Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Blaðsíða 18
Jóna er dugleg að kaupa
notuð föt. Jakkann keypti
hún í Extraloppunni og
peysuna í Trendport.
F
atastíllinn minn er
frekar fljótandi. Ég
kaupi mér flíkur ef
mér finnst þær þægilegar
og flottar, ekki sérstak-
lega til að þær passi í
fataskápinn eða inn í
ákveðinn stíl sem ein-
kennir mig. Þannig
verður minn fatastíll til
og það getur verið að ég
mæti eitthvað fínt í samfest-
ingi í anda níunda áratugarins
eina helgina, aðra í blómakjól í
anda áttunda áratugarins og
þá þriðju í jakkafötum í yfir-
stærð. Svona hversdags eru
einfaldleiki og þægindi í
fyrirrúmi,“ segir Jóna um
fatastíl sinn.
Þrátt fyrir að heillast af
ýmsum stílum frá því á síð-
ustu öld segir Jóna að 19.
aldar tíska veki hjá sér sér-
stakan áhuga. „Formin á þessum
kjólum sem konur gengu í eru rosa-
leg en það er kannski ekki beint
fatastíll sem er þægilegt að klæðast
eða man er í dagsdaglega! Ég hef
annars mjög gaman af tískunni í kringum 2000
þar sem ég leit mikið upp til Britney Spears,
Christinu Aguilera og Beyoncé á sínum tíma.
Ég get samt ekki endilega valið uppáhalds-
tískutímabil fyrir mig til að klæðast því ég hef
svo gaman af því að vera í flíkum frá hinum og
þessum tímabilum. Því fjölbreyttara því
betra.“
Uppáhaldsverslun?
„Hérlendis er það eflaust Extraloppan. Ég
kíkti líka oft í Trendport þegar verslunin var
nálægt heimili mínu – svo kíki ég stundum á
fatamarkaði þegar þeir poppa upp. Erlendis
var það lengi Monki og & Other Stories en ég
hef undanfarin ár haft meira gaman af því að
fara í hverfi þar sem „second hand“-búðir eru
á götunum. Bæði umhverfisvænna og
skemmtilegra!“
Jóna segir að kauphegðun sín
hafi breyst mjög mikið á síð-
ustu tveimur til þremur ár-
um.
„Ég hef jafnt og þétt
minnkað mikið verslun
mína og svona næstum
hætt að kaupa nýtt. Það
eru helst umhverfis-
ástæður fyrir því en mér
finnst líka miklu skemmti-
legra að finna einstakar flík-
ur á mörkuðum. Það hefur
orðið enn auðveldara í far-
aldrinum því fólk er í
auknum mæli að selja
fötin sín í gegnum
samfélagsmiðla. Ég
keypti til dæmis dragt
á Instagram sem ég
held mikið upp á og
var í við hátíðartilefni
þegar ég tók við viður-
kenningu síðasta haust.
Ég held að kauphegðun
fólks sé að breytast í þessa átt,
að kaupa minna nýtt og meira not-
að. Þess vegna ganga verslanir eins
og Extraloppan og Trendport upp.
Kolaportið er líka klassík og hefur staðið tím-
ans tönn. Svo er ekkert skemmtilegra en þeg-
ar gamlar flíkur af mömmu eða ömmu Þóreyju
koma að góðum notum og ég get veitt þeim
áframhaldandi líf.
Ég mæli líka svo með því að geyma föt að-
eins lengur en man vill stundum gera. Tískan
fer svo oft í hringi og stundum mjög hratt. Það
kemur mér oft á óvart hvað ég get endur-
uppgötvað gömul föt sem ég hélt að ég myndi
aldrei nota aftur. Auk þess sem sumt sem
mamma eða amma hafa geymt hefur reynst
mér vel og ég get vonandi gert það sama með
eitthvað af mínum fötum seinna meir.“
Hvaða flíkur eru í uppáhaldi?
„Dökkblá Marks & Spencer-ullardragt sem
ég keypti á 3.500 krónur í Trendport er í miklu
uppáhaldi. Ég hef notað hana ófáum sinnum
Armbandið átti
amma Jónu og heldur
hún mikið upp á það.
Eyrnalokkarnir eru
úr Extraloppunni.
Næstum því hætt
að kaupa nýtt
Jóna Þórey Pétursdóttir, ungmennafulltrúi Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum á sviði mannréttinda, segir fatastíl sinn
vera góða blöndu margra mismunandi stíla. Undanfarin ár hefur
kauphegðun hennar breyst mikið og notar hún mikið notuð
föt sem hún segir bæði skemmtilegra og umhverfisvænna.
Guðrún Selma Sigurjónsdóttir gudrunselma@mbl.is
Trefillinn er
í uppáhaldi
hjá Jónu.
Hálsmenið keypti
Jóna handa sjálfri
sér og gaf mömmu
sinni eins í jólagjöf.
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021
LÍFSSTÍLL
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
AFGREIÐSLUTÍMI
Mán.–fös. 11–18 | Lau. 11–16
www.betrabak.is
york ligneclassico magnifique
FIMM STJÖRNU LÚXUS HÓTELRÚM – HEIM TIL ÞÍN –
Fimm stjörnu Hótel-rúmalínan frá Serta er fáanleg í verslunum Betra Baks í Reykjavík, á Akureyri og Ísafirði.
Metsölubókin „Þess vegna sofum við“ í íslenskri þýðingu fylgir rúmunum.