Morgunblaðið - 26.04.2021, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 26. APRÍL 2021
IB ehf | Fossnes A | 800 Selfoss | ib.is
Nánari upplýsingar ib.is
Ábyrgð og þjónusta fylgir öllum nýjum bílum frá IB
Bílar á lager
Sími 4 80 80 80
Litur: Svartur/Dark Ash Walnut að innan (einnig til svartur).10 gíra
skipting, auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flott-
asta myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlit-
aðir brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.580.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Litur: White Frost/Dark Ash Walnut að innan. 10 gíra skipting,
auto track millikassi, multipro opnun á afturhlera, flottasta
myndavélakerfið á markaðnum ásamt mörgu fleirra. Samlitaðir
brettakantar, heithúðaður pallur með gúmmimottu, sóllúga.
VERÐ
13.680.000 m.vsk
2021 GMC Denali Ultimate 2500
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Skólastarf er í eðli sínu afar
skapandi og börn eru alltaf að
læra eitthvað nýtt. Við þurfum
samt sem áður að gera miklu bet-
ur, svo mikilvægar eru skapandi
greinar sem framtíðarfög,“ segir
Þóra Óskarsdóttir, forstöðumað-
ur Fab Lab Reykjavík. Smiðja
undir þeim merkjum er starfrækt
við Fjölbrautaskólann í Breiðholti
og þjónar hún framhalds- og
grunnskólum í borginni auk há-
skóla. Heiti smiðjunnar er stytt-
ing úr ensku á Fabrication Labor-
atory, sem útlagst gæti sem
nýsköpunarsmiðja. Fyrirmyndin
er sótt til MIT-tækniháskólans í
Boston í Bandaríkjunum sem er
leiðandi á heimsvísu í frum-
kvöðlastarfi.
Tækifærin séu aðgengileg
Fab Lab Reykjavík var sett á
laggirnar snemma árs 2014 og er
starfsemin fjármögnuð af ríki og
Reykjavíkurborg. Til staðar eru
margvísleg tól og tæki, svo sem
tölvur, þrívíddarprentarar, fræsi-
vélar, geislaskerar, hitapressur,
sagir, rafeindatæki og stafræn
saumavél svo eitthvað sé nefnt.
„Þarna gefast fólki tækifæri til að
þjálfa sköpunargáfuna og hrinda
hugmyndum sínum í framkvæmd
með því að hanna, móta og fram-
leiða hluti með stafrænni tækni.
Hingað kemur ungt námsfólk í
um 8.500 heimsóknum á ári, en
einnig getur almenningur leitað í
smiðjuna ef vantar aðstöðu til að
skapa nýja hluti sem hugmyndir
eru að,“ segir Þóra.
Tímarnir bjóða upp á svo
margt og galdurinn felst í því að
virkja það mikla ímyndunarafl
sem fólk hefur. Borgaryfirvöld
hafa að sögn Þóru stutt vel við
Fab Lab Reykjavík og þar með
nýsköpunarhugmyndir borgar-
búa. „Þekking og forvitni er hluti
nýsköpunar og hafa hugmyndir
orðið til í smiðjunni vegna áherslu
á skapandi starf á öllum skóla-
stigum. Til að bjóða grunnskóla-
nemendum borgarinnar upp á
enn betri menntatækifæri í skap-
andi smiðjum hófst samstarf á
milli grunnskóla í Breiðholti og
Fab Lab Reykjavíkur. Verkefnið
heitir Skapandi námssamfélag og
felur í sér að setja upp sköp-
unarver í grunnskólaum,“ segir
Þóra og heldur áfram:
„Tækifæri þurfa vera að-
gengileg. Fyrir grunnskólabörn
þýðir þetta að vettvangur fyrir
sköpunarstarf þarf að vera í nær-
umhverfinu svo þau nýtist sem
best. Þetta öfluga starf hefur líka
sannað gildi sitt svo um munar. Í
Breiðholti vinna nú börn nýsköp-
unarkeppnir, hanna sín eigin end-
urskinsmerki og koma með til-
lögur að skólahúsgögnum. Hér
hefur barn þróað leikfang sem
kennir öðrum börnum að þekkja
bókstafi, þróað tölvuleiki og þau
kenna ömmu sinni að nota geisla-
skera. Amma vill nefnilega geta
brennimerkt ljóð á ostabakkann
sem hún skar út. Einnig hafa hjá
okkur verið hannaðir til smíði
hlífðarskildir fyrir heilbrigðis-
starfsfólk sem sinnir Covid-
sjúklingum, rafmagnstúrbínur,
sportbílar og niðurbjótanlegt
frauðplast úr sveppum.“
Hinn 10. maí næstkomandi
verður í Reykjavík haldið svo-
nefnt Menntastefnumót, sem er
uppskeruhátíð þess nýsköpunar-
starfs sem unnið hefur verið á
skóla- og frístundasviði borg-
arinnar í krafti menntastefn-
unnar sem starfað hefur verið eft-
ir frá byrjun ársins 2019. Á
mótinu verður enn fremur boðið
upp á erlenda og innlenda fyrir-
lestra um menntamál en stefnan
hefur undirtitilinn: Látum
draumana rætast.
Vinna störf sem ekki eru til
Á Íslandi eru starfræktar
átta Fab Lab-smiðjur. Í Reykjavík
er slík í Breiðholtinu, sem fyrr
segir, og sköpunarver eru í
nokkrum grunnskólum borg-
arinnar, í Grafarvogi og Breið-
holti. Á vettvangi borgarstjórnar
hefur verið lagt til að smiðjum
verði komið upp í öllum hverfum
borgar, svo mikilvægt sé að efla
nýsköpunarþekkingu og aðstöðu
til slíks starfs.
„Sköpunarver grunnskóla
gera börnum kleift að nota
ímyndunaraflið og læra á nýja
tækni. Í Fab Lab-smiðjum er
meiri áhersla á þróun frumgerða,
þar sem nýjum hugmyndum er
komið á áþreifanlegt form. Þess-
um smiðjum þarf að fjölga og fá
fleira fólk til starfa, svo sinna
megi betur hugmyndaríku fólki
sem til okkar kemur. Nú er til
dæmis talið að flest börn sem eru
að hefja grunnskólanám muni í
framtíðinni vinna störf byggð á
tæknilausnum sem enn eru ekki
til. Til að lifa í svo síbreytilegum
heimi þarf útsjónarsemi og sköp-
unarkraft. Krakkarnir eru ótrú-
lega fljótir að skapa og koma með
góðar hugmyndir að tækni morg-
undagsins. Þá auðlegð verður að
virkja,“ segir Þóra að síðustu.
Fab Lab í skólum Reykjavíkur virkjar hugmyndir, forvitni og þekkingu
Morgunblaðið/Eggert
Frumkvöðlastarf Í síbreytilegum heimi þarf útsjónarsemi og sköpunarkraft, segir Þóra Óskarsdóttir.
Sköpunargáfan og
tækni morgundagsins
- Þóra Óskarsdóttir fæddist
árið 1985. Er með BS-gráðu í
sálfræði frá Háskóla Íslands að
ljúka MS-námi í sálfræði-
kennslu, hvar hún rannsakaði
við hvaða kringumstæður góð-
ar hugmyndir koma fram.
- Er forstöðukona Fab Lab
Reykjavíkur þar sem unnið er
að því að koma hugmyndum í
áþreifanlegt form. Í Fab Lab
starfa sérfræðingar í stafrænni
tækni og sérfræðingar í
menntun, auk tæknifulltrúa.
Þóra er höfundur MEMA, ný-
sköpunarhraðals framhalds-
skólanna, og semur námsefni í
nýsköpunarmennt.
Hver er hún?
Morgunblaðið/Valli
Smíði Atvinnulífið þróast hratt, störf deyja út og önnur verða til. Tré-
smíði er fag sem breytist en alltaf er þörf fyrir góða iðnaðarmenn.
Um 50 metra kafla á þjóðvegi 85,
sem liggur í gegnum miðbæ Húsa-
víkur, var lokað snemma á föstu-
dagsmorgun. Var hann lokaður alla
helgina og opna átti veghlutann aft-
ur klukkan átta árdegis í dag.
Ástæða lokunarinnar var Óskars-
verðlaunahátíðin en lagið Húsavík –
My Home Town úr Eurovision-
mynd Wills Ferrells var tilnefnt til
verðlaunanna en hátíðin sjálf fór
fram í nótt.
Málaður var rauður dregill á veg-
arkaflann og borði strengdur milli
húsanna. Húsvíkingar flykktust svo
að rauða dreglinum um helgina og
tóku myndir af sér fyrir samfélags-
miðla. Þórólfur Jón Ingólfsson,
yfirverkstjóri hjá Vegagerðinni á
Húsavík, segir að Vegagerðin hafi
samþykkt lokunina með þeim skil-
yrðum að viðbragðsaðilar á svæðinu
samþykktu hana. Hjáleiðin var ekki
löng, ekki frekar en vegarkaflinn,
og lá austur fyrir gamla kaup-
félagshúsið upp á Ketilsbraut og
niður aftur á Garðarsbraut.
Óskarsæði á Húsavík
Myndbandið fyrir verðlaunahá-
tíðina var tekið upp á Húsavík síð-
ustu helgi. Venjan er að lögin sem
tilnefnd eru til verðlaunanna séu
flutt á hátíðinni sjálfri í Bandaríkj-
unum en vegna kórónuveirufarald-
ursins komst Molly Sandén,
sænska söngkonan sem flytur lagið,
ekki leiðar sinnar og var því brugð-
ið á það ráð að taka myndbandið
upp í bænum sem gaf laginu nafnið
sitt.
Húsvíkingar hafa því beðið
spenntir eftir því að sjá bæinn sinn
sýndan á hátíðinni. Þá sagði Örlyg-
ur Hnefill Örlygsson, sem gert hef-
ur kynningarmyndbönd fyrir lagið,
í samtali við mbl.is að sannkallað
óskarsæði væri á Húsavík.
Það er því ekki ólíklegt að ein-
hverjir bæjarbúar hafi vakað langt
fram á nótt til að fylgjast með há-
tíðinni.
Þjóðveginum lok-
að fyrir Óskarinn
- Lagið Húsavík tilnefnt á hátíðinni
Morgunblaðið/Sonja Sif
Lokun Þjóðveginum var lokað
vegna nýja rauða dregilsins.