Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Page 14
VIÐTAL
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
Live gera þetta með mér, Björn G. Björnsson
sér um handrit og sviðsmyndina og Gunnar
Helgason leikstýrir.“
Björgvin viðurkennir að ekkert jafnist á við
að halda tónleika fyrir fullum sal af fólki en
streymið bjóði þó upp á nýja möguleika og
verði án nokkurs vafa valkostur áfram enda
þótt veiran kveðji á endanum. „Streymið er
komið til að vera enda einstök leið til að hafa
fólk sem ekki á heimangengt, fólk úti á landi
eða úti í heimi með á viðburðum sem þessum.
Streymið er allra hagur.“
Kaninn og sjóræningjaútvarp
Björgvin fæddist í Hafnarfirði og óx úr grasi á
mjög spennandi tímum en sem kunnugt er
varð ekki bara popp- eða dægurmenningin
eins og við þekkjum hana til á sjötta og sjö-
unda áratug síðustu aldar, heldur einnig ung-
lingurinn sem sjálfstætt fyrirbrigði. Hann
heillaðist ungur af kvikmyndum og stjörnum á
borð við Marlon Brando og James Dean og
tónlist, þar sem goðsagnir á borð við Elvis
Presley, Chuck Berry, Little Richard og Jerry
Lee Lewis voru fremstir meðal jafningja.
„Maður náði Kananum gegnum eiturgrænt
Transistor-útvarpið heima og einnig Radio
Luxembourg og Radio Caroline, sem var sjó-
ræningjastöð sem sendi út frá togara. Popp-
tónlist var ekki alls staðar vel séð á þessum
tíma. Seinna kom Kanasjónvarpið með allar
bíómyndirnar, auk þess sem maður vissi fátt
skemmtilegra en að fara í bíó. Það voru tvö bíó
í Hafnarfirði; Bæjarbíó og Hafnarfjarðarbíó
sem því miður er ekki til lengur.“
Sérhvern sunnudag var Björgvin mættur
með félögum sínum í guðsþjónustu hjá
KFUM, þar sem hlýtt var á Guðs orð en öll
tækifæri um leið nýtt til að býtta Jesúmyndum
sem voru á litlum pappaspjöldum, líkt og leik-
aramyndirnar vinsælu. Þrír postular fengust
gjarnan fyrir einn Jesú, rifjar hann upp. „Það-
an lá leiðin í bíó og allir voru með hasarblöð
með sér, Marvel, Dell Comics og þetta, til að
selja í hléinu. Galdurinn var að vera með verð-
mætustu blöðin í bunkanum í bland við hin
sem maður mátti missa. Svo fletti maður bunk-
anum; læt ekki, læt ekki, læt … Svona aflaði
maður fjár fyrir sælgæti.“
Strax að bíósýningu lokinni var síðan farið
út í hraun þar sem myndin var leikin frá upp-
hafi til enda. „Pant vera aðal,“ hrópaði einn.
„Pant vera besti vinur hans,“ galaði annar.
Björgvin er ekki eini þjóðþekkti einstakling-
urinn til að stíga sín fyrstu skref í skemmt-
anabransanum í hrauninu í Hafnarfirði en
Laddi ólst þar upp líka. „Hann er að vísu fjór-
um árum eldri en ég en man einnig vel eftir
þessu. Þetta voru dýrðartímar og ég átti of-
boðslega góða og skemmtilega æsku.“
Björgvin hafði þjálfað auga fyrir töffurum
og fyrir vikið fór hann ungur að venja komur
sínar í Sportvalsbúðina hjá Jóni Aðalsteins-
syni í Hafnarfirði. Sonur kaupmannsins var
nefnilega í hljómsveit, Jónas R. Jónsson
söngvari. „Jónas varð minn fyrsti mentor og
leyfði mér að fara með sér á böll; ég þóttist
vera rótari eða eitthvað slíkt. Það var mjög
gaman að kynnast tónleikahaldinu í návígi.“
„Viltu ekki bara gera þetta sjálfur?“
Eftir landspróf lá leiðin í Flensborg og þar
hófst tónlistarferillinn. „Þar starfaði hljóm-
sveitin Bendix, innmúraðir Hafnfirðingar. Ég
var sæmilegur í ensku eftir að hafa hlustað
svona mikið og horft á Kanann og þeir fengu
mig til að skrifa fyrir sig enska texta. Það voru
mín fyrstu beinu afskipti af tónlist en þess má
geta að mikill músíkáhugi var á heimilinu,
bæði hjá mömmu og pabba og elsti bróðir
minn, Baldvin, var í hljómsveit. Ég fór að
benda strákunum í Bendix á eitt og annað, eins
og að syngja mætti hitt og þetta betur. „Viltu
ekki bara gera þetta sjálfur?“ svöruðu þeir á
móti og að því kom að ég fékk tækifæri til að
spreyta mig. Ég hafði aldrei sungið en þetta
gekk samt nógu vel til að mér væri boðið í
bandið. Fyrsta lagið sem ég söng opinberlega
á skólaballi í Flensborg var Penny Lane eftir
Bítlana. Ætli það hafi ekki verið 1967.“
Vinsældir Bendix jukust hratt og hafði
bandið mikið að gera, svo sem að spila á skóla-
böllum, í Breiðfirðingabúð og víðar. Raunar
svo mikið að Björgvin flosnaði fljótt upp úr
námi sem hann var settur í, viðgerð á skrif-
stofuvélum. „Annars átti það nám vel við mig;
ég hef alltaf verið mikill græju- og tölvukarl.
Macintosh-maður frá upphafi. Svo því sé til
haga haldið. Ég hef alltaf fylgst vel með í
tækninni og mönnum á borð við Steve Jobs og
Elon Musk sem gert hafa mikið fyrir okkur
með þekkingu sinni, dirfsku og framsýni.“
Í þessu ljósi kemur ekki á óvart að Björgvin
hafi tekið hjálparhelluna Alexu í sína þjónustu.
Og hún kann sitthvað fyrir sér. „Alexa veit
hver ég er. Thank you, Bo, er hún vön að
segja,“ upplýsir hann hlæjandi. „En eins góð
og tækni er til síns brúks megum við passa
okkur; gervigreindin má ekki taka af okkur
völdin. Hvað ef tölvan verður svo þróuð að hún
neitar að fara að fyrirmælum okkar. „Nei,
þetta geri ég ekki!“ Bara eins og önugur ung-
lingur í mótþróa. Hvað gerum við þá?“
Landsfrægur á einni nóttu
Björgvin var í tvö ár í Bendix en þaðan lá leiðin
nokkuð óvænt í eitt vinsælasta band landsins,
Flowers. „Jónas R. var að syngja með Flowers
en var veikur þegar kom að tónleikum í Sig-
túni á nýársdag, þannig að ég var beðinn að
hlaupa í skarðið. Eftir það buðu Kalli Sighvats
og Gunni Jökull mér að koma fyrir fullt og fast
í bandið. Blessuð sé minning þeirra góðu
drengja. Jónas stofnaði hins vegar Náttúru.
Þetta var skemmtilegur tími í Flowers og við
spiluðum út um allt. Flowers og Hljómar voru
aðalsveitirnar á þessum tíma.“
Árið 1969 runnu þessar tvær sveitir saman í
Trúbrot; Gunnar Þórðarson, Rúnar Júlíusson
og Shady Owens úr Hljómum og Karl Sig-
hvatsson og Gunnar Jökull Hákonarson úr Flo-
wers. Björgvin fékk ekki að vera með og kom
þá á fót Ævintýri ásamt Sigurjóni Sighvatssyni
og Arnari Sigurbjörnssyni. Skammt var stórra
högga á milli á þessum árum og ekkert sem hét
að bíða boðanna. „Það hefði verið gaman að
vera með í Trúbrot enda var Rúni Júl. mitt
helsta átrúnaðargoð á þessum árum. Aðaltöff-
ari landsins. Blessuð sé minning hans! Ég fékk
þó að vera með þeim Gunna seinna í Hljómum
og Ðe lónlí blú bojs og Gunni varð minn helsti
mentor. Hefur kennt mér ótalmargt. Ekki var
um annað að ræða en að halda ótrauður áfram í
Ævintýri og við æfðum stíft í Lídó, spiluðum
víða og byggðum upp fylgi.“
Bæði Trúbrot og Ævintýri og mörg fleiri
bönd stefndu rokkbomsunum í Laugardals-
höllina 4. september 1969, þar sem fram fór
Popphátíð Íslands, einskonar Idol – stjörnuleit
þess tíma. Eins og við þekkjum þá bar
Ævintýri sigur úr býtum og Björgvin var
krýndur poppstjarna Íslands. „Ég átti von á
því að Trúbrot myndi vinna, þau voru með
frumsamið efni en við bara með ábreiður, Otis
Redding, Rolling Stones og svona. En við unn-
um og urðum æðislega vinsælir. Segja má að
maður hafi orðið frægur á einni nóttu og ég fór
að ferðast í leigubílum í stað strætó,“ segir
Björgvin hlæjandi en hann var 18 ára. „Auðvit-
að var athyglin mikil en ég gerði mér samt sem
betur fer snemma grein fyrir því að þessum
vinsældum fylgdi ábyrgð. Ég var orðinn fyrir-
mynd ungmenna um allt land og varð að gjöra
svo vel að haga mér í samræmi við það.“
Við tók mikil rússíbanareið; Mikill erill,
skrýtnar sígarettur og tónlistin þyngdist, eins og
Björgvin orðar það. Slík var eftirspurnin að
hann gerðist atvinnumaður í tónlist. Hvert stór-
bandið rak annað og önnur voru endurreist;
Brimkló, Hljómar, Change og Ðe lónlí blú bojs.
Honum þykir vænt um þetta allt. „Þetta voru
ólíkar hljómsveitir. Brimkló var fyrsta alvöru-
kántríbandið á Íslandi, stefna sem ég hef alltaf
haldið upp á. Þegar ég var í Hljómum var
kreppa og í minningunni stöðug rigning. Ðe lónlí
blú bojs var stofnuð til að syngja á íslensku fyrir
bolinn, það er vinnandi fólkið sem heldur þessu
samfélagi saman, og sjá um stuðið á böllum.“
Plata í miðju þorskastríði
Change spennti bogann hærra; menn fluttu til
Lundúna til að meika það, eins og áður segir.
Fyrir í sveitinni voru Magnús Þór Sigmunds-
son, Jóhann Helgason, Sigurður Karlsson og
Birgir Hrafnsson þegar Björgvin og Tómas M.
Tómasson komu til sögunnar um áramótin
1974-75. „Það er alveg rétt, við ætluðum að
meika það,“ segir Björgvin. „Við gerðum
samning við EMI og tókum upp heila plötu í
Chapel-stúdíóinu á Bond Street í miðju
þorskastríði. Við komum líka fram með Bay
City Rollers í sjónvarpi og saumaðir voru á
okkur frægir gallar, eins og tíðkaðist í þá daga.
Við fíluðum þá að vísu ekki en létum okkur
hafa það. Við bjuggum í tvö ár í London en
frægðin lét bíða eftir sér. Það var enginn tölvu-
póstur á þessum tíma, bara rauður símaklefi
og sendibréf og við vorum farnir að sakna ást-
vina okkar. Þegar við vorum svo orðnir staur-
blankir líka var tímabært að snúa heim.“
– Er engin eftirsjá í því, að hafa ekki meikað
það í Bretlandi?
’
Og við verðum að passa upp
á söguna og íslenskuna; það
er hún sem gerir okkur að þjóð.
Unga fólkið verður að gæta sín á
enskuslettunum, „beisiklí“ er til
dæmis ekki íslenska. Vöndum
textana og höfum þá skiljanlega!
HLH-flokkurinn ók í fylgd tveggja vélhjólalögreglumanna um götur Reykjavíkur
hinn 20. apríl 1979 til að kynna nýja plötu sína Í góðu lagi.
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Gunnar Þórðarson og Björgvin árið 1976. Þeir félagar hafa unnið
mikið saman gegnum tíðina.
Björgvin og Raggi Bjarna þenja raddböndin saman árið 2007.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Björgvin ásamt börnum sínum, Svölu og Oddi Hrafni eða Krumma, árið 1987.