Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 29

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.04.2021, Síða 29
og þvílíkt nafn fyrir skærunum? Fennell greindi frá þessu í samtali við bandaríska blaðið The New York Times og þegar hún var spurð um sín fyrstu viðbrögð við þessum ánægjulegu tíðindum svaraði hún: „Ég rak upp mikið vein og grét heil ósköp. Ég veit ekki hvernig aðrir bregðast við.“ Hún kveðst alls ekki hafa átt von á öllum þessum tilnefningum, sér- staklega í ljósi þess að Promising Young Woman er það sem kallað er sjálfstæð framleiðsla, sumsé ekki á snærum stóru kvikmyndaveranna. Þetta er líka í fyrsta skipti sem tvær konur eru tilnefndar um leið fyrir besta leikstjórn; hin er Chloé Zhao fyrir Nomadland. Aðeins fimm konur hafa verið tilnefndar frá upp- hafi vega. „Það er engin leið til að lýsa þessu án þess að gerast ofboðslega væmin en þetta skiptir öllu máli og ég er svakalega stolt. Chloé er ótrúlega snjöll og hæfileikarík kona og ykkur að segja var óvenju mikið um ótrú- lega kvenleikstjóra í ár sem mig dauðlangar að hitta í eigin persónu og faðma að mér – þegar það má,“ sagði hún ennfremur við NYT. Promising Young Woman er dramatryllir um þrítuga konu sem átt hefur undir högg að sækja í lífinu eftir að besta vinkona hennar svipti sig lífi. Þær höfðu verið saman við nám í læknisfræði og skólabróðir þeirra nauðgað vinkonunni og kom- ist upp með það. Það áfall varð til þess að hún kvaddi þennan heim. Söguhetjan býr á hinn bóginn í for- eldrahúsum, er hætt í náminu og vinnur á kaffihúsi. Á kvöldin stundar hún þann óvenjulega leik að gera sér upp ölvun á skemmtistöðum til að freista þess að fá karla til að fara með sig heim með kynlíf í huga. Þeg- ar svo snarlega „rennur af henni“ bregður þeim heldur betur í brún. Að því kemur að hún leitar hefnda gagnvart nauðgara vinkonu sinnar og hans nánasta vinahópi. Og sagan tekur býsna óvænta stefnu. Svo ekki sé meira sagt. Myndin hefur á heildina litið feng- ið glimrandi góða dóma, meðal ann- ars fyrir dirfsku, frumleika og vargaleik Carey Mulligan. Byrjaði ung að leika Emerald Fennell fæddist í Lund- únum árið 1985. Faðir hennar er skartgripahönnuður en móðirin rit- höfundur. Sambýlismaður Fennell er Chris Vernon, sem einnig starfar sem leikstjóri og framleiðandi, mest í auglýsingageiranum. Þau eiga einn son, fæddan 2019. Hún byrjaði ung að leika í skóla- leikritum og komst í framhaldinu á samning hjá umboðsskrifstofu. Fyrsta alvörutækifærið kom í bresku gamanþáttunum Chickens árið 2011 og síðar lék hún í drama- þáttunum Call the Midwife frá 2013- 17. Þá hefur Fennell leikið auka- hlutverk í kvikmyndum á borð við Önnu Karenínu og The Danish Girl. Þekktust er hún þó líklega fyrir að hafa farið með hlutverk Camillu Barker-Bowles, eiginkonu Karls Bretaprins, í þáttunum vinsælu Krúnunni frá 2019-20. Fennell hefur fengist við ritstörf og handritsgerð frá því hún var rúm- lega tvítug. Eftir hana liggja þrjár barnabækur og ein hrollvekja fyrir fullorðna. Árið 2018 gerði hún sína fyrstu stuttmynd, Careful How You Go, og ári síðar kom hún til liðs við sjón- varpsþættina Killing Eve, sem handritshöfundur og framleiðandi. Promising Young Woman er þó langstærsta verkefni Fennell til þessa og hefur myndin verið tilnefnd til fjölda verðlauna. Fennell hefur þegar landað tveimur fyrir besta frumsamda handritið, Critics’ Choice-verðlaununum og Writers Guild of America-verðlaununum. Hún fór á hinn bóginn tómhent heim af Golden Globe-verðlaununum í lok febrúar. Fennell er tilnefnd til þrennra BAFTA-verðlauna; í flokk- unum besta myndin, besta breska myndin og besta frumsamda hand- ritið. Þau verða afhent 11. apríl. Stóri dagurinn verður hins vegar á rauða dreglinum og í Dolby- leikhúsinu í Los Angeles 25. apríl. Vel má vera að Promising Young Woman þyki ekki líklegust til að hreppa Óskar frænda sem besta myndin eða fyrir besta leikstjórn en hver veit hvað gerist í flokknum besta frumsamda handritið. Annars er Emerald Fennell sennilega slétt sama hvernig fer, markmiðinu er náð í bili. Og hún er rétt að byrja. Emerald Fennell er jafnvíg á leik, leikstjórn og handritsgerð. AFP 4.4. 2021 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29 GELT Vinnudagurinn getur verið langur þegar verið er að taka upp kvikmynd og mikið um dauðan tíma milli atriða. Eitt- hvað verða leikarar þá að dunda sér við og ungstirnið Millie Bobby Brown, sem sló í gegn í sjónvarpsþáttunum Stranger Things, er víst mjög úrræðagóð hvað þetta varðar. Alltént upplýsir mót- leikari hennar í Godzilla vs Kong, Brian Tyree Henry, að hún hafi gelt án áfláts eins og hundur á milli takna þar. Henry brá þó hvergi. „Ég hef séð miklu verra frá leikurum,“ sagði hann við Metro. Millie Bobby lætur sér ekki leiðast. AFP BÓKSALA 24.-30. MARS Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Í leyndri gröf Viveca Sten 2 Ládeyða Ann Cleeves 3 Stríð og kliður Sverrir Norland 4 Bókasafnsráðgátan Martin Widmark 5 Spænska veikin Gunnar Þór Bjarnason 6 Um endalok einsemdarinnar Benedict Wells 7 Eldarnir Sigríður Hagalín Björnsdóttir 8 1794 Niklas Natt och Dag 9 Herbergi í öðrum heimi María Elísabet Bragadóttir 10 Það hófst með leyndarmáli Jill Mansell 1 Bókasafnsráðgátan Martin Widmark 2 Pétur tjaldar Sven Nordqvist 3 Risasyrpa – botnlaus byggingarvinna Walt Disney 4 Kíkjum í dýragarðinn Anna Milbourne 5 Martröð í Hafnarfirði Rakel Þórhallsdóttir 6 Litlir lærdómshestar – stafir Elizabeth Golding 7 Skrímsli – vandræðakarfan Walt Disney 8 Hvar er Skellur – leitum og finnum Walt Disney 9 100 Drekaskutlur 10 Hulduheimar 9 – draumadalurinn Rosie Banks Allar bækur Barnabækur Ég var spennt þegar ég opnaði jólagjöfina frá eiginmanninum og fann nýjustu bók Ólafs Jó- hanns, Snertingu. Það er ákveð- in eftirvænting sem fylgir því að lesa verkin hans. Ólafur hefur gott vald á tungumálinu, býr yfir einhverjum sérstökum aga og vandvirkni sem skín í gegn þegar textinn er les- inn. Ég varð því fyrir svo- litlum von- brigðum. Sag- an var að sumu leyti of fyrirsjáanleg en jafnframt voru áhyggjur aðal- persónunnar af eigin heilabilun, sem voru eins og rauður þráður í gegnum alla söguna, gerðar að engu með einni athugasemd í lokin. Nú þegar liðnar eru nokkrar vikur frá því að ég las bókina stend ég mig samt að því að rifja söguna upp í huganum. Mér finnst ég hafa kynnst Krist- ófer ágætlega og það er ekki laust við að ég sakni þessa kunn- ingja. Það er því óhætt að mæla með Snertingu. Ólafur Jóhann er listamaður og bókin, ekki ólíkt öðrum sem ég hef lesið eftir hann, er geymd í minn- inu líkt og minningin um fallegt málverk. Nýlega kom út þetta sjö sagna safn eftir Maríu Elísabetu Bragadóttur, Herbergi í öðrum heimi. Sög- urnar eru sjálfstæðar en þó er einhver tónn húmors og svolítil ögrun sem tengir þær allar sam- an. Dóttir mín lánaði mér sitt eintak en hún keypti bókina ekki síst af því að henni þótti kápan falleg. Það er alltaf gaman að geta rætt bækur við aðra eftir lesturinn og þessi bók verður rædd yfir kaffibolla við næsta tækifæri. Smásagnasafnið Þæg- indarammagerðin er ekki komin út en engu að síður er þetta bókin sem hefur átt hug minn allan und- anfarnar vik- ur. Bókin er lokaverkefni ritlistarnema og ritstjórn- arnema við HÍ og kemur út í maí á þessu ári. Ég er svo heppin að vera ein af fjór- um ritstjórum sem koma að út- gáfunni. Höfundarnir eru sextán og eru á breiðu aldursbili. Sög- urnar eru fjölbreyttar, frum- legar, einlægar, fyndnar og á köflum svolítið pólitískar. Það sem þær eiga ekki síst sameig- inlegt er að höfundarnir fara út fyrir þægindaramma sinn af hug- rekki og einlægni. Hér eru á ferðinni höfundar sem eiga eftir að láta að sér kveða á komandi árum. SÆUNN ÞÓRISDÓTTIR ER AÐ LESA Líkt og minningin um fallegt málverk Sæunn Þóris- dóttir er bók- mennta- fræðingur og meistaranemi í hagnýtri rit- stjórn og útgáfu við HÍ. Gelti án afláts eins og hundur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.