Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 11

Morgunblaðið - 16.04.2021, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Uppáhalds L’Occitane vörurnar okkar Kringlan 4-12 | s. 577-7040 | www.loccitane.is L’Occitane stelpurnar mæla með sínum uppáhalds vörum. Kynntu þér vörurnar í versluninni okkar í Kringlunni eða á loccitane.is Skrifað hefur verið undir samning á milli Nýja Landspítalans, Verkís, Batterísins og T.ark um fullnaðar- hönnun á bílakjallara við nýjan Landspítala. Bílakjallarinn mun rísa undir Sóleyjartorgi, austan við meðferðarkjarna og sunnan við Gamla Spítala, segir í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum. Bílakjallarinn er hugsaður ein- göngu sem þjónustustæði fyrir ökutæki sjúklinga, aðstandenda og gesta spítalans. Um er að ræða 200 bílastæði og má líkja honum við bílakjallarann í Hörpu sem er á tveimur hæðum. Gengið verður beint inn í sjúkrahúsið úr bílakjall- aranum í sjálfvirka stiga, lyftur eða göngustiga. Þess má geta að einnig verður byggt á svæðinu 550 stæða bílastæðahús. Forhönnun bílakjallarans liggur fyrir og verklok eru áætluð í byrj- un árs 2022. Gert er ráð fyrir að uppsteypa kjallarans sé samhliða uppsteypu meðferðarkjarnans og uppsteypunni sé að fullu lokið 2023. Tölvuteikning/Nýi Landspítalinn Hönnun Undir Sóleyjartorgi við Nýja Landspítalann kemur bílakjallari. Samningur um hönnun bílakjallara - Kjallari verður undir Sóleyjartorgi Á næstunni verður ráðist í endur- gerð sjóvarnargarðsins meðfram Ánanaustum í vesturbæ Reykjavík- ur. Skipulagsfulltrúi hefur veitt Reykjavíkurborg framkvæmdaleyfi en framkvæmdir eiga að hefjast í júní. Um er að ræða framhald fyrri áfanga en sjóvarnargarður við Eiðs- granda var endurbættur í fyrra- haust. Þær framkvæmdir sem nú verður ráðist í ná til sjóvarnar- garðsins þar sem hann liggur með- fram skólpdælustöð og móttökustöð Sorpu allt að athafnasvæði Lýsis hf. Vegna sjógangs hefur göngustígur- inn við Sorpu verið lokaður undan- farin misseri. Engar lagnir Útfærslan á endurgerð garðsins felst í upprifi á núverandi sjóvarnar- garði, endurröðun á því grjóti sem er þegar í garðinum og eins aðfluttu grjóti svo byggja megi upp garðinn til samræmis við verkteikningar. Upprifið efni verður flokkað og end- urnýtt í bland við aðflutt efni frá ná- lægum lagerum. Ekki er gert ráð fyrir að unnið verði í neinum lögnum. „Stuðst verður við nýtt þversnið sjóvarnargarðsins sem er að nokkru leyti frábrugðið sniði því sem sýnt er í gildandi deiliskipulagi svo brjóta megi frekar ölduna þegar hún berst að landi,“ segir verkefnastjóri. Rífa þarf upp núverandi göngustíg samhliða viðgerð á sjóvörnum og gert er ráð fyrir að grófjafna stíga- stæði að loknum framkvæmdum. Vinnusvæðið er í nálægð við gang- andi og hjólandi umferð svo gæta skal ýtrustu varúðar við verkið. sisi@mbl.is Sjóvarnargarðurinn bættur við Ánanaust - Göngustígur við Sorpu verið lokaður vegna sjógangs Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ánanaust Þrátt fyrir öflugan grjótgarð gengur sjórinn yfir göngustíga. Fiskideginum mikla á Dalvík hefur verið frestað öðru sinni. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi hátíðar- innar nýverið en kórónuveiru- faraldurinn er ástæðan. Deginum var einnig frestað í fyrra af sömu ástæðu en þá átti að halda upp á 20 ára afmæli hátíðarinnar, sem jafn- an hefur farið fram fyrstu helgina eftir verslunarmannahelgi ár hvert frá 2000. „Ákvörðunin er tekin að vel ígrunduðu máli. Við stefnum ótrauð á afmælishátíð í ágúst 2022,“ segir m.a. í fréttatilkynn- ingu. Dalvíkingar segjast ekki treysta sér til að stjórna þeim fjölda gesta sem sækja þá heim, ekki sé hægt að skipta gestum upp í hólf eða virða fjarlægðarmörk. „Fiskidagurinn mikli, sem er matarhátíð, er ekki haldinn fyrr en grímunum hefur verið sleppt.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Dalvík Enginn Fiskidagurinn mikli í ár. Fiskideginum frest- að til næsta árs Allt starf Ættfræðifélagsins frest- ast til haust vegna kórónuveiru- faraldursins og gildandi samkomu- banns. Til stóð að halda félagsfund í gærkvöldi en honum var frestað þar sem aðeins 20 manns mega koma saman. Félagið ætlar þó ekki að aflýsa fyrirhugaðri gönguferð 15. maí næstkomandi, sem auglýst er í nýj- asta fréttabréfi félagsins. „Við biðjumst velvirðingar vegna þessara frestana sem eru óumflýj- anlegar vegna sóttvarna. Vonandi getur starfið í haust farið hnökra- laust fram,“ segir í tilkynningu frá Ættfræðifélaginu, sem hefur verið starfandi frá árinu 1945. Ættfræðifélagið frestar fundum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.