Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021 Elsku Fiskurinn minn, það er búið að vera svo alls konar í kringum þig og þú lætur enn lífið koma þér á óvart. En ef ekkert kemur manni á óvart, þá væri þessi bíó- mynd, lífið, nú aldeilis leiðinleg. Þú skalt breiða út faðminn á móti því sem er að gerast hjá þér, hafa engar áhyggjur af veraldlegu drasli því allt endurnýjar sig á árinu. Apríl og maí eru stórmerkilegir mánuðir fyrir þig, þú slítur gamlar og þreytandi tengingar við persónur og leikendur í kringum þig án þess að vera með nokkuð drama. Þú breytir um stíl næstum því eins og óafvitandi og skoðar svo til hvers er ég að gera þetta eða til hvers er ég að gera hitt? Þú spáir svo mikið í hver útkoman verður og útkoman er að verða þér svo falleg, en þú sérð það ekki fyrr en í kringum fullt tungl í Sporðdreka sem er hinn 27. apríl. Þetta verður þá upphafið að svo ótrúlega litríkum tímabilum sem munu skreyta líf þitt allt fram á haustið. Það er eins og þú gangir á skýjum og gleðihormónarnir séu á fullu í því að hafa gaman. Rómantíkin og ástin kitlar þá sem hafa löngun að bjóða ástarguðinum Kúpid inn í líf sitt og margir hefja einhvers konar sambúð á þessu tímabili í haust. Gamli pirringurinn sem hefur pressað þig að undanförnu er horfinn til síns heima. Fólk sækir í þig eins og mý á mykjuskán og þú hefur sjálfur valið um hvort þú viljir draga þig í hlé frá óstöðvandi dramaröfli í sumum eða ekki, því orð annarra hafa sérstaklega mikil áhrif á sál þína. Þú leggur þegar fram líður góðan grunn að því sem þú ert að stefna að og potar í það fólk sem hefur ekki unnið eins hratt og þú vilt. Þetta gengur vel, því þú ert við stýrið í þessari ferð. Lætur lífið koma á óvart FISKARNIR | 19. FEBRÚAR 20. MARS Óttinn er verri en það sem þú óttast. Knús og kossar Elsku Vatnsberinn minn, þótt þú hafir stundum þá tilfinningu að hlutirnir silist áfram ofurhægt og þú hafir ekki alveg gert það rétta þegar þú hafðir tækifæri til, þá um leið og þú viðurkennir það fyrir þér, seturðu allan þann kraft, sem innra með þér býr, til þess að standa upp og leiðrétta. Og algjörlega sýna að þú ert sannur stjórnandi í þínu lífi. Þú átt eftir að geta hagað orðum þínum svo hárrétt við þá sem þú vilt og þarft að hafa áhrif á að orðin smella inn í sál þeirra sem þú þarft að heilla. Þú hefur svo margt í hendi þér sem getur haft áhrif á miklu fleiri en þú gerir þér grein fyrir. Þér er svo annt um að snerta hjörtu og í apríl muntu sýna þú búir yfir hugrekki, krafti og auðmýkt. Og þú lætur ekki aðra sem eru að reyna að halda þér niðri hafa áhrif á þig. Þú átt ekki að hopa eða að bakka með það sem þessi ólýsanlegi magnaði kraftur gefur þér af réttsýni. Að sjálfsögðu kemur fyrir á þessu ferðalagi að þú verðir uppgefinn og sjáir bara svart. En það er eðlilegt, því að alveg sama hvað eða hverju maður er að berjast fyrir að það koma augnablik þegar maður veit ekki nákvæmlega fyrir hverju maður er að berj- ast. En þau augnablik verða styttri og styttri, því ljósin hinum megin við göngin munu birt- ast þér eins skjótt og elding. Þessir tímar sem þú ert að fara í verða undirstaða þess sem þú ert að fara í næstu árin eða næstu margra ára. Svo þegar þú heyrir að þú eigir að láta lítið láta fyrir þér fara og vera í einhverjum kassa sem hæfir þér ekki, muntu sjá svo skýrt að það segja ekki banda- menn þínir. Þú skalt vera hnarreistur þótt ýmislegt dynji á, því þú ert í sigurliðinu. Nýttu þinn innri kraft VATNSBERINN | 20. JANÚAR 18. FEBRÚAR Elsku Steingeitin mín, þú ert búin að vera að takast á við ýmislegt í lífi þínu sem þú hefðir kosið þú hefðir ekki þurft að gera. Hefur staðið sterk án þess að vilja það, en þessar flækjulykkjur sem hafa verið að krækjast fyrir þig er verið að losa um, svo ekkert festir þig niður. Það er svo erfitt að stjórna þér elskan mín, svo þú notar það oft að fara í gír leikarans þegar þú ert að kljást við eitthvað sem þú bjóst ekki við. Það góða við þetta allt saman er að þú ert fljót að gleyma og apríl gefur þér töluna einn sem þýðir að þú ert að fara með opinn huga, hjarta og bros í þessa mánuði sem eru að birtast. Upphafið er í apríl að einhverju svo miklu betra og meira en þú skilur í augnablikinu. Spenna gæti hafa myndast í samböndum, ástar, vinnu eða vináttu, því það er ekki leikur einn að stjórna þér nema þú viljir það og leyfir. Þú hefur þannig útgeislun að þú gætir kveikt eld með henni án þess að hafa kveikjara. Og þú notar þennan tíma til að kveikja bál í hjörtum annarra og vinna þá til þín sem þú vilt. En þú mátt alls ekki gera það að gamni þínu bara til þess að vita hversu langt þú kemst. Því þú ert að landa inn svo stórmerkilegum fiski eða fiskum, en það verður erfiðara fyrir þig að sleppa honum. Láttu þér ekki leiðast þótt stundum sért þú í engu, því þar er akkúrat allt að byrja að gerast. Steingeitur þurfa að leika sér meira, ég var til dæmis stödd inni í Tæknivörum um daginn og þegar ég leit út um gluggann hafði ég séð það hafði snjóað verulega á bílastæðinu. Ég stökk út, lagðist á bílastæðið og byrjaði að búa til engil eins og enginn væri morgundagurinn. Svo voru fljótlega komin brosandi andlit í alla glugga að fylgjast með konu á sjötugsaldri búa til engil í snjónum. En ég hafði þó ekki hugsað þennan gjörning alveg til enda, því ég gat ekki staðið upp aftur, svo komu þrír myndarlegir menn mér til hjálpar og þar mynduðust góð og skemmtileg tengsl. Svo leiktu þér eins og barn eða við börn, því þar færðu lykilinn að góðri líðan! Ekkert festir þig niður STEINGEITIN | 22. DESEMBER 19. JANÚAR Elsku Bogmaðurinn minn, lífið þitt hefur verið eins og hvirfilvindar. Þú hugsar; núna er allt að fara að gerast eða núna gerist ekkert hugsarðu jafnvel daginn eftir. Því tímarnir fram undan hjá þér eru eins og sjórinn, annaðhvort er flóð eða fjara. Þegar þetta gerist þá ferðu að hugsa hratt og það er í eðli þínu að vera ör- huga. Þú setur þig í gírinn til þess að sigla í gegnum allar öldur sem þér mæta, verður eins og stjarna á brimbretti og sannarlega elskar enginn brimbrettaáhugamaður lygn- an sjó. Þú stefnir á stóra hluti og nýtir þér tækifærin sem fáir eða engir aðrir sjá í kringum þig. Þú kallar til þín fólk, ferð á staði uppfullur af endorfíni og af gleði kappans sem stígur ölduna. Og þótt þér finnist fjármagnið ekki vera nóg til að gera þetta eða hitt, þá kemur það á síðustu metrunum og þú hugsar: Ég vissi þetta! Það eru rétt um það bil tvær vikur í viðsnúninginn og veisluhöldin sem birtast þér á nýju tungli í Sporðdrekanum sem er í kringum þann 12. apríl. Þig mun ekki vanta möguleikana, en ef þig finnst þig vanta orkuna þá skaltu muna að orka gefur orku og adrenalínflæði, svo eftir því sem þú ert hreyfanlegri sérðu þetta skýrar. Talan þrír er ríkjandi yfir þér svo þú verður eins og kamelljón, getur breytt um lit eftir hentugleika og aðlagað þig að öllu sem gerist. Þetta er líka tala lista og hæfileika sem þú hefur en þér finnast kannski ekki sérlega merkilegir, en þeir eru það. Nýttu tækifærin BOGMAÐURINN | 22. NÓVEMBER 21. DESEMBER Elsku Sporðdrekinn minn, þér á eftir að líka vel við þann tíma sem er að koma til þín. Þú átt eftir að sjá náttúruna, himininn og fólk í öðru ljósi en áður, þú munt hvíla stressið og leyfa þér að fljóta. Þetta gerist hjá þér vegna þess að þú byrjar að treysta á að hnútarnir leysist án þess að þú höggvir á þá. Þú veist svo sannarlega innst inn hvert þú stefnir og í þessu flæði hættirðu að óttast mistök og hefur miklu meiri trú á getu þinni en áður. Það er svo sterkt í eðli þínu að ná langt og þú munt ná miklu lengra en von þín og viska sögðu þér. En skilaboðin til þín eru að þú þarft samt að vera með í leiknum sem kallast lífið, klæða þig upp, hafa þig eins fínan og þú værir að fara eitthvað mjög sérstakt og vera tilbúinn í að lífið gerist án þess að þú stressir hjarta þitt. Þú ferð í það að breyta orkunni þar sem þú býrð, hreyfir til hluti, hendir fötum og opnar fyrir pláss svo það renni til þín nýr kraftur í umhverfi þitt. Allt gefur orku eða tekur; ef þú notar ekki föt þurfa þau að fara og eins er með ástina, ef hún er tilgangslaus og hefur verið það lengi, þá er styrkur þinn það mikill að þú munt standa með þér í hverri þeirri vegferð sem kemur til þín. En það má líka endurnýja ef tilfinningar hafa verið sterkar til þeirra sem snerta hjarta þitt. Það má nefnilega líka sækja þær aftur, en þú verður að nenna því. Þú verður hrifinn af svo mörgu og munt skynja tilfinningar sem þú hefur ekki haft áður. Þessi endurnýjun er eins og að vinna í happdrætti, því þú ert svo sannarlega með réttu tölurnar. Í eðli þínu að ná langt SPORÐDREKINN | 23. OKTÓBER 21. NÓVEMBER Elsku Vogin mín, það þarf allt að vera í réttum gír til þess að þér finnist þú vera að ná árangri eða frama, hvaða skilning sem þú leggur í hvað frami þýðir fyrir þér. Það er svo algengt þú fáir móral yfir því sem þér finnst að þú hefðir svo sannarlega átt að gera en hefur ekki gefið þér tíma í. Lífið er að raðast upp hjá þér eins og dómínó, þú ert að ýta á réttan kubb og allt fellur í rétta röð. Ég átti samtal við einn vin minn í Voginni og hann er alltaf svo þakklátur fyrir að þurfa að borga háan virðisaukaskatt, því þá veit hann að hann hefur unnið vel. Svo hafðu engar áhyggjur af peningaflæði og borgaðu það sem þú getur með glöðu geði og það mun koma þér á óvart hvað hreyfingin af veraldlegum gæðum er upp á við. Líf þitt hefur verið svo sterkt skipt í tímabil, eins og spennandi bók ætti að vera. Þú þolir alls ekki að hjakka í sama farinu og það fer þinni persónu afar illa. Ekki ýta á vitlausa tilfinn- ingatakka, sérstaklega ef þú ert nú þegar í sambandi. Og þótt þú sért fallegur og einlægur daðrari, sem er mjög jákvætt, mundu þá að ef þú ferð of langt, þá gætirðu lent í bruna. Veröldin er að vinna fyrir þig og færa þér gjafir, eitthvað sem þú óskaðir þér fyrir langa- löngu. Fagnaðu hverjum áfanga sem þú nærð og þeirri nýju og sérstöku upplifun sem er að blessa þig. Það hvarflar að þér að þú saknir einhvers úr lífi þínu, að þig langi til að gráta, en þá skaltu bara leyfa þér það því þá hverfur það frekar úr athygli þinni. Það er svo mikil rat- vísi í sálu þinni að þótt þér finnist þú vera í völundarhúsi, þú finnurðu lyktina alltaf auðveld- lega af leiðinni út. Veröldin vinnur fyrir þig VOGIN | 23. SEPTEMBER – 22. OKTÓBER

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.