Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 6. A P R Í L 2 0 2 1 .Stofnað 1913 . 88. tölublað . 109. árgangur . BRENNANDI ÁHUGI Á KVIK- MYNDATÓNLIST ÖNNUR PLATA HVARFA 28 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ísland sker sig verulega úr borið saman við hinar Norðurlandaþjóð- irnar þegar kemur að innleiðingu nýrra lyfja. Þetta kemur fram í um- sögn Frumtaka – samtaka framleið- enda frumlyfja um lyfjaverðstefnu, tillögur að bættri lyfjaumsýslu hins opinbera sem var birt til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda. Frumtök benda m.a. á það í um- sögn sinni að ný lyf komi almennt síðast á markað hér á landi af Norðurlöndunum eftir að Lyfja- stofnun Evrópu (EMA) hefur veitt þeim markaðsleyfi. Sama gildir hvort sem horft er til innleiðingar nýrra lyfja almennt eða sérstaklega á innleiðingu nýrra krabbameins- lyfja. Ísland er „langt fyrir neðan meðaltal Evrópuríkja á meðan allar hinar Norðurlandaþjóðirnar eru of- an við meðaltalið“, segir í umsögn- inni. Samtökin segja að núverandi staða Íslands í innleiðingu nýrra lyfja sé „dapurleg“, samanborið við Vestur-Evrópu almennt. »14 Dapurleg staða í innleiðingu lyfja - Ísland eftirbátur Norðurlandaþjóða 94 196 349 376 451 Tími frá samþykki lyfja til aðgengis Danmörk Svíþjóð Finnland Noregur Ísland Meðalfjöldi daga frá EMA-markaðsleyfi Heimild: EFPIA/ Frumtök Þessar konur urðu hlýjunni fegnar síðdegis í gær eftir að hafa synt í köldum sjónum á opnunardegi ylstrandarinnar í Naut- hólsvík, að loknu þriggja vikna hléi til að stemma stigu við út- breiðslu faraldursins. Ylströndin var opnuð á nýjan leik í gær- morgun, rétt eins og sundlaugar og líkamsræktarstöðvar. Þó mega þar aðeins koma saman 50% af þeim fjölda sem venjulega er heimilaður. Samhliða sífellt vaxandi fjölda bólu- settra hér á landi má gera sér vonir um að vorinu fylgi minni takmarkanir á lífi, leik og starfi en verið hafa umliðinn vetur. Tveir eru á sjúkrahúsi með sjúkdóminn og er annar þeirra í öndunarvél. Sá kom til landsins með flugvél sem lenda þurfti hér vegna veikinda mannsins. »4 Morgunblaðið/Árni Sæberg Kaldur sjór og heitur pottur til að fagna afléttingu takmarkana Gunnlaugur Snær Ólafsson Karítas Ríkharðsdóttir Lögmaðurinn Jónas Haraldsson var boðaður í utanríkisráðuneytið í gær- morgun þar sem honum var tilkynnt að hann væri kominn á svartan lista stjórnvalda í Kína. Þetta hefur í för með sér að hann sætir farbanni til Kína og mögulegir fjármunir hans í Kína frystir. Jónas hefur gagnrýnt kínversk stjórnvöld í aðsendum greinum í Morgunblaðinu þar sem hann hefur fjallað um umgengni við fasteign í eigu kínverska sendiráðs- ins, umgengnishætti kínverskra ferðamanna og gagnrýnt hvernig kínversk stjórnvöld hafa tekið á kórónuveirunni og hvatt ríki heims til að krefja Kína um skaðabætur vegna afleiðinga faraldursins. „Þetta er í anda stjórnarfarsins sem þarna [í Kína] ríkir, þar sem hörðum aðgerðum er beitt gegn al- mennum borgurum í þeim tilgangi að koma í veg fyrir gagnrýna hugsun,“ segir Sigríður Á. Andersen, þing- maður Sjálfstæðisflokksins og for- maður utanríkismálanefndar Alþing- is, um að Jónas hafi verið settur á kínverska listann. „Þetta kemur Ís- lendingum kannski spánskt fyrir sjónir að Íslendingur, almennur borgari, sé settur undir þetta og kemur ekki á óvart að þetta sæti furðu.“ Gunnari Snorra Gunnarssyni, sendiherra Íslands í Peking, var til- kynnt ákvörðun kínverskra stjórn- valda á miðvikudag. Þá lítur utan- ríkisráðuneytið á athæfið sem þvingunaraðgerð gegn íslenskum borgara og mótmælti Gunnar Snorri aðgerðinni samstundis. Auk þess var sendiherra Kína á Íslandi boðaður til fundar í utanríkisráðuneytinu þar sem ákvörðuninni var mótmælt. „Þeim var jafnframt bent á að það ríkir fullt málfrelsi hér á Íslandi. Þessi einstaklingur ber ekki neina ábyrgð á íslenskum stjórnarathöfnum sem stjórnvöld í Kína kunna að vera ósátt við,“ sagði Sveinn H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneyt- isins, í samtali við mbl.is í gær. Mótmæla aðgerð Kína gegn almennum borgara - Íslenskur ríkisborgari á svörtum lista yfirvalda í Peking Morgunblaðið/Eggert Sendiráð Aðgerðin er gagnrýnd. MÞvingunaraðferðir Kína »2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.