Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
✝
Ketilríður
(Kalla) Bene-
diktsdóttir fæddist
á Akranesi 18. mars
1947. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Skjóli, Kleppsvegi
64, 1. apríl 2021.
Foreldrar hennar
voru Ingibjörg
Guðmundsdóttir,
húsfreyja frá Svert-
ingsstöðum, f. 4.10.
1907, d. 19.7. 1993, og Benedikt
Hjartarson Líndal, hreppstjóri
og bóndi á Efra-Núpi, f. 1.12.
1892, d. 31.10. 1967. Systkini
Köllu eru Pálína Ragnhildur, f.
1925, d. 2008, Guðmundur Skúli,
f. 1927, d. 1986, Guðrún, f. 1928,
d. 2015, Hjördís, f. 1930, Bryn-
hildur, f. 1934, Sigríður, f. 1937,
d. 29.03. 2021, og Alda, f. 1942.
Kalla var gift Jóhanni Gunn-
ari Helgasyni frá Guðlaugsvík í
Bæjarhreppi, f. 29.4. 1943. Þau
bjuggu á Efra-Núpi þar til þau
slitu samvistir.
Börn þeirra eru: 1. Hjörtur
Líndal, f. 20.9. 1965. Fyrrver-
sambúðarárin á Efra-Núpi og
eftir það í Reykjavík, lengst af í
Hraunbergi 17 og síðustu árin
Mánatúni 3. Börn þeirra eru 1)
Ingunn Sara, f. 12.9. 1985. 2)
Sólrún Sigríður, f. 11.1. 1987.
Maki Brian S. Campbell, f. 18.1.
1983. Þau eiga dótturina Ísa-
dóru Rún, f. 8.9. 2016.
Kalla ólst upp hjá foreldrum
sínum á Efra-Núpi í Miðfirði,
yngst í stórum systkinahópi.
Hún tók við búi foreldra sinna
1965 ásamt fyrri manni sínum
aðeins 18 ára gömul. Þau höfðu
stórt fjárbú og dágott stóð. Kalla
hafði næmt auga fyrir skepnum,
var flinkur reiðmaður og fljót að
sjá góðan efnivið í folöldunum.
Hún flutti 1988 til Reykjavík-
ur og vann ýmis hlutastörf
fyrstu árin ásamt barnauppeldi.
Hún vann lengi hjá málningar-
verksmiðjunni Hörpu og síðustu
starfsárin hjá félagsþjónustu
Reykjavíkurborgar.
Útför Köllu verður gerð frá
Bústaðakirkju í dag, 16. apríl
2021, kl. 13. Í ljósi aðstæðna
verða aðeins nánustu aðstand-
endur og vinir viðstaddir at-
höfnina. Streymt verður frá út-
för á:
www.sonik.is/kalla
Virkan hlekk á streymið má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/
andi maki Berg-
þóra Andrea Hilm-
arsdóttir, f. 23.4.
1969. Þau eiga fjög-
ur börn: a) Aníta
Sif, f. 7.5. 1987.
Maki Ingibergur
Ragnarsson, b)
Björgvin Helgi, f.
15.10. 1989, í sam-
búð með Höllu
Björgu Sigurð-
ardóttur. Þeirra
dóttir Ísabella Ósk, c) Helga
Rún, f. 1.7. 1998. Kærasti Styrm-
ir Óli Þorsteinsson, d) Kalla
María, f. 2.6. 2008.
2. Benedikt Líndal, f. 8.3.
1972. Maki Ólína Ingibjörg
Jóhannesdóttir, f. 22.12. 1980.
Börn þeirra eru a )Jóhannes
Líndal, f. 6.2. 2008, b) Katla
Bríet, f. 27.6. 2011. Úr fyrra
sambandi á Benedikt soninn Jó-
hann Ingva, f. 12.6. 2000. Móðir
Sigríður Ása Guðmundsdóttir, f.
26.4. 1979.
Seinni maður Köllu er Sig-
björn Hamar Pálsson, f. 18.3.
1956. Þau bjuggu fyrstu fjögur
Elsku mamma mín. Hvað ég
gæfi til að knúsa þig aftur. Kúra í
kjöltu þinni. Finna fyrir hendinni
þinni færa hár mitt bak við eyrun
og strjúka vanga minn. Nú eru
liðin nokkur ár síðan þessi sjúk-
dómur tók yfir líf þitt. Það er svo
ósanngjarnt, þessi eldklára kona,
mamma mín sem ég þarf ennþá
svo mikið á að halda. Hver er með
þitt næmi? Þótt ég búi hinum
megin við Atlantshafið vissir þú
kæra mamma hvað var í gangi í
mínu lífi. Þú varst mín stoð og
stytta, alveg sama á hvaða flakki
ég hef verið. Það skilur mig eng-
inn eins og þú gerir. Því ég er svo
mikið eins og þú. Hvar sem þú ert
vona ég að þú getir séð hvað ég er
stolt að vera dóttir þín. Hvernig
fékk ég svona mikinn snilling sem
mömmu? Ég væri heppin ef ég
hefði erft einn fjórða af þinni
greind og húmor. En ég sætti mig
við að hafa fengið þau forréttindi
að fá að vera litla stúlkan þín.
Takk fyrir að kenna mér að fara
mína eigin leið. Að vera stolt að
vera svolítið öðruvísi en samfélag-
ið segir okkur að vera. Þú kenndir
mér frá unga aldri að hafa sam-
kennd með öðrum. T.d. þegar þú
sagðir mér að fara út og leika við
stelpuna í hverfinu sem margir
voru að atast í. Ég gerði það og sú
stelpa varð ein af mínum bestu
æskuvinkonum. Réttlætiskennd-
in í mér er svo sterk, elsku
mamma, og þú veist frá hverjum
það kemur. Ég skildi þig aldrei
betur en eftir að ég eignaðist hana
Ísadóru. Veikindin þín byrjuðu
rétt áður en ég varð þunguð. Það
er svo ótal mikið sem mig hefur
langað til að tala um við þig sein-
ustu árin. Þú kenndir mér að hafa
húmor fyrir mér sjálfri og ég verð
betri í því með árunum. Þegar ég
var átta ára byrjaðir þú að spyrja
mig hvað mér fyndist um ýmis-
legt. T.d. um klæðnað. „Sóla,
hvort fer betur við fötin mín
brúna kápan eða pelsinn?“ Þín
vegna byrjaði ég í minni starfs-
grein fyrir 10 árum sem stílisti.
Þú lifir í hjarta mínu og hefur allt-
af gert. Ég er svolítið sjálfselsk og
ég vil ekki að þú sért farin. Ég
þarf þig ennþá. Fyrirgefðu
mamma, ég á bara svo erfitt með
að sleppa. Ég er ennþá litla
mömmustelpan sem þráir að vera
í fanginu þínu. Þetta hafa verið
löng og erfið veikindi, ég virkilega
óska þess að þú sért á fallegasta
stað veraldar núna og loksins
frjáls. Bara vil svo mikið vera með
þér á þeim stað. En ég veit ég þarf
að sleppa og leyfa þér að fljúga.
Ég mun minnast þín alla daga og
heiðra minningu þína í öllu sem ég
geri. Þú munt örugglega heyra
mig tala við þig á hverjum degi.
Með húmor. Í leit að ráðum. Að
biðja þig að vera með mér þegar
reynir á. Eins og ég hef gert sein-
ustu daga. Hjálpaðu mér að vera
sterk eins og þú hefur alltaf þurft
að vera. Hjálpaðu mér að halda
höfðinu hátt eins og þú hefur ætíð
gert, sama hvað varð á þínum
vegi. Vísaðu mér veginn því það
er enginn annar sem ég treysti
jafn mikið fyrir mér eins og ég
treysti þér. Mamma, ég elska þig
svo mikið og ég sakna þín meir en
hægt er að lýsa í orðum. Hvíldu í
friði, njóttu þess að vera frjáls
eins og fallegi fuglinn, ég heyri
þinn söng.
Þín
Sólrún (Sóla).
Elsku Kalla amma. Ég man
alltaf eftir því þegar ég átti af-
mæli og þú komst ekki með af-
mælisgjöf til mín, en sagðir að við
ætluðum að fara saman daginn
eftir í dótabúðina sem við gerðum
og ég fékk að velja mér stóra gjöf.
Einnig man eftir þegar ég var
yngri og þú áttir heima í rauða
húsinu að þar var svo skemmti-
legur api sem hékk á stiganum og
lest í kringum jólatréð sem gam-
an var að leika sér með.
Síðan er ég líka búin að heyra
að þú varst svo glöð þegar þú viss-
ir að ég átti að heita Kalla eftir
þér og ég var mjög glöð að heyra
það. Við áttum líka margar nota-
legar stundir saman ég og þú og
afi þar sem við horfðum á sjón-
varpið, það voru notalegar stund-
ir sem gott er að hugsa um í minn-
ingunni um þig, elsku amma.
Hnígur sól að sævi,
syrgir jarðargróður.
Kveðja rósir að kvöldi
klökkvar sína móður.
Mætist líf að morgni
og menn á banastundum.
Fegnir verða vinir
vinar endurfundum
Fölnar gras, þótt grói,
gránar hár með árum,
kólnar dagur að kvöldi,
kveðja bros með tárum,
fæðast menn og fara,
finnast menn og skilja.
Lögmál lífs og dauða
lýtur drottins vilja.
(Sigursteinn Magnússon)
Elsku Sigbjörn afi, pabbi,
Bensi, Ingunn og Sólrún ég sam-
hryggist ykkur innilega.
Guð blessi þig og minningu
þína, elsku amma mín.
Þín ömmustelpa,
Kalla María.
Kalla frænka ólst upp í hópi
átta systkina á Efra-Núpi, Núps-
dal í Miðfirði. Efri-Núpur er land-
mikil jörð, búsældarleg, hlýleg og
grasgefin. Núpskollurinn, kóróna
dalsins, gnæfir yfir jörðina og set-
ur sterkan svip á umhverfið. Víð-
áttumiklar eyrar einkenna dalinn
og því kjörinn staður til útreiða;
þær nýtti Kalla vel. Skemmtileg
var lýsing 12 ára sumardrengs á
sveitabæ í dalnum af Köllu þegar
hann sá hana í fyrsta skipti. Hún
kom flengríðandi, berbakt og full
sjálfsöryggis, hvergi bangin.
Ljóst hárið flaksaðist í sumargol-
unni og það var ekki laust við að
stráksi hrifist af daladísinni.
Þau voru mörg handtökin við
bústörfin áður en vélmenningin
hélt innreið sína. En þess var líka
gætt að gera sér ýmislegt til gam-
ans. Skemmtilegt þótti Köllu að
fara með fólkinu ríðandi fram í
Kvíslarvötn og leggja silunganet.
Veiðin var flutt heim á reiðings-
hestum þar sem silungurinn var
soðinn nýr en annars reyktur eða
saltaður í tunnur. Þessir veiðitúr-
ar voru ætíð tilhlökkunarefni.
Kalla var yngst systkina sinna
og nær okkur systrum í aldri en
þeim. Við lékum okkur því oft
saman í æsku og stendur minn-
ingin um búið í Kvíagili rétt fyrir
ofan bæinn okkur einna skýrast
fyrir hugskotssjónum. Þar var
mikill búskapur; kjálkar fyrir kýr,
leggir fyrir hesta, horn fyrir kind-
ur. Í eldhúsinu var margt góðra
gripa; hluti eldavélar, bolla- og
diskabrot, hnífapör og gerðar
voru drullukökur skreyttar blóm-
um, stórar sem smáar. Þarna
undum við okkur margar stundir.
Á unglingsárunum lagðist bú-
skapur af í gilinu en við tóku ball-
ferðir í nærliggjandi félagsheimili
þar sem dansinn dunaði fram á
nótt.
Kalla var létt í lund og hlátur-
mild, oft dálítið stríðin en frekar
dul um sína hagi og tilfinningar.
Hún átti auðvelt með bóknám og
las mikið. Þá fylgdist hún vel með
stjórnmálum og hafði sterkar
skoðanir á landsmálunum.
Þau Kalla og Jóhann G. Helga-
son, fyrri eiginmaður hennar,
keyptu Núp af ömmu og afa og
stóðu þar fyrir stóru búi með
margt fé og hross. Hún varð ung
móðir, rétt orðin 18 ára þegar
frumburðurinn fæddist. Þau eign-
uðust Hjört Líndal og Benedikt
Líndal sem fengu nöfn ættfeðr-
anna, afa hennar og föður, sem
báðir voru hreppstjórar sveitar-
innar og bjuggu á Núpi.
Eftir að Kalla og Jóhann slitu
samvistum bjó hún áfram á Núpi í
nokkur ár með seinni eiginmanni
sínum, Sigbirni H. Pálssyni. Kalla
hafði á orði þegar dætur þeirra,
Ingunn Sara og Sólrún Sigríður,
fæddust að hún ætlaði að fylla
dalinn af börnum!
Þau Sigbjörn bjuggu síðan alla
tíð í Reykjavík. Kalla sinnti ýms-
um störfum en annaðist síðast
fólk í heimahúsum og fórst það
ákaflega vel úr hendi. Fólkið
saknaði hennar og þótti miður
þegar hún hætti störfum vegna
aldurs.
Síðustu árin átti Kalla við van-
heilsu að stríða. Hún tókst á við
veikindin af aðdáunarverðu æðru-
leysi. Sigbjörn annaðist hana af
einstakri alúð og væntumþykju.
Við minnumst Köllu, móður-
systur okkar, með hlýju og þökk.
Aldís, Hjördís og Sigrún
Aðalbjarnardætur.
Ketilríður
Benediktsdóttir
✝
Sigrún Brynj-
ólfsdóttir, hús-
móðir og fv.
fulltrúi á skrifstofu
heimspekideildar
Háskóla Íslands,
fæddist í Steinholti
í Glæsibæjarhreppi
2. júní 1928. Hún
lést á Landspít-
alanum 26. mars
2021.
Foreldrar henn-
ar voru hjónin Brynjólfur Sig-
tryggsson kennari og Guðrún
Rósinkarsdóttir húsfreyja. Sig-
rún var fjórða í röð sjö systk-
ina. Systkini Sigrúnar voru
Ragnheiður, f. 1923, d. 1947,
Þorgerður, f. 1925, d. 1996,
Ari, f. 1926, d. 2013, Sigurður
Óli, f. 1929, d. 1984, Áslaug, f.
1932, d. 2017 og Helga, f. 1935,
d. 2015.
Sigrún giftist árið 1953 Jóni
Erlingi Þorlákssyni trygginga-
stærðfræðingi, frá Svalbarði í
Þistilfirði, f. 1926, d. 2009, for-
eldrar Þorlákur Stefánsson
bóndi og Þuríður Vilhjálms-
dóttir, kennari og húsfreyja.
Sigrún og Jón Erlingur eign-
Glerárþorpi og síðan inn á Ak-
ureyri. Eftir gagnfræðapróf
fékk hún vinnu á skrifstofu, á
símstöðinni á Akureyri og á tal-
stöðinni. Hún tók aftur til við
nám og lauk stúdentsprófi frá
MA 1952. Hlaut námsstyrki og
sigldi til Kaupmannahafnar,
þar sem hún hóf nám í heim-
speki og sálfræði. Sigrún þurfti
þó að hætta náminu áður en því
lauk vegna ört stækkandi fjöl-
skyldu.
Þau fluttu til Íslands og
byggðu sér hús í Skólagerði í
Kópavogi þar sem þau bjuggu
þar til Jón lést árið 2009. Eftir
það keypti Sigrún sér íbúð á
Sléttuvegi í Reykjavík, en síð-
ustu tvö æviárin var hún á
hjúkrunarheimilinu Seltjörn.
Sigrún vann utan heimilis af
og til frá 1973 og í föstu starfi
sem fulltrúi á skrifstofu heim-
spekideildar HÍ 1984-1998.
Áhugamálin voru marg-
vísleg, svo sem bókmenntir og
listir, tónleikar og leikhúsferð-
ir.Útför hennar fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 16. apríl
2021, klukkan 15. Vegna fjölda-
takmarkana verða aðeins nán-
ustu aðstandendur viðstaddir.
Streymt verður frá athöfninni
á:
https://youtu.be/hWYIZvSgPcc
Hlekk á streymi má líka
finna á:
https://www.mbl.is/andlat/.
uðust sex börn og
17 barnabörn.
Börnin eru: Brynj-
ólfur, doktor í
bæklunarskurð-
lækningum, f.
1954. Kona hans er
Dagný Guðnadótt-
ir, master í upplýs-
ingatækni á heil-
brigðissviði.
Þorlákur vélaverk-
fræðingur, f. 1956.
Þorgerður framhaldsskóla-
kennari, f. 1957. Sambýlis-
maður hennar er Sigurjón
Helgi Björnsson verkfræðingur.
Guðrún Ragnheiður, BSc í
stærðfræði og hagfræði, f.
1960, d. 2018, Jón Erlingur, BA
í heimspeki, f. 1965. Kona hans
er Anna Stefánsdóttir, doktor í
bæklunarskurðlækningum.
Þuríður, flautuleikari og tón-
skáld, f. 1967. Maður hennar er
Atli Ingólfsson, tónskáld og
prófessor í tónsmíðum við
Listaháskóla Íslands.
Sigrún bjó í Steinholti til sjö
ára aldurs en flutti þá með for-
eldrum sínum og systkinum í
Krossanes. Hún gekk í skóla í
Það voru allir alltaf velkomnir
heim til ömmu og afa í Skóló eins
og Skólagerðið var kallað. Amma
var undantekningarlaust glöð að
sjá mann og strokur á kinnarnar
fékk maður við bæði komu og
brottför. Amma Sigrún, eða
amma Sis eins og við kölluðum
hana yfirleitt, tók sér alltaf tíma
til að tala við okkur og forvitnast
um hvað við værum að gera. Við
þrjú erum þó bara ein af fjöl-
mörgum barnabörnum og barna-
barnabörnum, en amma vissi
samt alltaf hvar við vorum stödd í
lífinu og hvert við stefndum.
Amma var bæði af gamla skól-
anum og þeim nýja, af þeirri kyn-
slóð Íslendinga sem höfðu flutt úr
sveit í borg. Hún vildi vera, og
var, ekta húsmóðir og fín frú. Það
var aldrei hægt að reka inn nefið
án þess að vera boðið í te og fá
brauð með hunangi – nú eða
skonsur og jólakökur. Kjötsúpu-
dagar voru alltaf bestir, og vel
eldað ömmulambalærið, að
ógleymdu hangikjötinu að norðan
á jóladag, með uppstúf og græn-
um baunum. Og svo Trivial
pursuit með kaffinu. Þetta eru
meðal bestu æskuminninga hjá
ömmu og afa.
Hún amma frábað sér óþarfa
nýjungar á borð við Stöð 2, vídeó-
tæki og örbylgjuofna. Og lengst
af var ekki til uppþvottavél, held-
ur hjálpuðumst við að við að vaska
upp á gamla mátann. Alltaf var þó
tölva á heimilinu og var amma
komin með netfang áður en við
systkinin fengum netið. Hún var
því dugleg að vera í tengslum við
alla ættarlauka og gat þannig
frætt okkur um hvað til stæði hjá
ættingjum okkar nær sem fjær.
Við munum alltaf sakna þín,
elsku amma.
Ásdís María, Ernir og
Ari Brynjólfsbörn.
Ég vil með nokkrum orðum
minnast þeirrar ágætu konu Sig-
rúnar Brynjólfsdóttur. Fyrstu
kynni mín af þeim heiðurshjónum
Sigrúnu og Jóni voru jólin 1999
eftir að ég kynntist Ásdísi og
hafði verið boðið í jólaboð til
þeirra. Þó að ég hafi kannski verið
tregur til að mæta í jóladagsboð
hjá ömmu og afa kærustu minnar,
sem ég hafði kynnst nokkrum
mánuðum áður, lét ég slag standa
og mætti enda hafði faðir minn
sagt að það væri dónaskapur að
hafna svona góðu boði þó það
þýddi að sleppa hangikjötinu frá
Melrakkasléttu, sem alltaf er hjá
foreldrum mínum á jóladag. Úr
varð hin mesta skemmtun og man
ég vel eftir þessu þar sem mér var
tekið vel fagnandi í þessa góðu
fjölskyldu. Auðvitað var ég spurð-
ur í þaula um mína ætt enda Sig-
rún og Jón mjög áhugasöm um
ættfræði. Ekki þótti þeim slæmt
að ég ætti að rekja ættir bæði til
Vopnafjarðar og Melrakkasléttu.
Enn áhugaverðara var að Sig-
tryggur bróðir Jóns og hans kona
Vigdís þekktu ömmu og afa vel,
en Vigdís og Helga amma mín
voru fjarskyldar frænkur og
höfðu verið saman í húsmæðra-
skóla, og þar myndast með þeim
góður vinskapur. Þetta þótti þeim
hjónum afar merkilegt og heimt-
uðu ýtarlegri upplýsingar um
mína fjölskylduhagi í framhald-
inu, sem var auðsótt. Þetta jóla-
dagskvöld leið hratt og var upp-
haf að mörgum heimsóknum,
gjarnan á sunnudögum, til Sig-
rúnar og Jóns þar sem allt milli
himins og jarðar var rætt yfir
kökusneið og kaffi. Ég á Sigrúnu
margt að þakka, hlýjan og góð-
mennskan sem hún gaf af sér og
hennar fjölskylda hefur erft er
mikils virði.
Bergþór Lund.
Móðursystir okkar, Sigrún
Brynjólfsdóttir, er fallin frá, síð-
ust systkinanna sjö í Krossanesi
við Eyjafjörð. Þetta var fríður og
föngulegur hópur og öll voru þau
systkinin góðum gáfum gædd.
Foreldrar þeirra voru hjónin
Brynjólfur Sigtryggsson, bóndi
og kennari, og Guðrún Rósinkars-
dóttir, ættuð úr Æðey á Ísafjarð-
ardjúpi.
Tvær elstu systurnar fóru til
náms og starfa í Noregi. Ragn-
heiður dó ung úr berklum en Þor-
gerður (Didda) settist að í Ála-
sundi og eignaðist fjölskyldu þar.
Hin systkinin fimm fóru öll í
menntaskóla – og sum áfram í há-
skóla – sem ekki var sjálfgefið á
árum áður. Bræðurnir fóru ólíkar
leiðir: Ari stundaði merkar vís-
indarannsóknir í eðlisfræði í
Bandaríkjunum en Sigurður Óli
kenndi stærðfræði og aðrar raun-
greinar á Akureyri þar sem hann
var einnig atkvæðamikill í bæjar-
pólitíkinni. Systurnar fetuðu aðr-
ar slóðir. Sigrún vann sem fulltrúi
á skrifstofu heimspekideildar Há-
skóla Íslands og hafði mikla
ánægju af því starfi. Áslaug var
fræðslustjóri í Reykjavík og lét
auk þess til sín taka á mörgum
öðrum sviðum. Helga, mamma
okkar, var læknaritari á Elliheim-
ilinu Grund. Náið samband var á
milli þeirra systra alla tíð og þær
töluðu saman í síma á hverjum
degi, jafnvel oft á dag. Helstu
fréttum var svo samviskusamlega
miðlað til annarra í fjölskyldunni.
Þær hittust líka mikið og á síðari
árum fóru þær saman í ferðalög
til fjarlægra staða ásamt Ara
bróður sínum og mökum.
Sigrún giftist Jóni Erlingi Þor-
lákssyni, miklum öndvegismanni
(d. 2009). Það var alltaf indælt að
koma á notalegt heimili þeirra
Sigrúnar og Jóns í Kópavogi. Góð
vinátta var milli Jóns Erlings og
pabba okkar, Eyþórs Ómars Þór-
hallssonar tannlæknis (d. 1988),
og þeir mágarnir fóru oft í veiði-
ferðir saman.
Ekki er ofmælt að börn þeirra
Sigrúnar og Jóns Erlings hafa öll
mikla stærðfræðigáfu, enda ligg-
ur hún í báðum ættum. Sjálfur
var Jón Erlingur vel metinn
tryggingastærðfræðingur og var
raunar um tíma háskólakennari í
þeirri grein, en það eru líka reikn-
ingshausar í móðurætt. Amma
Guðrún í Krossanesi þótti talna-
glögg með afbrigðum og frægt
var að hún, óskólagengin bónda-
konan, fór létt með að segja börn-
um sínum til í menntaskólastærð-
fræðinni.
Sigrún frænka fylgdist vel með
öllu og lét sér fátt mannlegt óvið-
komandi. Hún var ættrækin,
rausnarleg og gjafmild með ein-
dæmum, þótt hún vildi alls ekki
láta á því bera út á við. Við syst-
kinin minnumst Sigrúnar með
hlýhug og virðingu fyrir allt það
góða sem hún gerði okkur og öðr-
um sem urðu á vegi hennar.
Þórhallur, Guðrún og
Ragnar.
Sigrún
Brynjólfsdóttir