Verktækni - 2013, Page 6

Verktækni - 2013, Page 6
6 / VERKTÆKNI Valgerður Halldórsdóttir var nýverið gestur á hádegisfundi Kvennanefndar VFÍ. Hún sagði frá þróun farsímaforrits- ins Kinwins og gerð heimildamyndar- innar The Startup Kids sem fjallar um unga veffrumkvöðla og hefur vakið verðskuldaða athygli. Góð mæting var á fundinn og gestir voru ekki sviknir því Valgerður er einstaklega líflegur og skemmtilegur fyrirlesari. Valgerður var nýútskrifuð með BS gráðu í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands þegar kreppan skall á haustið 2008. Ekki voru mörg atvinnutækifæri í boði og hún og vinkona hennar, Sesselja Vilhjálmsdóttir, brugðu á það ráð að skapa eigin tækifæri. Fyrsta verkefnið var útgáfa borðspilsins Heilaspuni sem þær hönnuðu í samein­ ingu, seldu stærstu verslunum hugmyndina og létu framleiða í Kína. Spilið sló í gegn og seldist upp fyrir jólin 2009. Heilaspuni var bara fyrsta skrefið og það er ekki skortur á góðum hugmyndum og framkvæmdagleði hjá þeim vinkonunum. Næsta verkefni var gerð heimildamyndar­ innar The Startup Kids. Þær létu það ekki aftra sér að hafa aldrei komið nálægt kvik­ myndagerð heldur lögðu land undir fót og tóku viðtöl við frumkvöðla vestan hafs og austan. Meðal viðmælenda eru stofnendur Vimeo, Soundcloud, Kiip, InDinero, Dropbox og Foodspotting. Myndin hefur verið sýnd víða um heim og vakið sem fyrr segir verðskuldaða athygli. Þar segja ungir frumkvöðlar frá reynslu sinni og markmið myndarinnar er meðal annars að hvetja ungt fólk til að leggja fyrir sig nýsköpun. Var áhugavert að Fundur Kvennanefndar VFÍ Hugmyndaauðgi og kraftur heyra Valgerði segja frá mismunandi við­ horfum í Bandaríkjunum og Evrópu. Evrópubúar eru almennt feimnir við að segja frá verkum sínum en bandaríkjamenn eru miklir sölumenn hvað varðar ágæti eigin verka. Einnig er litið niður á það að mistakast í Evrópu en í Bandaríkjunum er það talin góð reynsla. Hér heima gefast tækifæri til að sjá myndina. Hún var sýnd á Reykjavík film festival, eftir áramótin í háskólum og fram­ haldsskólum og viðræður standa yfir um sýningu í Sjónvarpinu. KinWins Samhliða kvikmyndagerðinni stofnuðu þær Valgerður og Sesselja tæknifyrirtæki og vinna nú hörðum höndum að gerð far­ símaforritsins Kinwins. Það er hvatningar­ leikur sem gengur út á að gera notendur að betri mönnum og stuðla að heilbrigðu líf­ erni. Notandinn skráir inn dagleg verkefni og safnar stigum. Hægt er svo að deila verkefnunum með vinum og fjölskyldu og hvetja hver annan áfram. Verkefnið er styrkt af Tækniþróunarsjóði. Kæruleysi nauðsynlegt Valgerður var spurð að því hvernig það væri að vera frumkvöðull á Íslandi. Hún sagði enga töfraformúlu vera til og þetta væri mjög erfitt. Hún nefndi nokkur atriði sem eru nauðsynleg til að ná árangri: stefnufesta, úthald, smá kæruleysi, þor til að biðja um hjálp og... Just do it. www.heilaspuni.is www.thestartupkids.com www.kinwins.com Valgerður Halldórsdóttir. Samstarf er lykill að árangri Haustið 2012 stóðu Verkfræðingafélag Íslands, Tæknifræðingafélag Íslands, Arki­ tektafélag Íslands, Samband íslenskra sveitar félaga, Félag byggingarfulltrúa, Sam­ tök iðnaðarins og Mannvirkjastofnun, fyrir fundum um land allt um nýja byggingar­ reglugerð, samræmingu eftirlits og leiðir til aukinna samskipta innan byggingageirans. Fundirnir voru opnir og ætlaðir hönnuð­ um, tæknimönnum, iðnaðarmönnum, eftir­ litsaðilum og öðrum áhugasömum. Þeir voru haldnir á Ísafirði, Egilsstöðum, Sauðárkróki, Stykkishólmi, Hellu, Reykja­ nes bæ og Reykjavík og voru vel sóttir. Tilgangur fundanna var að kynna breytt starfsumhverfi mannvirkjageirans, gefa hlutaðeigandi tækifæri til að spyrja spurn­ inga og koma með ábendingar um hvað betur mætti fara. Byggingarreglugerðin tók gildi í febrúar 2012 en í henni var bráðabirgðaákvæði þess efnis að heimilt væri að veita leyfi til að fara eftir ákvæðum eldri reglugerðar til loka árs 2012. Þegar á leið kom æ betur í ljós að nauð­ synlegt er að endurskoða nýja byggingar­ reglugerð. Því óskuðu framangreind félög eftir því að bráðabirgðaákvæði reglugerðar­ innar yrði framlengt út árið 2014 svo tóm gæfist til að endurskoða hana. Umhverfis­ og auðlindaráðherra hefur brugðist við og tilkynnt um breytingar á byggingarreglugerðinni og framlengingu á framangreindu ákvæði til 15. apríl 2013. Á sama tíma mun ráðherra skipa starfshóp sérfræðinga til að skoða reglugerðina í heild sinni og koma með tillögur um breyt­ ingar eftir atvikum. Mikilvægt er að vinna hratt og markvisst þannig að þessi stutti frestur nýtist til fulln­ ustu. Félögin sem stóðu að fundunum hafa ákveðið að halda árangursríku samstarfi áfram og munu standa fyrir ráðstefnu um Húshjúpinn 25. janúar. (upplýsingar á vfi.is og tfi.is) Árni B. Björnsson, framkvæmdastjóri VFÍ/TFÍ.

x

Verktækni

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Verktækni
https://timarit.is/publication/957

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.