Verktækni - 2013, Side 3
Blaðið VERKTÆKNI er gefið út af Verkfræðingafélagi Íslands og Tæknifræðingafélagi Íslands og er dreift ókeypis til félagsmanna.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigrún S. Hafstein.
Leyfilegt er að birta efni úr Verktækni ef heimildar er getið. Skoðanir sem settar eru fram í blaðinu samrýmast ekki endilega viðhorfum útgefenda.
Prentvinnsla: Svansprent · Mynd á forsíðu: Rafn Sigurbjörnsson · Aðstoð við útgáfu: Hænir · Sími: 55 88 100 · utgafa@utgafa.is
Engjateigi 9 · 105 Reykjavík
Sími: 535 9300 · Símbréf: 535 9311 Tölvupóstur:
sigrun@verktaekni.is
V E R K T Æ K N I
Kunnugleg saga
Þegar liggur fyrir að skrifa leiðara þá er
andinn ekki alltaf yfir manni, eins og
gengur. Það getur verið snjallt að byrja
á því að athuga hvert var innihald slíkra
skrifa fyrir tíu árum. – Og þetta hljómar
kunnuglega. Þá voru framundan tvær
ráðstefnur hjá félögunum, annars vegar
um Norðlingaölduveitu og hins vegar
um tækni í sjávarútvegi. Í leiðaranum
var tekið fram að fyrri ráðstefnan muni
„án efa vekja mikla athygli með tilliti til
um ræðunnar í þjóðfélaginu um virkj
anamál og deilur sem tengjast þeim.“
Tíu árum síðar er enn tekist á um
virkjunarkosti og deilt hart um
afgreiðslu þingsályktunar um vernd og
nýtingu landsvæða, rammaáætlun sem
var ætlað að skapa sátt um þennan
mikilvæga málaflokk. Þegar þetta er
skrifað verður atkvæðagreiðsla Alþingis
eftir nokkra daga. Það hefur verið
rauna legt að fylgjast með umræðu um
þetta mál og mikil vonbrigði að alþing
ismenn hafi ekki getað fylkt sér að baki
faglegri vinnu sem staðið hefur yfir í
mörg ár.
Í marsmánuði 2012 sendi stjórn
Verkfræðingafélags Íslands frá sér
ályktun þar sem segir meðal annars:
„VFÍ undirstrikar mikilvægi þess að
haldið verði áfram að nýta orkuauð
lindirnar til góðs fyrir landsmenn en
telur að nýtingin eigi að vera sem fjöl
breyttust og tekið tillit til þess að um
takmarkaða auðlind er að ræða. Hafa
verður jafnframt að leiðarljósi að há
marka ber heildarafrakstur orkuauð
lindanna fyrir íslenskt samfélag. VFÍ
lýsir yfir vonbrigðum með þau inngrip
sem gerð hafa verið í rammaáætlun um
vernd og nýtingu náttúrusvæða, með
því að taka vinnu að áætluninni úr fag
legum farvegi. Rammaáætluninni er
ætlað að marka framtíðarsýn og ná sátt
um hvaða virkjunarkostir komi til
greina og hvaða svæði beri að friða.
Að áætluninni hefur verið unnið um
árabil, með viðamiklu kynningar og
samráðsferli, í þeim tilgangi að ná
almennri sátt um nýtingu takmarkaðra
orkuauðlinda.“
Það er ekki víst að þetta mál fái far
sælan endi í bráð.
Sigrún S. Hafstein, ritstjóri
Almenningssamgöngur í forgang
Föstudaginn 1. febrúar 2013 mun Bygg
ingarverkfræðideild VFÍ standa fyrir mál
þingi á Grand Hótel um Almennings
samgöngur í borgarumhverfi.
Tveir fyrirlesarar frá COWI í Danmörku
munu vera með erindi, en það eru Michael
Knørr Skov, yfirmaður Urban planning og
transport og Preben Vilhof, einn helsti
sérfræðingur dana í skipulagi almennings
samgangna. Þá mun sérfræðingur á vegum
Strætó BS segja frá því sem er á döfinni
með þróun leiðarkerfis Höfuðborgar
svæðisins og Bergþóra Kristinsdóttir
sviðsstjóri umferðar og skipulags hjá EFLU
verkfræðistofu fjalla um samgöngur við
fyrirhugaðan Landspítala við Hringbraut.
RÝNI 2013 - Pétursborg
Rýnisferðir TFÍ sem farnar hafa verið frá
árinu 1998 hafa frá upphafi notið mikilla
vinsælda. Undirbúningur fyrir Rýnisferð
2013 er vel á veg kominn og er stefnan sett
á ferð til Pétursborgar 8. 14. september.
Flogið verður til Helsinki sunnudaginn
8. september þaðan sem ekið verður til
Pétursborgar. Heimflug frá Pétursborg
laugardaginn 14. september. Gert er ráð
fyrir allt að 65 manns í ferðina. Skráning
ferðina hefst fljótlega eftir áramót og
verður auglýst nánar síðar. Ferðin er opin
öllum félagsmönnum í TFÍ og VFÍ.
Í undirbúningsnefnd Rýni 2013 eru:
Haraldur Sigursteinsson, Hreinn Ólafsson
og Jóhannes Benediktsson.
Skilafrestur
Útgáfumál félaganna hafa verið endur
skoðuð. Markmiðið er meðal annars að
auka veg ritrýndra greina og tæknigreina
sem birst hafa í Árbók félaganna. Ekki
verður gefin út árbók en greinar birtar
undir nafni Verktækni. Stefnt er að útgáfu í
marsapríl. Skilafrestur á ritrýndum
greinum er til loka janúarmánaðar.
Greinum skal skilað til ritstjóra Verktækni,
sigrun@verktaekni.is, sem einnig veitir
nánari upplýsingar.
Facebook
VFÍ og TFÍ eru á Facebook. Þar eru sett inn
stutt skilaboð um viðburði framundan,
umsóknarfresti hjá sjóðum og annað sem
er gott að fá upplýsingar um.
Farið inn á síðuna og „lækið“ og þá
komist þið í beint samband við okkur.
Tæknifræðingafélag Íslands:
www.facebook.com/tfi.1960
Verkfræðingafélag Íslands:
www.facebook.com/vfi.1912
LE IÐAR INN
Árshátíð VFÍ
Árshátíð Verkfræðingafélags Íslands verður haldin
í Súlnasal Hótels Sögu laugardaginn 2. febrúar 2013.
Skemmtidagskrá • Hátíðarkvöldverður • Dansleikur
Miðapantanir og nánari upplýsingar á skrifstofu VFÍ í síma: 535 9300.
Netfang: skrifstofa@verktaekni.is
Miðaverð kr. 7.900.-