Verktækni - 2013, Page 9
VERKTÆKNI / 9
magns, ólíkt seyrunni frá fyrsta stigs
hreinsun sem inniheldur aðskotahluti og
sand. Einnig var rætt hvort megi slaka á
kröfum á seyru úr rotþró sem er ólíkleg að
innihalda hættuleg efni, þannig að léttara
sé að nýta hana. Þá var rætt að seyra er
mikið nýtt í Þýskalandi og rannsóknir þar
hafi verið að benda til þess að magn þung
málma í seyru sé að lækka.
Hönnun og bygging
Ýmsir örðugleikar geta komið fram á hönn
unar og byggingarstigi. Fyrir það fyrsta
þarf að meta magn lífræns skólps. Á
Reyðar firði var uppspretta skólps frá eins
leitum hópi verkamanna. Efnasamsetning
slíks skólps er ekki sú sama og í blönduðu
samfélagi og var erfitt að meta fyrirfram
hönnunarálag stöðvarinnar. Annað sem
þarf að huga að er reyna að aðskilja eftir
fremsta megni skólp frá regn og hitaveitu
vatni. Svo þarf að dæla vatninu á einn stað,
eða ella að byggja skólphreinsistöðvar fyrir
megin útföll bæjarfélags eins og á
Egilsstöðum.
Vanda þarf niðursetningu á hreinsistöðv
um og taka tillit til aðstæðna á byggingar
stað. Stöðvar eru oft byggðar á forhönnuð
um einingum sem þarf að grafa fyrir djúpt
niður í jörðu. Mikilvægt að fylla einingarnar
strax af vatni til þess að minnka uppdrifs
kraft þeirra, sem getur leitt til að þær
skekkist og færist til.
Rekstur og eftirlit
Sameiginlegt rekstrarvandamál margra
stöðva á Íslandi á rætur að rekja til hönn
unar, sem byggir á framtíðarspám um íbúa
fjölda. Þær stöðvar sem byggðar voru á
góðæristímum gerðu allar ráð fyrir mikilli
fólksfjölgun. Stöðvarnar eru því yfirhann
aðar miðað við núverandi álag. Þrátt fyrir
það greindu allir frummælendur frá því að
mæld hreinsivirkni er ásættanleg og sam
kvæmt reglugerðum.
Örverugróður er viðkvæmur. Þannig hafa
olíuskot frá iðnaði drepið allan örverugróð
urinn. Örverugróðurinn er mjög háður raf
magni, sem knýr loftdælingu í loftblend
ingarþró og snýr við snúningsdiskum og
tryggir þannig aðgang örvera að súrefni.
Dæmi er um að rafmagnsbilun hafi komið
ójafnvægi á örverugróðurinn. Það getur
tekið meira en viku að ná aftur upp örveru
gróðri og fullri hreinsivirkni.
Önnur vandamál sem hafa komið upp
eru lyktarvandamál, sem nánast alltaf eru
tengd geymslu á seyru, og aðskotahlutir
eins og handþurrkur, sem leysast illa upp í
vatni, hafa stíflað inntök, dælur og ristar.
Því er mikilvægt að hvetja alla að upplýsa
vel íbúa um hvað megi fara í klósett og
hvað ekki. Á Reyðarfirði voru þessi vanda
mál leyst með því að setja upp mjög öfluga
kvörn og lofthreinsibúnað.
Tilbúin votlendi fyrir dreifbýli
Nýjar stefnur fyrir dreifbýli og minni bæjar
félög eru að byggja tilbúin votlendi. Kostir
slíkra náttúrulegra lausna eru minni stofn
og rekstarkostnaður, og þær falla vel í nátt
úrulegt umhverfi. Á Íslandi hefur eitt vot
lendi verið byggt sem er staðsett á
Sólheimum á Grímsnesi. Hreinsunin í
þessu votlendi fer fram með upptöku
plantna og jarðvegssíun. Settir voru upp
fjórir tilraunareitir með mismunandi gerðir
af plöntum og jarðvegi (sjá mynd 3).
Enginn merkjanlegur munur var á hreinsi
virkni mismunandi reita. Engin lykt var af
þessum rekstri, en votlendið fór illa í suður
landsskjálftunum.
Um Vatns- og Fráveitufélag Íslands
Félagið var stofnað 17. apríl 2009 til að
stuðla að öruggum vatnsveitum, bættum
vatnsgæðum og vistvænum fráveitum. Í
félaginu er áhugafólk um vatns og fráveit
umál. Ný stjórn tók til starfa að vori 2012.
Hrund Ó. Andradóttir, dósent í umhverfis
verkfræði við Háskóla Íslands, er formaður
félagsins; Aldís Ingimarsdóttir, stunda
kennari við Háskólann í Reykjavík, er ritari;
Íris Þórarinsdóttir, Fagstjóri fráveitu Orku
veitu Reykjavíkur, er gjaldkeri. Dagur
Jónsson, vatnsveitustjóri Hafnafjarðar og
Jónas Elíasson professor emeritus við
Háskóla Íslands eru meðstjórnendur.
Markmið þessarar stjórnar er að skipu
leggja tvö málþing á ári, eitt tileinkað frá
veitumálum og annað vatnsveitum. Næsta
málþing verður um neysluvatnsöflun á
Íslandi í mars næstkomandi. Nánari upp
lýsingar um félagið má nálgast á vefsíðu
þess www.vafri.hi.is.
Skipulagningsnefnd málþingsins,
Hrund Ó. Andradóttir,
dósent í umhverfisverkfræði Háskóla Íslands.
Íris Þórarinsdóttir, fagstjóri fráveitu,
Orkuveitu Reykjavíkur.
Loftblöndun skólps í gerjunartanki við Álver á Reyðarfirði. Ljósm. Ketill Hallgrímsson.
Tilbúið votlendi í Grímsnesi. Ljósm. Brynjólfur Björnsson.