Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
E
r til betri staður til að hitta Björgvin
Halldórsson að máli en Rokksafn
Íslands í Hljómahöllinni eða Stap-
anum í Reykjanesbæ? Þar er saga
popp- og rokktónlistar á Íslandi
rakin í máli, munum og myndum og þáttur
Björgvins ekki lítill enda losar ferill söngvarans
vinsæla fimmtíu ár. Björgvin er mættur á svæð-
ið þegar okkur Eggert Jóhannesson ljósmynd-
ara ber að garði og er að fara yfir hluta af gít-
arasafni sínu, sem er til sýnis í safninu, ásamt
Tómasi Young, framkvæmdastjóra Hljómahall-
arinnar, enda bættist nýverið nýtt djásn í safnið,
forláta Hofner-bassagítar, árgerð 1961, eins og
Paul McCartney spilaði á í Bítlunum. Þarna er
líka að finna fyrsta gítar Björgvins, blómum
skreyttan kassagítar, og fjölmarga sem hann
hefur eignast þar á milli, hvern öðrum merki-
legri enda er maðurinn safnari af Guðs náð. Og
fylgist vel með. Þegar Björgvin sér rokksögu-
legan gítar sem hann langar að eignast ann
hann sér ekki hvíldar fyrr en hann hefur leyst
gripinn til sín. Það er harður húsbóndi, safn-
araeðlið, og líður engar málamiðlanir.
Margt merkra gripa er í Rokksafninu. Eftir
að hafa heilsað sendinefnd Sunnudagsblaðsins
með nettum olnboga sýnir Björgvin okkur
trommusett síns gamla félaga Gunnars Jökuls
Hákonarsonar, einn af einkennisbúningum
stjörnusveitarinnar Change, sem flutti til
Lundúna á áttunda áratugnum til að meika
það, og sitthvað fleira. Þarna er til dæmis heill
veggur með myndum af plötualbúmum sem
Björgvin hefur sent frá sér. Engu er logið um
afköstin. Loks nemur Björgvin staðar við nýj-
asta gripinn í safninu, flygil sem var í eigu
Ragnars heitins Bjarnasonar söngvara og þar
á undan föður hans, Bjarna Böðvarssonar
hljómsveitarstjóra. Að sönnu rokkmenningar-
legt verðmæti – og hljómurinn ennþá góður,
eins og Björgvin sýnir okkur fram á.
Þegar Eggert ljósmyndari hefur lokið sér af
komum við Björgvin okkur makindalega fyrir í
bíósal safnsins í þessum líka dúnmjúku leður-
stólum. Vel fer á því enda söngvarinn forfall-
inn áhugamaður um kvikmyndir og setti á sín-
um tíma Bíórásina á laggirnar. Ágrip af sögu
íslenskrar rokktónlistar má sjá á tjaldinu og
við höfum ekki setið lengi þegar Krummi, son-
ur Björgvins, birtist ber að ofan með félögum
sínum í Mínus. Augljóslega fæddur til að
standa á sviði. Sjaldan fellur eplið langt frá
eikinni, eins og þar stendur.
„Ég er eiginlega ekki búinn að átta mig á
þessu, þannig að ég veit ekki hvernig tilfinn-
ingin er. Ég hef náttúrlega aldrei orðið svona
gamall áður,“ byrjar Björgvin að svara fyrstu
spurningunni en hún snýr að tímamótunum
sem eru fram undan en hann verður sjötugur
hinn 16. apríl. „Það var mikið stuð undir lok
sjöunda áratugarins og svo áfram á áttunda og
níunda áratugnum og hver hefði getað ímynd-
að sér að öllum þessum árum seinna yrði mað-
ur búinn að fylla allar þessar hallir og gefa út
allar þessar plötur?“
Popparar voru ungt fólk
Þegar Björgvin var ungur þótti honum gamalt að
verða fimmtugur, hvað þá sjötugur. Og var ugg-
laust ekki einn um það. Er það ekki alltaf þannig
þegar við horfum á þá sem eldri eru? Margt hef-
ur líka breyst á umliðnum áratugum og fólk slít-
ur sér upp til hópa seinna út, sjötugur maður í
dag er ekki sama og sjötugur maður árið 1971.
„Mér finnst ég ekki vera gamall,“ heldur
Björgvin áfram, „enda heldur músíkin mér
ungum. Ég hef alltaf fylgst vel með, bæði sen-
unni hér heima og erlendis, og það hefur gefið
mér mikinn kraft sem ég nærist ennþá á.
Hljómsveitin mín í dag er líka skipuð mun
yngri mönnum sem brýnir mig og fær mig til
að vera á tánum.“
– Hefðum við hist árið 1971 og ég sagt þér
að þú yrðir ennþá að syngja sjötugur, hefðirðu
trúað mér?
„Nei, ertu frá þér? Ég gat ekki ímyndað mér
að ég yrði ennþá að sjötugur, án þess að ég
hafi endilega verið að velta því mikið fyrir mér.
Þegar ég var að byrja í bransanum voru popp-
arar langmest ungt fólk, undir þrítugu, og ekki
óalgengt að maður fengi eftirfarandi spurn-
ingu frá sér eldra fólki: Hvernig er þetta eigin-
lega með þig drengur, hvenær ætlarðu að
hætta að leika þér og fara að gera eitthvað af
viti? Og farðu svo í klippingu!“
Hann hlær.
Sennilega væri fátæklegt um að litast í
Rokksafni Íslands hefðu frumherjarnir, kyn-
slóð Björgvins, farið að þeim ráðum.
„Einhverju sinni var ég spurður hvort ég
myndi ekki bara enda á Hótel Sögu,“ rifjar
Björgvin upp. „Ég svaraði því til að það yrði þá
bara með sinfóníuhljómsveit en það fór samt
svo að ég söng þarna einn vetur með bandi,
frábærum mönnum, og hafði mjög gaman af. Á
þeim tímapunkti hafði maður löngu áttað sig á
því að ekki yrði aftur snúið og ég er gæfusam-
ur maður að hafa alla tíð fengist við það sem ég
hef gaman af; listagyðjan læsti í mig klónum
og ég mun halda ótrauður áfram meðan röddin
dugar. Við Raggi Bjarna og fleiri komum fram
saman á Fiskideginum mikla á Dalvík fyrir ör-
fáum árum og hann var eins og tímastillir á
okkur hin – söng þangað til hann var 85 ára og
hafði ekkert fyrir því. Það segir okkur meira
en öll orð um það að aldur er afstæður. Bara
hugarástand.“
Býður inn á skrifstofuna
Björgvin heldur að sjálfsögðu upp á æfmælið
með pomp og prakt á tónleikum í Borgarleik-
húsinu að kvöldi afmælisdagsins, 16. apríl.
Engir gestir verða í sal vegna heims-
faraldursins en dagskránni verður streymt á
netinu og hjá Símanum og getur fólk nálgast
kóðamiða á tix.is.
„Covid hefur verið algjör bömmer fyrir okk-
ur tónlistarmenn en neyðin kennir naktri konu
að spinna og þar sem veiran er ekki alveg á
förum kemur streymið í góðar þarfir. Við Sena
Live prófuðum þetta með Jólagesti Björgvins í
fyrra og það heppnaðist alveg ljómandi vel.
Við seldum meira að segja þúsund miða í út-
löndum, Alsír, Nýja-Sjálandi, Portúgal og víð-
ar. Eflaust mest til Íslendinga og fólks sem
tengist landinu. Það var mjög gaman að geta
komið með þessa tónleika heim í stofu til
fólks.“
Á þeirri reynslu verður byggt 16. apríl til að
færa fólki afmælisveisluna heim. „Ég er með
æðislegt teymi með mér í þessu, bæði á sviðinu
og að tjaldabaki. Þetta verður svona má-bjóða-
ykkur-inn-á-skrifstofuna-mína-stemning. Ég
og gestir mínir syngjum lög sem ég hef sungið
gegnum tíðina. Svala og Krummi verða þarna,
GDRN, KK og Jóhanna Guðrún og í bakrödd-
um Friðrik Ómar, Regína Ósk og Eyfi Krist-
jáns, en sá kæri vinur minn verður einmitt sex-
tugur á miðnætti þetta kvöld. Frábær
stórhljómsveit Björgvins verður til staðar
skipuð vinum og samstarfsnönnum. Ísleifur
Þórhallsson, sá mikli tónleikahaldari, og Sena
Morgunblaðið/Eggert
Eyrað vill láta kitla sig
Björgvin Halldórsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, verður sjötugur 16. apríl næstkomandi og heldur upp á tímamótin
með tónleikum sem streymt verður úr Borgarleikhúsinu þá um kvöldið. Björgvini finnst hann ekki vera gamall enda haldi tón-
listin, sem gefið hefur honum svo margt, honum ungum og ferskum. „Ég mun halda ótrauður áfram meðan röddin dugar.“
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
’
Það var mikið stuð undir lok
sjöunda áratugarins og svo
áfram á áttunda og níunda ára-
tugnum og hver hefði getað
ímyndað sér að öllum þessum
árum seinna yrði maður búinn
að fylla allar þessar hallir og gefa
út allar þessar plötur?
„Ég hef alltaf fylgst vel
með, bæði senunni
hér heima og erlend-
is, og það hefur gefið
mér mikinn kraft sem
ég nærist ennþá á,“
segir Björgvin
Halldórsson.