Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 24
24 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021 Smáralind | Kringlunni | Reykjanesbæ | Akranesi | Sími 511 2022 | dyrabaer.is Úrval náttúrulegra bætiefna og fóðurs fyrir hunda og ketti. Nánar á dyrabaer.is HOLLUSTA OG HEILBRIGÐI FRÁ 50 ára Ása er Reykvík- ingur og býr í Vestur- bænum. Hún er með einleikarapróf á píanó frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og masters- próf í tónlist frá City University í London. Ása er viðskiptastjóri á tónlistarsviði í Hörpu. Maki: Guðmundur Hörður Guðmundsson, f. 1977, kynningarstjóri í HÍ. Börn: Friðrik Ólafur, f. 2009, og Una Val- gerða, f. 2010. Foreldrar: Ólafur Briem, f. 1933, d. 2006, deildarstjóri hjá Icelandair og söngvari, og Edda Jónsdóttir Briem, f. 1941, fv. fulltrúi hjá Faxaflóahöfnum. Ása Briem Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Góðir mannasiðir eru nauðsyn- legir til þess að eiga samskipti við hina ólíku og áhugaverðu persónuleika sem verða á vegi þínum. 20. apríl - 20. maí + Naut Þú þarft að gefa öllum skilaboðum gaum og gefa þér tíma til þess að svara þeim sem til þín leita. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Varastu að vera stöðugt kvart- andi út af öllum sköpuðum hlutum. Reyndu að hrista slíkt af þér því þú ert fær í flestan sjó. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Fjölskyldan og heimilið krefjast athygli þinnar þessa dagana. Viðhaltu kraftinum með því að vera dálítið kvik/ ur, hvort sem þú ert í stuði til þess eða ekki. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Þú átt svo auðvelt með að fara þínu fram að þú þarft að gæta þess að ganga ekki of nærri öðrum. Notaðu laus- an tíma til að styrkja fjölskylduböndin. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Þeir eru margir sem sækja til þín ráð. Reyndu ekki að troða öðrum um tær eða sýna öfund því það er ástæðu- laust. 23. sept. - 22. okt. k Vog Það getur verið erfitt að eiga við andstæðing sem er svo líkur manni sjálf- um að furðu sætir. Settu þér markmið. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Þú færð tilboð og skalt grípa gæsina meðan hún gefst. Mundu að sýna öðrum sanngirni og skilning og gerðu ekki meiri kröfur til annarra en þú gerir til sjálfs þín. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Það er engin ástæða til að draga sig í hlé þótt hugmyndir þínar slái ekki í gegn. Haltu áfram að fylgja hug- myndum þínum eftir, sama hvort þær heppnast að þínu mati eða ekki. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þeir eru ófáir sem líta upp til þín en láttu það ekki stíga þér til höf- uðs. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Ekki er allt sem sýnist í sam- skiptum þínum við þína nánustu. Farðu þér hægt og kannaðu alla málavöxtu. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Sambönd enda og önnur verða til. Láttu það ekki koma þér úr jafnvægi þó fyrrverandi haldi áfram með líf sitt. Broadway og kom með ýmsa fræga tónlistarmenn til landsins. Hann var framkvæmdastjóri Stúdíó Sýrlands og framkvæmdastjóri útvarpsstöðvar- innar Stjörnunnar. Hann var dag- skrárstjóri Bylgjunnar í tvö ár og hef- ur unnið óslitið fyrir Stöð 2 frá árinu 1992, meðal annars við markaðsstörf en einnig sem þulur stöðvarinnar fram á þennan dag. Þá kom hann Bíórásinni á fót og var dagskrárstjóri hennar. Hann hefur setið í trúnaðarmannaráði dalshöll og Hörpu. Hann hefur enn fremur stjórnað gerð og upptökum á fjölmörgum plötum, m.a. á klassískum plötum eins og með Kristjáni Jóhanns- syni, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Giss- uri Páli Gissurarsyni og Sinfóníu- hljómsveit Íslands. Björgvin hefur einnig sinnt öðrum störfum meðfram tónlistinni. Um skeið vann hann að markaðsmálum á Íslensku auglýsingastofunni, var markaðsstjóri hjá Óla Laufdal á B jörgvin Helgi Halldórsson fæddist 16. apríl í Hafn- arfirði og ólst þar upp. „Ég fór aldrei í sveit,“ segir Björgvin að- spurður. „Ég fór með föður mínum á veiðar sem ungur strákur og í sigl- ingar m.a. til Grimsby. Það var mín sveit.“ Hann stundaði nám við gagnfræða- skóla Flensborgar og fór síðan í Iðn- skólann við nám í viðhaldi á skrifstofu- vélum. „En þarna var ég kominn í hljómsveitina Bendix og það var svo mikið að gera að það tók yfirhöndina og ég hef ekki litið til baka síðan.“ Björgvin var í tvö ár í Bendix en þaðan lá leiðin í eitt vinsælasta band landsins, Flowers. Þar á eftir var Björgvin í hljómsveitinni Ævintýri sem bar sigur úr býtum á Popphátíð Íslands sem var haldin 1969 og var Björgvin krýndur poppstjarna Íslands. Það má segja að Björgvin hafi haldið titlinum eftir þetta, en hljómsveitirnar sem fylgdu í kjölfarið, Brimkló, Hljómar, Change, ðe lónlí blú bojs, Hljómsveit Björgvins Halldórssonar, Sléttuúlfarnir, Hjarta- gosar og HLH, urðu allar gríðarlega vinsælar auk þess sem Björgvin hefur sinnt sólóferli sínum til þessa dags. Lögin eru að nálgast 1.000 sem Björgvin hefur hljóðritað og plöturnar eru í kringum 300. Ferillinn hefur ver- ið fjölbreyttur og spannað vítt svið og margar tónlistarstefnur. Hann hefur unnið með íslenska tónlistar- og kvæðaarfinn eins og á Plötunum Einu sinni var og Úti um græna grundu sem hann gerði með Gunnari Þórðarsyni og Tómasi M. Tómassyni 1976 og 1977, og nutu mikilla vinsæla. Hann lék í kvikmyndunum Óðali feðranna, Gullsandi og Djöflaeyjunni og söng titillögin í þessum myndum. Björgvin hefur einnig komið fram í söngleikjum, í uppfærslum eins og Litlu hryllings- búðinni, Evitu og Á köldum klaka. Þá var Björgvin fulltrúi Íslands í Euro- vision árið 1995. Í seinni tíð hefur hann haldið hina geysivinsælu jólatónleika Jólagesti Björgvins, í bæði Laugar- STEFs og í stjórn Félags tónskálda og textahöfunda. Gísli Rúnar Jónsson skráði ævisögu Björgvins, Bókin um Björgvin Hall- dórsson, sem kom út 2001. Björgvin var sæmdur riddarakrossi hinnar ís- lensku fálkaorðu í janúar 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Áhugamál Björgvins eru marg- vísleg, t.d. kvikmyndir, ferðalög, elda- mennska og stangveiði á flugu. „Ég er forfallinn stangveiðimaður, við stofn- uðum klúbb, félagarnir, en klúbburinn er með húfu, lógó og allan pakkann og hann heitir Top of the Line Angling club Iceland. Það er ekki bara verið að drepa fisk. Þetta er útivera, félags- skapur og landslagið. Ég er búinn að ferðast um allt Ísland og spila á nánast öllum stöðum og samkomuhúsum. En svo þegar ég byrjaði að veiða, árið 1992, þá fer maður hinum megin yfir fjallið og sér alla dýrðina.“ Björgvin er einnig mikill safnari, en hann á 45 gít- ara og er hluti af safni hans til sýnis í Rokksafni Íslands. Í tilefni sjötugafmælis síns heldur Björgvin tónleika í kvöld sem verður streymt úr Borgarleikhúsinu. „Ég bjóst ekki við því þegar ég var að byrja Björgvin Halldórsson tónlistarmaður – 70 ára Ljósmynd/Arnþór Jónsson Sjötugur Björgvin heldur afmælistónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 20.00 og þeim verður streymt frá Borgarleikhúsinu. Afmælistónleikar í kvöld og síðan beint í næsta verkefni Upphafsárin Björgvin og félagar í hljómsveitinni Bendix árið 1968. Morgunblaðið/Eggert Á bak við takkana Björgvin er upp- tökustjóri á eigin plötum. 30 ára Viktor er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki, býr í Mosfellsbæ en flytur til Akureyrar í sumar. Þar mun hann hefja störf hjá Moltu. Viktor er með meirapróf og vinnuvélaréttindi. Maki: Andrea Dís Haraldsdóttir, f. 1992, uppeldisfræðingur. Sonur. Dagfari Leonard, f. 2020. Foreldrar: Björgvin Guðmundsson, f. 1954, fyrrverandi starfsmaður RARIK, og Margrét Pétursdóttir, f. 1957, hár- greiðslukona. Þau eru búsett á Sauðár- króki. Viktor Sigvaldi Björgvinsson Til hamingju með daginn Mosfellsbær Dagfari Leonard Viktorsson fæddist 27. nóvem- ber 2020 á Akranesi. Hann vó 3.168 g og var 48 cm langur. Foreldrar hans eru Viktor Sigvaldi Björgvinsson og Andrea Dís Haraldsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.