Morgunblaðið - 16.04.2021, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. APRÍL 2021
N Ý F O R M
H Ú S G A G N A V E R S L U N
Klassísk gæða húsgögn
á góðu verði
Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is
Komið og skoðið úrvalið
GLOBL VIKTOR
Hvíldarstóll
KRAGELUND Aya K 129
KRAGELUND K371
Casö 701 langborð
Stólar
Sófasett
Borðstofuborð
Skenkar/skápar
Hvíldarstólar
o.m.fl.
Borstofuhúsgön frá Casö
Mikið úrval af
hvíldarstólum
með og án rafmagns.
KRAGELUND Handrup
Rimme frá Casö, raðau saman þinni samstæðu
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Allt frá árslokum 2017 var stjórn
Isavia ohf. sem m.a. rekur Keflavík-
urflugvöll, með vökul augu yfir starf-
semi WOW air en félagið átti við
rekstrarerfiðleika að stríða. Í nýrri
skýrslu Ríkisendurskoðunar um að-
komu og aðgerðir Isavia ohf. og
Samgöngustofu í tengslum við fall
WOW air, sem varð gjaldþrota í
marsmánuði 2019, kemur fram að á
nær öllum stjórnarfundum Isavia frá
árslokum 2017 og þar til yfir lauk
hafi málefni flugfélagsins verið til
umfjöllunar. Í skýrslunni er einnig
birt yfirlit yfir skuldir WOW air við
Isavia ohf. sem sýnir hvernig sífellt
syrti í álinn fyrir félaginu eftir því
sem leið á árið 2018. Í árslok 2017
námu skuldir WOW air við Isavia
rúmum hálfum milljarði króna en
þær uxu hratt og námu 1,5 milljörð-
um króna í lok ágústmánaðar, þrátt
fyrir nokkrar ríflegar innborganir á
skuldina í hverjum einasta mánuði.
Samgöngustofa brást seint við
Þrátt fyrir hina versnandi stöðu
félagsins var það ekki fyrr en 21.
september sem Samgöngustofa hóf
ítarlegt fjárhagseftirlit með WOW
air. Bendir Ríkisendurskoðun á að
eftirlitið hafi ekki hafist fyrr en
tveimur vikum eftir að samgöngu- og
sveitarstjórnarráðuneytið gaf stofn-
uninni fyrirmæli um að ráðast í ítar-
legt mat á fjárhagsstöðu flugfélags-
ins.
Hinn 13. september, viku eftir að
ráðuneytið gaf fyrirmæli sín, var
boðað til sérstaks stjórnarfundar hjá
Isavia til að ræða tilraunir flug-
félagsins til fjármögnunar en á þeim
tíma stóð félagið í skuldabréfaútboði
sem átti að afla því allt að 12 millj-
örðum króna.
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að beiðni hafi borist
Isavia frá WOW air um greiðslufrest
á notendagjöldum á Keflavíkurflug-
velli.
„Jafnframt kom fram á fundinum
að Isavia ohf. hefði ríka heimild til að
stöðva loftfar og tryggja með því
greiðslu gjalda.“ Var ákveðið að
svara erindinu með viðskiptahags-
muni Isavia að leiðarljósi en að „eng-
ir frestir yrðu veittir án staðfesting-
ar stjórnar“.
Hörð viðbrögð við forsíðufrétt
Hinn 15. september birtist á for-
síðu Morgunblaðsins frétt undir fyr-
irsögninni „Milljarðaskuld við
Isavia“ og haft eftir áreiðanlegum
heimildum að félagið skuldaði tvo
milljarða króna í lendingargjöld á
Keflavíkurflugvelli.
Brást Skúli Mogensen, forstjóri
félagsins og eigandi, skjótt við frétt-
inni með yfirlýsingu á samfélags-
miðlum og sagði hana ranga:
„Ég get ekki orða bundist lengur
að sjá hvernig sumir fjölmiðlar kepp-
ast við að tortryggja WOW air og
það sem við höfum byggt upp und-
anfarin ár. Ég hreinlega trúi því ekki
að nokkur blaðamaður eða fjölmiðill
sé svo skammsýnn að vilja vísvitandi
skemma fyrir áframhaldandi upp-
byggingu félagsins. Nýjasta „frétt-
in“ er að við eigum að skulda Isavia
yfir tvo milljarða. Þessu er slegið
upp með stórri fyrirsögn í æsifrétta-
stíl á forsíðu Morgunblaðsins í dag
og er vitnað í nafnlausan heimildar-
mann. Við leggjum ekki í vana okkar
að tjá okkur um einstaka birgja eða
þjónustusamninga en þetta er ein-
faldlega rangt. Við eigum mjög gott
samstarf við Isavia og höfum aldrei
skuldað þeim yfir tvo milljarða króna
og það er til skammar að Morgun-
blaðið sé að slá upp slíkum fyrirsögn-
um án áreiðanlegra heimilda.“ Eins
og áður sagði hófst ítarlegt fjárhags-
eftirlit Samgöngustofu með WOW
air sex dögum eftir frétt blaðsins.
Viku síðar var haldinn annar stjórn-
arfundur á vettvangi Isavia þar sem
sérstaklega var farið yfir þær heim-
ildir sem fyrirtækið hefði til þess að
kyrrsetja þotur á vegum WOW air til
að tryggja greiðslu skulda.
Greiddu mikið inn á skuldina
Virðist fréttaflutningurinn og við-
brögð Isavia hafa orðið til þess að
WOW air kaus að greiða um 550
milljónir inn á skuld sína við flugvöll-
inn í lok septembermánaðar og stóð
skuldin eftir það í tæpum 1.500 millj-
ónum króna. Staðfestir það að skuld
félagins um miðjan septembermán-
uð var u.þ.b. tveir milljarðar króna,
líkt og haldið var fram í fréttinni.
Frá septembermánuði þokuðust
skuldirnar nær linnulaust upp og
innborganir á þær fóru minnkandi.
Urðu innborganirnar mestar í lok
nóvember eða rétt rúmar 200 millj-
ónir en drógust svo verulega saman.
Þegar upp var staðið afskrifaði
Isavia 2,1 milljarð af skuldum WOW
air. Í samantekt um málið sagði opin-
bera hlutafélagið hins vegar að
tekjur flugvallarins af þeim farþeg-
um sem WOW flutti til og frá landinu
á rekstrarárinu 2019 hefðu numið
rúmum tveimur milljörðum króna.
Byggðist sá útreikningur á áætluð-
um meðaltekjum á hvern farþega
sem fer um flugstöðina í Keflavík.
Skuld WOW fór yfir tvo milljarða
- Í lok ágúst 2018 skuldaði WOW air Isavia ohf. 1,5 milljarða króna - Í september jókst skuldin
um ríflega 500 milljónir - Félagið greiddi ríflega 500 milljónir inn á skuldina í lok sama mánaðar
Forsíðan 15. september Eigandi
félagsins brást illa við frétt blaðsins.
Skuldastaða og innborganirWowair til Isavia
Milljónir kr. í lok mánaðar
2.000
1.500
1.000
500
0
480
360
240
120
0
Innborganir
Skuldastaða
20182017 2019
Heimild: Ríkisendurskoðun
des. jan. feb. mars apríl maí júní júlí ágúst sept. okt. nóv. des. jan. feb. mars apríl maí
Skuldastaða
Inn-
borganir