Verktækni - 2013, Side 1

Verktækni - 2013, Side 1
Málþing um almenningssamgöngur 3 Líffrræðileg hreinsun skólps 8 Af stjórnarborðum 12 Frumkvöðull 6 Minningarorð 14 1 . t b l . 19. á r g . 2 013 Launaviðtöl 4 Í hófi sem haldið var í tilefni af útgáfu bókarinnar VFÍ í 100 ár – Saga Verkfræðinga- félags Íslands fengu heiðursfélagarnir Vigdís Finnbogadóttir og Egill Skúli Ingibergsson, bókina afhenta. Með útgáfu bókarinnar hefur það markmið náðst sem sett var á 90 ára afmæli félagsins að gefa út ritröð sem hæfist með bókinni Frumherjar í verk- fræði og lyki á 100 ára afmælisári með sögu félagsins. Bókin er glæsilegur gripur, hana prýðir fjöldi mynda sem gæða hana lífi og gera skemmtilega aflestrar. Bókin er í tveimur hlutum. Fyrri hlut­ inn fjallar um 50 ára sögu VFÍ en hún var gefin út í hefti á 50 ára afmælinu og rituð af prófessor Jóni Guðnasyni. Bætt hefur verið inn fleiri myndum og rammagreinum. Annar hlutinn er mun stærri og fjallar um seinni 50 árin. Hann er í tíu meginköflum og var unninn á þann hátt að sérfróðir menn á hverju sviði rituðu hvern kafla. Ritnefnd samræmdi efnið og skrifaði það Heiðursfélögum afhent saga VFÍ sem upp á vantaði. Meginkaflarnir í bók­ inni fjalla um skipulag og félagsstarfsemi, menntun verkfræðinga, Verkfræðingahús, kjaramál, útgáfu, orðanefndir formenn og framkvæmdastjóra, heiðursfélaga, stórfram­ kvæmdir í landinu og stórafmæli félagsins. Í ritnefnd bókarinnar voru Hákon Ólafsson, Logi Kristjánsson og Sveinn Þórðarson.

x

Verktækni

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.