Verktækni - 2013, Síða 8
8 / VERKTÆKNI
Vatns- og Fráveitufélag Íslands stóð fyrir
málþinginu „Líffræðileg hreinsun
skólps á Íslandi“ 8. nóvember síðastlið-
inn í samvinnu við Háskóla Íslands,
Orkuveitu Reykjavíkur, Samorku og
Umhverfisstofnun. Markmið málþings-
ins var fara yfir stöðu og stefnur í líf-
fræðilegri hreinsun skólps á Íslandi
(>50 p.e.), fá yfirlit yfir tækni sem er
beitt í dag og draga lærdóm af rekstri
stöðvanna. Þingið var gríðarlega vel sótt
af 120 áhugamönnum úr röðum heil-
brigðisfulltrúa, rekstraraðila, ráðgjafar-
verkfræðinga og háskólamanna.
Hér á eftir er gerð stuttlega grein fyrir inn
taki erinda og umræðu á þinginu. Frum
mælendur voru Magnús Jóhannesson,
ráðuneytisstjóri hjá umhverfis og auðlind
aráðuneytinu; Tryggvi Þórðarson, sérfræð
ingur hjá Umhverfisstofnun; Hrund Ólöf
Andradóttir, dósent við Háskóla Íslands;
Guðmundur F. Baldursson, skipulags og
byggingarfulltrúi, Hveragerðisbæ; Íris
Þórarinsdóttir, fagstjóri fráveitu, og
Guðmundur Brynjúlfsson, svæðisstjóri,
Orkuveitu Reykjavíkur; Óskar Bjarnason,
Bólholti; Börkur Brynjarsson, framkvæmda
og veitustjóri, Grímsnes og Grafnings
hreppi; Ketill Hallgrímsson, umsjónarmað
ur vatnshreinsivirkis, Alcoa í Reyðarfirði;
Guðmundur Ármann Pétursson, fram
kvæmdastjóri, Sólheimum í Grímsnesi;
Árni Kristinsson, varaformaður Heilbrigðis
nefndar Austurlandssvæðis. Í panel sátu
Gunnar Steinn Jónsson, fagstjóri upplýs
inga og fræðslusviðs, Umhverfisstofnun;
Birgir Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi,
Heilbrigðiseftirliti Suðurlands; Brynjólfur
Björnsson, fagstjóri veitna, Mannviti.
Fundarstjóri var Reynir Sævarsson, bygg
ingarverkfræðingur hjá Eflu. Nánari upp
lýsingar verða birtar í ráðstefnuriti á vefsíð
unni www.vafri.hi.is innan skamms.
Stefnur og regluverk
Regluverk í fráveitumálum var eitt fyrsta
verk nýstofnaðs umhverfisráðuneytis fyrir
rúmum tveimur áratugum. Umbætur á frá
veitukerfum fóru fram á árunum 1995
2005, sem voru styrktar að hluta af ríkinu.
Undan farin ár hefur hins vegar hægst á
úrbótum. Samkvæmt reglugerð nr. 798/1999
eiga minni bæjarfélög sem losa í ferskvatn
eða strandsjó að vera með „viðunandi
hreinsun”, sem skilgreind er sem hreinsun
með viðurkenndum hreinsibúnaði svo að
gæðamarkmiðum sé náð. Þetta getur verið
grófhreinsun, eins þreps hreinsun, tveggja
þrepa hreinsun eða frekari hreinsun, allt
eftir viðtaka og ákvæðum sem við eiga.
Íslendingar byggja afkomu sína á fram
leiðslu matvæla og ein mikilvægasta auð
lindin er í hafinu. Þá fer ferðaþjónusta og
ýmis heilsutengd atvinnuuppbygging ört
vaxandi. Því telur umhverfis og auðlinda
ráðuneytið mikilvægt að fráveitur standist
ströngustu kröfur og mengi ekki viðtaka.
Tímabært er að endurskoða reglugerð um
fráveitur og skólp frá árinu 1999, sér í lagi
að skýra kröfur, bæta við upplýsingum og
bæta skráningu.
Hefðbundin líffræðileg hreinsitækni
Fyrsta hreinsun fer fram með afl og efna
fræðilegum aðferðum. Botnfellanleg efni
eru fjarlægð með ristum, sand og fitu
gildrum, og/eða setþró. Þar á eftir tekur við
líffræðileg hreinsun, sem fer fram fyrir til
stuðlan örvera sem nýta sér lífræn efni í
skólpi sem orkugjafa. Eftir að örverur hafa
vaxið og brotið niður lífræna efnið í skólp
inu, er þeim safnað saman í eftirfellingar
tanki sem seyru. Tvær megingerðir eru til,
þar sem annars vegar örverurnar lifa í svif
lausn í loftuðum tanki og hins vegar á föst
um flötum, eins og snúningsdiskum, stein
og plastefnum. Hér á Íslandi er búið að
prófa mismunandi útfærslur af báðum
gerðum. Stöðvar frá Bólholti ehf hafa verið
reistar bæði á Suður og Austurlandi. Þær
byggja á „activated sludge“ aðferðinni, þar
sem hlutfalli örvera á móti lífrænu efni í
gerjunartankinum er viðhaldið með því að
dæla til baka hluta af seyrunni sem fellur til
í seinni setþró. Á byggingartíma álvers á
Reyðarfirði var keypt kanadísk stöð sem
byggði á svipaðri tækni, nema hvað í gerj
unartankinum fór fram bæði fram loftun og
felling, þannig að ekki var nauðsynlegt að
vera með sérstakt eftirfelliker né örvað
bakstreymi af seyru. Í Hveragerði hefur
verið starfrækt stöð síðastliðin 20 ár sem
byggir á Kaldnes tækni, þar sem örverur
lifa á hjólum í loftblendingartanki. Í
Borgarfirði hefur Orkuveita Reykjavíkur
Líffræðileg hreinsun skólps á Íslandi
nýlega reist stöðvar þar sem örverur búa á
snúningshjólum sem eru á víxl á kafi í vatni
þar sem örverurnar fá næringu og í lofti þar
sem örverur fá súrefni. Á Hvolsvelli er
starfrækt stöð með hripsíu.
Fækkun örvera í útrennsli
Áður en hreinsað vatn er veitt út í viðtaka
fer yfirleitt fram sótthreinsun til að fjarlægja
saurgerla. Í Hveragerði er notað malarbeð
sem síar út gerlana, meðan í Borgarfirði eru
notuð útfjólublá ljós og náttúrulegar tjarnir.
Á Borg í Grímsnesi er frárennsli af klór
blandað vatni frá sundlaug nýtt til að drepa
gerla. Á Flúðum er mældur gerlastyrkur í
viðtaka það lágur að ekki þykir ástæða til
að sótthreinsa. Við þetta sparast töluvert í
rekstarkostnaði stöðvarinnar.
Seyrumeðhöndlun
Seyran sem fellur til í hreinsiþrepum skólp
hreinsistöðva er geymd í seyrugám áður en
henni er fargað á viðeigandi hátt. Í Hvera
gerði og fyrir byggingu álvers á Reyðarfirði
fer einnig fram afvötnun. Í Hveragerði fer
seyran til dæmis fyrst í seyruþykkjara þar
sem hún afvatnast að hluta til, síðan er
Pólimerdufti blandað saman við til þess að
skilja vökvann frá þurrefninu, og að lokum
er hún sett í skilvindu. Frekari meðhöndlun
fer fram á seyrunni í Hveragerði, þar sem
hún er verkuð í sérstökum seyrubeðum í
34 ár og eftir það nýtt sem áburður í skóg
rækt. Á Norður landi er dæmi um að seyra
sé kölkuð, látin gerjast í þró á þremur árum
og notuð til uppgræðslu. En að öðru leyti
er seyru yfirleitt fargað án nýtingar. Mikil
umræða skapaðist á þinginu um seyru
meðhöndlun og hvort ekki væri hægt að
nýta hana í frekari mæli í framtíðinni. Sér í
lagi er seyran frá líffræðilega hreinsiþrepinu
vel til fallin til nýtingar vegna hás lífræns
Þátttakendur í málþinginu líffræðileg hreinsun skólps.