Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Qupperneq 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Qupperneq 20
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.4. 2021 TÍMAFERÐALAG Skoðið fleiri innréttingar á innlifun.is Suðurlandsbraut 26 Sími 587 2700 Opið 11-18 virka daga, 11-16 laugardaga innlifun.is ALVÖRU ELDHÚS S tórhátíð fer í hönd einu sinni enn. Íslendingar hafa fleiri há- tíðisdaga árlega en nokkur önnur þjóð, sem vitað er um. Hjer er hraði lífsins ekki meiri en það, að við getum tekið okkur nokkurra daga frí frá lífsbaráttunni, ef okkur dettur það í hug. Þetta er vafalaust gott, úr því við teljum okkur hafa ráð á því.“ Þannig komst Vík- verji að orði í Morg- unblaðinu á skírdag fyrir 75 árum, 18. apríl 1946. Víkverji talaði um að hátíðisdagarnir væru mörgum nauðsynleg og kærkomin hvíld frá stritinu. Sumir legðu á sig meira líkamlegt erfiði um helgar, en hvíldu þá væntanlega sína andlegu krafta í staðinn. „Og flestir munu fegnir fríinu, hvernig svo sem þeir eyða því.“ Fram kom í Morgun- blaðinu að dagblöðin í Reykjavík kæmu ekki út næstu fimm daga. Raunar var páskafríið lengsta frí, sem starfsfólk blaðanna fékk á þessum tíma, að sjálfu sumarfríinu undan- teknu. „Mörgum þykir súrt í brotið að fá ekki blöðin sín, en blaðamenn, prentarar og aðrir starfsmenn við blöðin eru menn eins og aðrir og þurfa að fá sína hvíld,“ skrifaði Vík- verji. Gott að vita af þessu. Leiðarahöfundur blaðsins gerði skíðaferðir æskumanna á fjöllum að umtalsefni og sagði þær án efa hafa betrandi áhrif. „Þessi sókn til fjallanna í páskafríinu er orðinn fast- ur siður fjölda fólks, og er hann vissu- lega góður og lofsverður. Fólkið, sem temur sjer fjallgöngur í frístundum sínum, sækir í sig aukinn kraft og þrótt með útiverunni og hreyfing- unni. Ekki aðeins líkaminn endur- nærist, heldur einnig sál- in. Því ekkert er meira göfgandi en dvöl úti í náttúrunni í tignarlegu umhverfi.“ En hvernig var með stjórnmála- mennina, sem púluðu á Alþingi dag og nótt – fengu þeir ekkert frí? Því var svarað í leiðaranum: „Það stóð til, að reyna að ljúka þingstörfum fyrir páska. Voru góðar horfur á, að þetta myndi takast. Rík- isstjórnin og stuðn- ingsflokkar hennar höfðu unnið kapp- samlega að því, að jafna ágrein- ing í ýmsum málum, sem fyrir lágu, svo að afgreiðslan gæti geng- ið greið- lega. Gekk þetta mjög að óskum og komst brátt mikill skriður á þau mál, sem óafgreidd voru.“ Dó vegna okkar synda Hin kristilegu gildi voru Morgun- blaðinu ofarlega í huga um páskana fyrir hálfri öld, svo sem sjá má á grein eftir sr. Árna Pálsson í Söðuls- holti, sem birtist á skírdag, 8. apríl 1971. „Páskaboðskapurinn er kjarni kristindómsins. Með honum er allt sagt og upplýst. Kristur dó vegna okkar synda og vegna ástar drottins á okkur reis hann upp frá dauðum,“ skrifaði sr. Árni. Og ennfremur: „Við eigum á páskum að bera merki þess, að við vitum engan dag glaðari, enga hátíð meiri á árinu en þessa, eins og sálmaskáldið túlkar svo: „Sigurhátíð sæl og blíð hljómar nú og gleði gefur, Guðsson dauðann sigrað hefur, nú er blessuð náðartíð. Nú er fagur dýrðardagur.“ Á þessum dýrðardegi heyrum við raddir allrar íslenzku þjóðarinnar lofa guð, já, allra játenda kristninnar. Þeir syngja guði dýrð um náðarhag- inn þegar trúin sér eilíft ljós.“ Veður- stofan átti von á umhleypingasömu veðri og fremur óstilltu um páskana 1971. Talið var að skiptast myndu á SA-læg átt og SV-læg og jafnvel norðlæg. „Og möguleiki er á hreti eða hretum, svo bezt er að vera við öllu búinn,“ sagði í frétt á baksíðu Morg- unblaðsins. „Í gær var sæmilega fært um land- ið, þó var það víða nokkuð að breyt- ast, og farið að snjóa. En flug gekk ágætlega. Reiknaði Flugfélag Ís- lands með að flytja hátt á fimmta þúsund manns um páskana, sem er mest skólafólk á leið í frí og íþrótta- fólk að fara á skíðamótið og skíðavik- una,“ kom jafnframt fram í fréttinni. Upprisan lykilatriðið Morgunblaðið var einnig í trúar- legum stellingum fyrir aldarfjórð- ungi en skírdag bar upp á 4. apríl 1996. Jesús Kristur var til umfjöll- unar í leiðara blaðsins og þeim sem draga kenningu hans í efa og fylgja henni ekki sjálfir svarað. „Upprisan er einmitt lykilatriðið, sem greinir Krist frá öllum öðrum spámönnum og stórmennum sög- unnar,“ stóð í leiðaranum. „Fyrirheit upprisunnar um sigur á dauðanum og eilíft líf er mikilvægasta uppspretta trúar á Krist og kærleiksboðskap hans. Upprisan varð fyrstu fylgj- endum Krists staðfesting þess, að það sem hann hafði sagt var satt; að hann var Guðs sonur. Hún heldur áfram að vera sú sama staðfesting fyrir alla kristna menn. Þess vegna hafa páskarnir, hátíð upprisunnar, sérstaka þýðingu fyrir okkur.“ Víkverji var einnig með hugann við páskana í pistli sínum og lagðist í sagnfræðigrúsk. „Þótt ýmsum finnist kannski páskahátíðin löng, þá hafa páskar stytzt talsvert í gegnum ald- anna rás. Þannig var fjórheilagt á páskum í kaþólskum sið á Íslandi. Sést það bæði í Kristinna laga þætti Grágásar og Kristnirétti Árna bisk- ups Þorlákssonar frá 1275. Við siða- skiptin varð hins vegar þríheilagt og stóð svo fram til 1770 þegar þriðji í jólum, páskum og hvítasunnu voru felldir úr tölu helgidaga ásamt nokkr- um fleiri.“ Margir Íslendingar voru á faralds- fæti um páskana 1996, svo sem sjá má á bréfi Ingólfs Guðbrandssonar ferðamálafrömuðar til Velvakanda: „Auk einstaklinga eru tveir hópar á vegum Heimsklúbbs Ingólfs komnir til Karíbahafsins að halda páska og sá þriðji á leiðinni. Þrjátíu manna hópur er nú á siglingu milli eyja á lúxusskipinu Sensation frá Carnival-- skipafélaginu, en þegar siglingunni lýkur á páskadag koma flestir far- þeganna hingað til vikudvalar í við- bót.“ Ekki var alls staðar skellt í lás hér heima, þannig boðaði Listasafn Kópavogs til Páskabarokks á laug- ardeginum, þar sem fram komu Sverrir Guðjónsson, Guðrún Birg- isdóttir, Martial Nardeau og fleiri og Richard Wagner-félagið sýndi óper- una Parsifal af myndbandi (geisla- diski) í safnaðarheimili Dómkirkj- unnar á föstudaginn langa. Passíusálmarnir voru lesnir í Hall- grímskirkju og Akureyrarkirkju. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Afgreiðslustúlkur í matvöruverslun með páskaegg árið 1975. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Nú er blessuð náðartíð Það er alltaf sérstakur hátíðarblær yfir páskunum hér á landi. Hvað segið þið um að koma með okkur í tímaferðalag, 25, 50 og 75 ár aftur í tímann og rifja upp hvað þá bar hæst í Morgunblaðinu? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Páskaskraut er ómissandi á hverju heimili. Hér hvíla litlir ungar úr frauðkúlum, festum saman með tannstöngli, sig í eggjabakka um páskana 2002. Forsíða Morgun- blaðsins á skírdag ár- ið 1971. Alltaf er jafn spennandi að opna páskaeggið og sjá hvaða góðgæti þar er að finna. Ekki liggur fyrir hvaða ár þetta ágæta egg var opnað.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.