
tíma og þú skalt alltaf skoða ástina þannig að þú hagir þér gagnvart þeirri persónu sem þú þráir
eins og þú gerir við við vini þína, því þá hverfur stressið. Þetta eru spennandi og blessaðir tímar
fyrir þig, lærðu að njóta þess!
Lífið er inni í þér
NAUTIÐ | 20. APRÍL 20. MAÍ
Elsku Hrúturinn minn, það er svo magnað og merkilegt við þig, að annaðhvort
finnst þér allt of mikið að gera eða að gerast, eða þér finnst bara alls ekki nein hreyfing á lífinu. Það
getur stundum verið dálítið erfitt að toppa sjálfan sig, þegar allt hefur áður fyrr gengið svo skínandi
vel og nóg af vinum og vandamönnum til að kætast með. Þú ert nefnilega með svo sterka örhugsun,
svo það kemur fyrir að þér fari fljótt að leiðast ef þú ert ekki mitt í hringiðunni sem þú varst í áður.
Þér fer nefnilega fljótt að leiðast þegar þú sérð eða finnur ekki alveg hvernig þú stjórnar
straumnum í lífi þínu. Þú átt að nýta þér augnablik eða tíma sem þér finnst vera hálfdauður og ekk-
ert að frétta í það að skrifa niður hugmyndir að skemmtilegri veröld fyrir þig. Hugmynd eða mynd
sem hugurinn sendir þér er svo merkileg, en það er erfiðara að taka við myndinni þegar allt er á
fleygiferð í kringum mann.
Þessi snúningsdiskur sem þú ert á núna er að láta þig vaxa og verða sterkari. Þú ert nefnilega
eins og íslenska vorið, einn daginn sér maður ekki grænt strá og þann næsta eru komin falleg gul
blóm út um allt. Þú ert á nákvæmlega þessu tímabili núna og þá finnst þér þú ekki hafa þrótt til þess
að ýta hlutunum eða lífinu í gang eins og þú vilt það. En næstu fjórar til sex vikur eru tíminn sem
fær þig til að springa út. Þú þarft alltaf að fara að sofa eftir gott dagsverk og að hangsa er eitur í þín-
um beinum.
Ástin hefur einnig þennan sterka magnara yfir þessu tímabili sem þú ert að skauta inn á, en þú
þarft að vera hugrakkur, hvort sem þú ert í sambandi eða ekki. Því þú munt skynja að þú þarft sjálf-
ur að gera alla þá uppbyggingu sem þú þarft. Og í raun eru einu verkfærin sem þú skalt nota að
byggja sterkara álit en þú hefur á sjálfum þér. Því það er ekki annarra manna álit sem drepur
mann, heldur manns eigið. Þú munt skína jafn skært og sólin, þegar hún er upp á sitt besta á þess-
um blessaða heimi okkar.
Tíminn til að springa út
HRÚTURINN | 21. MARS 19. APRÍL
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
Apríl